Alþýðublaðið - 07.04.1987, Blaðsíða 1
alþýðu-
ln
Þriðjudagur 7. apríl 1987______67. tbl. 68. árg.
Guðlaugur Þorvaldsson, ríkissáttasemjari:
St/órnarmvndunarmösuleikar:
Samstarf Alþýðuflokks^
Kvennalista og
Sj álf st æðisflokks ?
„Skoðun sem vert er að íhuga,“ segir Jón Baldvin Hannibalsson.
„Nuna stendur á
verðtryggmgunni“
„Það er svo sem búið að afgreiða “
ýmislegt, en það er ansi mikið eftir JMte, ,
af þessu háskólamenntaða fólki
sem er i verkfalli enn. Það eru nátt-
úrufræðingar og matvælafræðing-
ar sem eru saman í hóp. Við vorum
að ræða við þá til kl. hálftvö í fyrri-
nótt. Það sem aðallega ber á milli er
það hvaða tryggingarákvæði eigi að
setja varðandi árið 1988 ef tveggja
ára samningur er gerður. Það er
ágreiningsefniö, — hvernig eigi að
verðtryggja“, sagði Guðlaugur Þor-
valdsson, ríkissáttasemjari í samtali
við Alþýðublaðið.
„Hinir hóparnir hafa uppi svip-
uð ágreiningsefni, en þeir eru hins
vegar ekki eins langt komnir með
annað. Og það eru fjöldamargir
hópar: Sjúkraþjálfarar, iðjuþjálfar,
bókasafnsfræðingar og hjúkrunar-
fræðingar og sálfræðingar og fé-
lagsráðgjafar. Þessir hópar hafa
sett þessi sameiginlegu skilyrði og
annað hvort leysast þeir allir eða þá
enginn þeirra. Það er svona mín til-
finning.
Ég veit ekki hvort aukin bjartsýni
hefur komið í þessar deilur við
kennarasamningana. Að sumu leyti
hefur það gerst, en að sumu leyti
ekki. Nú svo eru eftir önnur félög
„Stundum finnst manni þetta
ganga ansi hœgt, en svo er allt búið
einn góðan veðurdag“, segir Guð-
laugur Þorvaldsson, ríkissátta-
semjari.
fyrir utan þessi sem ekki hafa boð-
að verkfall enn, eins og félag há-
skólakennara, félag tækniskóla-
kennara, símamenn og fleiri. Svo
hafa póstmenn boðað verkfall þann
9. apríl. Þetta er nú það helsta held
ég“, sagði Guðlaugur Þorvaldsson,
ríkissáttasemjari.
Vaxtakapphlaupið
heldur áfram
Fjórir bankar hækkuðu útláns-
vexti þann 1. apríl. Meðaltal víxil-
forvaxta er 19,6% og meðalvextir á
óverðtryggðum skuldabréfum eru
21,2%, þar af eru grunnvextir
9,5%.
Innlánsvextir hækkuðu ekki
þann 1. apríl, nema á innlendum
gjaldeyrisreikningi þar sem urðu
óverulegar breytingar.
Það var Verslunarbankinn sem
tók forystuna í vaxtakapphlaupinu.
Víxilforvextir eru þar hæstir 20,5%,
hlaupareikningar 22%, almenn
skuldabréf 22%. Afurðalán eru
hæst hjá sparisjóðunum 21,5%.
Vextir á verðtryggðum bréfum eru
hæstir hjá Verslunarbankanum og
Iðnaðarbankanum, 7%.
Vanskilavextir, sem ákveðnir eru
af Seðlabankanum eru frá 1. mars
2.50% (2.21%) fyrir hvern byrjaðan
mánuð.
„Fólk er auðvitað ráðvillt, þegar
það horfir fram yfir kosningar og
veltir fyrir sér stjórnarmyndunar-
möguleikum. Það sem hefur gerst
veldur því, að það er fullkomlega
óljóst hvort nokkrir tveir flokkar
eru til, sem geti náð meirihluta til
stjórnarmyndunar. En þeirri skoð-
un er víða hreyft, á vinnustöðum og
fundum, að samstarf eigi að geta
tekist milli Alþýðuflokks, ég tala nú
ekki um þegar hann hefur innan
sinna vébanda öfluga kvennasveit í
þingflokknum, og Kvennalistans,
þá t.d. í samstarfi við Sjálfstæðis-
flokkinn. — Þetta er skoðun, sem
vert er að íhuga," sagði Jón Baldvin
Hannibalsson í samtali við Alþýðu-
blaðið í gær.
