Alþýðublaðið - 16.12.1986, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 16. desember 1986
3
alþýdii-
blaðið
Umsjón: Jón Ðaníelsson
Á NORfrURLANDI
Frá Sauðárkróki
Ráðstefna um flugmál:
Sauðárkrókur er
besti kosturinn
— fyrir alþjóðlegan varaflugvöll. Oánægja með ástand flugvalla víða
um land. Endurbœtur á tíu árum. Kostnaður áœtlaður tveir milljarðar.
„Það kom greinilega fram í
skýrslunni, sem kynnf var á þessum
fundi að bæði út frá landfræðilegu
og flugtæknilegu sjónarmiði, er
Sauðárkrókur besti kosturinn fyrir
alþjóðlegan varaflugvöll, en Akur-
eyri sá )akasti“, sagði Snorri Björn
Sigurðsson, bæjarstjóri á Sauðár-
króki í stuttu samtali við Alþýðu-
blaðið í gær, en hann var meðal
þeirra sem sátu ráðstefnu um Flug-
mál, sem haldin var í Reykjavík á
föstudaginn.
Talsverðar umræður hafa farið
fram að undanförnu um staðsetn-
ingu alþjóðlegs varaflugvallar, sem
unnt sé að nota fyrir millilandavélar
ef ófært er í Keflavík og vilja ýmsir
fá þennan varaflugvöll til sín. Auk
Sauðárkróks hafa Egilsstaðir,
Húsavík og Akureyri einkum verið
nefnd til sögunnar.
Á ráðstefnu þeirri um flugmál
sem á föstudaginn var haldin í
Reykjavík var lögð fram og kynnt
skýrsla flugmálanefndar sem setið
hefur að störfum um tveggja ára
skeið, en samgönguráðherra skip-
aði þessa nefnd í febrúar árið 1984.
í skýrslu nefndarinnar er aðgerð-
um í flugvallamálum raðað í for-
gangsröð og er í því sambandi
einkum stuðst við hlutverk viðkom-
andi flugvall^ í samgöngukerfinu,
flutningsmagn og síðast en ekki síst
Hvammstangi:
Dauft yfir atvinnu
vegna minni rækju
Alþýðublaðið inn
á hvert heimili
Alþýðublaðinu í dag fylgir
átta síðan blaðauki, sem eink-
um er helgaður málefnum
Norðurlandskjördæmis vestra
og verður blaðinu af þessu til-
efni dreift ókeypis til allra íbúa
þessa landshluta. Útgáfa blað-
auka af þessu tagi verður
væntanlega fastur liður í út-
gáfu Alþýðublaðsins á næst-
unni.
Þá daga sem þessi blaðauki
fylgir Alþýðublaðinu, verður
því dreift inn á hvert heimili á
Norðurlandi vestra með pósti,
auk þess sem fastir áskrifend-
ur fá blaðið að sjálfsögðu með
venjubundnum hætti þessa
daga sem aðra.
Þessi mikla útbreiðsla gerir
blaðið að sjálfsögðu afar eftir-
sóknarverðan auglýsingamið-
il, þar sem auglýsingar þær er
hér birtast munu koma fyrir
sjónir nokkurn veginn hvers
einasta blaðalesanda í þessum
landshluta, en ekki er þó síður
vonast til að útgáfan mælist
vel fyrir hjá lesendum. Að
sjálfsögðu verður rík áhersla
lögð á fréttaflutning af Norð-
urlandi vestra, en auk þess
verður blaðauki þessi kjörinn
vettvangur fyrir þá sem vilja
koma skoðunum sínum á
framfæri í lengri eða styttri
greinum.
einangrun þess svæðis sem flugvöll-
urinn þjónar.
Reiknað á verðlagi í janúar sl. er
kostnaður við nauðsynlegar að-
gerðir á flugvöllum talinn nema ríf-
lega tveim milljörðum króna, að því
er fram kemur í skýrslunni.
Á ráðstefnunni kom fram tölu-
vert almenn óánægja með ástand
flugvalla víða um land og drógu
menn síst úr því að úrbóta væri
þörf.
Langstærstu kostnaðarliðirnir í
áætlun nefndarinnar um úrbætur
eru ný flugstöðvarbygging í Reykja-
vík sem ásamt malbikun á Reykja-
víkurflugvelli er áætlað að muni
kosta kringum 350 milljónir og ríf-
lega 160 milljónir sem áætlað er að
verja til að leggja nýja flugbraut á
Egilsstöðum.
í skýrslunni er bent á nokkrar
fjármögnunarleiðir, svo sem hækk-
un flugvallargjalds innanlands úr
18 kr. í 100, sérstakt eldneytisgjald
sem lagt verði bæði á innanlands-
og millilandaflug, annað en áætl-
unarflug, og að flugvallargjald í
millilandaflugi verði eyrnamarkað
flugmálastjórn til framkvæmda.
