Tíminn - 22.07.1967, Blaðsíða 6

Tíminn - 22.07.1967, Blaðsíða 6
TÍMINN LAUGARDAGUR 22. júlí 1967. Pólveria er í dag í dag íieldur pólska þjóðin sína árlegu þjóðhátíð. Hinn 22. júli 1944 gaf pólska Frelsisráðið út Manifest og lagði með því grund völilinn að stofnun Aliþýðulýðveld isins Póllands. í Manifesti þessu var í fyrsta lagi lögð áherzla á sameiningu þjóðarinnar í baráttunni gegn Þýzkalandi Hitlers, en Pólland var þá enn að nokikru hersetið af þýziku nazistunum. Þá voru í Manifestinu boðaðar margvísleg ar og róttækar breytingar á svið um félagsmála og efnahagsmála, og síðast en ekki sdst, að stofnað yrði nýtt pólskt ríki sem byggði á félags'legu réttlæti. Það er margt sameiginlegt í sögu Pólverja og i sögu okkar ís- lendinga. Báðar þjóðirnar settu í upphafi á stofn ríki sín um svipað leyti. Báðar þjóðirnar glötuðu sjálfstæði sínu og lutu um aldir erlendri álþján. Báðar hlutu þjóðirnar sjálfstæði á nýj- an leik árið 1918. Fyrstu rituðu heimildirnar um ti'lveru pólska rí'kisins eru frá ár- inu 966. Á því ári var kristni í Iög tekin þar í landi fyrir tilstilli Miesco I., ríkisstjóra. Sonur hans, Boleslaw Ohrobry, var krýndur fyrstur konungur Pólverja, árið 1025. Um aldir varð Pólland bitbein voldugra n^ranna, Rússlands í austri, Austurríkis í suðri og Prússlands í vestri. Þrívegis skiptu þessi ríki Póllandi sín í .slðast árið 1795. Pólska þjóðin háði sleitulausa og harða baráttu fyrir því að öðlast frelsi og sjálfstæði. Mark verðustu uppreisnir Pólverja voru gerðar árið 1794, þá undir for- ustu Tadeusz Koseiusho sem síð an er þjóðhetja Pólverja, árið 1806, 183(k-1831, 1846, 1848, 1863—1864 og 1905—1907. Þrátt fyrir áþján og harðæri, var gengi vísinda, skáldskapar og lista með allmiklum blóma. Frá fyrri tímum nægir að nefna í því sambandi stjórnufræðinginn og vísindamanninn Nieolaus (1473—1543) og frá síðari tímum skáldin Adam Miohiewich (1798- 1855) og Henryk Sienkiewicz (1846—1916), en hann var sem kunnugt er höfundur bókarinnar Quo vadis, sem á sínum tíma var þýdd á íslenzku og mikið lesin af íslendingum tónskáldið Fredric Ghopin (1810—1849) og vísinda komma Marie Curie-Sklodowska (1867—1934). Árið 1939 réðust nazistaherir Hitlers á Pólland og lögðu það allt undir sig að fráteknum aust urhluta landsins, sem Rússar her námu. Hin nazistiska stjórn lands ins varð mikil ógnarstjóm. Yfir sex milljónir manna — eða því nær fjórði hver íbúi landsins týnd ust, borgir og bæir voru brenndir verksmiðjur og orkuver eyðilögð skógar felldir og kvikfénaði slátr að. Á þeim rúmum tvedm áratug um, sem liðnir eru frá lokum síð ari heimstjrrjaldarinnar, hefur mikið verið gert og margt breytzt í Póllandi. Áður var lénsskipu- lagið við lýði, þannig voru gífur lega stór landsvæði í höndum fárra ætta. Nú hefur landi þessu verið skipt upp í smærri jarðir, sem eru í eign bændanna sjálfra, þeirra sem áður voru leiguliðar. Stórfelldur iðnaður hefur verið settur á laggirnar, efnaiðnaður, vélaiðnaður og skipabyggingar. Stofnað hefur verið til margvís legrar félagsuöggjafar til hags- bóta fyrir allan landslýðinn- Fjarri fer þó þvi, að lífskjör í Póllandi séu eins góð og t. d. á Norðurlöndum. Enn er langt í land að svo verði, en miðar í rétta átt. Ein skýringin á því, að enn hef ur ekki betur tekizt en raun ber vitni, er sú að Pólverjar hafa þurft að leggja hart að sér til þess að byggja allt það upp, sem Framhald á bls. 12 húsfreyja, Steinakoti Vinkona mín, Ingileif Eyjólfs- dóttir húsfreyja í Steinskoti á Eyranbakka, er látin, tæpra 82 ára að aldri. Banamein hennar var aldur og erfiði og sennilega hæg blæðing inn á heilann. Þess fór að gæta fyrir fáeinum vikum, að þessari flugmælsku og glað- væru búsýslukonu fór að fipast tungutakið vanta orð í viðræðum sínum við nágranna og vini.Sumir ráðlögðu henni þá, að nú skyldi hún fara að hægja á sér við erfið isvinnuna, sem hún hafði rækt af fádæma kappi langa ævi. Það þýddi nú helzt! Og í fullri alvöru datt náttúrulega engum kunnug- um það í hug, að Inga í Steins- koti færi að setjast í helgan stein, meðan hún gæti á annað borð staðið á fótunum. Nei, hún hægði als ekki á sér vdð bú- störfin, þó hún fyndi að nú væri dauðinn kominn í heimsókn til hennar og búinn að snerta hana með fingurgómum sínum. Það er líka hægt að deyja standandi eins og allir vita. Og ætli hún hafi ekki