Tíminn - 17.08.1967, Blaðsíða 2

Tíminn - 17.08.1967, Blaðsíða 2
TÍMINN Myndin er af skipi, svipuðu því, sem leggja mun vatnsleiðslu-na til Vestmannaeyja. Hér er um að ræða gamalt olíuskip. Tekinn hefur verið af því einn fjórði hluti og það endurbætt á margan hátt. [ miðju skipinu er vatnsleiðslurúllan, og aftur úr því má sjá leiðstuna renna í sjóinn. SAMNINGAR UNDIRRITADIRIGÆR ES-iBeykiav'iik, miðvikiMÍag. f dag voru undirritaðir í Vest- mannaeyjum samningar milli Vestmannaeyjabæjar og Nordiske Kabel- og Trádfabrikker um lagn- íngu vatnsleiðslu milli lands og eyja. Er gert ráð fyrir, að leiðsl- -an verði lögð á næsta sumri. Magnús Magnússon bæjarstjóri í Viestmannaeyjum tjáði blaðinu í dag, að um þriðjungur af dreif- ingarkerfinu' innanbæjar yrði lagð nr í sumar, en afgangurinn á næstu tveimur árum, og jafn- framt yrðu reistir vatnsgeymar og dælustöðivar. Lagningu leiðsl- unnar úr landi Syðstu-Merkur undir Eyjafjöllum til sjávar er nú um það bil að ljúka, en gert er ráð fyrir, að sjávarleiðislan verði lögð í júlí næsta ár. Verð- ur hún þá strax tekin í notkun, og fá þá öll fiSkvinnslufyrirtæki í Eyjum, ásamt um helmingnum af bænum, vatn úr landi. Áætlað er, að leggja aðra leiðslu úr landi árið 1070. og á vatnsiþörf Vest- mannaeyinga þar með að vera full nægt fram yfir árið 1900. 9ér- stakt skip verður notað við lagn- ingu leiðslunnar, og verðúr hún sett um borð í það jafn'harðan og hún er búln til hjá hinu danska fyrirtæki, en síðan lögð út úr því aftur í sjóinn. Skip þetta er vélarlaust, ög verður það dregið hingað frá Danmörku. Bæjarstjórinn gat þess einnig, að vatnsskortur hefði háð búsetu í Vestmannaeyjum allt frá lands- námsbíð. Eins og kunnugt er, nota eyjarskeggjar mestmegnis rign- ingarvatn, sem þeir safna af hús- þöfeum sínum, en er það þrýtur, hefur bæjarfþlagið hlaupið undir bagga og safnað rigningarvatni úr fjallshlíðum, sem síðan hefur ver ið flutt á bílum um bæinn. í neyðarfilvikum hefur einnig veri ið flutt vatn frá Reykjavik með Herjólfi, en það er þó illfram- kvæmanlegt vegna kostnaðar. Fyr ir nokkrum árum voru gerðar til raunir með boranir eftir vatni, en án árangurs. S'ömu sögu er að segja af djúpborunum, sem reynd ar vonu í hitteðfyrra, þegar bor- að var allt niður í 1560 m. dýpi, og athuganir á leiðum til vinnslu vatns úr sjó hafa heldur ekki skilað nægilega hagstæðum nið- U'rstöðum. Fyrir um einu og hálfu ári var svo ákveðið að. ráðast í lagningu vatnsleiðslu úr landi, og þegar því verki lýkúr, verður loksins séð fyrir endann á þessu vandamáli Vestmannaeyinga, sem beðið hefur lausnar um aldarað- ir. FLUGDAGUR A LAUGARDAG ES-Beykjavík, þriðjiudag. Flugdagur verður í Reykjavík um næstu helgi. Éinnig er nýlok- ið öðru þingi Flugmálafélags ís- lands, og einn íslendingur tók þátt í keppni í fallhlífarstökki, sem fram fór fyrir skömmu í Sví- þjóð með þátttakendum frá öll- um Norðurlöndunum. Flugdagurinn um næstu helgi 'var efstur á baugi, er forráða- menn Flugmálafélags íslands kölluðu fréttamenn á sinn fund í gœr og skýrðu þeim frá hinu markverðasta í starfi félagsins. Er áætlað, að hann verði n.k. laugardag, en reynist nauðsynlegt að færa hann fram á sunnudag, vegna veðurs, verður það tilkynnt fyrir kl. 11 á laugardag. Sýning- aratriði verða á og yfir Reykja vikurflugvelli, og stendur dagskrá in yfir í tvo tíma. Fer þar fram hópflug 30 flugvéla, og auk þess þyrlusýning, svifflugsýning, listflug, módelf'iug, og stokkin verða þrjú fallihlífarstökk úr mis- munandi hæð, auk þess sem her- þotur munu fljúga yfir svæðjð. Einnig verða ýmsar gerðir flug- .véla til sýnis áhorfendum á flug- vellinum. Miðað er við, að álhorf- endur verði hjá flugturninum á Reykjavíkurflugvelli, og verður tæplega hægt að njóta sýningar- atriða frá öðrum stöðum. M var annað þing Flugmála- félags fslands haldið 23.