Alþýðublaðið - 10.12.1986, Síða 11

Alþýðublaðið - 10.12.1986, Síða 11
Miðvikudagur 10. desember 1986 11 Alþingishátíðar-kvikmynd Lofts frá 1930 lagfærð Fyrir þremur árum kom í leit- irnar kvikmynd, sem Loftur Guðmundsson, ljósmyndari, tók á Alþingishátíðinni 1930. Þetta er einstök heimildar- mynd, sem nú hefur verið lag- færð og var hún sýnd alþingis- mönnum, starfsfólki Alþingis og gestum fyrir nokkrum dög- um. — Þorvaldur Garðar Kristjánsson, forseti Sameinaðs þings, flutti þá ávarp og greindi frá sögu myndarinnar. Við þetta tækifæri var einnig sýnd stutt heimildarkvikmynd um för íslenskra alþingismanna til Kaupmannahafnar árið 1906. Ávarp Þorvaldar Garðars er fróðlegt yfirlit um sögu þess- ara mynda, og fer það hér á eft- ir: Við forsetar Alþingis bjóðum ykkur öll velkomin hingað til að sjá kvikmynd, sem við teljum að eigi sérstakt erindi til þingmanna. Hér er um að ræða kvikmynd sem gerð var af Alþingishátíðinni 1930. Þessi kvikmynd er gerð af Lofti Guðmundssyni ljósmyndara sem var brautryðjandi í íslenskri kvik- myndagerð. Kvikmyndin er einstæð heimild um þá þjóðhátíð sem efnt var til á 1000 ára afmæli Alþingis. Þá á þessi kvikmynd sér sögu sem er og nokkuð einstæð. Þessi kvikmynd glataðist um ára- tug eftir að hún var gerð og hafði árangurslaus leit verið gerð að henni í rúma fjóra áratugi. Hún kom síðan í leitirnar austur í Hvera- gerði um áramótin 1982—1983. Var þá haft samband við Kvikmynda- safn íslands, sem tók myndina til varðveizlu og meðferðar. Ljóst var að myndin þurfti viðgerðar við. Það tafði framkvæmdir við viðgerð myndarinnar, hvað Kvikmynda- safnið var fjárvana á þessuni tíma. Þá var ákveðið að Alþingi stæði straum af endurgerð myndarinnar gegn því að Alþingi eignaðist hana. Um það var síðan gerður samning- ur hinn 29. október 1985 milli Al- þingis og Kvikmyndasafns íslands, en áður höfðu erfingjar Lofts og Magnús Jóhannsson útvarpsvirkja- meistari, sem annast hefur um kvikmyndir Lofts Guðmundssonar sem teknar voru á árunum 1924 til 1938, samþykkt þessa ráðstöfun fyrir sitt leyti. Endurgerð myndarinnar fólst í afritun hennar og lagfærð voru millitextaskilti bæði með tilliti til þess að þau sæjust greinilega og að augljósar prentvillur yrðu lagfærð- ar. Var höfð hliðsjón af stafsetn- ingu þeirri, sem í gildi var 1930 við þá Iagfæringu, sem Ásdís Egils- dóttir, cand. mag., annaðist. Þá var Jón Þórarinsson tónskáld fenginn til þess að velja tónlist við myndina og Jónas Þórir Þórisson tónlistar- maður til þess að leika hana við myndina á bíóorgel, sem næst í þeim stíl, sem tíðkaðist á tímum þöglu myndanna. Að auki samdi Jón Þórarinsson sérstakt upphafs- og lokastef, sem notað er undir nýj- um titlum myndarinnar í byrjun og endi. Við val á tónlistinni var höfð sú viðmiðun, að lögin hefðu annað hvort verið leikin á Alþingishátíð- Bókafréttir Minningar Bókaútgáfan Örn og Örlygur hefur gefið út annað bindi endur- minninga Huldu Á. Stefánsdóttur sem ber undirtitilinn Æska. í þessu bindi minninga sinna tek- ur Hulda upp þráðinn þar sem frá var horfið í fyrsta bindi og segir frá æskuárum sínum á fyrsta fjórðungi aldarinnar — frá því að hún fluttist frá Möðruvöllum til Akureyrar og þangað til hún kvaddi