Tíminn - 04.08.1967, Blaðsíða 2

Tíminn - 04.08.1967, Blaðsíða 2
ifNMNN FÖSTXJDAGUR 4. ágúst 1967. FJÖLBREYTT SKEMMTUN I VAGLASKQGI UM HELGINA f ES-Rey'kjavík, fimmtudag Bindindismót verður haldið í Vaglaskógi um verzlunarmanna- helgina. Að mótinu standa allflest æskulýðs- og bindindissamtök í Eyjafirði, og verður dagskráin all fjöbreytileg. Gert er ráð fyrir, að mikið fjölmenni af Norður- landi sæki mótið. Mótið verður sett í Stórarjóðri í Vaglaskógi á laugardagskvöld kl. 20,00. Þar flytur Hermann Sigtryggsson ávarp, síðan fer fram helgistund, og að henni lofc in-ni hefjast skemmtiatriði, þar sem Alli Riúts skemmtir, skátar flytja skemmtiiþátt, Rímtríóið syngur og leikur og Alli Kalla frá Húsavík sýnir töfrabrögð. Um kvöldið verður dansleikur í Brúar lundi, en á miðnætti verður kveikt í bálkesti í Hróastaðanesi og flug eldasýning á sama stað. Á sunnudag kl. 13.00 hefst úti- hátíð í Stórarjóðri. Þar verður guctiþjóniusta, prestur sr. BoTli Gústafsson, Karlakór Akureyrar syngur undir stjórn Guðmundar Jóhannssonar og Sigurjón Jó- hannesson skólastjóri flytur ræðu. ALAF0SS KYNNIR NYJUNC í ÍSLENÍKUM ULLARIDNAÐI FB-Reykjavík, fimmtudag. Ullarverksmiðjan Áiafoss hefur sent frá sér lopa, sem þveginn hef ur verið, hespaður og mölvarinn, og síðan pakkað i plastpoka, hæfi lega miklu magni í eina peysu í hverjum poka, og með eru látin fylgja mynstur og prjónauppskrift ir. Er þetta mikil breyting frá þeim lopa, sem hingað til hefur verið á boðstólum. Enginn vafi er á því að ísiend ingar eru einir um það að haifa prjónað og Iheklað úr lopa eins og hann kemur beint úr lopavélinni. Um 1940 sáust fyrstu lopapeys’Lm ar, og urðu fljótlega eftirsótt tizkuvara og ferðamenn keyptu mikið af handprjónuðum lopapeys Tialdsamkomur við Álftamýrarskóla Samband íslenzkra kristniiboðs félaga — eða Kristniboðssam- bandið eins og það er kallað í daglegu tali — efnir til samkomu halda í tjaldinu, sem reist hefur verið við Álftamýrarsikóla, dag ana 4. — 12. ágúst. Undanfarin fimm ár hefur Kristniboðssambandið haldið tjald samkomur í Reykjavík, á nokkr um stöðum í hænum. Fyrstu tvö árin við Holtaveg, næstu tvö árin við Breiðagerðisskóla og síðastliðið ár við Álftamýrarskól ann, og verður tjaldið þar einnig nú að þessu sinni. Samkomur verða á hverju kvöldi kl. 8,30. Ræðumenn verða margir, bæði prestar, kristniboðar og leikmenn. Einnig verður mikill söngur og hljóðfœrasláttur. Á fyrstu sam- komunni, föstudag 4. ágúst, tala Jóhannes Sigurðsson, prentari, Hrafnlhildur Lárusdóttir, stud. med. og Gunnar Sigurjónsson, guðfræðingur. — Allir eru vel- komnir á samkomur þessar. — Sérstakar barnasamkomur verða í tjaldinu þriðjud. 8. ágúst og föstudag 11. ágúst kl. 6 e. h. um og hefnr framteiðsla þeirra aukizt mjög mikjð og teljum við að milii 40—60 þúsund lopapeyis ur Ihafi verið prjónaðar hér á síð asta ári. Þar af hefur rneiri hluit inn verið fliuittur út og keyptur af ferðamönnum. Lopinn hefur til þessa verið seldur í piötum og þá með ullar olfunni í, srvo að bæði heifur verið af htonum ólþægiileg lykt og hann smitað frá sér við snertinigu. Það hefur lenigi verið von framleið enda að g&ta framleitt lopann hreinan, lyktarlausan og tilbúinn til að prjóna úr honum án þess að þurfa að vinda hann margsinnis samanlagðan til þess að hægt væri að prjóna hann og þurfa svo að þvo flíkina á eftir. Frá því á siðasta ári ihefur ver ið unnið að lausn þessa máls cnd ir forustu verksmiðjustjórans á