Alþýðublaðið - 31.01.1987, Page 16

Alþýðublaðið - 31.01.1987, Page 16
16 Laugardagur 31. janúar 1987 Þriðjudaginn 3. febrúar 1987 verður Iðnaðarmannafélagið í Reykja- vík 120 ára. Fyrsti formaður félagsins var Einar Þórðarson, prent- ari. AIIs hafa verið 20 formenn í félaginu. Myndin er af núverandi stjórn ogskemmtinefnd félagsins, sitjandi við borðiðfrá vinstri, Sig- ríður Bjarnadóttir, hárgreiðslumeistari, gjaldkeri, Siguroddur Magnússon, rafverktaki, ritari, Gissur Símonarson, húsasmíða- meistari, formaður, Benóný Kristjánsson, pípulagningameistari, vararitari, Helgi Hallgrímsson, húsgagnaarkitekt, varaformaður. Standandi f.v. Guðmundur J. Kristjánsson, veggfóðrarameistari, for- maður skemmtinefndar, Ólafur Jónsson, málarameistari, varamað- ur í stjórn og Örn Guðmundsson, veggfóðrarameistari, í skemmti- nefnd. Ljósm/Ljósmyndastofa Þóris. Reykjavík styrkum fótum í fyrstu. Stofnfélagar voru 31 en 15 töldust félagsmenn röskum áratug síðar. Ekki urðu þeir 100 talsins fyrr en skömmu fyrir fertugsafmælið og fá munu þau ár þegar tala skuldlausra félaga hefur hærri verið en 300. — Á 120 ára æviskeiði Iðnaðarmanna- félagsins í Reykjavík hafa þær stundir komið að þvi hefur vart ver- ið líf hugað vegna fámennis. Því vekur furðu hve afrekssaga félags- ins er glæst og áhrif þess víðtæk. Upphaflega var því ætlað að „styrkja samheldni meðal handiðn- aðarmanna, efla framfarir í innlend- um iðnaði og styðja að gagnlegum og þjóðlegum fyrirtækjum" en varð aldrei að stéttarfélagi. Aðalvið- fangsefni þess hafa ávallt verið menningarmál af ýmsu tagi. Ekki verður atburðasaga rakin hér — aðeins fáum svipmyndum á loft brugðið. í upphafi greinar var minnst á Iðn- skólann gamla og Ingólfsstyttu. Vart leikur vafi á að höggmynd Einars Jónssonar á Arnarhóli setur tignar- svip á höfuðborgina. Frumgerð hennar birtist í dönsk- um blöðum 1906. Ekki hafði lista- maðurinn efni á að fullvinna verkið enda kostnaður talinn nema 175 kýrverðum en varð miklu meiri. Ríkisþing Dana heyktist á að gefa fs- lendingum styttuna og ákvað þá Iðnaðarmannafélagið á almennum fundi í septembermánuði sama ár að standa straum af kostnaði. Löng og torsótt reyndist leið að marki en höggmyndina færði félag- ið ríkisstjórn íslands að gjöf 24. febrúar 1924 við hátíðlega athöfn. Tillöguflytjandi, Jón Halldórsson trésmiður, afhjúpaði styttuna en vígsluræðu flutti hinn styrki braut- ryðjandi, Knud Ziemsen, verkfræð- ingur og borgarstjóri. Þá voru tæpir tveir áratugir liðnir síðan félagið lauk við að reisa Iðnskólann við Lækjargötu. Vart hafa margir sem í mannþyrp- ingu stóðu 18. ágúst 1986 hugleitt að umhverfis stóðu reisnarlegir minnisvarðar um farsæl störf Iðnað- armannafélagsins í Reykjavík sem umgjörð hátíðarsviðs — og fáir vita lengur að keðjan haglega sem borg- arstjóri ber við hátíðleg tækifæri er gjöf frá sama félagi. Stefnumótun Afskipti af iðnfræðslumálum er sjálfsagt sá þáttur í starfi Iðnaðar- mannafélagsins í Reykjaík sem al- menningur þekkir best. Félagið hóf þá fræðslu 1869 — tveim árum eftir stofnun þess — og hafði af henni all- an veg og vanda áratugum saman. Fleiri komu til skjala er fram liðu stundir en stoðum má renna undir þá staðhæfingu að félagið hafi sinnt stefnumótun í iðnfræðslumálum í tæpa öld — frá stofnun uns núgild- andi iðnfræðslulög voru samþykkt 1966. Einnig reisti það á eigin kostn- að iðnskólahús við Lækjargötu sem áður segir og hafði forgöngu um byggingu stórhýsis á Skólavörðu- holti þar sem Iðnskólinn í Reykjavík hefur aðsetur. Reykjavíkurborg og ríkissjóður eiga nú hús þessi en drjúg mun eignarhlutdeild félagsins í Húsi iðnaðarins við Hallveigarstíg. Fróðlegt væri að ræða um og reyna að meta áhrif þeirra fimm iðn- sýninga sem félagið hélt á árabilinu 1883—1949 en ekki verður þess freistað hér. En sýningarstarfsemi þess hefur ekki einskorðast við iðn- sýningar. Ég minni á að félagið hélt myndlistarsýningu 1977 þar sem eingöngu voru sýnd verk eftir ís- lenska iðnaðarmenn — og merka sýningu list- og nytjamuna úr tré 1980 — á ári trésins. Eiginleikarnir góðu f upphafi máls vék ég að því að Iðn- aðarmannafélagið hafi aldrei verið fjölmennt og saga þess sveiflukennd FEBRÚAR Síðasti skiladagur fyrir einstaklinga með sjálfstæðan atvinnurekstur er 15. mars. Ríkisskattstjóri Jón Böðvarsson: Iðnaðarmannafélag Reykjavíkur 120 ára Á 200 ára afmæli Reykjavíkurborg- skólahúsi upp á Arnarhólsbrún. Yfir ar söfnuðust saman 60—70 þúsund gnæfði stytta af Ingólfi Arnarsyni. f Islendingar hvaðanæva af landinu. sólskini þess dags varð atburðurinn Mannþröng var samfelld frá Iðn- þjóðhátíð enda er höfuðborgar- skynjun landsmanna einkum bund- in kvosinni milli áðurnefndra mann- virkja sem bæði eru minnisvarðar um starfsemi Iðnaðarmannafélags- ins í Reykjavík. í kaupstaðarsögu Réykjavíkur eru aldirnar tvær næsta ólíkar. Á hinni fyrri var atvinnu- og menningarlíf fáskrúðugt í smákaupstað þeim. Á aldarafmælinu voru íbúar Reykja- víkur innan við 2000 en landsmenn allir tæplega 70000 — álíka margir og afmælisgestir 18. ágúst 1986. En síðari öldin einkennist af svo örum umskiptum að minjar frá hinni fyrri eru fáar og fyrirferðarsmáar. Sé að hugað beinist athygli helst að göml- um húsum, síður að menningar- og félagslífi og er það að vonum því að fá íslensk félög geta rakið rætur til 19. aldar og engin lengra aftur. Elst og merkust teljast Hið ís- lenska biblíufélag og Hið íslenska bókmenntafélag. Bæði hafa frá önd- verðu starfað á landsvísu og Reykja- vík verður ekki miðstöð hins síðar- nefnda fyrr en eftir síðustu aldamót. Ég hygg að Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík sé elsta félag sem enn er við lýði og einskorðað hefur starfsemi við höfuðborgarsvæðið. Saga þess samvefst gömlum húsum og þræðir liggja allt til innréttinga- tímans þegar Reykjavíkurkaupstað- ur varð til vegna iðnrekstrarhug- sjónar Skúla Magnússonar. 31 stofnfélagi Ekki stóð Iðnaðarmannafélagið í LAUNÞEGAR! Vinsamlegast athugiö aö síðasti skiladagur skattframtala 1987 er

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.