Alþýðublaðið - 18.02.1987, Síða 3

Alþýðublaðið - 18.02.1987, Síða 3
Miðvikudagur 18. febrúar 1987 3 alþýðu- blaðið Umsjón: Jón Daníelsson AAUSTURLANDI Samtök um jafnrétti milli landshluta: Klofningur yegna framboðsmálanna Hið fyrirhugaða framboð ein- stakiinga úr röðum Samtaka um jafnrétti milli landshluta mætir harkalegri andstöðu margra helstu framámanna samtakanna í Austur- landskjördæmi og virðist nokkuð Ijóst að enginn þeirra muni taka sæti á listanum. Andstaðan við framboðið er svo hörð að einhverjir samtakamenn munu segja sig úr samtökunum. T.d. hefur Magnús Einarsson, útibússtjóri Samvinnu- bankans á Egilsstöðum lýst því yfir að hann muni segja sig úr samtök- unum verði af þessu framboði. Þeir menn sem Alþýðublaðið á Austurlandi ræddi við um þessi mál, virtust á einu máli um það að þetta fyrirhugaða framboð væri óskynsamlegt og ekki vænlegt til árangurs. Jónas Pétursson fyrrverandi al- þingismaður, kvaðst vera þessum framboðshugleiðingum algerlega andvígur og sagði að framboð á vegum samtakanna hefði þurft að undirbúa miklu betur og með meiri fyrirvara. Hann benti á það í þessu sambandi að nú hefðu margir af bestu mönnum samtakanna tekið sæti á listum stjórnmálaflokkanna. Jónas sagði að Samtök um jafn- rétti milli landshluta væru þver- pólitísk samtök og á síðasta lands- fundi samtakanna hefði verið sam- þykkt sérstaklega að samtökin byðu ekki fram í komandi kosningum. í staðinn hefði verið ætlunin að vinna innan stjórnmálaflokkanna. Magnús Einarsson, útibússtjóri Samvinnubankans á Egilsstöðum tók enn dýpra í árinni og sagði að ef til þessa framboðs kæmi, þá myndi hann segja sig úr samtökunum. Magnús sagðist vera framboðinu algerlega andvígur. Hann kvað til- veru samtakanna byggjast á því að í þeim væri fólk úr öllum flokkum, sem bundist hefði samtökum um að vinna að framgangi ákveðinna mál- efna. „Þeir sem fara út í sjálfstætt framboð, komast ekki hjá því að taka einnig afstöðu til annarra mál- efna“, sagði Magnús og bætti því við að þar með væri hin þverpóli- tíska samstaða fokin út í veður og vind. Magnús kvaðst alls ekki viss um að það tækist að koma saman frambærilegum lista og sagði að þeir menn innan samtakanna sem hann hefði rætt við um þessi mál væru sér sammála. Allt er í óvissu um það hverjir kynnu að 'verða í framboði á lista „Byggðahreyfingarinnar" á Aust- urlandi en samkvæmt heimildum Alþýðublaðsins á Austurlandi er þessa daga verið að reyna að koma saman lista. Heimildir okkar herma að m.a. hafi verið rætt við Ágústu Þorkelsdóttur á Refstað í Vopna- firði og Benedikt Stefánsson á Hvalsnesi í Lóni, en þau bæði tekið þeirri málaleitan afar þunglega. Benedikt sagði í stuttu samtali við Alþýðublaðið að þessa hefði „ekki beinlínis" verið farið á leit við sig, enda kæmi slíkt framboð ekki til greina af sinni hálfu. „Ég er ekki búinn að sjá að þessi listi fái einu sinni nægilega marga meðmælend- ur“, sagði Benedikt. Hann bætti því við að hann liti á þetta sem frum-, hlaup, sem fremur myndi skaða samtökin en Iyfta þeim upp. Sigríður Rósa Kristinsdóttir á Eskifirði, sem helst hefur verið orð- uð við hið fyrirhugaða framboð á Austurlandi, sagðist í samtali við Alþýðublaðið á Austurlandi alls ekki vilja kenna framboðið við Samtök um jafnrétti milli lands- hluta. Hér væri um að ræða al- menna borgara sem vildu reyna að rétta hlut landsbyggðarinnar. Hún kvaðst alls ekki reiðubúin að láta hafa neitt eftir sér um það hverjir