Alþýðublaðið - 03.01.1987, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 03.01.1987, Blaðsíða 3
3 Laugardagur 3. janúar 1987 Landsvirkjun yfirtekur eignir í Bjarnarflagi Með lögum nr. 102. 31. desember 1985, um heimild fyrir ríkisstjórn- ina til að selja Kröfluvirkjun í Suð- ur-Þingeyjasýslu, var ríkisstjórn- inni ennfremur heimilað að selja Landsvirkjun eignir Jarðvarma- veitna ríkisins í Bjarnarflagi í Skútustaðahreppi í Suður-Þing- eyjasýslu. Samningar tókust milli ríkisins og Landsvirkjunar um sölu á eignum þessum og var samningur þar að lútandi undirritaður í Reykjavík miðvikudaginn 17. sept- ember 1986. Samningurinn skyldi taka gildi hinn 1. janúar 1987, enda hefði þá verið gerður gufuöflunar- samningur milli Landsvirkjunar og Kísiliðjunnar h.f. til að taka gildi sama dag. Samningur milli Landsvirkjunar og Kísiliðjunnar h.f. um gufusölu til næstu 15 ára hefur verið undirrit- aður. Þá hefur Landsvirkjun í dag gefið út skuldabréf til ríkisins fyrir kaupverði eignanna. Iðnaðarráðherra hefur skv. því í dag formlega afhent Landsvirkjun gufuveituna í Bjarnarflagi til eignar og rekstrar frá og með 1. janúar 1987 að telja. Kaj Munk í Hallgríms- kirkju Leikritið um Kaj Munk eftir Guðrúnu Ásmundsdóttur, sem frumsýnt verður í Hallgrímskirkju sunnudaginn 4. janúar, er fyrsta trúarlega leikritið í fullri lengd sem leikið er í íslenskri kirkju. Hér er því um brautryðjendastarf að ræða sem ef til vill markar tímamót bæði í sögu leiklistar á íslandi og í ís- lensku kirkjulífi. Leikritið fjallar um trúarstyrk og eldmóð einstaklings sem fylgir sannfæringu sinni og trú á gildi sannleikans, þótt sá sannleikur sé í andstöðu við sannfæringu fjöld- ans. Fyrir það geldur hann með Iífi sínu, aðeins 46 ára gamall. í leiknum eru samtals 16 þátttak- endur, en hlutverkin eru alls 32, stór og smá, og þar með talin þrjú hlut- verk Kaj Munks á mismunandi ald- ursskeiði. Tónlist er samin af Þorkeli Sigur- björnssyni og tónlistarflytjendur eru Hörður Áskelsson og Inga Rós Ingólfsdóttir. Ekkja Kaj Munks, Lise og sonur þeirra Arne munu koma hingað til lands 2. janúar til að vera viðstödd frumsýningu leikritsins. Sýningar verða í Hallgrímskirkju sunnudaga kl. 16.00 og mánudaga kl. 20.30. Tekið verður við pöntun aðgöngumiða allan sólarhringinn í sima 10745 og einnig verða seldir miðar við innganginn. Getraunir 1 m 't\. iih' — beltin spennt bömin í aftursæti. GÓÐAFERÐ! M Brunabótafélag íslands hóf starfsemi sína 1. janúar 1917 og á því 70 ára starfsafmæli nú í upphafi árs 1987. Opiðhús 5.janúarl987 í tilefni þessara tímamóta í sögu félagsins munum við hafa opið hús og taka á móti viðskiptavinum og vel- unnurum á aðalskrifstofu Bruna- bótafélagsins, Laugavegi 103, Reykjavík og í eftirtöldum umboðum okkar: Akranes, Ölafsvík, Grundar- fjörður, Stykkis- --------- ---------- hólmur, ísafjörður, BRUNABOTAFELAG Sauðárkrókur, Siglufjörður, Ólafs- fjörður, Dalvík, Akureyri, Húsavík, Egilsstaðir, Seyðisfjörður, Reyðar- fjörður, Eskifjörður, Norðfjörður, Vestmannaeyjar, Selfoss, Hveragerði, Mosfells- hreppur, Hafnarfjörður, Kópavogur, Garða- bær, Grindavík og Keflavík. JSLANDS ii'

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.