Alþýðublaðið - 26.03.1987, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 26.03.1987, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 26. mars 1987 7 DA VERSLUN ARSAG A fólks, sem flutti í þéttbýlið við sjáv- arsíðuna, hafi áður verið í vinnu- mennsku í sveitunum, og margt af því fólki hafi verið illa læst og skrif- andi. Þegar þetta fólk átti að fara að sinna þeim kröfum sem gerðar voru til þess um uppfræðslu barn- anna er hætt við að kunnáttuna hafi skort. Samfara þéttbýlismynduninni jukust peningaviðskipti sem köll- uðu á nokkra kunnáttu í reikningi, og þar hefur heimafræðslan án efa ekki dugað til. Við slíkar aðstæður koma upp raddir sem vilja bæta úr ástandinu og bjargræðið var skóli, þar sem „sérfræðingur,” þ.e. kenn- ari tók við hluta af þeim skyldum sem lagðar voru á forráðamenn barna. Prestar áttu sem fyrr, samkvæmt tilskipunum, að hafa eftirlit með heimafræðslunni, en þegar fjöld- inn í sjávarþorpunum jókst, varð það þeim ofviða að sjá um að hún væri í lagi. Það er því ekki ósenni- legt, að víðast þar sem skólar voru stofnaðir, væru prestar meðal helstu forvígismanna. Það kemur fram í ritgerð þessari, að sá árstími sem notaður hefur verið til kennslu fyrstu árin í Ólafs- vík, er háveturinn, eða sá tími er vertíð stóð yfir. Var það sá tími er forráðamenn barnanna í plássinu hafa verið sem minnst heimavið, og hafa þvi haft lítinn tíma til að sinna börnum sínum og hefur það þótt tilvalið að börnin sæktu skóla á þessum tíma ársins og til þess fengnir sérstakir kennarar. Ólafsvík á seinni hluta 19. aldar. í bókinni Sýslu- og sóknarlýs- ingar, Snæfellsnes III, sem Hið ís- lenska Bókmenntafélag gaf út árið 1970, er eftirfarandi lýsing á Ólafs- vík. Lýsing þessi er gerð árið 1840 af Th. Thorgrímssen presti: „48. Kauptún Neshreppinga er Ólafsvík. Ekki er þar nema eitt kaupmannssetur. Ekki er kaup- staðarfólkið margt, en í Ólafs- víkurplássi, sem liggur í kring- um kaupstaðinn, og í kaup- staðnum eru 218 manneskjur. Þar eru 4 timburhús og 5ta lítil- fjörleg vatnsmylla, en engin torfhús eru þar kaupstaðnum tilheyrandi. Ekkert hróf er þar handa þiljuskipum, heldur er þeim lagt upp á haustum, þá hætt er að fiska á þeim í Rifsós, og liggja þau þar á þurru á vetrumí* (Th. Thorgrímssen: 1970, 141, skráð 1840). í sömu bók er vikið nánar að mannlífinu undir Jökli á þessum tímum. Þar segir m.a.: „58. (Skemmtanir). Helzta skemmtun almennings er að Iesa sögur og aðrar fræðibækur. — 59. (Skriftarkunnátta). Ekki meir en 8di partur fólks heitir skrifandi í sóknum þessum. — 60. (Óskrifandi fólk). Þeir, sem ei kunna að skrifa, eru bæði karlmenn og kvenfólk á öllum aldri. - 61. (Siðferði). Siðferði í sóknum þessum er í meðallagi. Helst er ábótavant hvað siðferði áhrærir með lausung og drykkjuskap. Þó mun siðferði heldur vera í bötnun. — 62. (Trúrækni). Þekking trúar- bragðanna fer heldur fram, en trúrækni lítið svo á berií‘ (Th. Thorgrímsson: 1970,143 skráð 1840). Og árið 1890 er ástandinu undir Jökli lýst á þennan veg: „... Verstöðvarnar sunnan undir Jöklinum eru nú líklega einna lakastar, af því þar