Alþýðublaðið - 16.04.1987, Blaðsíða 1
AMBVMBIB
Fimmtudagur 16. apríl 1987 j 1919 | ; ™ ™ 75. tbl. 68. árg.
Jón Baldvin Hannibalsson:
„Þorsteinn óhæfur fjármálaráðherra"
„Þessar tölur afhjúpa allan áróðurinn. Þeir hafa ekki náð
góðum árangri þrátt fyrir hagstæð skilyrði. Þeir eru ekki á
réttri leið. Þeir eru að villast “ segir Jón Baldvin Hannibals-
son um viðskilnað stjórnarflokkanna í lok kjörtímabils. Sam-
kvæmt nýjum tölum frá Hagstofu íslands um hækkun vísi-
tölu framfærslu í aprílmánuði, er verðbólguhraðinn nú um
18—20%. Samkvæmt vísitölunni i april kostar 1.137.519
krónur að framfleyta visitölufjölskyldunni á ári, eða um 95
þúsund krónur á mánuði.
„Þetta kemur ekki flatt upp á
okkur“ segir Jón Baldvin. „Þetta
staðfestir nauðsyn þess að jafnað-
armenn fái tækifæri til að fram-
kvæma tillögur sínar um endur-
skipulagningu á ríkisbúskapnum.
Við höfum við afgreiðslu fjárlaga
og lánsfjárlaga flutt á annað
hundrað tillögur um það hvernig
eigi að binda endi á hallarekstur og
skuldasöfnun í ríkisbúskapnum:
Hannes Garöarsson,
trúnaðarmaðurhjáSVR:
„Borgarráð
greip inn í“
— vagnstjórar
mótmæla harðlega
„Tilcfni þessarar vinnustöðvunar
í fyrrakvöld og í gær, er fyrst og
fremst það launatilboð sem kemur
fram í tilboði Borgarstjórnar
Reykjavíkur við þeim samningi sem
gerður var fyrr á árinu. Það var bú-
ið að semja og það var verið að
greiða atkvæð.i um samninginn og
þá kemur þetta, að Borgarráð gríp-
ur inn í með þeim hætti sem varð og
þá var þessum aðgerðum flýtt,“
sagði Hannes Garðarsson, einn af
trúnaðarmönnum vagnstjóra
S.V.R. í samtali við blaðið í gær.
„Borgarráð ákvað hækkun til
vissra hópa innan Starfsmannafé-
lags Reykjavíkurborgar, þ.e. fóstra,
þroskaþjálfa og gæslukvenna og
það hafði mikil áhrif á afstöðu
manna hjá S.V.R. til samningsins.
Hvort við verðum áfram í verk-
falli get ég ekki sagt til um, það fer
eftir þeim viðbrögðum sem við fá-
um við þessari áminningu okkar.
Bílstjórarnir standa sem einn mað-
ur að baki þessari ákvörðun um að
leggja niður störf og við erum
ákveðnir í að fá einhverja lagfær-
ingu á þessu,“ sagði Hannes Garð-
arsson.
Vagnstjórar hjá S.V.R. lögðu nið-
ur störf kl. 21.00 í fyrrakvöld og
engar ferðir voru heldur hjá strætis-
vögnunum í gær.
Einnig hafa vagnstjórar sent frá
sér svohljóðandi ályktun:
„Fundur haldinn í 9. deild STRV
14. apríl 1987, samþykkir eftirfar-
andi: Að vagnstjórar leggi niður
vinnu miðvikudaginn 15. apríl 1987
í mótmælaskyni vegna þeirrar lítils-
virðingar sem fram kemur í launa-
tilboði Borgarstjórnar til vagn-
stjóra S.V.R. Fundurinn fordæmir
þau vinnubrögð sem Borgarráð við-
hafði á fundi sínum þriðjudaginn
14. apríl 1987, að grípa inn í kjara-
samninga á meðan á atkvæða-
greiðslu stóð“
Með nýju tekjuöflunarkerfi. —
Með fækkun útgjaldaliða á sviði
„velferðarkerfis fyrirtækjanna“. —
Þannig höfum við svarað því hvert
stefndi síðast liðin tvö ár og flutt í
tæka tíð tillögur til úrbóta. Fyrsta
verkefni nýrrar ríkisstjórnar verður
því vorhreingerning í ríkisbúskapn-
um.