tekið undir með Hall- grími Péturssyni og hugsað með sér: Komdu sæll þegar þú vilt. En loks þegar hún átti fáa daga eftir ólifaða, lét hún tilleiðast að leggjast inn á sjúkrahúsið á Sel- fossi og þar dó hún aðfaranótt fimmtudagsins 13. júlí s. 1. Hún verður jarðsungin frá Eyrarbakka kirkju í dag. Ingileif Eyjólfsdóttir var fædd 15. október árið 1885, að Mýrar- koti i Grímsnesi. ,,Ég er frá Mýr- arkoti, eins og stelpan hennar Selmu Lagerlöf," sagði hún eitt sinn við mig, og hló við glað- lega, eins og hennar var vandi. Þar bjuggu foreldrar hennar, Ey- jólfur Þorieifsson frá Efsta-Dal í Laugardal, af S'korrastaðaætt, og Sólveig Þorleifsdóttir frá Syðri- Brú Grimsnesi. í föðurætt var Ingileif náskyld Magnúsi Andrés- syni frá Gilsbakka, aliþingis- manni en í móðurættina Þorkeli Jónssyni dannebrogsmanni frá Ormsstöðum. Aldamótaárið var Ingileif fermd í Klausturhólakirkju, upp- frædd í Helgakveri af séra Stefáni Stephensen á Mosfelli. En reikn ing og skrift hafði Bjarni Eggerts son frá Vaðnesi kennt henni, og einnig Sigurjóni bróður hennar. Þau voru aðeins tvö systkinin. Vorið sem Ingileif fermdist fluttust foreldrar hennar að Torfastöðum í Grafningi, af því að það var betri jörð en Mýrarkot ið, hægt að hafa fleiri kýr þar. Á Torfastöðum áttl fjölskyldan heima í sjö ár, en þá fluttust for eldramir með Sigurjón son sinn til Hafnarfjarðar og byggðu sér þar hús, þar sem þau bjuggu til dauðadags, og þar dó Sigurjón einnig fyrir svona hálfum öðrum áratug. En Ingileif varð þeim ekki sam ferða suður. f fardögum árið 1907 réðist hún sem bústýra til Framhald á bls. 12. Halldór Sigurður Jóhannsson Fyrir nokkrum dögum barst mér andlátsfregn gamals og góðs vinar míns, Halldórs Jóhannsson- ar frá Hofi á Höfðaströnd. Hann var einn þeirra manna, sem flest- um og sterkustum böndum eru tengdir bernsku minni og æsku. Halldór var fæddur í Grafar- ósi á Höfðaströnd 12. apríl 1901. Voru foreldrar hans hjónin Jó- hann Skúlason og Guðrún Guð- mundsdóttir. Voru þau um þetta leyti húsmennskufólk í Grafarósi, þar sem Jóhann stundaði sjóróðra. Þau hjón bjuggu við fátækt og áttu mörg börn. Halldór missti móður sína á barnsaldri, og fcvístraðist þá syst- kinahópurinn. Var það Halldóri mikil óhamingja, því að hann lenti á hrakningi, og átti í sum- um stöðum illa ævi, og bar þess merki alla sína daga, hver kjör hans höfðu verið á æskuárunum. Halldór varð að sjálfsögðu að vinna fyrir séx hörðum höndum þegar, er kraftar leyfðu, og hann dró ekki af sér, en var alla ævi sístarfandi, svo að vinnudagur hans var orðinn iangur. Lengst af var hann vinnumaður hjá Jóni Jónssyni, mági mínum, bónda á Hofi á Höfðaströnd, og hann tók mikilli tryggð við þann stað og við húsbændur sína og heimilisfólk. Hann var á bezta aldri, rúm- lega hálfþrítugur, þegar hann kom að Hofi. Þrátt fyrir óblíð lífskjör í uppvexti var hann glaðlyndur og harðduglegur og skarpur til allra verka, en framar öllu var hann trúr og hollur hús- bændum sínum. Hann átti mörg og góð handtök við umbætur á jörðinni og fjárgæzlu og var hinn nýtasti maður til allra starfa i sveit og við sjó. Okkur börnunum, sem ólumst upp með honum var hann kær vinur og félagi, og ræktarsemi hang var ætíð hin sama, þó að leiðir skildust að mestu. Þegar Jón á Hofi hætti bú skap, keypti Halldór sér lítið hús í Hofsósi og bjó þar, en tíður gestur var hann þó á Hofi alla tíð, og í rauninni fannst mér hann alltaf eiga þar heima. Þó að forsjónin veitti Halldóri hvorki gull né græna skóga í lífinu, var hann þó ríkur af mannkostum sínum. Hann vann vel og dyggilega í sínum verka- hring og var alla ævi miklu frem- ur veitandi en þiggjandi. Hann vann sér traust og vináttu allra, sem honum kynntust og þeirra mest, sem þekktu hann bezt. Sporin okkar lágu víða saman í gamla daga. Þau eru nú að vísu horfin, en eftir eru minningar um góðan dreng og um góðar stundir, sem hugurinn dvelur við, minningar u;n mann, sem gerði um'hverfi barnsins tryggt og frið samt. Aldrei verða slíkar gjafir fullþakkaðar. Að leiðarlokum vil ég vegna systur minnar. Sigurlínu, og móð- ur minnar og alirar fjölskyldunn ar frá Hofi, þakka Halldóri góða sam'fylgd og tryggð. sem aídrei brást, hvort sem með eða móti blés. Hvíli hann í Gu'ðs friði. Andrés Björnsson. MINNING Ingileif Eyjólfsdóttir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.