líka fiskast svo sem ekki neitt. Úr því fisk- veiðarnar brugðust, hefði mátt búast við, að íbúarnir reyndu að rækta tún og koma upp skepn- um, til þess þó að hafa eitthvað til viðurlífs, en það er öðru nær en að framför sé í þessu. Túnin í sumum „plássunum“ spretta enn vel, ekki af því að svo vel sé um þau hirt, heldur af hinu, að fyrrum var þurrkaður á þeim fiskur, sem jörðin svo fékk frjó- semi sína úr. Þó menn viti, að ekkert er að hafa úr sjónum, þá gæta menn ekki landbúnaðarins að heldur, — sá „móður” var orðinn rótgróinn að vera alltaf að gutla á sjónum á smákæn- um, hvort sem nokkuð fékkst eða ekki, til þess jafnóðum að geta lagt það sem reittist úr sjón- um, inn í kaupstaðinn, — alla sína von og allt sitt traust hafa þeir sett á kaupmanninn. Gamlir og greindir menn und- ir Jökli hafa sagt mér, að það hittist varla nokkur maður, sem að langfeðratali, er ættaður úr þessum sjóplássum og þar upp alinn, sem nokkur dugur er í; þeir, sem eitthvað braska og framkvæma, eru allir aðfluttir, kynslóðin er orðin ónýt og vatn- ar þrek til að „komast úr kútn- um“ — Það hefir verið allt of lítið um duglega menn, sem hafa getað verið leiðtogar lýðsins, lýðurinn hefur lotið misjöfnum kaupmönnum og misjöfnum þjónum þeirra. Eina ráðið verð- ur, að ala upp nýja kynslóð, og það er ekki hægt, öðruvísi en með skólum og duglegum kenn- urum, sem láta sér annt um að lækna hugsunarháttinn og benda börnunum á veginn til þess að hjálpa sér sjálfum. Þetta hafa góðir menn séð, og hafa með miklum erfiðismunum reynt að koma upp skólum, einn er þegar kominn i Ólafsvík og annan er verið að reisa á Sandi. Eiga þeir menn, sem að því styðja, miklar þakkir skilið, og óskandi væri, að fyrirtæki þeirra blessuðust sem best.“ (Þorvaldur Thoroddsen: 1914, 66). Þannig lýsir Þorvaldur Thorodd- sen ástandinu undir Jökli í III. bindi Ferðabókar sinnar, er hann var á ferð þar vestra sumarið 1890. Virðist af lýsingu þessari, að til hafi verið fólk, sem hugleiddi slík mál, er varða menntun barna og ungl- inga í sínum heimahéruðum. Þó ber að skilja af þessu, að ástand í al- mennu menningarlífi undir Jökli hafi eitthvað verið að batna á þess- um tíma, það er um 1890. En mikil eymd og vonleysi var í slíkum mál- um sem og öðrum, ásamt hörðu ár- ferði og virðist það hafa markað lif fólks þessa tíma þar vestra sem og annars staðar á landinu. „Auðvitað var ástandið mis- jafnt í hinum ólíku sveitum á Snæfellsnesi. Stykkishólmur stóð á gömlum merg sem kaup- mannastöð og embættissetur. Helgafellssveitin og Skógar- ströndin voru allblómlegar og félagshættir þar líkir því sem tíðkaðist í meðalsveitum í öðr- um landshlutum. Sama mátti segja um Fróðársveitina, og þar gerðust þeir atburðir einmitt í kringum 1890, að þorpið Ólafs- vík tók talsverðan fjörkipp. Þá hafði fyrir nokkru sezt þar að smákaupmaður einn Jón Árna- son að nafni, ættaður úr Staðar- sveitinni og boðið gamla verzl- unarharðstjóranum Clausen byrginn með búðarholu sinni..