Sprengirými verðbólgunnar er
hallareksturinn á ríkisbúskapnum.
Um það verður ekki deilt. Nú játa
þeir, að það stefni í 5000 milljón
króna halla á fjárlögunum einum.
„Þaö hefur verið sagt í sambandi
við byggingu þessarar stöðvar að ís-
lendingar hafi fengið myndarlegt
framlag frá Bandaríkjunum, til
þess að reisa stöðina eða 20 milljón-
ir dollara. Ég tel að það sé rangt að
tala um beint framlag af hálfu
Bandaríkjamanna. Við höfum gert
við þá samkomulag sem varðar
varnarliðið og þetta mál,“ segir
Benedikt Gröndal sendiherra og
fyrrum utanríkisráðherra við Al-
þýðublaðið. Aðspurður sagðist
Benedikt ekkert vilja um það segja
hvers vegna sjálfstæðismcnn hefðu
slegið upp byggingu stöðvarinnar
sem stórmáli, en minnti á að hug-
sjónin um flugstöð væri jafn gömul
og millilandaflugið. Sá sem hratt
hugmyndinni af stað sem veruleika
var Emil Jónsson fyrrum utanríkis-
ráðherra og Einar Ágústsson hefði
síðan skapað flugstöðinni fjárhags-
grundvöll.
Benedikt segir ennfremur um
samkomulag íslendinga og Banda-
ríkjamanna: „Varnarliðið fær ekki
aðeins gömlu flugstöðina sem er
„Fyrsta verkefni nýrrar rlkisstjórn-
ar: Vorhreingerning I rlkisbúskapn-
um,“ segir Jón Baldvin Hannibals-
son.
Það þýðir að hallarekstur í ríkisbú-
skapnum í heild, þ.e.a.s. lántökur
töluvert mikið mannvirki og mikið
húsrými, heldur allt athafnasvæði
sem fylgir henni. Og þessi gamla
bygging og svæðið umhverfis hana
eru í hjarta varnarsvæðisins, — þar
sem eftirlitsflugvélarnar standa í
röðum og þar sem aðalstöðvar
varnarliðsins eru rétt handan við
Flugleiðavélarnar. Það er ómetan-
legt að fá þessa aðstöðubót. í öðru
lagi þá höfum við komið nýju flug-
stöðinni þannig fyrir að farþega-
flug og varnarstarfsemin verða al-
gerlega aðskilin. Þetta hefur í för
með sér að varnarliðið getur stór-
bætt öryggisaðstöðu sína og örygg-
iseftirlit.
Frá okkar sjónarmiði er það líka
mikils virði að við getum stórbætt
tollaeftirlit og annað eftirlit sem við
þurfum að hafa með höndum og í
sambandi við þessa tollfrjálsu varn-
arstöð. Þetta er líka mjög mikils
virði, sérstaklega frá öryggissjónar-
miði fyrir varnarliðið. í þriðja lagi
þá var um það samið að þessi glaési-
lega og fallega flugstöð, hún skyldi
einnig vera eins konar sjúkrastöð,
ríkisins, ríkisfyrirtækja, stofnana
og sjóðakerfis umfram tekjuöflun,
nemur miklum mun hærri upphæð,
— sennilega á bilinu 7—8000 mill-
jónir. Þetta þýðir einfaldlega að
formaður Sjálfstæðisflokksins hef-
ur reynst óhæfur fjármálaráðherra.
Með þessari óráðsíu hefur hann
endanlega glutrað niður góðærinu.
