Alþýðublaðið - 10.12.1986, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 10.12.1986, Blaðsíða 6
6 Miðvikudagur 10. desember 1986 VARIÐ YKKUR Á JÓLATIB PARDUS Glæsileg og sígild hönnun... Vönduð efní klassísk snið. Póstsendum um allt land. KAPUSALAN Kostnaðurinn falinn Hinn gífurlegi kostnaður við af- borgunarkaupin er hins vegar vand- lega falinn fyrir væntnalegum kaupendum, a.m.k. í þeim skilningi að af hálfu seljenda er þessi kostn- aður aldrei settur fram sem ein heild, eða kaupandanum gerð grein fyrir því hversuná þessi upphæð er, reiknuð sem prósenta af láninu. Sá liður aukakostnaðarins sem mestu máli skiptir í þessu sambandi er hinn svokallaði staðgreiðsluaf- sláttur. Þessi liður mætti í rauninni alls ekki síður heita afborgunará- Iag, en það heiti lýsir þessu fyrir- brigði á mun sannari hátt. Staðreyndin er nefnilega sú að seljandi þeirrar vöru sem um er að ræða hverju sinni er reiðubúinn að selja vöru sína gegn hinu svonefnda staðgreiðsluverði og þess vegna er eðlilegt að líta á þetta verð sem hið raunverulega verð vörunnar. Þetta byggist á því að staðgreiðsla er það sem kalla mætti standard í viðskipt- um. Þótt staðgreiðsla sé þannig hin eðlilega og venjulega aðferð þegar vara skiptir um eigendur gegn pen- ingagreiðslu, hefur það lengi tíðk- ast að dýrari hlutir væru seldir með einhvers konar afborgunarkjörum. í þessu sambandi er auðvitað sjálf- sagt að menn geri sér ljóst að þegar varan er ekki greidd út í hönd, er seljandinn að lána kaupandanum fjármuni og því ekki nema eðlilegt að þetta peningalán beri vexti, á sama hátt og önnur lán. Þetta getur í grundvallaratriðum gerst með tvennum hætti. Annað hvort greiðir kaupandinn vexti af láninu, sem þá eru reiknaðir út í samræmi við eðlilega bankavexti, eða hann greiðir fyrir vöruna hærra verð, sem svarar eðlilegum vöxtum. Þessi síðarnefnda aðferð er fólgin í staðgreiðsluafslættinum, eins og hann er upphaflega hugsaður. Vaxtavextir af okurvöxtunum Það sem hins vegar gerist, eins og afborgunarkaupum er í flestum til- vikum háttað hérlendis um þessar mundir, er það að báðar þessar að- ferðir eru notaðar í einu, þannig að kaupandinn tvíborgar vextina af þeim peningum sent hann fær að láni. Og raunar er ekki öll sagan sögð með þessu, því að stað- greiðsluafslátturinn er í mjög mörg- um tilvikum svo hár að hann einn svarar til sannkallaðra okurvaxta. Þessu til viðbótar þarf svo kaup- andinn að greiða vexti af stað- greiðsluafslættinum (afborgun- arálaginu), eins konar vaxtavexti af okurvöxtunum, auk stimpilgjalds og annarra fastra kostnaðarliða. Það er því ekki að undra þótt hin samanlagða vaxtaprósenta verði talsvert há þegar upp er staðið, — og sannarlega er heldur ekki von að hinn almenni neytandi, geri sér full- komna grein fyrir því sem hann er að fara út í þegar hann gengur inn í verslun til að fjárfesta í einhverju heimilistæki. Staðgreiðsluafsláttur mun yfir- leitt vera hlutfallslega hærri af ódýrari vörutegundum og því mun óhætt að miða við þá þumalputta- reglu að þeim mun óhagstæðara sé að kaupa hluti á afborgunarkjör- um, sem þeir eru ódýrari. Jólatilboð — dœmi úr raunveruleikanum Til að skýra nánar hvernig öllum þessum álögum er háttað, skulum við ofur einfaldlega taka raunveru- Iegt dæmi úr einni af þeim fjöl- mörgu auglýsingum um jólatilboð sem nú dynja yfir landsmenn úr öll- um áttum. Það sem auglýst er í þessu