Alþýðublaðið - 18.02.1987, Blaðsíða 6
6
Miðvikudagur 18. febrúar 1987
í þessum pistli er ætlunin að víkja að
ýmsu sem snýr að útgerð á Höfn í Horna-
firði en fyrir þær sakir ber þann merka
stað oftast á góma, enda er útgerð og fisk-
vinnsla höfuðástæða þess að tæplega
2000 manneskjur hafa hreiðrað um sig
umhverfis lónið sem myndast hefur við
ósa Hornafjarðarfljóts og allir lands-
menn kannast við af landakortum. Það
væri annars fróðlegt að vita hvort maður
réði við þá landfræðilegu skýringu hvers
En bíðum nú við. Byggðin vex
mjög hægt og þar af leiðandi ör-
ugglega, fram yfir 1950. Þá tekur
hún traustleikakipp og vex áfram
mjög örugglega fram um 1970. Þó
hygg ég að byggðin hafi átt í erfið-
leikum á sjöunda áratugnum, líkt
og landsbyggðin öll. En um og upp
úr 1970 tekur Hornafjörður vaxtar-
kipp, og fram til áranna 83—84 tvö-
faldast byggðin svona í grófum
dráttum talað. Síðan hefur mann-
fjöldi staðið að mestu í stað, en
menn eru ákaflega bjartsýnir nú
enda fiskigengd á miðum okkar
báta mjög góð. Þeir skjótast nú
bara rétt út fyrir ósinn og koma
drekkhlaðnir inn og það segja mér
sjómenn að sé breyting frá því sem
áður var.
Það er nefnilega málið. Það hef-
HÉR ERU ENGIR „HVÍTF
vegna framburður ánna framlengir ekki
einfaldlega landið til suðurs í stað þess að
ýta framburði sínum upp í eiði og breiða
svo úr sér fyrir ofan hann, en þetta gerist
þar sem landið er slétt, sandar miklir, eins
og í Hornafirði og í fallegustu sveit á ís-
landi, Lóninu. En ekki orð meira um það.
Ég lofaði Jóni vini mínum Daníelssyni að
fjalla lítilsháttar um útgerð á Höfn og skal
staðið við að svo miklu leyti sem hægt er
á stuttum tíma.
Ég hef reyndar slæma reynslu af
því, síðan ég kom hingað í Austur
Skaftafellssýslu, að vinna hlutina í
þeim takti sem hæfir venjulegri
blaðamennsku, það er að segja,
hröðum takti. I slíkum takti, sem er
nauðsynlegur vegna þess að annars
er maður rekinn, fer ekki hjá því að
einhverjar villur slæðist inn og hafi
maður ekki því fjölfróðari próf-
arkalesara (líkt og var þar sem ég
vann á því merka ágætisblaði NT
einu sinni) komast þessar villur alla
leið á þrykk. Og það er nú málið.
Hér austan Skeiðarársands og vest-
an Eystrahorns vakna menn þá
fyrst almennilega er þeir sjá stað-
reyndavillur á prenti, krafsa eftir
næsta nálæga blýantsstubb eða
penna og senda viðkomandi föður-
legar umvandanir eða hæðnisfull
skeyti, nema hvort tveggja sé. Þess
vegna neitaði ég nú bón þinni i
fyrstu minn kæri Jón Daníelsson,
en sá mig svo um hönd þegar ég átt-
aði mig á því að Skaftfellingar
myndu tæplega lesa það sem bærist
þeim í Alþýðublaðinu, hvað þá
skrifa leiðréttingabréf. Frelsi mitt
yrði því algjört.
Ég sagði áðan að útgerð og fisk-
vinnsla væri höfuðástæða þess að
við Hornafjarðarfljót væri uppris-
inn stærsti byggðakjarni á Austur-,
landi. Þetta er reyndar ekki ná-'
kvæmt. Þétta byggðin byggir einnig
töluvert á þjónustu við landbúnað-
inn og því eru blandaðar forsendur
fyrir byggðinni hér líkt og er með
t.d. Sauðárkrók, Akureyri og Húsa-
vík þar sem útgerð myndar uppi-,
stöðuna en þjónusta við uppsveitir
gegnir einnig töluverðu hlutverki.
En samt er nú sjósóknin og sjávar-
aflinn langveigamesti þátturinn þó
að í upphafi hafi byggðin þróast
sem verslunarstaður.
Það var reyndar í næstu sveit. Á
síðustu áratugum 19. aldar byggðist
upp við Papós í Lóni verslunarmið-
stöð-Papóskaupstaður- og hefur
hann væntanlega þjónað allri Aust-
ur Skaftafellssýslu og þar var einnig
skóli á árunum 1896 og 7. Þetta var
sem sagt byrjun á þéttbýlismyndun.
En einn góðan veðurdag árið 1897
þá gerist það sem alltof sjaldan ger-
ist. Kaupstaðurinn — fólk, a.m.k.
tvö verslunarhús, og sitthvað fleira,
flytur sig í einu lagi fyrir fjallið nið-
ur á Hornafjörð. An þess að ástæð-'
ur þessa verði raktar ítarlega hér má
leiða grun að því hér að mönnum
hafi einfaldlega þótt Hornafjörður
liggja betur við verslunarleiðum á
landi og ef til vill hefur ráðið ein-
hverju að mönnum hafi þótt inn-
siglingin þar betri, en samskonar
ósmyndun er í Papósi og í Horna-
fjarðarósi utan hvað allt er hóflegra
í þeim fyrrnefnda, og þar myndast
Kaupstaðurinn — fólk, a.m.k. tvö
verslunarhús og sitthvað fleira,
flytur sig í einu lagi fyrir fjallið
niður á Hornafjörð.
t*eir skjótast nu hara rétt út fyrir
ósinn og koma drekkhlaðnir inn
og það segja mér sjómenn að sé
breyting frá því sem áður var.
því miklu meira brim og þar eru
meiri grynningar.
Höfn dafnaði mjög hægt fram-,
anaf og einhvers staðar, sennilega í
bók önnu Þórhallsdóttur söng-
konu um Brautryðjendur á Höfn,
hef ég lesið að hús þar hafi verið sjö
árið 1920. Þá hafði útgerð vélbáta
staðið í áratug og var smám saman
aö festa rætur og komast í hendur
heimamanna, en í upphafi, og
raunar lengi frameftir öldinni sóttu
hingað til útróðra Austfirðingar,
sérstaklega Eskfirðingar eins og
Einar Bragi lýsir svo vel í bók sinni,
sem ber heiti sem svo margir
bægslagangsmenn og jarðvöðlar
mættu minnast, „Af mönnum ertu
kominn“
ur fiskast vel undanfarin misseri og
þau mið sem nærri liggja eru feng-
sælli en fyrr og þessi er grundvöllur
byggðar.
Fiskveiðar og sjósókn eru eins og
fyrr segir ástæða hinnar miklu
byggðar sem hér er (þó að auðvitað
ætti hér að vera 10 þúsund manna
byggð ef allt væri með felldu) og
héðan er gerður út öflugur floti, þó
að fæstum hér þyki hann nógu stór,
enda barist um hvern ónýttan kvóta
og hvert skipspláss. Mestan afla ber
á land togarinn eini Þórhallur
Daníelsson (heitir eftir einum
helsta brautryðjanda í verslun og
útgerð hér) og fast á eftir honum
fylgja 20 aðrir stórir bátar. Að auki
eru skráðir hér átta litlir bátar, und-
ir 10 tonnum, trillur nefndir, víða
Hafnarbúðin. Hér hittast menn gjarnan í morgunkaffi og ræða málin.