Álafossi, Guðjóns Hjartarsonar, og þessi nýjung, hespulopinn, er nú kominn á markaðinn. Hespulopinn er jþveginn og mölvarinn, Álafioss hefur einnig hafið sölu á lopapeysupakkninigum, mynd af ákveðinni lopapeysL með mynzt- urteikningu' og prjónauppskrift er pakkað með tilheyrandi magni af hespuiopa, og eru þessar upp- skriftir á fjórum tungumálúm ensku, þýzku, dönsku og íslenzku. Uppskriiftirnar samdi og teiknaði frú Aðalbjörg Guðmundsdóttir á Mosfelli í Mosfellssveit. Lopapeysupakkningarnar eru m. a. ætlaðar til útflutnings og vona Álafossmenn ’ að hann geti orðið í stórum stíl, en þeir hafa sent út nokkur sýnjshorn og fengið góðar undirts'ktir um sölu. Framhald á bls. 15 Málverkasýning og bókamarkaður Staðið hefur yfir málverkasýn ing og bókamarkaður í Ung mennafélagshúsinu í Keflavik að undanförnu. í dag er síðasti dag urinn sem sýningin og markaður inn verður opin, og eru Suður- nesjamenn hvattir til að notfæra sér þetta tækifæri til að skoða málverk fremstu málara okkar, og eins nýjar málverkaeftirprent anir frá Kvöldvökuútgáfunni á Akureyri. TIL VEGFARENDA FRA VARÚÐ Á VEGUM Samtökin VARÚÐ Á VEGUM, vilja minna vegfarendur á þá miklt,' umferðarhelgi, sem fram- undan er og getur haft í för með sér alvarleg óhöpp, ef allir, sem á ferð eru, gæta ekki ítrus'tu að- gæzlu og fyrirhyggju. — Skipuleggið ferð yfckar og hafið áfangana ekki of langa. Haf ið hugfast, að þreyttur ökumaður stofnar ekki einungis sjálfum sér í hættu, heldur einnig samferða mönnum sínum - unnferðinni. — Fullvissið ykkur um, áður en lagt er af stað, að ökutækið sé í fullkomlega traustu ástandi. — Akið með fyrinhygigju, þann ig að ekkert gíti komið ykkur á óvant. Þegar útsýnið fram á veg inn takmarkast, af einhverjum orsökum t. d. hæðarbrún, þá sýn ið þá fyrinhyggju að hægja ferð ina, svo að þið hafið betri að- stæður til að mæta þeim erfiðleik um, sem gætu verið til staðar á þeim hluta vegarins sem hulinn er. — Tefjið ekki aðra vegfarend ur. Ef þið verðið rör við ökutæki sem vilja komast framhjá, hægið Framhald á bis 15 Einnig fara fram ýmis skemmti- atriði, þar sem fram koma Alli Rúts, Birgir Marinósson, AIIi Kalla, Rímtrióið og hljómsveitin Póló og Bjarki. Síðdegis verður svo fþróttakeppni í Hróastaðanesi þar sem keppt verður í knatt- spyrnu og handknattleik kvenna, og kvikmyndasýningar fyrir börn verða í tjaldi í Stórarjóðri. Um kvöldið kl. 20,00 hefst kvöldvaka í Stórarjóðri með ýmsum skemmtj kröftum, og að henni lokinni verð ur dansleikur í Brúarlundi, þar sem hljómsveitin Póló og Bjarki leika og syngja. Mótinu verður slitið á mánudaginn. Skógarvörðurinn í Vaglaskógi beinir þeim tilmælum til móts- gesta, að þeir spilli ekki gróðri með því að skera í börk trjánna eða slíta greinar af þeim, og einnig er fólk beðið að kveikja ekki eld á hlóðum, ganga þrifa- lega um og nota ruslatunnurnar. Þá eru ökumenn beðnir að aka varlega í skóginum. Ferðir verða Framhald á bls. 15 Vegaþjónusta FÍB um verzlm.helgina FÍB 1 Þjórsá, Skógar. FÍB 2 Dalir, Bjarkarlundur FÍB 3 Akureyri, Vaglaskógur, Mývatn FÍB 4 Borgarnes, Borgarfjörður FÍB 5 Akranes, Hvalfjörður FÍB 6 Hvalfjörður ,FÍB 7 Austurleið FÍB 8 Árnes og Rangárvallas. FÍB 9 Borgarfjörður FÍB 10 Þingvellir, Laugarvatn. FÍB 11 Borgarfjörður, Mýrar FÍB 12 Neskaupstaður, Austfirðir FÍB 13 Út frá Hornafirði FÍB 14 Fljótsdalshérað, Austfirðir FÍB 16 Út frá ísafirði FÍB 17 Þingeyjarsýslur FÍB 18 Út frá Vatnsfirði FÍB 19 Út frá Egilsstöðum FÍB 20 Ölfus, Grímsnes, Skeið G - 1054 Hjólbarðaviðgerðarbíll, Suðurlandsundirlendi. Félag ísl. bifreiðaeigenda bend ir á, að eftirtalin bifreiðaverk- stæði hafa opið um Verzlunar- mannahelgina: Borgarfjörður Bifreiðaverkst. * Guðmundar Kerúlf Reykholti. Snæfellsnes Bifreiðaverkst. Holt Vegamótum Ísafjörður Bifreiðaverkst. Erlings Sigurlaugssonar. Ólafsfjörður Bifreiðaverkstæði Svavars Gunnarssonar Akureyri Hjólbarðaviðg. Arthur Benediktsson, Hafnarstr. 