tilfelli, er 20 tommu litsjón- varpstæki, sem á staðgreiðsluverði kostar 29.980 krónur. Afborgunar- verðið er hins vegar hvorki meira né minna en 35.900 krónur. Þegar hringt var í verslunina og spurt nánar um afborgunarkjörin, Úttekt Vinnunnar, sem gefin er út af ASÍ, á afborgunar- kjörum og okurvöxt- unum sem tíðkast í kringum þessi kjör, vakti verðskuldaða at- hygli um land allt þegar sjónvarpið varði hluta af frétta- tíma sínum til að gera henni skil fyrir fáum vikum. Ýmsir aðilar höfðu í hótunum um að kæra Vinnuna og ritstjóra hennar fyrir þessi „níðskrif“, en öllu minna virðist hafa orðið úr fram- kvæmdum, allavega er ekki vitað til þess að nein kæra hafi borist til réttra yfir- valda, þegar þetta er ritað. BORGARTÚNI 22 SÍMI23509 Næg bflastæði AKGREYRI HAFMARSTRÆTI 88 SÍMI 96-25250 Hinn beiski sannleikur sem að neytendum snýr í þessu máli, er auðvitað sá, að þær fjárhæðir sem greiddar eru umfram staðgreiðslu- verð, þegar um afborgunarkaup er að ræða, eru svo háar, að það er fullkomin ástæða til að tala um ok- ur í því sambandi. í dæmi því sem tekið var í grein Sverris Albertsson- ar ritstjóra Vinnunnar, samsvaraði kostnaðurinn vegna afborgunar- kjaranna um 80% ársvöxtum. Margir imynda sér sjálfsagt að þarna sé um eitthvert sérstakt tilfelli að ræða og kostnaðurinn sé í flest- um tilvikum miklu minni. Svo er þó alls ekki. Staðreynd málsins er miklu fremur sú að tiltölulega auð- velt er að finna dæmi um afborgun- arkjör, þar sem samanlagður kostnaður vegna þessa greiðslufyr- irkomulags nemur miklu hærri pró- sentu, ef hann er umreiknaður í vexti af þeirri upphæð sem raun- verulega er fengin að láni. Þetta er hluti af auglýsingu frá einum þeirra fjölmörgu aðila, sem nú bjóða hvers kyns rafmagnstœki á sérstöku jólatilboðsverði. En munurinn á stað- greiðslu- og afborgunarverði er geigvœnlegur. 20”sjónvarp 29.980 Kr stgr Afborgunarverð 35.900,-kr. VI0 TÖKUM VEl Á Móri ÞÉR 16 sjonvarp yh.26380.-a Afborgunarverð 32.200,-kr. • ■ 14 sjonvarp Kr. 22.900J-stgr Afborgunarverð 25.900,-kr fengust þær upplýsingar að miðað væri við 35% útborgun og eftir- stöðvar á skuldabréfi til sex mán- aða. Og nú skulum við fara að athuga málið. Útborgunin er 35% af 35.900 krónum, eða 12.565 krónur. Það þýðir að miðað við stað- greiðsluverðið vantar 17.415 krónur til að hægt sé að borga þetta tæki á borðið. Þetta er auðvitað sú upp- hæð sem þarf að fá að láni. Þegar skuldabréfið er útbúið stendur hins vegar á því að kaupandinn skuldi 23.335 kr. Mismunurinn á þessum tveimur upphæðum, 5.920 kr., er hinn svokallaði staðgreiðsluafslátt- ur. Vextir eru svo auðvitað greiddir af allri upphæð skuldabréfsins staðgreiðsluafslættinum líka. Samkvæmt upplýsingum Lands- bankans, nema bankavextirnir af þessari upphæð í formi skuldabréfs til 6 mánaða 1.018 krónum og lán- töku- og stimpilgjald ásamt kostn- aði við að útbúa skuldabréfið 841 krónur ti! viðbótar. Samkvæmt þessu verður því bankakostnaður- inn alls 1.859 krónur. Tölurnar lagðar saman Séu nú allar þessar tölur lagðar saman, kemur í ljós að kaupandinn greiðir 7.779 krónum meira fyrir sjónvarpstækið ef það er keypt á af- borgunum, heldur en hann þarf að gera ef hann á þess kost að greiða út í hönd. Þetta er sem sagt afborgunar- kostnaðurinn í heild og í rauninni er ekkert eðlilegra en að reikna hann Jolatilboö

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.