Alþýðublaðið - 18.02.1987, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 18.02.1987, Blaðsíða 2
Miðvikudagur 18. febrúar 1987 rRIT$TJQRNARGREIN* Aurarnir í buddunni segja sannleikann EZitt vinsælasta umræðuefni Þorsteins Páls- sonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, þessa dagana, er árangur rikisstjórnarinnar í efna- hagsmálum. Á fundi í Keflavik fyrir nokkrum dögum sagði hann, að rfkisstjórninni hefði tek- ist að berja verðbólguna niður úr 130% í 10%. Ekki liðu margir dagar þar til Hagstofa íslands gaf út f réttatilkynningu um vísitöluframfærslu- kostnaðar. þar kom fram að undanfarna 3 mán- uði hefði vísitalan hækkað um 4,8%, sem jaf n- gilti 20,5% verðbólgu á heilu ári. Það er þvi Ijóst, að formaðurinn verður að gera einhverjar breytingar á talnaleikjum slnum á næstu fund- um. r Ymsireru þeirrarskoðunar, að verðbreytingar á fasteignamarkaði í Reykjavík segi talsverða sögu um raunverulegt þensluástand í þjóðfé- laginu. Þærfréttirhafanú veriðsagðaraf þess- um markaði, að fasteignaverð hafi hækkað um 40% á síðustu 10 mánuðum. Þessar hækkanir jafngilda 60% verðbólgu á fasteignamarkaði. Almenningur kvartar mjög undan þvf, að verð- hækkanir á neysluvörum séu meiri en opinber- artölur gefi til kynna, og að ekki sé eins auðvelt að lifa af laununum og ráðherrar ríkisstjómar- innar predika i tíma og ótíma. Þá eru skuldugir húsbyggjendur harkalega minntir á það, þegar þeir borga af lánum slnum, að mikil þensla er i lánskjaravísitölunni. Þrátt fyrir afborganir, reynast eftirstöðvar lánsins hærri en þær voru fyrir afborgun. Það sér ekki högg á vatni; þvert á móti. A þettaminnist formaðurSjálfstæðisflokks- ins ekki i lofræðum sinum um afrek ríkisstjóm- arinnar. Sannleikurinn er sá, að á lofti eru ýms- ar blikur í verðbólgumálum. Og það væri mikið harmsefni ef verðbólgan færi úr böndunum á nýjan leik. það er einnig misráðið af formanni Sjálfstæðisflokksins að fara með ónákvæmar töiur, þegar hann skýrir ástand efnahagsmál- anna. En talnaleikir eru algengir í stjórnmálum, og vafalaust getur hann látið efnahagssér- fræðinga slna reikna niður verðbólguna. tn um þetta getur gilt gömul saga frá stjórn- málafundi f Reykjavík. Hagfróöur maður hafði með tölum sagt fundarmönnum hvernig ástandið væri frá hans sjónarhóli; líklega held- ur gott. Þá stóð upp gamall verkamaður og sagði, að tölur segðu sér ekkert um eigin af- komu. Hanntóklúnaleðurbuddu uppúrvasan- um, benti á hana og sagði: „Það er hún þessi, sem segir mér allan sannleikann." Pessi saga á vel við núverandi ríkisstjóm og þann áróður, sem helstu fulltrúar hennar flytja nú á stjórnmálafundum. Það gagnar lítið að segjafólki, að það hafi það gott; aldrei betra, ef fjárhagsleg afkoma þess segir aðra sögu. Vera má, að fulltrúar rlkisstjómarinnar tali fyrir þann hluta þjóðarinnar, sem notið hefur ár- gæsku til lands og sjávar. Og kannski treysta þeir þvi, að sá hópur sé orðinn eitthvað stærri en hinn, sem Iftur ofan f lúna, tóma buddu. Pað mun koma í Ijós f kosningunum hvort þjóðin trúir þvi, að rfkisstjórnin hafi fært hinum vinnandi manni réttmætan skerf af hagnaði þjóðarbúsins, og hvort hún er yfirleitt á réttri leið. Þá verða það tölurnar úr heimilisbókhald- inu sem blíva, en ekki einhverjar tölur, sem eru búnar til fyrir fulltrúa ríkisstjórnarinnar. Það verða aurarnir