Alþýðublaðið - 31.01.1987, Side 5

Alþýðublaðið - 31.01.1987, Side 5
Laugardagur 31. janúar 1987 heldur aö það hafi verið lagt fyrir ríkisstjórn, t.d. • Skattlagning fjármagnstekna og annarra eignatekna. # Skattlagning fyrirtækja. • Skattstofnar sveitarfélaga. # Meðhöndlun á „reiknuðum tekj- um" sjálfstæðra atvinnurekenda. Samkvæmt greinargerð starfs- hópsins hefur þessum málum verið vikið til hliðar. Þetta eru undirstöðu- atriði. Meðan ekki hefur verið tekin pólitísk ákvörðun um þetta er auð- vitað ekki hægt að byrja á tækni- vinnunni sjálfri sem allir vita að er geysimikil og tímafrek og þarf að vinnast áður en alvörufrumvarp er lagt fram. Þar verður að reikna dæmin, þar verður að kanna skatt- byrði ólíkra fjölskylduhópa. Þar verður að reikna það hvort nýtt kerfi nánar skilgreint skili ríkissjóði nauðsynlegum tekjum. 7) Verða engar takmarkanir varðandi skattlagningu á tekjur ársins ’87? Fjármálaráðherra hefur fullyrt af- dráttarlaust, að tekjur ársins '87 verði skattlausar. í fróðlegu útvarps- viðtali við embættismann í skatta- kerfinu í gær, Iýsti embættismaður- inn því yfir að hann tryði þessu ekki. Ástæðan fyrir því að ef engar takmarkanir eru á því er verið að bjóða upp á stórfelld ný skatsvik. Dæmi: Atvinnurekandi sem telur fram á sjálfan sig fjórfaldar tekjur á árinu '87, skattfrjálsar samkvæmt loforði fjármálaráðherra, en snarlækkar síðan í tekjum ’88, getur hann treyst því að hann verði látinn í friði við sína iðju? Fleiri sp.uminar: Geta þeir launþegar sem nú fara að leggja nótt við dag aflað sér helgarvinnu. Þeir sem það geta, geta þeir treyst því að ef þeir auka tekjur sínar um 50% á árinu ’87, þá verði ekki kom- ið aftan að þeim með neinum tak- mörkunarreglum? Rétt er að benda mönnum á leið- ara DV í dag. Þar segir m.a.: „Vandamál óeðlilega hárra tekna á skattlausa árinu má leysa með dönsku aðferðinni, það er með því að leggja á því ári skatt á þær tekjur, sem eru meiri en 20% umfram tekj- ur síðasta árs að viðbættri verð- bólgu milli ára. Þar með er svindli haldið í hófi.” Það verður að ákveða, að þeir sem nú ætla sér að leggja nótt við dag að þeim síðar með takmörkun- arreglu af þessu tagi og fjármálaráð- herrann þar með afhjúpaður sem ómerkilegur loddari og loftkastala- smiður í kosningabaráttu? 8) Verður staðgreiðslufrum- varpið til þess að þyngja skatt- byrði launþega? Við því er ekkert svar að finna í bráðabirgðagreinargerð starfshóps- ins í fjármálaráðuneytinu. En í leið- ara DV í dag er varað við þessu: Þar er sagt, að í kerfinu tali menn nú um 35—40% álagningaprósentu í stað- greiðslukerfi, — en hún ætti ekki að vera hærri en 31% til þess að sam- svara tekjuöflun í núverandi kerfi. Ætli menn verði allir jafn ánægðir með staðgreiðslukerfi sitt ef það kemur á daginn að fjármálaráð- herra er að þyngja skattbyrði laun- þega (sérstaklega ef ekkert verður hróflað við óbreyttum álagningar- reglum á fyrirtæki og sjálfstæða at- vinnurekendur). Þvert ofan í loforð- in um afnám tekjuskatts í þremur áföngum, sem allir vita að ekki hef- ur verið staðið við. í haust lagði fjármálaráðherra fram frumvarp um virðisaukaskatt þar sem gert var ráð fyrir því að rík- ið tæki með neysluskatti 2,5 mill- jarða umfram það sem núverandi söluskattskerfi skilar. Frumvarpið hefur nú verið stöðvað í þinginu af því að það var hraksmánarlega illa unnið. Ætlar fjármálaráðherra að krækja sér í þennan 2,5 milljarða, sem hann ætlaði að ná í gegnum virðisaukaskattinn, með þyngingu tekjuskatts á einstaklinga í