„Fólk hefur um skeið horft fram
á óvæntan og snöggan klofning
Sjálfstæðisflokksins. — Fólk hefur
fyrir sér þessa mynd. Sjálfstæðis-
flokkurinn sem ætlaði að reka
kosningabaráttu á þeirri forse.ndu,
að hann væri kjölfestan í íslensku
stjórnmálalífi er pú í ringulreið og
upplausn. Persónuleg samskipti
rnilli manna eru eitruð og ill. Sjálf-
stæðisflokkurinn er sjálfur orðinn
fórnarlamb pólitískrar upplausnar.
Um Framsókn þarf ekki mikið að
tala, hún er því sem næst týnd í
kosningabaráttunni. Hún stendur
frammi fyrir klofningi í Norður-
landi-eystra, þjóðarflokkurinn er
að hluta til klofningsaðili sem tekur
atkvæði frá Framsókn sem og Al-
bertsflokkurinn, en það er ljóst
samkvæmt skoðanakönnun Félags-
vísindastofnunar að Albertsflokk-
urinn heggur stærst skörð í Fram-
sókn fyrir utan Sjálfstæðisflokk-
inn. Um óeininguna og illindin milli
forystumanna í Alþýðubandalag-
inu og málefnalega sundurvirkni
þar, þarf ekki mikið að ræða.
Eftir stendur'^ð það eru tveir að-
ilar í íslenskri pólitík, sem geta með
sanni haldtið því fram að þeir séu
sameinaðir málefnalega og sam-
starf milli einstaklinga og forystu-
manna aldrei verið betra. Þessir
tveir aðilar eru Alþýðuflokkurinn
og Kvennalistinnþ sagði Jón
Baldvin.
Halldór Björnsson, varaformaður Dassbrúnar:
„Sólstöðusammngarnir
sprungnir í loft upp4<
Miðstjórnarfundur hjá ASÍ á fimmtudaginn
„Miðaö við samningalotuna sem
er i gangi núna og með hliösjón af
sólstöðusamningunum þá sýnist
mér að farnar hafi verið aðrar leiðir
en Alþýðusambandið valdi. Þessir
samningar núna eru reyndar mjög
nýtilkomnir, en auðvitað er verka-
fólk ekki alveg sátt við það að sumir
af þcssutn hópuin sem eru að semja
núna virðast fá flestar ef ekki allar
sínar kröfur fram“, sagði Halldór
Björnsson, varaformaður Verka-
mannafélagsins Dagsbrúnar í sam-
tali við Alþýðublaðið.
„Þar að auki er það alveg ljóst að
það er bullandi verðhækkunaralda
í landinu. Það sér maður bara á
matarreikningnum sínum. Og þetta
allt saman gerir ansi mikið strik í
reikninginn, sem hlýtur að þýða að
Alþýðusambandið fer fram á að
sólstöðusamningarnir verði teknir
til endurskoðunar. Ég get vel
ímyndað mér það. Enda hefur Ás-
mundur Stefánsson látið hafa það
eftir sér í fjölmiðlum.
Við vorum með fund á föstudag-
inn var og þar var þetta lítillega
rætt, en ekki gerðar neinar sérstak-
ar ályktanir, en það er búið að
ákveða fund í þessari viku þar sem
sennilega verður tekið á þessu máli.
Hvað sem út úr því kann að koma,
það get ég hins vegar ekki sagt um.
En í sambandi við þessa samninga
sem verið er að gera núna, þá verða
menn að átta sig á því að ef einhver
hópur hefur sterka aðstöðu þá beit-
ir hann henni og fær ef til vill fram
frekari hækkanir, hvort sem við er-
um sáttir við það eða ekki. Það er
eitthvað þess háttar sem hefur verið
að gerast núna.
Auðvitað hefur öll staða mála
gjörbreyst við þessa nýju samninga
og það kom fram í orðurn Ásmund-
ar Stefánssonar. Þess vegna er full
ástæða til þess að taka upp samn-
inga að nýju og kanna það hvort
ekki er mögulegt að skoða dæmið
upp á nýtt.
Samningarnir eru þannig til
komnir að Alþýðubandalagið hafði
forystu um þá fyrir meiripartinn af
félögunum í landinu og það hlýtur
auðvitað að gera það einnig núna,
ef mönnum sýnist svo að það sé
ástæða til þess. Eins hljótum við
líka að fara mjög grannt ofan í það
sem við gerðum. En ég held að mál-
ið hljóti eitthvað að skýrast bráð-
lega.
