Alþýðublaðið - 10.12.1986, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 10.12.1986, Blaðsíða 12
alþýðu- ■ n rr. tt.» Miðvikudagur 10. desember 1986 41þýðublaðið, Ármúla 38, 108 Reykjavík Sími: (91) 681866, 681976 Útgefandi: Blað hf. Ritstjóri: Árni Gunnarsson (ábm.) Blaðamenn: Örn Bjarnason, Ása Björnsdóttir, Kristján Þorvaldsson. Framkvæmdastjórí: Valdimar Jóhannesson Skrifstofa: Halldóra Jónsdóttir og Eva Guðmundsdóttir Setning og umbrot: Alprent hf., Armúla 38 Prentun: Blaðaprent hf., Síðumúla 12 Askriftarsíminn er 681866 Mannætukeisarinn bíður dauða síns „Heimskur, en kjarkmikill" voru einkunnaroróin sem Jean-Bedel Bokassa herforingi fékk hjá einum af yfirmönnum sinum, þegar hann barðist í nýlendustríði Frakka í Indókína. Hárrétt lýsing að mati þeirra sem til þekkja og á vel við enn þann dag í dag. Annars hefði hann tæplega snúið aftur til heima- lands síns, þar sem dauðadómur var kveðinn upp yfir honum árið 1980 að honum fjarstöddum, m.a. fyrir fjöldamorð og mannát. Það sem réttarhöldin leiddu í ljós á sínum tíma, var ekki beinlínis til að auka hróður keisarans fyrrver- andi. Matreiðslumaður hans vott- aði t.d. að hann hefði verið neyddur til að taka lík úr kæligeymslu í kjall- ara hússins og steikja það á teini til málsverðar. Elsti sonur Bokassa, Georges, sem lýsti því yfir opinberlega strax árið 1979 að faðir hans væri „ófreskja“, lét svo ummælt við end- urkomu hans að „hann þyrfti víst á góðum lögfræðingi að halda“ Franska stjórnin er að öllum lík- indum guðsfegin yfir því hvernig málin hafa skipast, því að keisarinn útlægi hefur valdið sífelldum áhyggjum og ama alla tíð. Hefnd gegn franska forsetanum Frakkar höfðu tryggt Bokassa völdin svo lengi sem hann yrði „besti vinur Frakklands í Afríku“, eins og Giscard d’Estaing Frakk- landsforseti kallaði hann. Þeir steyptu honum af stóli þegar hann fór að verða þeim til byrði. Fransk- ar fallhlífasveitir bundu enda á ógn- arstjórn mannætukeisarans í sept- ember 1979. En þeir höfðu ekki hugsað fyrir því hvað ætti að gera við keisarann. Tveimur dögum síðar birtist Bok- assa á herflugvellinum Evreux við París, ásamt 20 eiginkonum og 15 börnum og krafðist landvistar út á franskt vegabréf sem hann átti. En Frakkar leyfðu honum ekki einu sinni að fara frá borði í flugvél sinni. Þremur dögum síðar var henni snúið aftur, til Abidjan á Fílabeinsströndinni, þar sem hon- um hafði verið útvegað landvistar- leyfi. Bokassa hefndi fyrir þessar óblíðu viðtökur með uppljóstrun- arherferð. Tveimur vikum síðar birti Parísarblaðið „Canard en- chaine“ afrit af afhendingarskjöl- um sem sýndu að Giscard d’Esta- ing, þáverandi fjármálaráðherra, hafði tekið á móti allveglegri dem- antagjöf af hendi keisarans. Frum- ritið fannst ekki, því það var meðal þeirra muna sem höfðu eyðilagst þegar frönsku fallhlífahermennirn- ir gerðu innrás í keisarahöllina í Bangui. Ekki var heldur hægt að neita því að d’Estaing hafði farið tvisvar á ári á fílaveiðar með Bokassa og burt- séð frá því hvort demantaviðskiptin sönnuðust eða ekki, þá þótti flest- um Frökkum að mannætukeisar- inn, sem stakk augun úr pólitískum andstæðingum sínum og fóðraði 60.000 konur mældar — til að fötin passi betur Danska klæðaverksmiðjan Brandtex tekur nú þátt í nýstárlegu verkefni, ásamt þýskum og belgísk- um framleiðcndum. Um er að ræða eitt af s.k. BRITE-verkefni, sem eru unnin á vegum Evrópubandalags- ins til aö auka afköst og hagræð- ingu í iðnframleiðslu. Allt að 60.000 konur verða mældar í bak og fyrir í því skyni að finna réttari og nákvæmari stærðir á tilbúnum kvenfatnaði. Tilgangur- inn er að draga úr endursendingum frá viðskiptavinunum, sérstaklega þegar póstverslun á í hlut. Evrópskar konur hafa verið að hækka og grennast síðustu 10 árin eða svo og við það skapast þörfin fyrir nýjar og nákvæmari stærðir á tilbúnum fatnaði. Fatastærðirnar sem nú eru notaðar eru byggðar á tiltölulega fáum mælingum, en nú verður bætt úr því og 60.000 konur mældar og niðurstöðurnar tölvu- unnar. Þetta er aðeins annað af tveimur BRlTE-verkefnum sem Brandtex- verksmiðjurnar taka þátt í. Hitt verkefnið gengur út á að auka hag- ræðingu í vinnslusölunum og stytta þann tíma sem það tekur að flytja flíkurnar frá einu borði til annars. Við núverandi aðstæður tekur véla- vinna aðeins 20% af þeim tíma sem fer í að framleiða hverja flík og það er slæm nýting á vélakosti og vinnu, miðað við japanskar verksmiðjur til dæmis, sem hafa mun fullkomn- ari tækni og fá við það forskot á markaðnum. Síðustu 