Alþýðublaðið - 16.12.1986, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 16.12.1986, Blaðsíða 2
2 Þriðjudagur 16. desember 1986 'RITSTJQRNABGREIN' Byggðaröskun öá vandi, sem nú steðjar að ýmsum byggða- lögum í dreifbýli landsins, erorðinn svo alvar- iegur að nauðsynlegt er að gripa til harkalegra aðgerða, ef koma á i veg fyrir stórfellda byggða- röskun. Vegna hinnar miklu þenslu sem verið hefur á höfuðborgarsvæðinu undanfarin ár, hefur ungt fólk sótt þangað í stórum stíi í atvinnuleit. Þá hefur margur maðurinn leitað til höfuðborgar- innar til að njóta öryggis heilbrigðisþjónustu og annarrar opinberrar þjónustu, sem margir byggðakjarnar í dreifbýli fara varhluta af. M örg atvinnufyrirtæki í dreifbýli hafaátt í um- talsverðum erfiðleikum og má í þvi sambandi bendaábyggingafyrirtæki áNorðurlandiog út- gerð og fiskvinnslu á ýmsum stöðum. Þetta hefur haft þau áhrif að ungt og dugmik- ið fólk hefurhorfið ábrott úrdreifbýlinu. Tekjur sveitarfélaganna hafa minnkað og um leið get- an til að veita sómasamlega félagslega þjón- ustu. Þarna skapast vítahringur, sem erfitt er að brjótast út úr. 'að hefur ekki bætt úr skák hve landbúnaður- verðmæta sem þau skapa fyrir þjóðarheildina. inn hefur átt við mikla erfiðleika að stríða. Fólksflótti úr sveitum er staðreynd og minnk- andi landbúnaðarframleiðsla hefur dregið úr hvers konar framboði á hráefnum til iðnaðar- framleiðslu. A sama tíma og þetta gerist seilist ríkisvaldið æ dýpra í fjárhirslur sveitarfélaganna, og dreg- ur úr sjálfstæði þeirra til að hafa áhrif á innri mál og til að stjórna hvers konar uppbyggingu. M eginástæðan fyrirþessari þróun erhin póli- tíska og efnahagslega miðstýring frá Reykja- vík sem hefur gert að engu raunhæfa byggða- stefnu. Allt sjálfstæði sveitarfélaganna hefur verið skert svo rækilega, að engin von er til þess að þau geti haft verulegt frumkvæði i nokkru máli. Allur atvinnurekstur á landsbyggðinni er að meira eða minna leyti háður ákvarðanatökum embættismanna, bankastjóra og stjórnmála- manna, sem meta aðstæður út frá Reykvískum staðli. M örg byggðarlög njóta í litlum mæli þeirra Fjármunir sogast í peningastofnanir í Reykja- vik, og landsbyggðin þarf iðulegaað knékrjúpa til að fáeitthvað af réttmætum hluta sínum aft- ur. Þessi þróun er ekki bara hættuleg fyrir lands- byggðina, hún skapar mörg og alvarleg vanda- mál í höfuðborginni, eins og skýrt hefur komið fram í húsnæðismálum og á félagslega svið- inu. Effram heldursem horfirmunu enn fleiri flýja hinar dreifðu byggðir þar sem fólk er nú gert eignalaust vegna verðfalla á húseignum. Fleiri og fleiri munu leita skjóls í öryggi hins mið- stýrða valds sem hefur raskað allri eðlilegri byggðaþróun í landinu. r A þessum vanda verður ekki unninn bugur fyrr en pólitíska og efnahagslega miðstýring- arkerfið verður brotið upp í eitt skipti fyrir öll og sveitarfélögin fái í hendur það vald sem nauðsynlegt er til að hefja til vegs raunhæfa byggðastefnu. Sú byggðastefna sem nú er rek- in, er ekkert annað en orðin tóm. Jón er nægileg ástæða til þess að Al- þýðuflokkurinn nú snýst gegn frumvarpinu. Þetta er óhæfilega há prósenta. Við fullyrðum, að með því að fækka undanþágum, víkka út skattskyldusviðin, herða eftirlitið og bæta innheimtu, þá geti ríkissjóður tryggt sér óbreytt- ar tekjur af miklu lægri álagn- ingaprósentu. Reyndar ætti að miða við að skattprósentan færi ekki yfir fimmtán prósent. Á sínum tíma, 1984, staðfesti ráðuneytið, að ef tekinn væri upp undanþágulítill söluskattur og söluskattur af innflutningi inn- héimtur beint í tolli, þá gæti ríkis- sjóður gert sér vonir um að ná sömu tekjum af 12% söluskatts- álagningu. — 24°/o í virðisauka- skatti er allt of hátt, mun áfram verða hvetjandi til undandráttar og