—24. júní s.l. Aðalmiál þingsins var bók- Framhald á bls. 14. Bæjarstjórn Vestmannaeyja undirritar samning vlð NKT, en fulltrúi NKT viS undirskriftina er P.P. Rasmus- sen. (Tímamynd: HE). FIM»ITUDAGUR 17. ágúst 1967 SKREIÐARFRAMLEIDENDUR A VESTFJÖRÐDM FLDTTU ÚT 1157 LESTIR Á SL. ÁRI Aðalf. Fél. vestfirzkra skreiðar- framleiðenda var haldinn á Hrafns eyri 10. ág. s. 1. Formaður samtak anna Bogi Þórðarson, útgerðar- maður í Bolungavík, flutti s'kýrslu stjórnarinnar og gerði grein fyrir starfseminni á liðnu starfsári, og ræddi framtíðarhorfur. Gaf Bogi fróðlegt yfirlit yfir skreiðarframleiðsluna á árinu 1966 og þær verðlagsbreytingar, sem urðu á árinu. Benti hann á, að félagið annaðist nú útflutning á i.3,8% af skreiðarútflutningi landsmanna. Alls flutti félagið út 1154 lestir af skreið á framleiðslu árinu. Þar af voru 1023 lestir fluttar til Afríku, en 130 lestir tii Ítalíu, sem er lítið eitt lægri hundraðs'hluti en árið áður. Ræddi hann nokkuð um þá erfiðleika, sem væru á því að framleiða góða skreio fyrir Ítalíumarkað. Enn sem fyrr væri lakasta hráefnið sett í skreiðarverkun. Þetta hrá- efni væri í flestum tilfellum orðið gallað, þegar það kæmi á land, og því útilokað að gera úr því góða vöru. Einnig útilokaði frostið það, að hægt væri að auka Ítalíu verkun að nokkru ráði. Auk skreiðarútflutnings annað- ist félagið öll innkaup á umbúð- um fyrir félagsmenn sína og sölu á fiskimjöli fyrir marga þeirra. Að lokum ræddi formaðurinn um hið alvarlega ástand, sem nú væri ríkjandi í okkar aðal markaðs landi fyrir s'kreið, Nígeríu, og þá Framhald a bls. 14. Myndin er birt hér í tilefnl af flugdeginum á laugardaginn. Hún er tekin yfir öxlina á flugmanninum í tékknesku listflugvélinni, sem keypt var til landslns fyrlr skömmu, og er hann að steypa hennl nær lóðrétt niður yfir Álftanesi. Ef myndin prentast vel, má greina Bessastaði niður undan flugvélinni. Ljósm.: Lennart Carleta. SUMARMÓT GARÐAHREPPS Um næstu helgi efna Garða- hreppingar til sumarmóts öðru sinni, en í fyrra fór hið fyrsta fram. í þetta sinn munu þrjú félög í Garðahreppi annast undir búning. Mótið fer fram við Bala stekk í Dysjalandi, en hreppstjór inn Guðmann Magnússon hefur góðfúslega lánað landið til móts ins, en það er að allra dómi mjög skemmtilegt og fallegt og í miðri byggð. Dagskrá mótsins verður í aðalatriðum þessi. Á föstudags- kvöld er fólkj heimilt að tjalda á mótssvæðinu kl- 8 e. h., en sjálft mótið verður sett á laugar- dag kl. 3 e. h. með fánahyllingu og ávarpi séra Braga Friðriksson ar. Síðan fer fram íþróttakeppni. Keppt verður í handknattleik stúlkna og knattspyrnu pilta og víðavangshlaupi fyrir telpur 12 ára og yngri og 13 ára og eldri og drengi 10 ára og yngri, 11— 12 ára og 13—15 ára. Keppendur eru beðnir að tilkynna þátttöku sína í hlaupinu við rásmark. Um kvöldið kl. 8 verða fánar dregn ir niður, en kl. 9 hefst varðeldur með söng og ýmsum skemmtiatrið um undir stjórn skáta. Einar Hall dórsson, oddviti mun þá einnig flytja ávarp. Að lokum verður svo flugeldasýning. Á sunnudaginn 20. ágúst hefst dagskráin með fána hyllingu kl. 8.30 f. h., en kl. 10 f. h. safnast fólk saman við Sam komuhúsið á Garðaholti og það an verður gengið til kirkju og tek ið þátt í guðsþjónustu, en æsku- fólk mun aðstoða við hana og Hrefna Tynes, varaskátalhöfðingi, flytur ávarp. Kl. 1 e. h. verður efnt til leikja á mótssvæðinu með þátttöku yngri og eldri, en mótinu verður slitið kl. 4 síðdegis. Nán ari upplýsingar um mótið verða veittar fimmtudags- og föstudags kvöld í barnaskólanum, sími51656.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.