Tíminn - 01.08.1967, Side 8

Tíminn - 01.08.1967, Side 8
TÍMINN Framsóknarfélögin í Reykja- vík efndu til skemmtiferöar til Vestmannaeyja um helgina og var farkosturinn, m.s. Esja. Fjölmenni var í förinni, sem tókst í alla staði hið bezta. Ljós myndari Tímans, Gunnar, tók myndirnar hér á síðunni í för inni. Efst sjást nokkrir þátttak endtr í borðsai skipsins — þá er mynd úr Sjóminjasafni Vestmannaeyja— og ' neðst eru nokkrar konur í sólbaði á þilfari skipsins, og til hægri skoða þátttakendur í förinni Byggðasafn Vestmannaeyja undir leiðsögu Þorsteins Þ. Víglundssonar, safnvarðar. ■I - á 'y&m ÞRIÐJUDAGUR 1. ágúst 1967. Á VÍÐAVANGI Meira að segja steypt rör flutt inn Alþýðublaðið birti mjög at- hyíjlisverða frétt á forsíðu á sunnudaginn, og er ástæða til að endurprenta hana í heild: „Það vakti nokkra athygli við Reykjavíkurhöfn fyrir fá- einum dögum, að skipað var upp miklu magni af steinsteypt um rörum, sem merkt voru ÍSAL, Straumsvík. Hvert þess- ara röra vegur tæplega hálft tonn, og hlýtur flutningskosnað ur því að vera mjög hár. Blaðið náði tali af einum framkvæmdastjóra ÍSAL og spurði, hvort leitað hefði verið upplýsinga um verð og gæði íslenzkra röra, áður en kaup þessi voru gerð. Kvað hann svo vera, en í Ijós hefði komið, að sænsku rörin væru ódýrari og því hefðu þau verið keypt. Hjá Pípugerð Reykjavíkur- borgar fengum við hins vegar þær upplýsingar, að ÍSAL hefði ekki spurzt fyrir um rör frá þeim, en aftur á móti hefðu bor izt fyrirspumir frá einstökum verktökum við álbræðsluna í Straumsvík. Rétt er líka að geta þess, að skömmu eftir að blaðið hafði talað við framkvæmda- stjórann hjá ÍSAL, var hringt frá skrifstofu þeirra og óskað upplýsinga um rör í Pípugerð- inni. í lögbundnum samningi um álbræðsluna er kveðið svo á, að innflutningur af hálfu ÍSAL eða verktaka þess á öllum efn- um, vélum, búnaði o.fl. skuli undanþeginn aðflutnings- og útflutningsgjöldum. Þar af leið andi má ætla, að sænsku rörin séu tollfrjáls, en tollur á inn- fluttum steinsteyptum rörum er 35%. Þannig verður aðstaða sænskra og íslenzkra pípugerða jöfn gagnvart kaupendum í Straumsvík að innflutnings- kostnaði undansldldum. Má mikið vera ef sænsku rörin eru ódýrari þrátt fyrir þann kostn- að. Hins vegar verður ljóst, af fengnum upplýsingum, að ÍSAL hefur ekki talið íslenzku rörin athugunarverð, fyrr en þau sænsku voru komin á hafn arbakkann í Reykjavík.“ Smámynd af vondum samningi Það, sem Alþýðublaðið lýsir hér skilmerkilega, er aðeins smámynd af því, hve fráleitur álsamningurinn svonefndi er í ýmsum greinum og forsmekk- ur af því, sem koma hlýtur, eftir því sem framkvæmd hans vindur fram. Fyrst ekki er einu sinni hægt að nota rör steypt á íslandi, geta menn ímyndað sér hvemig þetta verður. Það verða áreiðanlega ekki íslenzk ir atvinnuvegir, eða íslenzk iðn fyrirtæld, sem fleyta rjómann af byggingu álverksmiðjunnar. Jón Grétar Sigurðsson rtérpð'dómslögmaSur Austurstræti 6. Simi 18783.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.