Alþýðublaðið - 10.12.1986, Side 8

Alþýðublaðið - 10.12.1986, Side 8
8 Miðvikudagur 10. desember 1986 Göng í efsta tindinum „En ekki má gleyma Oddsskarðs- göngunum“ sagði Hlífar. „Útlend- ingar spyrja okkur stundum hvers vegna í ósköpunum við séum að gera göng í gegnum hæsta tindinn. Þau eru þarna efst í fjallinu og hefðu náttúrlega þurft að vera miklu neðar. — Ég veit eiginlega ekki hvað réði þessari staðsetningu. Það var byrjað á göngunum árið 1972 og það kann að vera að Vega- gerðin hafi ekki treyst sér í stærri göng. Hins vegar var mikið deilt um staðsetningu þeirra á sínum tíma. Helsti gallinn við göngin fyrir ut- an, að sjálfsögðu, staðsetninguna er hve þau eru þröng. Flutningabíll sem stendur lögleg mál, 3,8 m á hæð og 2,5 m á breidd, sleppur varla í gegn, þarf að sneiða fram hjá ýmsum steinnibbum sem standa út úr berginu. Það er mikill vatnselgur í göngunum sérstaklega á veturna eftir að skíðamiðstöðin opnar. Þá er mikil umferð í gegnum þau og þau standa opin í langan tíma. Það geta þá myndast miklir klakabólstr- ar, bæði grýlukerti niður úr loftinu og eins þykkir svellbunkar á vegin- um. Þetta skapar náttúrlega mikla slysahættu.“ „Framfarir“ — Hefurðu lent í einhverjum vandræðum í göngunum? Úr Oddskarði. þennan veg og má segja að hann sé eins og hann var upphafi fyrir 30 ár- um síðan. Hann hefur verið-hækk- aður á einstaka stað en liggur í gróf- um dráttum eins.“ Fagridalur er nú ruddur alla daga vikunnar nema sunnudaga. Hlifar sagði að það væru yfirleitt engin vandamál með Fagradalinn. „Ef það er flug á annað borð þá er Fagridalur fær. Það er búin að vera vegagerð á Fagradal frá því ég man eftir mér. Það er reyndar reiknað með að klára þær framkvæmdir á næsta ári“ sagði Hlífar. Næsta sumar er reiknað með að slitlag verði komið á allan dalinn. Fjarlœgur draumur Hlífar gaf lítið út á það þegar blaðamaður spurði hann hvort ekki væri æskilegt að stefna að hringvegi með jarðgöngum til Seyðisfjarðar. Slíkar hugmyndir hafa m.a. komið fram. Hann sagði að það hlyti að vera fjarlægur draumur. „Þetta myndi ekki leysa okkar vanda neitt. Það sem Norðfirðingar þurfa fyrst og fremst er góður vegur til Eskifjarðar og þá fyrir Seyðfirð- inga að endurbótum á Fjarðarheiði verði haldið áfram. En um hana er nú ágætis sumarvegur og meiri end- urbætur eru á döfinni. Fyrir Fá- urlandi. Þessi sami aðili gegnir einnig hlutverki ferðamálafulltrúa Austurlands, með skrifstofu á Eg- ilsstöðum. En samtök aðila í ferða- útvegi á Austurlandi hafa engan fastan starfsmann fyrir sig, en eru flestir aðilar að Ferðamiðstöð Aust- urlands. í bílaflota Austfjarðaleiða eru 3 rútur 2 fjórhjóladrifsbíiar einn stór einsdrifs bíll og snjóbíll. Að auki á fyrirtækið bát. En af hverju bát? „Hann er ætlaður til skemmti- siglinga og sjóstangveiði,“ sagði Hlífar. „Við viljum geta boðið ferðamönnum, að hafa eitthvað fyrir stafni á sumrin. En bjóðum svæðif Hlífar sagði að einnig kæmi til greina, ferðir til Reyðarfjarðar á bátnum. Stundum er talað um það að ferðamenn sem heimsækja fjórð- unginn, sem margir koma í tengsl- um við ferjuna Norrönu á Seyðis- firði, sleppi fjörðunum. Þeirra við- komustaður sé fyrst og fremst Hér- aðið. „Með því að byggja upp betri aðstöðu hér niður á fjörðunum, þá held ég að við getum komið í veg fyrir að þeir sleppi fjörðunum eins mikið og þeir gera. Menn verða að vita að þeir hafi eitthvað erindi til okkar,“ sagði Hlífar Þorsteinsson á Neskaupstað. Hvers vegna að gera göng í gegnum hæsta tindinn? Hlífar Þorsteinsson bifreiða- stjóri í Neskaupstað er aðaleigandi Austfjarðaleiða sem sjá um áætlun- arferðir á milli Egilsstaða, Reyðar- fjarðar, Eskifjarðar og Neskaup- staðar. Hlífar stundar aksturinn sjálfur daglega og hefur sínar skoð- anir á samgöngumálum Austfirð- inga. Hlífar segir þar ýmislegt ábótavant og skýrir sín sjónarmið í samtali við Alþýðublaðið. „Það er óhætt að segja að sam- göngumálin hjá okkur séu mjög neðarlega. Við eigum hér margt ógertþ sagði Hlífar. „Ég tel brýn- asta verkefnið að fá nýjan flugvöll á Egilsstöðum og auðvitað bætt vegakerfi. Oddsskarð er t.d. gífur- legur farartálmi. Þar er ekki ýtt nema endrum og