stað- greiðslukerfinu? Hvernig væri að fá svar við því? 9) Er málið komið í algjört tímahrak? Ritstjóri DV kemst að þeirri niður- stöðu í blaði sínu í dag, afdráttar- laust. Hann segir að málið sé í fyrsta ,lagi í tímahraki því skammt sé til þingloka og frumvarpið ekki enn komið fram. í öðru lagi mun skatt- græðgi kerfisins spilla vinsældum málsins. Það er hafið yfir allan vafa að efa- semdir manna eins og Halldórs Ás- grímssonar og Jóns Baldvins um það að málið geti farið forgörðum vegna slælegs undirbúnings og tímahraks eru á rökum reistar. Efist einhver um það, ætti sá hinn sami að krefjast þess að fjármálaráðherra birti greinargerð starfshópsins sem sannar það. Efasemdirnar styðjast líka við reynslu ríkisstjórnar sömu flokka, en hún hefur áður lagt fram svipað frumvarp, sem komst ekki til framkvæmda vegna þess, sem Hall- dór Ásgrímsson hefur staðfest, „að málið hafði í reynd fallið á allt of skömmum undirbúningstíma". Skattahringl núverandi ríkis- stjórnar er líka spor sem hræða. Þeir lofuðu afnámi tekjuskatts á al- mennar launatekjur í þremur áföng- um. Þeir hafa ekki staðið við það. Þeir birtu áform um nýjan orkuskatt og kipptu því til baka á seinasta degi við fjárlagaafgreiðslu. Þeir lögðu fram með miklu brambolti frum- varp um virðisaukaskatt, sem þing- ið og þingflokkarnir hafa í reynd hafnað á þeim forsendum að málið hafi verið of flausturslegt, of illa unnið. Það tapaðist á tíma. Það er vissulega ábyrgðarhluti ef niðurstaðan verður sú. að kok- hreysti fjármáiaráðherrans reynist aðeins kokhreysti. Hann má ekki komast upp með það að blekkja þjóðina fyrir kosningar. Honum ber skylda til þess að leggja núna til öll gögn á borðið. Það er enginn að tefja málið. Málið hefur tafist í sjálfu ráðuneytinu. Frumvarpið átti að vera komið fram fyrir áramót. Und- irbúningsvinna að frumvarpssmíð- inni er nú á byrjunarstigi. Krafan er Framh. á bls.17 Bryndís Schram, húsmóöir meö meiru: ’Getóu húðiraii gott. Fáðu þér mjóK! Fæða hefur bein áhrif á útlit okkar og vellíðan. Húöin þarf t.d. stööuga næringu eins og aðrir hlutar likamans - og sú næring þarf að koma innan frá. Engin smyrsl geta bjargað málinu ef réttrar fæðu er ekki neytt. Bryndís Schram, húsmóðir, móðir, fyrrverandi feguröardrottning fslands ogfjölmiðlamaður meö meiru, vandar valið fyrir sig og sína þegar fæðan er annars vegar - og hún veit aö í þeim efnum skiptir mjólkin miklu máli. Tengsl mataræðis og útlits eru svo margslungin aö næstum öll næringarefni fæðunnar, yfir 40 talsins, komaþarviö sögu. Mjólkerótrúlegaauðugaffjölbreyttumbætiefnum. Úrhennifáumviðm.a. kalk og magníum fyrir tennur og bein, A-vítamín fyrir húðina og einnig mikiö af B-vítamínum sem gera húðinni gott og ekki síður hári og nöglum. Síðast en ekki síst erengum sykri blandað í mjólk og hver og.einn getur ráðið fituinnihaldinu meö því að velja um nýmjólk, léttmjólk eöa undanrennu. MJÓLKURDAGSNEFND Kolfinna Balvinsdóttir hefur ásamt systkinum sínum neytt mjólkurmatar í rfkum mæli. Þannig leggur hún grunn að hellbrigðu útlitl, fallegrl beinabyggingu, góðum tönnum og sterkum taugum. >. Mjolk fyrir alla eftir dr. Jón Óttar Ragnarsson *•■» - Born og unglingar ættu að nota allan mjólkurmat eftir því sem smekkur þeirra býður. Fullorðnir ættu á hinn bóginn að halda sig við fituminni mjólkurmat, raunarviö magrafæöu yfirleitt. 2 mjólkurglös á dag eru hæfilegur - lágmarksskammtur ævilangt. Mundu að hugtakið mjólk nær yfir léttmjólk, undanrennu og nýmjólk.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.