í buddum alþýðuheimilanna, sem segja sannleikann, þegar upp verður stað- ið að loknum kosningum. Geðhjálp sett hvort hann skýrir frá því eða ekki, — hvort þú ert sjúkur eða heilbrigður. Þú verður að koma með það sjálfur og aðeins ef þú vilt sjálfur. Þarna eru allir rétthá- ir. Allt sem þarna fer fram byggir á gagnkvæmri virðingu, það er aðalatriðið. En það er einmitt það sem við höfum fundið inn á geð- sjúkrahúsum að skortir oft á tíð- um. Viðkomandi er þar alltaf tek- inn sem sjúkur maður. Sjálfsvirðing Þess vegna teljum við það grundvallaratriði til þess að fólk geti öðlast heilbrigði, að það njóti virðingar og geti við það öðlast sjálfsvirðingu sem er eitt grund- vallaratriðið í bata. Þess vegna var þessari fjélagsmiðstöð komið á fót. Félagsmiðstöðin tók til starfa haustið 1982 og var fyrst í Báru- götu 11. Síðan misstum við það húsnæði, en fengum þá inni í Veltusundi 3,b. Það húsnæði er viðunandi, en vissulega vantar okkur gott framtíðarhúsnæði. Þarna er til dæmis slæm aðstaða fyrir fatlaða. Þetta starf eins og það er í dag byggist nær eingöngu á sjálfboða- liðsvinnu, sem að mestu leyti er unnið af aðstandendum. Við höf- um lagt áherslu á að virkja að- standendur eins og við höfum get- að og það er yfirleitt mjög auðsótt mál og aðstandendur eru áhuga- samir. Einnig höfum við reynt að fá skjólstæðinga sjálfa til að ganga inn í það hlutverk að standa sjálfir fyrir opnu húsi. En það er þáttur í því að byggja upp þeirra sjálfsvirðingu. Samtökin Geðhjálp geta ekki sjálf boðið upp á læknaþjónustu, en við getum vísað fólki á Iækna út í bæ sem við mælum sérstak- lega með. Og í sambandi við læknaþjónustuna, þar hefur orð- ið gjörbreyting, t.d. í lyfjagjöf o.fl. félagsráðgjöf og geðfræði- legri þjónustu. En engu að síður er mjög mikil nauðsyn á þessari starfsemi okkar. Það hefur komið mjög glöggt í ljós. 15—20% Við höfum ekki ákveðna tölu um það hversu margir íslendingar eiga við geðræn vandamál að stríða, en það er almennt talið að 15—20% þjóðarinnar lendi ein- hvern tímann á lífsleiðinni í þeirri aðstöðu að þurfa að glíma við geðrænt vandamál. Allir lenda fyrr eða síðar í því að þurfa að glíma við tilfinningalegt uppnám. Hvort svo það verður varanlegt eða ekki, það er mjög misjafnt. En það sem við erum að tala um hér er fyrirbrigði sem ristir dýpra en það. Það eru tilfelli sem fólk á erfitt með að brjótast út úr af sjálfsdáðum. Við höfum fengið örlítinn stuðning frá Reykjavíkurborg sem við erum að sjálfsögðu mjög þakklát fyrir, t.d. fyrir húsaleigu og núna erum við að vonast eftir stuðningi félagsmálaráðuneytis- ins. En til þess að geta rekið opið hús allan sólarhringinn, sem er al- ger nauðsyn og er alltaf að koma betur og betur í ljós, þá þurfum við aukinn stuðning. Við þurfum að auka starfsemi okkar verulega og það er ekki hægt endlaust að biðja fólk um að gera slíkt kaup- laust. Þess vegna þurfum við með einhverjum hætti að útvega fjár- magn til þess að geta greitt því goða tólki laun sem starfar hörð- um höndum fyrir okkur með ýmsum hætti. Við höfum bæði farið þess á leit við ríki og borg að okkur verði veittur aukinn stuðningur, en sú beiðni hefur legið hjá þessum að- ilum í tvö ár og ekki enn komið svar við henni. Við erum vissulega þakklát fyrir þann stuðning sem við höfum þegar fengið, en hann er því miður ekki nægur