Alþýðublaðið - 18.02.1987, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 18. febrúar 1987
9
Fast þeir sóttu sjóinn
Á vegum Sambands sveitarfélaga
í Austurlandskjördæmi tók Rann-
sóknastofnun fiskiðnaðarins ný-
lega saman yfirlit um fiskafla á
landinu árið 1985, skiptingu hans
eftir landshlutum, fisktegundum
og aflaverðmæti á hvern íbúa. At-
hugað var sérstaklega hvernig afli
skiptist á milli útgerðarstaða á
Austurlandi.
Upplýsingarnar í þessa reikninga
voru teknar úr ritinu Utvegur 1985,
sem Fiskifélagið gefur út. Tölur um
mannfjölda voru frá Hagstofunni
og miðuðust við 1. des. 1985.
í þessu yfirliti kemur margt fram.
Austurland —
Iandið í heiid
Austurland er í Iangefsta sæti ef
reiknaður er heildarafli. Þar var
landað 491.363 tonnum, sem eru
31.8% landaðs afla á landinu öllu.
Þar munar mest um loðnuna, því
hún var 389.321 tonn eða 42%
loðnuaflans, sem landað var hér-
lendis. Hvað síldina varðar var
Austurland auðvitað í efsta sæti
með 27.626 tonn, sem voru 56%
landsaflans. Varðandi bolfiskinn er
Austurland í 4. sæti á eftir Reykja-
nesi (89.471 tonn), Norðurlandi
eystra (73.830 tonn) og Suðurlandi
(68.766 tonn). Austurlandsaflinn
nam 67.386 tonnum, sem voru 14%
bolfiskaflans sem barst að landi.
Heildarverðmæti alls landaðs
afla á Austurlandi nam rúmum tvö
þúsund milljónum króna, eða
154.960 kr. á hvern íbúa kjördæmis-
ins. Það er næstum þrisvar sinnum
hærri tala en fæst ef heildarafla-
verðmæti þjóðarinnar er deilt á
landsmenn alla. Slíkan samánburð
ber auðvitað að taka með miklum
fyrirvara, því hlutfall sjávarútvegs í
heildaratvinnu er auðvitað mis-
munandi eftir landshlutum.
Samanburður
innan Austurlands
Ef bornir eru saman útgerðar-
Á mölinni mætumst
með bros á vör —
ef bensíngjöfin
er tempruð.
staðir á Austurlandi kemur í ljós að
Hornafjörður er í 1. sæti á bolfisks-
listanum með 12.785 tonn eða 19%
af bolfiskafla Austurlands. Horna-
fjörður er líka í 1. sæti síldarlistans,
því þar er hann með 5.121 tonn eða
19% Austurlandsaflans. í síldinni
fylgir Eskifjörður fast á eftir með
4.976 tonn eða 18%. Seyðisfjörður
er með mest af loðnunni árið 1985,
því þar var landað 152.154 tonnum,
sem voru 39% loðnuaflans á Aust-
urlandi.
Heildaraflaverðmætið var hæst á
Seyðisfirði, eða 380 milljónir. í
öðru sæti var Neskaupstaður með
332 milljónir og Eskifjörður í því
þriðja með 330 milljónir.
Seyðfirðingar voru líka í 1. sæti
hvað varðar aflaverðmæti á íbúa.
Þeir höfðu 380 þús. á mann. Næstir
voru Eskfirðingar með 304 þúsund
á mann og í 3. sæti Djúpivogur með
249 þúsund.
Verkunarskipting
Alþýðublaðið á Austurlandi hef-
ur‘o 1985. VerrS
mcetið nam rúmum
tverni milljörðum
það ár
ur fengið yfirlit yfir verkunarskipt-
ingu fiskafla á Austurlandi árið
1985. Þar kemur í ljós að Höfn er í
1. sæti í frystingunni með 10.241
tonn, sem eru 20% heildarfrysting-
ar á Austurlandi. í öðru sæti er
Neskaupstaður með 7.248 tonn. Á
söltunarlistanum er Höfn sömu-
leiðis í 1. sæti með 8.731 tonn (18%)
en í 2. sæti er Eskifjörður með 6.985
tonn. Seyðisfjörður er með mesta
bræðslu af útgerðarbæjunum á
Austurlandi, eða 152.338 tonn, sem
eru 39% af bræðslunni í fjórðungn-
um.
Smáauglýsing
í Alþýðublaðinu á
Austurlandi kostar
ekki neitt.
Smáauglýsingar
Skilvinda óskast
Mig bráðvantar skilvindu. Þarf
að vera í nothæfu ástandi. Upp-
lýsingar gefur Anna í síma 5798.
Útprjónaðir sokkar
Útprjónaðir sokkar, sjöl o.fl. til
sölu. Upplýsingar gefur Anna í
síma 5798.
Frystikista óskast
Óska eftir að kaupa frystikistu
ca. 210 lítra. Upplýsingar í síma
88832.
Barnagæsla
Óskum eftir barngóðri konu
eða stúlku til að gæta 7 mánaða
drengs í mars og apríl. Upplýs-
ingar í sima 1807.
Smáauglýsingar
á
SKVGGNST UHPtfc
ymsoNpip
Einn liður í þeirri þjónustu Hampiðjunnar að miðla upplýsingum um eiginleika
og notkun veiðarfæra. er útvegun og dreifing myndþanda.
Nú þjóðum við sjö áhugaverð myndbönd á kostnaðarverði.
1. I TIUtAUHATAHKINUM
2. HSKUN ÍTftOLU
3. fíSKAP MePÞKAGMOr
4. POKSKANBT
5. TOGVeiPAKFÆfUP
6. LÍNUVeiPAK VIPAIASKA
?. HUMAK- OG rtSKITKOU
Nánari upplýsingar veitir söiudeiid Hampiðjunnar.
HAMPIÐJAN
Box 5136, 125 Reykjavík, sími28533
Kynntu þér kosti
HÁVAXTABÓ KARINNAR
Samvinnubanki íslands hf.
Útibúið Egilsstöðum
símar 97—1233 og 97—1423