Alþýðublaðið - 18.02.1987, Blaðsíða 8
8
Miðvikudagur 18. febrúar 1987
Fáskrúðsfjörður:
Fisk-
viimslu-
skírteini
afhent
Á laugardaginn var fiskvinnslu-
fólki á Fáskrúðsfirði afhent
skírteini að loknum 10 fjögurra
tíma námsskeiðum í faginu. Alls
voru það 74 sem fengu afhent skír-
teini, þar af 56 menn vinna hjá
Hraðfrystihúsi Fáskrúðsfjarðar og
18 hjá Pólarsíld. Myndirnar hér á
síðunni tók Steinn Jónasson við
þetta tækifæri.
Námskeið þessi eru til komin í
kjölfar kjarasamninganna fyrir ári
og veitir þátttaka í þeim fólki rétt til
launahækkunar, sem að sögn Ei-
ríks Stefánssonar, formanns verka-
lýðsfélagsins á Fáskrúðsfirði, svar-
ar til um 16 þúsund króna á ári,
miðað við fulla vinnu.
I tilefni þessara tímamóta buðu
fyrirtækin tvö, Hraðfrystihúsið og
Pólarsíld, fólki til kaffiveislu í Fé-
lagsheimilinu Skrúð kl. tvö á laug-
ardaginn. Þar afhenti verkstjóri
hraðfrystihússins, Ævar Agnars-
son, skírteinin.
Að því loknu hófst önnur veisla
og nú í boði Sjávarútvegsráðherra
og aðila vinnumarkaðarins á staðn-
um, þ.e.a.s. verkalýðsfélagsins og
þeirra tveggja fyrirtækja sem áður
voru nefnd. Mun ekki hafa verið ör-
grannt um að þar væru veittir sterk-
ari drykkir en kaffi.
Lauk veislunni klukkan átta um
kvöldið skemmti fólk sér hið besta.
Var m.a. stiginn dans við’
harmonikkuundirleik. Margir virt-
ust þó ekki hafa fengið nóg af dans-
inum og fóru um 50 manns frá Fá-
skrúðsfirði á dansleik í Valaskjálf á
Egilsstöðum síðar um kvöldið.
Samrœður við veitingaborðið.
Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra í rœðustól.
Séð yfir veislusalinn.
Skrúður, félagsheimili Fáskrúðsfirðinga.
Prófaðu þá
smáaug-
lýsingu í Al-
þýðublaðinu
á
Austurlandi.
Hún er
ÓKEYPIS!
Þarftu að
selja?
Viltu kaupa?
Hér skrifar HRANI
Af geðvondum Framsóknarmönnum
Framsóknarflokkurinn á Aust-
urlandi er skrýtin skepna. Hann
hefur lengi verið stærsti flokkur-
inn hér, en þó hafa engir forystu-
manna hans verið sérstakir skör-
ungar, utan Eysteinn, sem sýndi
fleiru áhuga en sjóðasnatti í
Reykjavík. Hinir hafa látið sér
sendilstörfin nægja, enda „góðir
til snúninga“ eins og Villi frá
Brekku sagði sjálfur.
Nú í upphafi kosningabaráttu
eru Framsóknarmenn kokhraust-
ir. Þeir segjast berjast fyrir þriðja
manni inn í kjördæminu og þykir
mörgum býsna hátt reitt til höggs.
Þeir þurfa nefnilega ríflega 50%
atkvæða til að eiga möguleika á
þriðja manni inn í fimm manna
kjördæmi. í síðustu kosningum
fengu þeir tæp 38% og þótti gott.
Þá útkomu á sem sagt að bæta um
rösklega þriðjung og það þótt nú
sé enginn Tómas Árnason á list-
anum, heldur í hans stað Jón
Kristjánsson. Illar tungur segja
reyndar að ástæða þess að þriðja
sætið er gert að baráttusæti sé sú
að Jón Kristjánsson, sá hægi og
litlausi fulltrúi KHB á Alþingi,
hafi neitað að standa í eldlínunni.
Ljótt ef satt er.
í atkvæðaleit sinni snúa Fram-
sóknarmenn sér í ólíklegustu átt.
öllum mætti kosningamaskínu
maddömunnar er beint gegn hin-
um minnsta en jafnframt spræk-
asta keppinau.ti hennar, Alþýðu-
flokknum, og heiftin er slík að
menn muna ekki annað eins úr
kosningabaráttu hér eystra. Áróð-
urinn fer að mestu fram á bak við
tjöldin, en einstaka maður setur
þó sóðaskapinn á prent, sbr. grein
Rögnvalds Erlingssonar í Austra
fyrir skömmu. Lyftist þá brúnin á
mörgum vammlausum Austfirð-
ingi.
En Kratar á Austurlandi eru
ýmsu vanir. Þeir kippa sér ekki
upp við nöldrið í geðvondum
Framsóknarmönnum. Sigur-
ganga jafnaðarmanna á Austur-
landi byggist á málefnum en ekki
skætingi:
• Fjármagns- og fólksflótti frá
landsbyggðinni hefur aldrei
verið meiri en í valdatíð ríkis-
stjórnar Steingríms Her-
mannssonar. Alþýðuflokk-
urinn vill heimastjórn í anda
byggðahreyfingarinnar, en
Framsóknarmönnum líður
bezt með sjóðina sína suður í
Reykjavík.
• „Brjóstvörn bænda“, Fram-
sóknarflokkurinn, hefur
komið svo málefnum bænda
að landbúnaðarstefnan væri
betur nefnd eyðibýlastefna.
Alþýðuflokkurinn hefur ára-
tugum saman varað við
Framsóknarstefnunni, en
hlotið skæting fyrir. Nú vildu
margir þá Lilju kveðið hafa.
• Helmingur sjálfstæðra at-
vinnurekenda hefur verið
tekjuskattslaus í tíð þessarar
ríkisstjórnar. Alþýðuflokk-
urinn vill skera upp herör
gegn skattsvikum og undan-
drætti, en Framsóknaríhald-
ið leggur mest upp úr að ná í
peninga launafólks. í nýju
frumvarpi um staðgreiðslu
skatta er ekki einu orði
minnzt á skatta fyrirtækja.
• Húsnæðiskerfið er i rúst og
fjöldi fólks á vonarvöl eftir
30% kaupskerðingu ríkis-
stjórnarinnar 1983, þegar
ekki var hreyft við vöxtum og
lánakjaravísitölu. Alþýðu-
flokkurinn hefur lagt fram
ítarlegar hugmyndir um rétt-
arbót í húsnæðismálum, en
Alexander Stefánsson fæst
ekki einu sinni til að ræða
þau mál á Alþingi.
Svona mætti lengi telja. Þegar
grannt er skoðað er hér e.t.v. að
finna ástæðuna fyrir ergelsi fram-
sóknarmanna um land allt: Fram-
sóknarflokkurinn hefur reynzt
vera viljalaus hækja íhaldsins í
þessari ríkisstjórn Hafskips, ok-
urs og hávaxta. Formaðurinn er
loks kominn heim í Arnarnesið og
vill gera flokkinn að málpípu
þéttbýlisins. Þéttbýlisbúar mega
þá kannske fara að vara sig, en
engan skal undra þótt geðillskan
hlaupi í óbreytta liðsmenn úti á
landi. Alþýðuflokksmenn kippa
sér hins vegar ekki upp við svo-
leiðis hávaða.