Að öðru leyti er í skýrslunni langt til
að fjármagn til þessara fram-
kvæmda komi úr ríkisjsóði. Þar er
ennfremur gert ráð fyrir að nauð-
synlegar endurbætur á flugvöllum
hérlendis verði gerðar á tíu ára
tímabili og verði samtals varið til
þeirra ríflega 200 milljónum ár
hvert á núgildandi verðlagi.
Umhverfis jörðina
á 80 réttum
eftir Inger Grimlund
og Christine Samuelss.
Ein fallegasta bók sem
hefurverið skrifuð um al-
þjóðlega matargerð í lang-
an tíma. Hér er boðið upp
á glæsilega matreisu
kringum hnöttinn fyrir
lægri upphæð en það
kostar að segjast á
miðlungs veitingastað.
Verð kr. 1.380,00
Rækjuafli á Húnaflóasvæðinu
verður meira en helmingi minni í ár
en var i fyrra. Heildarkvótinn á
þessu svæði er nú 500 tonn en var
1100 tonn í fyrra. Þórður Skúlason,
sveitarstjóri á Hvammstanga, sagði
Jón Sæmundur:
Ánægður með
úrslitin í
prófkjörinu
„Ég er auðvitað harðánægður
með mína útkomu í prófkjörinu",
sagði Jón Sæmundur Sigurjónsson
í samtali við Alþýðublaðið um helg-
ina. „Þetta prófkjör fór heiðarlega
og friðsamlega fram, en ekki með
neinum illindum eins og sums stað-
ar hefur viljað brenna við. Ég vil
nota þetta tækifæri til að koma á
framfæri kæru þakklæti til allra
þeirra sem studdu mig í þessu próf-
kjöri. Ég er sannfærður um að nið-
urstaðan verður sterkur listi“.
í samtali við Alþýðublaðið í gær, að
heldur dauft væri yfir atvinnumál-
um á Hvammstanga vegna þessa.
í hlut Hvammstangabúa koma
90 tonn af rækju, eða 18% af heild-
arkvótanum og sagði Þórður að
ekki hefði gengið of vel fram að
þessu að ná þeim afla á land. Þessu
til viðbótar er svo einn 300 tonna
bátur gerður út á djúprækju.
Þórður sagði að þessi aflaminnk-
un hefði mikil áhrif á atvinnulíf
staðarins og gætti þess einkum í
tekjum þeirra sjómanna sem starfa
að rækjuveiðunum, því þeir hefðu
ekki að öðru að hverfa.
Á Hvammstanga er nú einnig
nokkur skelfiskvinnsla, en Þórður
sagði hana ekki nýja, ekki geta
komið í stað rækjunnar, enda hefði
hún verið stunduð áður jafnhliða
rækjuvinnslunni.
Rækjukvótinn á Húnaflóasvæð-
inu skiptist til helminga milli íbúa
austan og vestan megin flóans.
Hólmvíkingar hafa þannig 50%
heildarkvótans en þrír staðir austan
Húnaflóa, Skagaströnd, Blönduós
og Hvammstangi fá í sinn hlut 22,
10 og 18%.
þri
mið fim
234
N ú eru hinar vinsælu helgarfertir okkar
innaniands komnar í fullan gang. Þetta eru
ódýrar lerðir sem innihalda flug til Reykjavík-
ur frá tuttugu stöðum á landinu en einnig
trá Reykjavík til Akureyrar. Egllsstaða,
Hornafjarðar, Húsavíkur, Isafjarðar og
Vestmannaeyja. Gisl erá völdum hótelum og
sumslaðar er morgunverður einnig innilalinn.
Þessi skemmtilegi lerðamáti gefur einslakling-
um, fjölskyldum og hópum möguleika á að
<*»••»•,••••••».**_
■ •■•• ■•■■•••••■•■■../'•■■,
•*# fös lau
sun man
þri
mn
191
\
htyklMvlk: Flug trá
öllum álangastöðum Flug-
leiöa, Flugfélags Noröurlands
og Fluglélags Austurlands.
Gisling á Hótel Esju, Hótel
Loftleidum, Hótel Borg, Hótel
óðinsvéum og Hótel Sógu.
V estmannaeyjar:
Gistmg á Hótel Gestgjalan-
i satjordur: Gisting á
Hótel Isaltröi.
Aikunyri: Gisting á
Hótel KEA, Hótel Varöborg,
Hótel Akureyri, Hótel
Stelaniu og Gistiheimilinu
Asi.
gllsstaölr: Gisting /
Valaskjállog Gistihúsinu EGS.
t íornafjðrður:
Gisting
fÍúsav/k: Gislmg á
Hótel Húsavik.
breyta til, skipta um umhverfi um stundarsakir.
Ahyggjur og daglegl amslur er skllið eftir
heima meðan notið er hins besta sem býðst
i lerðaþjónuslu hér á landi - snætl á nýjum
matsölustöðum, farið i ieikhús eða kunningj-
arnir heimsóttir.
Heigarlerð er ómetanleg upplyfting.
FLUGLEIÐIR