Kosninga- skrifstofa Alþýðuflokksins á Austurlandi er til húsa að Bláskóg- um 9 á Egilsstöð- um. Lítið inn eða hringið. Síminn er 1807. kynnu að skipa sæti á væntanlegum framboðslista, enda væri enn ekki ákveðið hvort boðið yrði fram. „En við getum ekki horft upp á þetta lengur“, sagði hún. „Við get- um ekki horft upp á alla peningana okkar streyma til Reykjavíkur. Þetta er slæmt nú þegar, — en það á eftir að versna enn. Ég sé ekki fram á að Reykvíkingar hafi annað að naga en skósólana sína þegar fólkið á landsbyggðinni er hætt að vinna og flutt suður.“ Þegar hugmyndin um að vinna innan starfandi stjórnmálaflokka, var borin undir Sigríði Rósu, sagði hún að menn hefðu ekki komist neitt innan flokkanna fyrir þessar kosningar. TVeir menn úr röðum Samtaka um jafnrétti milli lands- hluta hefðu komist í þriðja sæti hjá viðkomandi stjórnmálaflokkum en það væri fjarri því að duga þeim til þingsæta. Þegar Sigríður Rósa var spurð hvort hún treysti sér til að spá um fylgi væntanlegs framboðs sagði hún að þessi sjónarmið nytu tví- — Flestir samtaka- menn mjög andvígir framboði. Sumir hóta úrsögn. — „Á að vinnast innan flokkanna‘‘ segja andstœðingar fram- boðs. „Þeir komust ekki neitt innan flokkanna " segir Sigríður Rósa Kristinsdóttir. mælalaust mikils fylgis, en á hinn bóginn væri eftir að sjá hversu fast fólk kæmi til með að halda við gömlu flokkana. „Við viljum gefa fólki tækifæri til að breyta núverandi ástandi“, sagði hún. „Við viljum koma á sjálfstjórn héraðanna í eigin málum og yfir eigin aflafé. Það á ekki að svelta fólk út úr undirstöðuatvinnuvegun- Séð yfir Eskifjörð. Þar er nú rœtt um að reisa iðngarða og eru umsóknir þegar farnar að berast. Eskifjörður: IÐNGARÐARI UPPSIGINGU Á Eskifirði er nú til athugunar að byggja húsnæði fyrir iðngarða. Til- laga þess efnis hefur verið rædd í bæjarstjórninni og er nú til með- ferðar í atvinnumálanefnd bæjar- ins. Þótt mál þetta sé enn á um- ræðustigi virðist Ijóst að talsverður áhugi sé fyrir málinu meðal iðnað- armanna á staðnum því umsóknir um aðstöðu í iðngörðunum eru þegar farnar að streyma inn. Bjarni Stefánsson, bæjarstjóri á Eskifirði, sagði í samtali við Al- þýðublaðið á Austurlandi, að á Eskifirði væri ekki fáanlegt neitt húsnæði sem hentaði til starfsemi af þessu tagi, þannig að ef af þessu yrði, þyrfti að byggja hús undir starfsemina. Bjarni benti á að á Egilsstöðum væru nú starfræktir iðngarðar og hefðu gefið góða raun. Þar hefði raunar fengist keypt húsnæði og í því hefðu fengið inni ýmsir aðilar sem áður hefðu þurft að hafast við i bílskúrum með starfsemi sína og hefði raunin orðið sú að við þetta hefðu skapast ný atvinnutækifæri. Bjarni sagði að ef hugmyndin um iðngarða á Eskifirði næði fram að ganga, myndi bærinn að öllum lík- indum byggja húsnæði þar sem smáfyrirtæki í iðnaði gætu svo fengið keypta eða leigða aðstöðu fyrir starfsemi sína. Hann sagði ennfremur að þótt málið væri enn á umræðustigi, væru þegar farnar að berast um- Enn á um- rceðustigi en um- sóknir farnar að steyma inn. sóknir um aðstöðu í iðngörðunum og nefndi sem dæmi umsóknir frá aðilum sem hygðust starfa að full- vinnslu sjávarafla, fataiðnaði og trésmíðaiðnaði auk þess umsókn hefði borist frá málningarverktök- um. • ] n I • J 11 Á AUSTURLANDI í Alþýðublaðinu eru í dag 12 síður helgaðar Austurlandi og er blaðinu dreift inn á hvert heimili á Austurlandi.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.