til þess að hægt sé að halda uppi bráðnauð- synlegri þjónustu. Það er sem sagt að verða erfitt að halda lanegur áfram með því að standa í stað án þess að verði aukning í þjónust- unni. Málin standa þannig í dag að ef við ekki fáum aukna aðstoð þá er fyrirsjáanlegt að við verðum að minnka okkar þjónustu og það má alls ekki gerast. Ég veit að allir eru sammála um það sem þekkja eitthvað til þessara mála", sagði Magnús Þorgrímsson, formaður Geðverndar að lokum. Einstœð FELAGSSTARF ¦ Flokksstjórnarmenn Alþýðuflokksins Opinn flokksstjómarfundur verður haldinn í Alþýðuhús- inu á Akureyri laugardaginn 28. feb. n.k. Fundurinn hefst kl. 11 f.h. Dagskrá fundarins verður auglýst síðar. Formaður Alþýðuflokksins. sem skilaboð til þingheims, að hann teldi það mjög vafasamt að á Al- þingi væri flutt slíkt mál. Þetta mun vera einsdæmi í þing- sögunni. Hingað til hafa menn staðið í þeirri trú að um væri að ræða aðskilnað löggjafarvalds og dómsvalds, að löggjafinn hlítti ekki fyrirmælum utanaðkomandi aðila um lagasetningu sína; að dóms- valdið túlkaði lög og dæmdi eftir lögum. Þetta dæmi um samskipti æðstu handhafa framkvæmdavalds og dómsvalds er ekkert minna en reginhneyksli, þótt það virðist að mestu hafa farið framhjá fjölmiðl- um. ' Þess hefur verið beðið með nokk- urri eftirvæntingu, hvernig menn brygðust við frumvarpi Ingvars Gíslasonar um að Hæstiréttur til- nefndi í slíka nefnd utanþings- manna. Sjálfstæðismenn hafa brugðist við á þann veg, að segja að samþykkt tillögunnar bæri að túlka sem vantraust á Sverri Hermanns- son. það væri því ríkisstjórnar- spursmál — og varðaði stjórnarslit- um. Sýnast hafa orðið miklar deilur um málsmeðferð. Nú liggja fyrir Alþingi tvær þingsályktunartillögur og eítt laga- frumvarp um málið. Sjálfstæðis- menn brugðust við frumvarpi Ing- vars með því að leggja fram frávís- unartillögu. Rökin fyrir frávísun- inni eru þau að fræðslustjórinn hafi þegar stefnt fjármálráðherra vegna málsins. Málið sé því komið í dóm- stóla. Það sé því óeðliiegt að Al- þingi sé að fjalla um málið á með- an. Við nánari skoðun standast þessi mál ekki. Augljós hliðstæða er Ot- vegsbankamálið. Þá komst þing- meirihluti sjálfstæðis- og fram- sóknarmanna að þeirri niðurstöðu, að flytja á Alþingi frumvarp til laga um að Hæstiréttur skipaði nefnd utanþingsmanna til þess að rann- saka Útvegsbankamálið. Það var skilmerkilega tekið fram að nefnd- in ætti ekki að rannsaka þá þætti málsins sem þegar væru til með- ferðar innan dómskerfisins. Hins vegar átti nefndin að rannsaka aðra þætti málsins sem lutu að stjórn- sýslu, viðskiptum einstaklinga í stjórnkerfinu, ábyrgð þeirra og spurningunni um hagsmunaá- rekstra. Tillaga Ingvars er að þessu leyti alveg hliðstæð. Hann leggur til að Hæstiréttur skipi nefnd utanþings- manna. Sú nefnd á ekki að fjalla um þann þátt málsins sem fræðslu- stjóri hefur stefnt út af. Hún á ein- göngu að fjalla um aðra þætti, þ.e.a.s. stjórnsýsluþætti: Sam- skiptaörðugleika menntamálaráðu- neytis og fræðsluyfirvalda nyrðra og framkvæmd grunnskólalaga. Með öðrum orðum: Þá þætti sem beinlínis heyra undir lagasetningu Alþingis og eftirlit Alþingis með framkvæmd slikra laga. Sjálfur hefur Sverrir Hermanns- son lýst því yfir með nokkru þjósti í fjölmiðlum að hann taki ekki við fyrirskipunum þeirra fyrir norðan. Hann hefur