10 árin hafa evrópskar konur hækkað og grennst. Fataframleið- endur þurfa að taka tillit til þess. Bokassa keisari á veldisstóli 1977. krókódíla á þeim, væri ekki rétt hæfilegur félagsskapur fyrir forseta franska lýðveldisins. „Franskur Sakharov“ Þessi sérkennilegi, útlægi keisari hefði sennilega fengið að kemba hærurnar í Abidjan, hefði hann ekki reynt að ná aftur fyrri stöðu sinni í Bangui með hjálp franskra leiguhermanna. í desemberbyrjun 1983 varð hann að flýja sem fætur toguðu. í þetta skipti gátu Frakkar ekki skorast undan því að taka við honum og útveguðu honum bú- staðinn Chateau d’Hadricort skammt utan við París. Ekki var hann fyrr sestur þar að en hann stofnaði til vandræða á nýjan leik. Hann reyndi að svíkja út nýtt, franskt vegabréf undir fölsku nafni og hann borgaði ekki vatns- og rafmagnsreikninga til að undir- strika það hve illa væri farið með tryggasta þegn franska ríkisins. Börn hans þurftu að nærast á villt- um ávöxtum og sveppum úr garðin- um, sagði hann, án þess að vita hvort þeir væru eitraðir eða ekki. Hann kallaði sig „Sakharov Frakklands“ og hafði hægt um sig þar til á síðasta ári að hann vakti rækilega á sér athygli með því að halda stóreflis bókabrennu við járnbrautarstöðina í París, að við- stöddu fjölmenni. Þar brenndi hann 8.000 eintök af sjálfsævisögu sinni, sem hafði verið bönnuð og hann nefndi „Sannleikurinn um sjálfan mig“. Þetta varð síðasta upphlaup hans, þar til nú fyrir skemmstu að hann stakk af til heimalands síns, á fölsuðu vegabréfi um Brussel og Róm. í kveðjubréfi til Mitterand forseta og Chirac forsætisráðherra sagðist hann hafa friðarhugsjónina að leiðarljósi og vildi athuga hvort ' land sitt þarfnaðist sín ekki. Undir- skriftin var „Hin keisaralega tign Bokassa l.“ Þegar bréfið komst til skila var Bokassa á bak og burt. Ýmsir eru þeirrar skoðunar að franska stjórn- in hefði ekki gert sér það ómak að hindra brottför hans, þótt flóttinn hefði uppgötvast nógu snemma. En á flugvellinum í Bangui beið enginn fagnandi mannfjöldi, að- eins nokkrir hermenn með hand- tökuskipun. Fyrir stjórnina í Bangui veldur heimkoma Bokassa talsverðri fyrirhöfn. Samkvæmt lagaákvæðum i löndum Mið- Afríku verður að taka mál hans aft- ur upp frá grunni. Svíþjóð Prófmál um kynferðis- áreitni á vinnustað Nú hefur jafnréttisnefnd í fyrsta skipti höfðað mál vegna meintrar kynferðislegrar áreitni á vinnustað. Málið hefur verið lagt fyrir At- vinnudómstólinn i Stokkhólmi og verður væntanlega dæmt í því með vorinu. Málið snýst um 38 ára konu, sem varð fyrir kynferðisáreitni og fleiri óþægindum af hendi vinnufélaga síns á meðferðarheimili í Stokk- hólmi þar sem þau störfuðu bæði. Jafnréttisnefnd stefnir vinnuveit- anda konunnar, Stokkhólmsborg, fyrir brot á jafnréttislögunum og krefst 30.000 Skr. í skaðabætur. Prófmál Þetta er í fyrsta skipti sem reynir á jafnréttislögin með þessum hætti, að sögn Margaretu Wadstein hjá jafnréttisnefnd og jafnframt segir hún að málið sé hrópandi dæmi um kynjamisrétti. Málsatvik eru þau að árið 1983 var nýr starfsmaður ráðinn að stofnuninni þar sem konan vann, karlmaður, allnokkru eldri en hún. Hann tók fljótlega að ónáða kon- una með kynferðisáreitni og tví- ræðu tali. Konan vísaði honum al- gerlega á bug og þá sneri hann við blaðinu og hóf sálfræðihernað sem birtist aðallega í því að gera lítið úr persónu hennar og draga starfs- hæfni hennar í efa, bæði meðal starfsfélaga og stjórnenda stofnun- arinnar. Konan kvartaði við yfirmann sinn, sem aftur yfirheyrði manninn. Sá kvaðst saklaus af öllum ákær- um. Yfirmaðurinn lagði þá til við konuna að hún hætti störfum og leitaði sér að vinnu annars staðar. Konan leitaði þá til fagfélags síns, félags bæjarstarfsmanna, en yfir- maður stofnunarinnar sat fast við sinn keip og hótaði jafnvel að segja af sér ef konan ekki færi. Eftir nokkurt þref fékk fagfélag- ið því framgengt að bæði konan og karlmaðurinn skiptu um vinnustað, en vildi ekki aðhafast frekar í mál- inu. Konan sneri sér þá til jafnrétt- isnefndar, sem komst að þeirri nið- urstöðu að yfirmaður stofnunar- innar hefði hundsað jafnréttislögin með því að halda hlífiskildi yfir karlmanninum og reyna að losna við konuna af vinnustað. Jafnréttisnefnd telur að viðbrögð verkstjórans hafi skaðað konuna verulega, þar eð hún neyddist til að yfirgefa sinn fyrri vinnustað og fá sér aðra vinnu sem hentaði henni miður. Hún hefur nú verið frá vinnu um uma vegna slæmrar vinnuaðstöðu á nýja staðnum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.