Við hljótum allavega að hafa
uppi tilburði til þess að laga þessi
mál, það held ég að liggi ljóst fyrir.
Við sættuin okkur alls ekki við að
við séum látnir ganga á undan og
síðan komi aðrir á eftir og geti
spennt sig langt upp fyrir það, en
haldi því samt fram að þeir fari
akkúrat í þann farveg sem farinn
var í sólstöðusamningunum.
Ég geri ráð fyrir því að það verði
miðstjórnarfundur hjá ASÍ á
fimmtudaginn kemur og þar verði
þessi mál tekin fyrir. Og þessi mál
eru núna öll að skýrast frá degi til
dags. Dagsbrún verður síðan með
fund á fimmtudag eða föstudag“,
sagði Halldór Björnsson, varafor-
maður Verkamannafélagsins Dags-
brúnar.
Þorsteinn os kjarasamninsarnir:
„TRUNAÐARBRESTUR“
— Segir Páll Pétursson um samningagerð fjármálaráðherra og áhrifin
á samstarf stjórnarflokkanna, síðustu vikur fyrir kosningar. —
„Þorsteinn hefur séð til þess að ekki verður auðvelt fyrir næstu ríkis-
stjorn að taka við.“
„Jú, það hefur orðið trúnaðar-
brestur. Það er að sjálfsögðu
mjög óæskilegt að menn séu að
spila svona sóló. Það kann að vera
að fjármálaráðherra hafi þótt
gaman að geta verið rausnarlegur
við launþega á þessum síðustu
vikum fyrir kosningar. — Það er
út af fyrir sig skiljanlegt að hann
hafi viljað vera eins og svona
pínulítill jólasveinn. Það er hins
vegar úrlausnarefni næstu ríkis-
stjórnar, sem tekur við að kosn-
ingum loknum, að sjá til þess að
þetta verði ekki að stórslysi. Þor-
steinn hefur hins vegar séð til
þess, að ekki verður auðvelt fyrir
næstu ríkisstjórn að taka viðþ
sagði Páll Pétursson, þingflokks-
formaður Framsóknar, þegar Al-
þýðublaðið náði símasambandi
við hann á Höllustöðum í gær og
spurði hann um áhrif kjarasamn-
inga Þorsteins Pálssonar á stjórn-
arsamstarfið nú síðustu vikur fyr-
ir kosningar.
„Þetta samstarf er á lokastigi
og það kann að vera farið að
trosna eitthvað og skyldi engan
undra eftir fjögurra ára viður-
eignþ sagði Páll. Hann sagði að í
sjálfu sér væri ákaflega mikilvægt
að ná friði á vinnumarkaði og
aðalsmerki ríkisstjórnarinnar
fram til þessa hafi verið að lyfta
lægstu laununum og reyna að
skapa öllum viðunandi lífskjör.
„Þetta hefur verið rauði þráóur-
inn í kjaramálastefnu ríkisstjórn-
arinnar. Ég þekki ekki þessa nýju
samninga í smáatriðum, en mér
sýnist þó að menn hafi nokkuð
skrikað af þeirri leið“
Páll sagði að samningarnir
hlytu að hafa í för með sér frekari
hækkanir. „Við höfum auðvitað
alltaf óttast að hækkanir á lægstu
hópana færu upp í gegn og þar
með verðbætisáhrifin. Mér sýnist
að það hafi verið tilhneiging til
þess hjá fjármálaráðherra.“
Páll sagði að auðvitað hefði
kennaradeilan verið orðin stóral-
varlegt mál og mikilvægt að ná
samningum til að koma í veg fyrir
lengra verkfall. „Óróin hjá kenn-
urum var náttúrlega búinn að
stórskaða nemendur sem urðu
fyrir þessu.“
„Þetta samstarf er á lokastigi og
það kann að vera farið að trosna
eitthvað, og skyldi engan undra
eftir fjögurra ára viðureign,“
sagði Páll Pétursson um stjórnar-
samstarfið nú síðustu vikur fyrir
kosningar.
„Það er i sjálfu sér skiljanlegt að
hann hafi viljað vera eins og pínu-
lítill jólasveinn,“ sagði Páll Pét-
ursson um Þorstein Pálsson fjár-
málaráðherra.