sagt: Mitt umboð kem- ur frá Alþingi. Ég beygi mig fyrir vilja Alþingis. Það skýtur því skökku við, þegar flutt er tillaga á Alþingi um að Al- þingi sinni eftirlitshlutverki sínu með framkvæmdavaldinu, að þá rjúka sjálfstæðismenn upp til handa og fóta og hrópa fyrirfram: Vantraust, — Eða að málið eigi undir engum kringumstæðum að vera á vettvangi Alþingis. Að því er varðar spurninguna um vantraust þá eru tvær hliðar á því máli: Ef sjálfstæðismenn líta á samþykkt frumvarpsins á Alþingi sem vantraust á menntamálaráð- herra, þá hlýtur gagnályktunin að vera sú að greiði menn atkvæði með frávísuninni séu þeir um leið að lýsa einhverju sérstöku trausti á fram- göngu menntamálaráðherra í mál- inu. Þetta þýðir að þeir sem ekki hafa sérstaka ástæðu til traustyfir- lýsingu á menntamálaráðherra^ gætu valdið misskilningi ef þeir greiddu frávísuninni atkvæði. Eftir yfirlýsingu forsætisráð- herra er ljóst að málið verður að fá þinglega meðferð. Því verður ekki trúað fyrirfram að meirihluti AI- þingis taki við fyrirmælum eða lagatúlkunum frá forseta Hæsta- réttar í gegnum sendiboða i gervi forsætisráðherra. Það er þess vegna lágmarkskrafa að málið fari til nefndar. Og að þingnefnd krefji fyrir sig hina færustu lögfræðinga til þess að fá botn í það hvort laga- skýringar fluttar úr ræðustól á Al- þingi standist. Hingað til hefur það verið hald manna að meirihluti þingmanna Framsóknarflokksins þyrði ekki að fylgja frumvarpi Ingvars í atkvæða- greiðslum af ótta við hótanir sjálf- stæðismanna um stjórnarslit. Á máli Páls Péturssonar, þingflokks- formanns, mátti þó ráða að þeir væru að hugleiða hvort þeir ættu ekki að manna sig upp í stuðning við frumvarpið, alla vega fór þing- flokksformaður fram á frestun at- kvæðagreiðslu til miðvikudags. Á göngum Alþingis mátti heyra að talsvert uppnám væri í röðum stjórnarliða vegna þessa máls. Flestir búast þó við því að Fram- sókn lúffi — eins og fyrri daginnj' sagði Jón Baldvin Hannibalsson. Hœstiréttur 1 sýslustörf af þessu tagi svo sem skipun mats- eða rannsóknar- nefndar sem auk þess er oft ætlað að fjallaum stórpólitísk mál. Af því leiðir svo einnig það óheppilega fordæmi, að dómstólar geti eða þurfi að grípa inn í starfsemi lög- gjafans sem er annar sjálfstæður þáttur ríkisvaldsins og hafa þar með áhrif á meðferð og framvindu mála þarj' sagði Jónatan Þór- mundsson, prófessor við Lagadeild Háskólans, í samtali við Alþýðu- blaðið í gær, aðspurður um þá upp- ákomu á Alþingi s.l. mánudag, þeg- ar forsætisráðherra bar þingheimi þau skilaboð frá forseta Hæstarétt- ar, að hann teldi það í hæsta máta óeðlilegt að rétturinn tilnefndi menn í nefnd til að rannsaka fræðslustjóramálið þegar Ijóst er að fræðslustjórinn fjálfur hefur þegar stefnt fjármálaráðherra vegna brottvikningar sinnar. Jónatan Sveinsson, lögmaður Sturlu Kristjánssonar, sagði í við- tali við Alþýðublaðið i gær að þetta mál kæmi ekkert nálægt hans borð- um. „Ég er að vinna ákveðið lög- mannsverk og á föstudag í síðustu viku var ég reiðubúinn að gefa út stefnu sem ég og gerði. Ég hef enga aðstöðu til að láta hafa neitt eftir mér í þessu sambandi og því síður get ég metið það hvort þarna eru að verða einhver nánari samskipti milli dómsvalds, löggjafar- og fram- kvæmdavalds, en verið hefur."

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.