Alþýðublaðið - 10.12.1986, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 10.12.1986, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 10. desember 1986 9 Allir vinningar dregnir út — SÁÁ vill reyna nýjar leiðir og eyða tortryggni Nú um nokkurt skeið hafa líkn- arfélög á íslandi treyst einna mest á happdrætti til fjáröflunar. Velvild almennings hefur verið aflgjafi þeirrar starfsemi, sem hvert félag hefur haft með höndum. Hefur þá verið farið að reglum, sem dóms- málaráðuneytið hefur sett. Megin- reglan er sú, að heildarverðmæti vinninga skuli nema sjötta hluta verðmætis útgefinna miða. Þegar upp er staðið hefur selst ákveðinn hluti miða og vinningar þar af leið- andi dregist út í svipuðu eða sama hlutfalli. Til dæmis ef selst hefur fjórðungur miða, þá dregst út um fjórðungur vinninga. Þetta fyrirkomulag hefur sætt gagnrýni, sem er skiljanleg. Hefur umræða í samfélaginu verið nokk- uð neikvæð og viðbrögð á þann veg, að þessi fjáröflunarleið hefur ekki verið í líknarfélögunum eins gjöful og áður. SÁÁ vill nú í jólahappdrætti sínu koma til móts við fram komin sjón- armið og langar um leið að eyða tortryggni, sem uppi hefur verið. SÁÁ fór þess á leit við dóms- málaráðuneytið, að það heimilaði að dregið yrði úr seldum miðum í jólahappdrætti 1986. Vinningar eru UMFERÐARMENNING _ STEFNULJÓS skal jafna gefa í tæka tíð. UMFERÐAH RÁÐ þó engu að síður glæsilegir sem fyrr: 1 Daihatsu Rocky jappabifreið að verðm. 567.700 kr. 3 Daihatsu Charade fólksbifr. að verðm. 322.200 kr. pr. stk. 10 Daihatsu Cuore Fólksbifreið að verðm. 269.600 kr. pr. stk. 8 JVC videotökuvélar GR 7C að verðm. 125.900 kr. pr. stk. 75 JVC tvöf. kassettuútvarpst. að verðm. 11.750 kr. pr. stk. 75 BMX luxus reiðhjól að verðm. 9.900 kr. pr. stk. Heildarverðmæti vinninga er því 6.861.250r krónur. Þar sem eingöngu er dregið úr seldum miðum má sjá að samtökin taka hér vissulega mikla áhættu. Mikilvægt er að greiða heims- enda miða fyrir kl. 12 á hádegi á að- fangadag. Síðan verður dregið úr seldum miðum í beinni útsendingu á Rás II milli kl. eitt og þrjú e.h. á gamlársdag. Stuðningur þjóðarinnar hefur allt frá stofnun SÁÁ verið styrkur samtakanna. SÁÁ reiðir sig enn á þennan stuðning um leið og SÁÁ kemur til móts við gagnrýni og at- hugasemdir með nýju fyrirkomu- lagi happdrættisins. Vonandi til endurnýjunar trausts og til hags- bóta beggja. SÁÁ nefnir happdrættið nú „Jólagjöf SÁÁ“ og hefur það tví- þætta merkingu. Við teljum stuðn- ing fólksins í landinu vera jólagjöf til SÁÁ og þeir, sem hreppa ein- hvern hinna 172 vinninga fá jóla- gjöf SÁÁ. Vinningar fara allir, því eins og fyrr segir er aðeins dregið úr seldum miðum. Vinningarnir eru auk þess skattfrjálsir. Egilsstaðaflugvöllur. Egilsstaðir: ísing og aurbleyta Miklir erf iðleikar hafa að undan- förnu verið á flugsamgöngum milli Egilsstaða og Reykjavíkur. Ástæð- urnar hafa verið af ýmsu tagi. Þannig hefur flug iðulega fallið niður vegna snjóa og óveðurs, en þess á milli hefur aurbleyta á flug- brautinni á Egilsstöðum stundum orðið þess valdandi að ekki var unnt að fljúga, þótt veður og færð væru ákjósanleg að öðru leyti. Sem dæmi um þessa erfiðleika má nefna að á sunnudaginn var flugbrautin á Egilsstöðum lengst af ófær vegna ísalaga, en þegar hún var orðin fær undir kvöldið, var ís- ing orðin svo mikil í Reykjavík að þar var ekki lendandi. Egilsstaðaflugvöllur hefur nokk- uð verið í fréttum að undanförnu, vegna umræðna um varaflugvöll fyrir alþjóðlega flugvöllinn í Kefla- vík, en sem kunnugt er sýnist sitt hverjum um það hvar beri að stað- setja slíkan flugvöll. Hefur í því sambandi m.a. verið bent á að Egilsstaðir liggja afar vel við flugi til Norðurlanda og Evrópu. Mönnum hefur lengi verið ljós nauðsyn þess að malbika flugbraut- ina á Egilsstöðum, en af einhverj- um ástæðum hefur ekki orðið af því ennþá. Er hér þó um mikið öryggis- atriði að ræða og myndi væntan- lega stórbæta samgöngur með flugi, bæði milli Egilsstaða og ann- arra staða austanlands, og einnig milli landshluta. 7 METSÖLUBÆKUR JÓLAGJÖFIN ÍÁR! Þessar bækur eru seldar í öllum helstu bokabuðum landsins. Bókaútgáfan Breiðablik, Ármúía 19,108 Reykjavík S 687868 Hérgeturá aðlíta 7þýddar metsölubækur sem bókaútgáfan Breiðablik gefur út fyrir jólin: Craig Thomas

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.