“ (Þorsteinn Thorarensen: 1968, 18). Jón þessi var kallaður Jón borg- ari. Gegndi hann ýmsum trúnaðar- störfum í þorpinu jafnframt því að reka þar verslun. Fyrir 1890 var í eigu Jóns borgara meðal annars verslun, vöruhús og fiskgeymslu- hús. Einnig átti hann 3 eða 4 báta sem lögðu upp hjá honum. „Og víst er það í frásögur fær- andi, að Jón Árnason hafði bóksölu í Ólafsvík löngu fyrir aldamót. Ekki mun þar hafa verið úr miklu að velja, en þar var séð fyrir þörfum manna, bæði í veraldlegum og andleg- um efnum. Ég man eftir Laga- safni og Formálabók og skildi, að þær voru ekki fyrir börn. Þá hafði Jón Biblíuljóð Valdimars Briem í logagylltu skrautbandi” (Björgúlfur Ólafsson: 1966, 19). Um þetta leyti hafði Clausen selt verslun sína Sigurði Sæmundssyni sem áður hafði starfað hjá Gránu- félaginu. Sigurður þessi réði til sín sem verslunarstjóra Einar nokkurn Markússon er síðar verður getið. „Allar þessar breytingar komu nokkurri hreyfingu á lífið í Ólafsvík. Menn tóku höndum saman og stofnuðu þar svokall- að Menningarfélag og má geta þess til gamans, að fremst í þess- um félagsskap stóð kvenmaður, Jóhanna Jóhannsdóttir, eigin- kona Jóns Árnasonar kaup- manns, sem áður er nefndur. Hún var móðursystir Sigurðar Kristófers Péturssonar rithöf- undar og holdsveikissjúklings og var svo mikill skörungur, að hún hélt opinberar ræður og skrifaði jafnvel greinar í blöð, hún beitti sér fyrir byggingu barnaskólahúss í Ólafsvík og hélt fyrirlestur um stofnun sparisjóðs. Var fyrirlestur henn- ar prentaður og nefndist „Spar- aðu eyrinn, þá kemur krónan“ — og sparisjóðurinn var stofn- aður og starfar víst enn. Sóknar- presturinn séra Helgi Árnason tók einnig þátt í þessu framfara- brölti og tóku Ólsarar sig til og reistu kirkju í þorpinu, en Einar Markússon (faðir Maríu Markan) barðist fyrir því að orgel væri keypt í kirkjuna og stjómaði síðan myndarlegum margrödduðum kirkjusöng og þóttu þetta allt hin mestu og merkilegustu tíðindi. En það stóð ekki lengi, Jóhanna dó og verzlun Jóns manns hennar fór á hausinn. Sæmundssen verzl- unin gekk heldur ekki alltof vel og bráðlega seldi hann dönskum hana. Kirkjusmíðin í þorpinu olli miklum sárindum og deil- um, því að samtímis var Fróðár- kirkja lögð niður sveitamönn- um til svo mikillar gremju, að eldur geisaði í kirkjumálum hreppsins og leiddi til þess að sumir flúðu land og héldu til Ameríku, svo mjög sárnaði þeim að kirkjan var rifin. en Einar Markússon sat áfram í Ólafsvík og reyndi að sameina kraftana að nýju, stofnaði bændaverzlun, sem var í tengsl- um við kaupfélögin, og upp úr aldamótum réðist hann jafnvel í ' þilskipaútgerð í hafnlausu plássinu og þó hún yrði gjald- þrota, var ómögulegt að neita því að þarna var talsverður kraftur og lífshræring í Snæfell- ingum" (Þorsteinn Thoraren- sen: 1968, 19-19). í þessum kafla hef ég leitast við að draga upp mynd af þvi samfélagi sjóþorps sem var í Ólafsvík, — hvernig þar var um að litast og hvað þar var að gerast, um það leyti er skóla var hleypt þar af stokkunum. Tók ég það ráð, að láta fylgjast að þróun þorpsins annars vegar og aðdragandann að stofnun skólans og fyrstu starfsár hans hins vegar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.