Við höfum í þessari kosninga-
baráttu minnt á að eftir kosningar
taki alvara lífsins við. Þá mundi ný
ríkisstjórn afhjúpa blekkingar-
áróðurinn. Á fyrsta fundi sínum
mundi hún komast að raun um að
það eru engir peningar til, til að
standa undir neinum útgjalda-
áformum, — hversu góð sem þau
væru. Nú hefur veruleikinn gripið í
taumana fyrir kosningar. Fjárfest-
ing stjórnarflokkanna hjá auglýs-
ingastofunum í glassúráróður um
góðan árangur, hefur reynst fjár-
festingarmistök eins og flest annað
fyrir varnarsvæðið og flugvöllinn.
Og þó að farþegar sjái það varla, þá
er fullt tillit tekið til þess að það á
að vera hægt að gera hana að
sjúkraskýli fyrirvaralaust. Þetta er
stórkostlegt fyrir báða aðila, okkur
ekki síður en fyrir varnarliðið. Ef
að stórt slys yrði á flugvellinum, ef
að til hernaðarátaka kæmi sem við
vonum að aldrei verði, þá mundi
flugstöðin auðvitað verða notuð
sem sjúkraskýli og til annarra nota,
en hún er sérstaklega til þess gerð,
að koma að gagni. Þegar þetta allt
er skoðað, þá tel ég að við höfum
gert viðskipti við varnarliðið og að
Ameríkumenn fái mikið fyrir sína
20 milljón dollara. Við skulum líta
þannig á þetta að fjölskyldan hafi
keypt sér nýja og betri íbúð og þá
selur maður auðvitað þá gömlu,
annars getur maður ekki keypt þá
nýju. Það er þetta sem hefur gerst. “
Um aðdragandann að byggingu
flugstöðvarinnar segir Benedikt
Gröndal: „Á bak við svona stór-
framkvæmd, mesta^ byggingar-
mannvirki sem við eigum, er auð-
í þeirra höndumý segir Jón Baldvin
Hannibalsson.
„Hallareksturinn á rfkisbúskapnum
þýðireinfaldlegaað Þorsteinn Páls-
son hefur reynst óhæfur fjármála-
ráðherra," segir Jón Baldvin Hanni-
balsson.
Benedikt Gröndal sendiherra: það
hefur verið talaö um myndarlegt
framlag Bandarikjamanna til stöðv-
arbygningarinnar en ég tel að við
höfum gert viðskiptasamning við
Bandaríkin, og Amerfkumenn fái
mikiðfyrirslna20 milljón dollara."
vitað löng saga. Hugsjónin um
flugstöð er jafn gömul og milli-
landaflugið. En sá sem að hratt
henni af stað sem veruleika, ákvað
að það skyldi byggð flugstöð á
Keflavíkurflugvelli, var Emil Jóns-
son þegar hann var utanríkisráð-
herra fyrir rúmum tuttugu árum.
Hann fékk alþjóðlegt fyrirtæki sem
Frakkar eiga, til að hefja undirbún-
ingsrannsóknirog gerafyrstu drög.
Einar Ágústsson tók við af Emil
sem utanríkisráðherra og hélt mál-
inu áfram. Aðalverkefni hans var
að skapa fjárhagslegan grundvöll
af því að þess þurfti með til þess að
ráða við svona stóra og dýra stöð.
Og Einari tókst að ná samningum
við Bandaríkjamenn um þau skipti
sem ég lýsti hér áðan. þetta var
feiknamikilvægur og í rauninni úr-
slitaáfangi, því þá fyrst þegar Einar
hafði náð þessum árangri var hægt
að hefja hinn raunverulega undir-
búning. Þeir sem að síðar hafa
starfað þarna hafa síðan haldið
málinu áfram“ segir Benedikt
Gröndal sendiherra.
Benedikt Gröndal sendiherra um Flugstöð Leifs Eiríkssonar:
„Ekki beint framlag
Bandaríkjamanna heldur
viðskipti við varnarliðið“
Emil Jónsson fyrrum utanríkisráöherra geröi flugstööina aö veruleika