Eyjafjörð tuttugu og sex ára gömul. Hulda kemur víða við eins og að likum lætur. Á Akureyri mótast bæjarbragurinn í byrjun aldar af dugnaði og skapfestu íslensks al- þýðufólks og erlendri verkkunnáttu ■ og menningaráhrifum sem þangað bárust með danskættuðum kaup- mönnum, konsúlum og iðnaðar- mönnum sem settust að á íslandi og tóku að rækta garðinn sinn í frið- sældinni við Pollinn. Þrælahald Bókaútgáfan Örn og Örlygur hefur gefið út bókina Þrælahald eftir Susanne Everett í þýðingu Dags Þorleifssonar. Hér er á ferð- inni skýr, ríkuiega myndskreytt og ljóslifandi frásögn af ánauð og þrælkun, mikill fengur fyrir hvern þann, sem áhuga hefur á sögu og þróun mannkynsins og samábyrgð allra manna. í bókinni er saga þræiahalds rak- in frá upphafi. Lýst er þrælaflutn- ingunum vestur yfir Atlantshaf, en þeir fólu í sér að á þrjú hundruð ára tímabili voru ellefu milljónir manna fluttar frá Afríku til Ameríku. Fjallað er um líf þræl- anna og þá kúgun og arðrán manns á manni, sem í þrælahaldinu fólst. Spakmælabókin Bókaútgáfan Örn og Örlygur hefur gefið út Spakmælabókina — fræg og fleyg orð í gamni og alvöru. Torfi Jónsson safnaði efninu, setti saman og þýddi. Efni bókarinnar skiptist í eftir- farandi meginkafla: Um sjálfan mig, Um minn betri mann, Um mig og alla hina, Um vináttu, Um ást- ina, Um konur og karlmenn, Um hjónabandið, Foreldrar og börn, Listin að lifa, Um siðfræði, Sann- leikur og lygi, Um mál og vog, Vinna — hvíld — ferðalög, Um peninga, Skoðun — tíska, Um hyggindi, Fróðleikur, Bókmenntir, Um listir, Um trú, Nokkur orð um tímann, Um heiibrigði og sjúk- dóma, Einstaklingur — samfélag, Speki og spaugsemi, Nafnaskrá. Bókin um létt vín í fyrsta skipti á islandi: Bók sem greinir frá öllu sem máli skiptir um framleiðslu, innkaup, geymslu og meðferð léttra vína. Bókaútgáfan Örn og Örlygur hefur gefið út Bókina um létt vín í þýðingu dr. Arnar Ólafssonar. Þetta er fyrsta bók sinnar tegundar sem kemur út hér á landi. Ritstjórar Gestgjafans, þau Elín Káradóttir og Flilmar B. Jónsson, rita formála bókarinnar og segja þar: „Það er okkur bæði ljúft og skylt að fylgja þessari bók úr hlaði með nokkrum orðum. Ljúft, þar sem fyrir löngu var orðið tímabært að út kæmi á ís- lensku bók með almennri fræðslu um vín, vínvið og vinræktun. Skylt, þar eð við lögðum lítilsháttar að mörkum við þýðingu þessarar bók- ar og við að finna og búa til ýmis hugtök um vín. Hörður Krminsson Blómplöntur og birkníngar íslensk nátíúra H Blóm til upplífgunar blómstrandi plöntur, kynning og ráðgjöf Grænar plöntur, gagnleg ráð um ræktun þeirra Blóm til ánægjuauka, blómstrandi plöntur, ræktun og ráð Skreytum borð með blómum, leið- beiningar og hugmyndir Kaktusar og ræktun þeirra, fróð- leikur og gagnleg ráð Plöntur með þykk blöð, kynning á þykkblöðungum Ræktun af ávaxtakjörnum, fræðsla, kynning og holl ráð Plöntur til hýbýlaprýöi, nýstárlegar tillögur og ábendingar Þess má geta, að Blómaklúbbur- inn, sem áður var nefndur, starfar á vegum Vöku-Helgafells og eru fé- lagsmenn um sjö þúsund. Félögum í Blómaklúbbnum bjóðast tilboð um kaup á ýmsum vörum sem tengjast blómarækt á sérstöku klúbbverði. inni eða samin fyrir 1930. Yfirum- sjón með endurgerð myndarinnar