7 S.iÞing. Bifreiðaverkst. Ingólfs Kristjánss. Yzta-Felli Kölduk. Grímsstaðir Fjöllum Bifreiðaverk stæði Guðbrands Benediktssonar Hveragerði Bifreiðaverkst. Tómas ar Högnasonar. Gufunes-radio sími 22384 Seyð isfjarðar - radio og Akureyrar- radio sími 11004 veita beiðnum um aðstoð viðtöku, og koma skila boðum til vegaþjónustubifreiða. Stefán Júlíusson hlýtur Kelvin Lindemanns- stvrkinn í ár Fyrir nokkrum árum stofnaði danski rithöfundur inn Kelvin Lindemann nor rænan rithöfundasjóð til að styrkja rithöfunda frá Norðurlöndum utan Dan- merkur til dvalar í Kaup- mannahöfn. Hafa nokkrir íslenzkir rithöfundar hlotið þennan styrk á und-anförTi um árum. Fyrir tveimur árum var skipulagsskrá Lindemanns sjóðs breytt þannig, að nú fá rithöfundarnir ófceypis afnot af íbúð í Kaup- mannahöfn um þriggja mánaða skeið, og stendur sjóðurinn straum af kostn aði við íbúðina. Stefán Júlíusson hefur hlotið þennan styrk í ár, og er hann farinn utan til dvalar í Kaupmannahöfn næstu þrjá mánuði. Ávarp Áfengis- nefndar Rvíkur Hin mesta ferðahelgi ársins — verzlunarmannahelgin — er á næsta leiti. — Undirbúningur 'övers og eins, til að njóta þessa langa helgaflfrís mun að mestp ful'lráðinn. Þúsundir manna þyrpast í allar áttir, burt frá önn og erli hins rúmihel'ga dags. Samikvæmt ár- legri reynzlu, er umferð á þjóð vegum úti aldrei meiri en einmitt um þessa helgi og sú umferð fer vaxandi ár frá ári. í slíikri umferð gildir eitt boð orð öðrum fremur, sem tákna má með aðeins orðinu — aðgæzla eða öryggi. Hafa menn hugleitt í up'pbafi ferðar — þau ömurlegu endalok slíkra hvíidar — og frídaga, þeim sem vegna óaðgæzlu, veldur -iysi á sjálfuim sér, sínum nánustu', kunn ingjum eða samferðafólki. Sá, sem lendir í sliku óláni, bíður slíkt tjón, að aldrei grær um heilt. Það er staðreynd, að einn mesti böLvaldur í nútíma þjóðtfélagi, með sína margþættu og síauknu véLvæðingu, er áfengisnautnin. Tekur það böl ekki sízt til um- ferðarinnar almennt, en þó sér í Lagi á miklum ferðalhelgum. Það er því dæmigert áhyrgðar leyisi, að setjast að bílstýri undir álhrifum áfengis. Atfleiðingar slíks Láta 'heldur ekki, að öllum jafnaði, á sér standa. Þær birtast otft í lífstíðarörkumli eða hin mm ihryllilegasta dauðdaga. Áfengisvarnarnefnd Reykjavik- ur skorar á alla, sem hyggja til ferðalaga um verzlunarmannahelg ina, að sýna þá umgengnisimenn- ingv í umferð sem á dvalarstöð um, er frjálsbornu og siðuðu ,Yamhald á bls 15 Slysalaus verzlunarmannahelgi: Verzlunarmannahelgin, mesta umferðaflhelgi sumarsins fer nú í hönd. Bifreiðum hefur fjölgað mikið.hér á landi und anfarin ár og umferðin á veg um landsins fer ört vaxandi. Nú um helgina, þegar þúsund ir ökumanna halda út á þjóð vegina eykst slysahættan. Vegfarendur: Sameinist um að tryggja öryggi í umferð- inni Sýnið tillitssemi og kurt eisi í umferðinni og metið rétt umferðar aðstæður. Stefnum að slysalausri verzlun armannahelgi. Góða ferð — Góða heimkomu. LÖGREGLAN.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.