vanskila, hefur of mikil verð- hækkana áhrif sein cr óaðgengi- legt miðað við viðleitni stjórn- valda til að halda verðbólgu í skefjum og standa við sinn hlut í kjarasamningum. í öðru lagi er megingalli á frumvarpinu, að þar er gert ráð fyrir breytilegri álagninga- prósentu eftir atvinnugreinum, en það er mjög óæskilegt þegar um er að ræða neysluskatta. í þriðja lagi, eins og þetta frum- varp er úr garði gert, má búast við því, að um verði að ræða verulega auknar fjárbindingu einkum lít- illa fyrirtækja í þjónustugreinum sem áður voru undanþegin sölu- skatti, sem geti leitt til verðhækk- unar áhrifa og í sumum valdið verulegum erfiðleikum á sam- keppni. Um þetta fylgja engar greinargerðir og engar tölulegar upplýsingar þannig að undirbún- ingsvinnu virðist verulega áfátt. í fjórða lagi er gert ráð fyrir því í frumvarpinu, að ríkið afli sér 2.650 milljóna í nýjum tekjum með þessari háu álagninga- prósentu. Þessum tekjum á að verja til hliðarráðstafana, en þess- ar ráðstafanir eru ekki lögbundn- ar heldur koma aðeins fram sem viljayfirlýsing ríkisstjórnar í greinargerð. Uppistaðan í þessum hliðarráðstöfunum er stórauknar niðurgreiðslur á hefðbundnum landbúnaðarafurðum. Þar með er búið að eyðileggja höfuðkost virðisaukaskattsins, sem er sá að hann á ekki að gera upp á milli at- vinnugreina og ekki að hafa bein áhrif á neysluval og þar af leið- andi verðmyndun og fjárfestinguí; landinu. Þetta gengur þvert á nauðsyn þess að draga úr hvatn- ingu til offramleiðslu í landbún- aði sem nú er eitt af meiriháttar vandamálum í þeirri atvinnu- grein. í fimmta lagi, þar sem viður- kennt er af stjórnvöldum að helstu tekjuöflunartæki ríkis- sjóðs, bæði tekjuskattur og sölu- skattur, eru ónýt, þá er að tækni- legum ástæðum nauðsynlegt að endurskoða hvort tveggja í heild. — Vegna þess, að það hlýtur að ráða miklu um álagningaprósentu í virðisaukaskatti eða söluskatti hversu langt verður gengið í þá átt að lyfta skattfrelsismörkum í tekjuskatti. M.ö.o. má Iíta á af- nám tekjuskattsins á laun sem veigamesta þáttinn i hliðarráð- stöfunum til þess að bæta upp verðhækkunaráhrif í virðisauka- skatti. Þess vegna er ógjörningur að afgreiða þessi tvö mál í sitt hvoru lagi, því það verður að þekkja báðar stærðir. Af þessu leiðir að vinnubrögð ríkisstjórn- arinnar við endurskoðun skatta- málanna eru mjög ámælisverð. Það liggur ljóst fyrir að það er. víðtækur stuðningur við virðis- aukaskatt umfram söluskatt. Helstu ástæður eru þær að núver- andi söluskattur hefur uppsöfn- unaráhrif, þ.e.a.s. hann hefur form tví- og þrísköttunar og er óhagstæður fyrir íslenskar sam- keppnisgreinar. Fyrir utan það, að hann er ekki hlutlaus. Virðisauka- skatturinn hefur þessa kosti og þess vegna þykir mörgum miður, að ríkisstjórninni skuli hafa tekist að klúðra svo mjög undirbúningi og framsetningu málsins og jafn- vel þeir sem eru tilbúnir til samn- inga um upptöku virðisauka- skatts, geta ekki stutt frumvarpið. Alþýðuflokkurinn hefur verið til viðræðna um, að virðisauka- skatturinn leysi söluskatt af hólmi með mjög afdráttarlausum skil- yrðum. Og samkvæmt okkar skil- yrðum yrði að taka þetta frum- varp til endurskoðunar í heild sinni og semja það upp á nýtt“, sagði Jón Baldvin Hannibalsson formaður Alþýðuflokksins. Fasteignaverð á nokkrum þéttbýlisstöðum: Gífurlegur munur á söluverði Staður 1 F jöldi íbúða Meðal- stærð Út- borgun Sölu- verð Söluv./ ferm. Útb.