eins og þó það sé rutt þarf oft að nota snjóbíl. Það er ekkert hugsað út í það, að rúturnar komist báðar leiðir. — Nei, það er ekki rutt með tilliti til áætlunar. Það eru ákveðnir dagar sem rutt er og þá er bara farið í gegn og svo eru þeir farnir. — Vinnan búin í dag“ Samgöngurnar öryggisatriði Góðar samgöngur yfir Odds- skarð eru gífurlegt öryggisatriði fyrir Austfirðinga því á Neskaup- stað er Fjórðungssjúkrahúsið. Hlíf- ar sagðist fara margar ferðir á vetri á snjóbil til að aðstoða vegna sjúkraflutninga. Hlífar sagði að fyrirhugað væri að byrja vegaframkvæmdir í Odds- skarði næsta sumar. „Menn hafa' ekki verið á eitt sáttir við þær hug- myndir sem komið hafa fram en mér skiist að verið sé að sníða helstu agnúana af í því sambandi. Ég held því að megi segja, að framkvæmdir byrji við þokkalegan vetrarveg yfir Oddsskarð, en það tekur einhver ár að Ijúka honum. Samkvæmt áætl- unum er t.d. gert ráð fyrir að fram- kvæmdir við veginn Eskifjarðar- megin taki tvö ár. Ég gæti trúað að þetta taki 4—5 ár“ —Spjallað við Hlífar Þorsteinsson, bíl- stjóra á Neskaupstað um samgöngumál og fleira. „Við erum oft í vandræðum að komast út úr þeim. Það skefur svo fyrir munnann. Þetta er í lagi t.d. á snjóbílnum þegar maður kemur að göngunum, því þá er hægt að ýta snjónum frá þar sem bíllinn er með tönn að framan. En það er yfirleitt verra að komast út. Það hefur t.d. nokkru sinni komið fyrir, að það hafi aðeins verið gat sem hægt var að skríða út um. Eg tel að það megi að einhverju leyti fyrirbyggja að skafi svo fyrir munnann. Það hefur bara sáralítið verið hugsað um „Það sem okkur vantar fyrst og fremst varðandi snjóruðning á Oddsskarði, er góður vegurþ sagði Hlífar. „En það sem mætti fara bet- ur við snjóruðninginn í dag, væri að byrja að ryðja fyrr á morgnana, þannig að vegurinn sé klár þegar fólk byrjar að fara um hann. Það er t.d. verið að fara með tækin frá Reyðarfirði klukkan 9 á morgnana og vinna hefst e.t.v. ekki fyrr en klukkan lOeða 11. Oddsskarð er þá jafnvel ekki fært fyrr en um mið- nætti“ skrúðsfirðinga verður eflaust tak- markið að fá göng inn úr Reyðar- firðinum í Fáskrúðsfjörð. En brýnasta jarðgangnaverkefn- ið á Austurlandi er samtenging milli Vopnafjarðar og héraðs. Þá tengist Austurland meira Norðurlandi. í ferðamálum þarf samstillt átak Hlífar hefur látið að sér kveða við uppbyggingu ferðaútvegs á Austurlandi. Hann telur Austfirð- inga eiga þar mikla möguleika en byggja þurfi upp með samstilltu átaki þeirra sem að ferðamálum starfa á Austurlandi. Nú þegar hef- ur tekist samstarf með þessum aðil- um sem hefur verið að skila sér. Hlífar sagði að í haust hefðu t.d. aðilar að austan tekið þátt í ferða- málakaupstefnu í Reykjavík. Ferða- málasamtök voru þar með bás. „Það var vel tekið eftir okkur þarna og ég vona að þetta skili sér,“ sagði Hlífar, „en í raun erum við bara rétt að byrja. Fyrst er að byggja upp starfsemina, síðan koma ferða- mennirnir. Og það er best að vera hóflega bjartsýnn. Þetta tekur allt tíma.“ Vestnorræna nefndin, sem er lið- ur í starfsemi Norðurlandaráðs, hefur fulltrúa í hálfu starfi á Aust- reyndar í vetur, í samstarfi við Flug- leiðir og Hótel Snæfell á Seyðis- firði, svokallaðar veiðiferðir á Austfirði. Þetta hefur farið hægt af stað og ekki verið nægilega kynnt, en ég vona að úr því rætist. I fyrra var boðið upp á ferðir með rútum til Mjóafjarðar og sagði Hlífar að það hefði gefist vel. Næsta sumar er fyrirhugað að bjóða ferðir til Borgarfjarðar eystri. Hlífar sagði að miðar í þessar ferðir væru t.d. seldar hjá B.S.Í. í Reykja- vík en flestar ferðaskrifstofur gætu selt í þessar ferðir. Hlífar sagði að báturinn gæfi möguleika á að fara í ferðir til Seyðisfjarðar og jafnvel til Borgarfjarðar. „Það eru mjög skemmtilegar víkur sunnan við Borgarfjörð og svo er náttúrlega Loðmundarfjörður í leiðinni. Þarna eru skemmtilegar gönguleið- ir og ég get sótt fólk yfir á þetta l I í l A AUSTURLANDI Alþýðublaðið á Austurlandi fer inn á hvert heimili í kjördæminu. Auglýsing þín kemur því fyrir sjónir allra íbúa Austurlands ef hún birtist í Alþýðublað- inu.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.