hafði Erlendur Sveinsson fyrrv. for- stöðumaður Kvikmyndasafns ís- lands og fylgdi hann málinu eftir, þó hann léti af störfum hjá Kvik- myndasafninu í febrúar s.l., þegar ný lög um rekstur safnsins komu til framkvæmda. Þar sem það gerist ekki á hverj- um degi, að alþingismenn og starfs- fólk Alþingis koma saman í kvik- myndahúsi til að horfa á íslenska kvikmynd, sem snertir sögu Al- þingis sérstaklega, þá þótti okkur við hæfi að nota tækifærið og sýna jafnframt stutta heimildarmynd, sem einnig tengist sögu Alþingis og tekin var af för íslenzkra alþingis- manna til Kaupmannahafnar árið 1906, en sú heimsókn var farin í boði danska þingsins. Má segja að þar með höldum við þeim gamla og góða sið að bjóða upp á aukamynd á undan aðalsýningu. Þingmannaförin er um 5 mín- útna löng þögul kvikmynd, án skýr- ingartexta. Það er því rétt að taka það fram, að myndin hefst á því að sýnd er koma farþegaskipsins Botníu til Kaupmannahafnar með 33 íslenska alþingismenn innan- borðs hinn 18. júlí 1906, en tveir þingmenn voru þá fyrir i Kaup- mannahöfn. Síðan sjást þingmenn- irnir og gestgjafar þeirra koma út úr Kaupmannahafnarháskóla, þar sem móttökuathöfn hafði farið fram. Þá lá Ieið þingmanna út í skemmtigarðinn Tívolí, þar sem m.a. má sjá Hannes Hafstein ráð- herra í hópnum. Því næst sjást þeir aka í vagnalest ásamt Friðriki 8. Danakonungi og fleirum. Myndin endar á því að gengið er um borð i Botníu og lagt frá bryggju áleiðis heim til íslands. Þessi kvikmynd um þingmanna- förina árið 1906 er elsta kvikmynd- in, sem varðveizt hefur af íslending um. Hún var tekin af kunnum kon- unglegum dönskum hirðljósmynd- ara og brautryðjanda í danskri kvikmyndagerð, Peter Elfelt að nafni. Myndin var sýnd á fyrstu sýningu Reykjavíkur Bíógraftheat- ers, sem síðar nefndist Gamla Bíó, þegar það hóf reglubundnar kvik- myndasýningar í Fjalakettinum 2. nóvember árið 1906. Gerið þið svo vel og góða skemmtun. A Bókavörður Óskum að ráða bókavörð í hálft starf. Góð almenn menntun áskilin. Umsóknir með upplýsingum um menntun og starfs- reynslu sendist bæjarbókaverði fyrir 20. des. Bókasafn Kópavogs Fannborg 3—5 S. 45077. Verkakvennafélagið Framsókn Félagsfundur verður haldinn fimmtudaginn 11. desemberkl. 20.30 í Sóknarsalnum, Skipholti 50a. Fundarefni: Samningarnir, Þórir Daníelsson útskýrir. Félagskonur fjölmennið. Vinsamlegast sýnið skírteini við innganginn. Stjórnin. Tilkynning til launaskattsgreiðenda Athygli launaskattsgreiðenda skal vakin á því að eindagi launaskatts fyrirmánuðinaseptemberog október er 15. desember n. k. Sé launaskattur greiddur eftir eindaga skal greiða dráttarvexti til viðbótar þvi sem vangreitt er, talið frá og með gjalddaga. Launaskatt þer launagreiðenda að greiða til inn- heimtumanns ríkissjóðs, í Reykjavík tolIstjóra, og afhenda um leið launaskattskýrslu í þrlriti. Fjármálaráðuneytið. Aðalfundur Alþýðubrauðgerðarinnar hf. verður haldinn 18. des. 1986. kl. 17 f Iðnó uppi. Dagskrá samkvæmt félagslögum. Stjórnin. Kvenfélag Alþýðuflokksins í Reykjavík Jólafundur miðvikudaginn 10. des. kl. 20 að Hallveigar- stöðum v/Túngötu. Konur fjölmennið og takið með ykkur gesti. Stjórnin.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.