- hlutf. Hlutf af Rvk Reykjavík 1107 83,8 m2 1.469 þús 2.072 þús 25.624 kr 70,9% 100 Seltjarnarnes 13 138,3 " 2.648 If 3.885 II 27.656 ii 68,2% 108 Kópavogur 202 86,8" 1.512 II 2.114 II 25.226 ii 71,5% 98 Garðabær 35 141,9 " 2.356 II 3.507 11 25.339 n 67,2% 99 Hafnarfjörður 80 100,1 " 1.650 II 2.250 II 23.162 ii 73,3% 90 Mosfellssveit 25 147,9 " 2.316 II 3.375 11 23.969 it 68,6% 94 Suðurnes 77 106,6 m2 1.354 þús 2.015 þús 19.775 kr 67,2% 77 Isafjörður 20 108,2 " 1.272 II 1.954 II 19.383 it 65,1% 76 Akureyri 163 104,2 " 1.239 II 1.816 II 17.823 ii 68,2% 70 Grindavík 10 141,8 m2 1.454 þús 2.408 þús 17.173 kr 60,4% 67 Borqarnes 14 120,8 " 1.264 II 1.935 II 16.927 ii 65,3% 66 Vestmannaeyjar 20 105,8 " 939 II 1.651 II 16.624 ii 56,9% 65 Hveragerði 5 115,3 " 1.078 II 1.911 11 16.743 tt 56,4% 65 Húsavík 8 134,5 m2 1.517 þús 2.099 þús 16.264 kr 72,6% 63 Selfoss 17 133,5 " 1.464 II 2.128 II 16.151 ti 68,8% 63 Sandgerði 5 89,3 " 1.218 II 2.017 II 15.720 ii 60,4% 61 Akranes 40 105,4 " 1.055 II 1.572 11 15.115 ii 67,1% 59 Fasteignastofnun ríkisins hefur til virðist markaðsverð á höfuð- í fréttabréfi Fasteignamats ríkis húsnæðis í stærstu sveitarfélögum landsins. Mestur er munurinn sam- kvæmt þessum samanburði 83% miðað við þar sem verðið er hæst, á Seltjarnarnesi og lægst á Akranesi. Sé markaösverðið miðað við bygg- ingarkostnað verður niðurstaðan hliðstæð en munurinn minni, 57%. Á því tímabili sem yfirlitin taka borgarsvæðinu hafa lækkað um 21,5% miðað við byggingarkostn- að. Utan þess svæðis er lækkun minni eða nærri 10,3% til jafnaðar. Samanburðurinn gefur vísbend- ingu um hvernig fasteignaverð i Reykjavík og grannsveitarfélögum helst í hendur. Einnig að verð utan þess svæðis fylgi líka að einhverju leyti eigin lögmálum og sé ekki fast- tengt Reykjavík. ins er vakin athygli á því hvt greiðslukjör eru breytileg. Útborg- un í íbúðir í Reykjavík er um 70,9%, en hæst er hlutfallið á Húsavík un: 72,6%. Lægsta útborgunarhlutfall- ið var aftur á móti 56,4% í Hvera- gerði. Söluverðið á Húsavík oj, Hveragerði er svipað. Samanburðurinn sýnir meðal- verð á tímabilinu október 1985 ti júní 1986. V',i )m Happdrætti Alþýðuflokksins Dregið var í Happdrætti Al- þýðuflokksins hjá borgar- fógeta 11. des. 1986. Upp komu eftirtalin númer. 1. 14727 2. 10426 3. 3584 4. 13682 5. 9171 6. 17328 Vinninga skal vitja á Skrif- stofu Alþýðuflokksins Hverf- isgötu 8—10. Slmi 29244. ' ; , ■■■■1 __ Bókafréttir LJÓÐAPERLUR ný hljómplata KRISTINN SIGMUNDSSON syngur Jónas Ingimundarson leikur á píanó LJÓÐAPERLUR nefnist ný hljóm- plata með söng Kristins Sigmunds- sonar og píanóleik Jónasar Ingi- mundarsonar. Það er Bókaútgáfan Örn og Örlygur sem gefur plötuna út í tilefni tuttugu ára afmælis síns. Þetta er þriðja platan með söng Kristins sem bókaútgáfan sendir frá sér. Að ósk útgefanda voru valin lög . til flutnings eftir þrjú íslensk Ijóð-. skáld, þá Davíð Stefánsfeon; frl Fagraskógi, Halldór Laxness og Hannes Hafstein. Á MISJOFNU ÞRIF- AST BÖRNIN BEST Út er komið hjá Erni og Örlygi fyrsta bindi endurminningar séra Emils Björnssonar fyrrum frétta- stjóra Sjónvarps. Nefnist bókin Á MISJÖFNU ÞRÍFAST BÖRNIN BEST. Á bókarkápu segir m.a. um höfundinn og bók hans: „Meistara- lega samdar sjálfsævisögur skipa veglegan sess í íslenskum bók- menntum og sögu og hafa náð geysimiklum vipsældum. Einkenni þeirra er meðaj annars: Safarikur og persónulegur stíll, teprulaus, og þar með trúverðug, frásögn, óhlífni við eigið skinn og skáldleg efnistök. Frásagnarstíllinn er mjög per- sónulegur, án þess að vera sjálf- hverfur, rismikill en þó látlaus, knappur en þó fjölskrúðugur, nær- göngull og nærfærinn í senn og magnaður innri spennu. Vílsemi gætir hvergi, eins og bókartitillinn raunar bendir til. Þvert á móti skop- ast höfundur oft að sjálfum sér, bregður upp broslegu hliðunum á eigin basli og bardúsi í uppvextin- um, jafnvel háðkvæði . . . „Eigið líf og aldarfar" er undirtitill bókar- innar, enda má segja að saman flét,tist í frásögninni persónuleg reynsla og aldarfarslýsing,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.