Alþýðublaðið - 18.02.1987, Blaðsíða 10
10
Miðvikudagur 18. febrúar 1987
Frambjóðendur
Alþyðuflokksins kynntir:
3. sæti
HLIF KJARTANSDOTTIR
Byggðamálin og seina-
gangur í dómskerfinu
Hlíf Kjartansdóttir segist lengi
hafa haft áhuga fyrir þjóðmálum
og þá einkum málefnum lands-
byggðarinnar, þótt hún hafi lengi
vel framan af ekki tengt þau við
starf í stjórnmálaflokkum. „En eft-
ir að ég fór að sjá fram á að geta
unnið að þessum hugðarefnum
mínum á pólitískum vettvangi, hef-
ur ekki annar flokkur komið til
greina fyrir mig en Alþýðuflokkur-
inn“, segir hún.
„Ég hef gifurlegan áhuga fyrir
því að byggðahlutföllin breytist,
landsbyggðinni í hag. Þessi gífur-
lega samþjöppun fólks á höfuð-
borgarsvæðinu á engan rétt á sér og
kemur engum til góða. Þetta er
heldur ekki gott fyrir Reykvíkinga
sjálfaí1
Hlíf segist hafa kosið Alþýðu-
flokkinn frá því hún fékk kosninga-
rétt, þótt hún gengi ekki í flokkinn
fyrr en 1982. Fyrir utan málefni
landsbyggðarinnar sem eru henni
ákaflega hugleikin, segist hún vilja
nefna dómskerfið sérstaklega.
„Það er yfirleitt allt of seinvirkt“,
segir hún. „Það er sama hvort um er
að ræða, t.d. fíkniefnamál, nauðg-
unarmál eða önnur afbrot. Þessi
mál eru oft mánuðum eða árum
saman að velkjast í kerfinu. Það er
verið að sleppa sakamönnum laus-
um og taka þá svo aftur mánuðum
eða árum seinna til að láta þá af-
plána dóma sína. Sumir þessara
manna hafa kannski snúið til betri
vegar og eru í miðjum klíðum að
koma undir sig fótunum, þegar
þeim er gert að sitja inni fyrir afbrot
sem geta verið margra ára gömul.
Aðrir hugsa kannski sem svo að
fyrst þeir eigi eftir að sitja inni hvort
eð er, þá skipti ekki öllu máli hvort
þeir sitja af sér einu brotinu fleira
eða færra"
Hlíf Kjartansdóttir sem skipar 3. sætið á lista Alþýðuflokks-
ins á Austurlandi fyrir kosningarnar í vor, er fœdd í Kastala í
Mjóafirði 16. ágúst 1945. Hún fluttist til Neskaupstaðar 8 ára
gömul og hefur átt þar heima síðan að mestu leyti. Hún lauk
unglingaprófi vorið 1959 en haustið 1961 lá leiðin í Húsmœðra-
skólann á Hallormsstað og þar stundaði Hlín nám í tvo vetur.
Eftir þetta vann hún hér og þar, einkum í fiski og var m.a. eitt
ár á sjó, nánar tiltekið á strandferðaskipinu Esju. Þetta var árið
1965 og þá tíðkuðust enn farþegaflutningar með strandferða-
skipum.
Eftir þetta fóru börnin að koma og Hlíf sneri sér að húsmóð-
urstörfum og barnauppeldi um nokkurra ára skeið. Sjálf telur
hún húsmóðurstarfið lengst af hafa verið sitt aðalstarf. Árið
1973fór hún að vinna á sjúkrahúsinu í Neskaupstað og starfaði
þar allt fram að síðustu áramótum að hún hœttiþví ogfór ístað-
inn að vinna á skrifstofu hálfan daginn.
Úr Austur-troginu
Fullmikil bjartsýni
Það dugar að sjálfsögðu ekki
annað fyrir þá sem eru í pólitík á
annað borð, en að vera þokkalega
bjartsýnir, — allavega svona þeg-
ar kosningar eru á næsta leiti.
Bjartsýnin hefur og löngum ein-
kennt málfar stjórnmálamanna á
mánuðunum fyrir kosningar, en
flestir reyna hins vegar að blanda
bjartsýnina með ofurlitlu raun-
sæi.
Nýráðinn starfsmaður kjör-
dæmissambands framsóknar-
manna á Austurlandi, Skúli
Oddsson, virðist hins vegar alveg
hafa gleymt raunsæisskammtin-’
um, í viðtali við Austra, blað
Framsóknarmanna á Egilsstöð-
um, sem út kom 29. janúar. Hann
segist þar sem sé hafa fulla
ástæðu til bjartsýni og segir fram-
sóknarmenn stefna ótrauða að
því að ná inn þriðja manni.
Skúli hefur það að vísu sér til.
afbötunar, eftir því að dæma sem
fram kemur í viðtalinu að hann
virðist eiga í erfiðleikum með
reiknireglurnar í nýju kosninga-
lögunum, sem hann segir að séu
svo flókin að ekki geti nema ein-
staka maður spáð í stöðuna eftir
þeim.
Það er kannski eins gott fyrir
þá framsóknarmenn að láta það
eiga sig að læra nýju reikniregl-
urnar, því samkvæmt þeim er
annar maður á framsóknarlistan-
um í verulegri fallhættu, ef Fram-
sóknarflokkurinn tapar einhverju
fylgi frá síðustu kosningum, — og
flestir gera jú ráð fyrir því. Til að
fá þriðja manninn þarf Fram-
sóknarflokkurinn svo himin háar
atkvæðatölur, að tekur því vara
að nefna þær. Ef framsóknar-
menn þykjast ætla að berjast fyrir
þriðja manninum, er hætt við að
þeir vakni upp við vondan draum
á kosninganóttina, þegar farið
verður að telja upp úr kjörköss-
unum.
