Alþýðublaðið - 18.02.1987, Side 5

Alþýðublaðið - 18.02.1987, Side 5
Miðvikudagur 18. febrúar 1987 5 Elliheimilið á Eskifirði: Fjársöfnunin komin þúsund krónur Nýja elliheimilið á Eskifirði er nú fokhelt í 560 Enn er ekki ljósí hvenær nýja elliheimilið á Eskifirði verður tilbú- ið til notkunar, en áætlað er að það muni fullbúið kosta um 45 milljónir króna. Þar af hefur þegar verið var- ið um 12 milljónum i bygginguna sem nú stendur fokheld. Að sögn Bjarna Stefánssonar, bæjarstjóra á Eskifirði, ríkir mjög almennur áhugi meðal bæjar- stjórnarmanna og bæjarbúa allra um að koma byggingunni áfram og sýndi þessi áhugi sig best á fjársöfn- uninni á þrettándanum, sem sagt var frá í síðasta blaði, en þá gengu bæjarfulltrúar í hús á Eskifirði og tóku á móti framlögum bæjarbúa. Sagði Bjarni að sú söfnun væri nú komin upp í 560 þúsund krónur og hann sagðist þess fullviss að ekki væru öll kurl komin til grafar enn í því sambandi og mundi eitthvert fé enn eiga eftir að berast. Á nýja elliheimilinu mun verða pláss fyrir 14—18 dvalargesti eftir atvikum. Bjarni Stefánsson kvað enn of snemmt að segja fyrir um hvenær heimilið gæti tekið á móti fyrstu dvalargestunum og nefndi í því sambandi að enn væri ekki lok- ið við að gera fjárhagsáætlun bæj- arins fyrir þetta ár. Sagði hann þetta stafa af því að tölvuvæðing stæði yfir og hefði af þeim sökum fengist sérstök undanþága frá fé- lagsmálaráðuneytinu til að seinka gerð fjárhagsáætlunar. Bjarni sagði fjárhagsáætlunina verða tilbúna um mánaðamótin og þá myndi m.a. liggja fyrir hversu miklu fé yrði unnt að verja úr bæj- arsjóði til byggingar elliheimilisins á þessu ári. Hvers vegna kjósum viö Alþýöuflokkinn? Halldór Harðarson, verkamaður, Seyðisfirði Alþýðuflokkurinn er langvœnlegasti valkosturinn ídag ogfyrir mér er alls ekki um annað að rœða. Ég held að ekki sé um annað að gera en að reyna að ná fram ein- hverri breytingu í kosning- unum í vor. Það er sama hvert litið er. Allt virðist vera meira og minna í molum í landinu. Það skiptir ekki máli hvað það er sem kemur upp á borðið hjá þessari ríkisstjórn sem nú situr, — h'ún veldur engu. Ég var á fundi hér um daginn hjá þeim Jóni Baldvin og Guðmundi Ein- arssyni og ég get ekki annað sagt en að mér lítist afar vel á Guðmund og málflutning Úlfar Sigurðsson, bifreiðarstjóri, Eskifirði Mér finnst stjórn þessara tveggja flokka sem nú situr vera óðum að ganga sér til húðar. Loforðalistinn þeirra hefur ekkJ staðist sem skyldi. Það dettur auðvitað alltaf eitthvað upp fyrir af kosningaloforðum, en það má nú satt að segja fyrr vera. Við getum nefnt stóriðju- málin hér á Austfjörðum sem dœmi og ýmis hneykslis- mál hafa líka komið upp sem tengjast þessum flokkum sem nú stjórna. Þar má t.d. nefna Hafskipsmálið og frœðslustjóramálið. Svona mál eru engan veginn til að auka hróður stjórnarflokk- anna. Ég tel Alþýðuflokkinn langbesta valkostinn í kom- andi kosningum. Ég vil benda á að Alþýðuflokkur- inn á vissa samleið með t.d. sœnskum jafnaðarmönnum og af Svíum gœtum við lcert ýmislegt í þeim málum sem hans og mér virðist afar ákjósanlegt að styðja hann til þingmennsku. Það er líka tími til kominn að fara að gefa þessari ríkis- stjórn frí. Við getum tekið peningamálin sem dœmi og mistnotkun hennar á fé al- mennings ogþað virðist vera sama hvar borið er niður. Það er sama rullan áfram. horfa til heilla fyrir almenn- ing. Mér finnst líka að við get- um tekið Bandaríkjamenn til fyrirmyndar í því að láta þá flokka víkja frá völdum sem ekki standa sig og fela öðrum stjórnina í staðinn. Það getur orðið til þess að þeir standi sig betur nœst. Alþýðuflokkurinn er tví- mælalaust besti valkostur- inn fyrir þá sem eru óánœgð- ir með núverandi ríkisstjórn og ég vil endilega hvetja fólk til að kjósa ekki eftir ein- hverjum gömlum hefðum, heldur láta sannfœringuna ráða. Að undanförnu hafa frambjóðendur A-listans á Austurlandi heimsótt vinnustaði víðs vegar í kjördœminu, yfir- leitt við ágœtar undirtektir. Þessi mynd var tekin í frystihúsinu á Neskaupstað við eitt slíkt tœkifœri og það er Guðmundur Einarsson, alþingismaður sem hér er á tali við eina af starfsstúlkunum. BAUKURINN, KJÖRBOKINOG LANDSBANKINN HJÁIPA ÞÉR AÐNÁENDUM SAMAN Pegar lítið fólk ræðst t stórar fjárfestingar er gott að minnast þess að margt smátt gerir eitt stórt. Smámynt sem safnað er í sparibauk og síðan lögð á Kjörbók stækkar og ávaxt- ast hraðar en þig grunar. Bangsa baukurinn fæst I öllum sparisjóðsdeildum Lands- bankans. Pegar spariféð úr honum er lagt inn er Kjörbók- in visasta leiðin að settu marki. Barnið, baukurinn og bankinn leggjast á eitt; tölurnar hækka og að lokum ná endar saman. Kennum börnunum okkar að spara peninga og ávaxta þá, það er gott veganesti og gagniegt. L Landsbanki íslands Banki allra landsmanna (100 ár

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.