Svolítið grátbroslegt
Eftir að framboð Kvennalistans í
Austurlandskjördæmi leit dags-
ins ljós, hefur talsverður ótti grip-
ið um sig í herbúðum Alþýðu-
bandalagsmanna í kjördæminu.
Þeim er það að sjálfsögðu ljóst,
ekki síður en öðrum, að Kvenna-
listinn tekur fyrst og fremst fylgi
frá Alþýðubandalaginu og auð-
vitað gildir þetta alveg jafnt um
Austurland og önnur kjördæmi.
Leiðarinn á Austurlandi þann
5. þessa mánaðar, er enda helgað-
ur þessu máli og ber yfirskriftina:
„Að hverjum beinist framboð
Kvennalistans á Austurlandi?" I
leiðaranum segir m.a.
„Fyrirhugað framboð Kvenna-
listans á Austurlandi er því mikið
undrunarefni, þegar í framboði til
Alþingis er ung og hæfileikarík
kona, þar sem er Unnur Sólrún
Bragadóttir. Sérframboð kvenna
við þessar aðstæður verður líka
varla til þess að hvetja konur til
pólitískrar þátttöku innan stjórn-
málaflokkanna, eins og þó hefur
verið eitt af yfirlýstum markmið-
um Kvennalistansí*
Út af fyrir sig má leiða getum
að því að Alþýðubandalagsmenn
hafi gert sér vonir um að staðsetn-
ing konu í baráttusæti listans
myndi verða til þess að Kvenna-
listinn byði ekki fram í kjördæm-
inu. Þær vonir eru nú að engu
orðnar. Það er hins vegar dálítið
grátbrosleg staðreynd að framboð
Kvennalistans skuli að öllum lík-
indum verða til þess að koma í veg
fyrir að kona nái kjöri í kjördæm-
inu.
Mykjudreifari á
viliigötum
Það er ekki laust við að sú stað-
reynd fari illilega i taugarnar á
sumum, að jafnaðarmenn eiga nú
raunhæfan möguleika á að fá
kjörinn þingmann í Austurlands-
kjördæmi eftir áratuga hlé. Einn
þeirra sem greinilega tilheyra
þessum hópi er Rögnvaldur
Erlingsson sem ritar greinarstúf í
Austra 5. þ.m.
Nú er það í sjálfu sér ekki sér-
staklega í frásögur færandi, þótt
menn séu ekki með öllu sammála
í pólitík og ekkert nema gott um
það að segja að menn deili á and-
stæðinga sína í blöðum, en þá
verður að gera þá kröfu að skrifin
séu byggð á einhverjum málefna-
legum rökum.
Þessu var ekki til að dreifa í
grein Rögnvaldar, heldur ægir þar
saman uppnefnum, fúkyrðum og
persónulegum illmælum.
Ekki nennum við að sverta síð-
ur okkar með því að tína til dæmi
úr þessari dæmalausu grein, —
enda dæmir hún sig best sjálf.
Hins vegar beinum við — í öllum
frómleika — þeirri uppástungu til
höfundarins, að hann fari með
pennann sinn út á tún, næst þegar
hann þarf að létta á honum. —
Þar kynni mykjan að koma að
gagni.
SURVIVALINTERNATIONAL
ÞURRBJÖRGUNARBÚNINGUR
viðurkenndur af Siglingamálastofnun ríkisins
SURVIVAL INTERNATIONAL
Á ÍSLANDI
waaatuDimBiiJuiia^Ba tai?
FYRSTA FLOKKS HÖNNUN
Gerður úr Dupont eldþolnu Neopreneefni. Gott efni
sem gerir allar hreyfingar mjög auðveldar. Auðsýnileg-
ur leitarmönnum.
Fyrir utan sjálfsagða eiginleika slfkra búninga hefur
SURVIVAL INTER-
NATIONAL
búningurinn
einnig eftirtalin
atriði:
1. Andlitshlíf gegn sjólöðri.
2. Sundgleraugu gegn sjólöðri.
3. Vasa fyrir Ijós á hettu.
4. Sérstakan flothring, sem blásinn er upp og
nota má eins og sýnt er á myndunum eða
til að lána öðrum.
Hér að ofan eru taldir aðeins fáeinir eiginleikar
þessa frábæra búnings.
VERÐ AÐEINS FRÁ KR. 12.000,-
Langalgengasta dánarorsök vegna sjóslysa er kuldi. Lífslíkur
sjómanns, sem er í björgunarbúning, aukast verulega.
5. Skegghlif. Kemur í veg fyrir
að rennilásinn festist í
skeggi þegar rennt er upp.
7.
8.
9.
10.
11.
12.
6. Lyftilykkja á baki. Notuð
þegar hjálpa þarf manni t.d.
um þorð í gúmmíbjörgunar-
bát.
Sérstaklega stamir sólar.
Fimm fingra vettlingar, mjög liprir og með
góðu gripi. Þú getur prófað með þvi að
taka mjóan blýant upp af gólfinu og skrifa
nafnið þitt.
Sérstakt lyftibelti fyrir þyrlu.
Einstreymisloki er hleypur út lofti, ef menn
stinga sér i sjóinn með höfuðið á undan.
Ökla og úlnliðsbönd.
Endurskinsborðar.