Tíminn - 17.08.1967, Blaðsíða 3

Tíminn - 17.08.1967, Blaðsíða 3
3 FIMMTUDAGUR 17. ágúst 193*7 TÍMINN Athugasemd við frétt um skipan skólastjóra við Varmárskóia í Þjóðviljanum laugardaginn 5- ágúst s. 1. birtist frétt af skip- an Ólafs Ingvarssonar í emibætti skólastjóra Varmárskóla í Mos- fellshreppi. Fréttin var sett á æði áberandi stað í blaðinu, svo að ætla mætti að aðstandendum fregnarinnar væri nokkuð mikið í mun að veitt yrði athygli opiniberlega. Þar eð málsmeðferð á máli þessu, frá mínu sjónarmiði séð, er fremur ódrengileg og eitt aðal hlutverkið leikið í því af presti okkar, þykir mér rétt að ræða það opinberlega, einkum þar eð beint tilefni hefur verið til þess gefið af fyrrverandi Þjóflviilja- grein. Á s.l. sumri var skólastjórastað an við Varmárskóla auglýst laus til umsóknar. Sóttu um stöðuna 5 menn, þar á meðal tengdasonur fyrrverandi skólastjóra. Hefur tengdasonurinn verið starfandi kennari við skólann um all langt skeið. Fljótlega fór að kvisast, og reyndar lengi legið í lotftinu, að enginn kæmi til greina í stöðuna nema fyrrgreindur tengdasonur. Skólanefnd, undir forsæti séra Bjarna Sigurðssonar, kennara í kristnum fræðum við skólann tók og þá afstöðu. — Skólanefndir hafa þó aðeins umsagnarrétt um ihæfni umsækjenda um stöður við viðkomandi skóla. Riáðningarrétt urinn «r í höndum fræðsluráðs og menntamálaráðherra. Einhver aráttur varð á um veit ingu stöðunnar vegna fjarvistar menntamálaráðherra. En nokkrum dögum fyrir komu hans til lands- ins birtist undirskriftarplagg, sem sent var inn á 'heimili hreppsbúa, þar sem farið var fram á, að íbúar hreppsins mæltu með Tómasi Sturlaugssyni, tnngdasyni fyrrver andi skólastjóra í stöðuna. Undir plaggið skrifuðu mjög margir hreppsbúar, þar á meðal ég. Að ég léði nafn mitt á þetta plagg, og hygg ég að svo hafi verið um marga aðra hreppsbúa, kom fyrst óg fremst til af því, að mér er vel við Tómas og hann hefur reynzt farsæll kennari. En að ég með þessu gerði öðrum órétt hvarflaði ekki að mér þá. Þegar menntamálaróðberra fjallaði loks um málið, valdi hann Ólaf Ingvarson til stöðunnar. — Hygg ég að hann hafi gert það vegna þess að Ólafur átti lengst- an starfsferil umsækjenda að baki sem skólamaður og hafði auk þess hlotið meirj menntun en aðrir Fimmtugur í dag: Gísli Guðjónsson bóndi, Hrygg umsækjendur. — Þetta sjónarmið er heilbrigt og er reyndar efst á dagskrá stanfsmanna hins opin- bera. að fá tiltflutning í stöðum eftir hæfni og starfsaldri. Ólafur hóf síðan startf sitt við skólann 1. október s.l. og starfaði þar í allan vetur. Einhver mein- ingamunur mun hafa orðið í vet- ur milli skólastjóra og kennara. Er slikt ef til vill ekkert undar- legt, þegar nýr blær kemur inn i fastmótað gamalt skólakerfi. Út atf þessrum meiningarmun h-afa nokkrir af hinum eldri kenn- urum skólans haft á orði að segja stöðum sínum lausum. Það úf af fyrir sig gerir ekki svo mikið, því að auðvelt er að fá nýtt lið á þennan góða skólastað. Hins vegar er það von mín að kennararnir rísi undir nafni sínu að heita menntaðir menn og taki höjidum saman við hinn nýja skólastjóra í stað þess að vera með heimskulegar hótanir um að hiaupa burt. Um afstöðu skólanefndar, sem sagt hefur af sér störfum, er það að segja, að leitt er til þess að vita að slíkur atburður hefur gerzt og það undir forsæti prests. Hefði ég þó haldið að hlutverk klerka í sveitum landsins væri frekar að vera sáttasemjarar en hitt. Með einstrengingslegri afstöðu sinni í skólanefnd hefur prestin um okkar tekizt að kveikja ófrið- arbál, sm væntanlega lægir þó innan tíðar, því að tíminn græðir öll sár. Og sjálfsagt jafnar klerk- ur sig einnig eftir að hafa verið hætfilega stund á eintali við sál sína. Að lokum skal þess getið að ósatt er, að almenn óánæg.ia sé hjá hreppsbúum með störf skólastjór- ans, það er þvert á móti. Skóla- stjórinn sýndi ýmis góð tilþrif á síðasta vetri, sem lofa góðu í starfi hans. Ljúfmannleg framkoma, skilningur og þolinmæði við bald in ungmenni, og sparnaður í skólarekstri, eru sannarlega at- riði, sem við metum. Ég býð hinn nýja skólastjóra velkominn til okkar og fullvissa hann um að fólkið í Mosfells- sveit er honum ekki andstætt. Örn Steinsson. Fullveldisdagur Hirm 17. ágúst 1917 fæddist hjóniunum Uáru Gásladóttur og Guðjóni Sigurðíssyni, sem lengi bjuggu að HTygg í Hraungerðis- hreppi tvíburar, drengur og stúlka. Voru þau í skíminni lát- in heita Gísli og Ásta. Ásta fór til fósturs hjá góðu skyldfólki og starfar nú við iðnrekstur í Reykja vík, en Gísli ólst Uipp í foreldra- húsum og tók við búi á Hrygg í félagi við bróður sinn þegar faðir þeirra hætti, en hann divel- ur nú háaldraður hjá Gísla. Por- eldrar Gfsla voru starfssöm og framfarasinn-uð, reglusöm og gest risin. Þessar fornu dyggðir eru enn vel ræktar á báðum heimil- um að Hrygg, en nú eru tvö heimili og stórbú á litlu jörðinni, sem varla var talin geta fram- fleytt búi til lífsbjargar einni fjöl skyldu. Öll var f jölskyldan á Hryg-g sam taka undir forystu húsbóndans Guðjóns föður núverandi bænda þar Gdisla og Ágústs um að bæta og fegra jörðina og hefuT því starfi verið haldið áfram með miklum árangri síðan þeir brœð- ur tóku við ifúsforráðum. Fimmtuga afmælisbarnið Gísli á Hrygg er maður hógvær og hlé- drægur, háttvís og prúður í dag- fari, búþegn góður og snyrti- menni. Starfsmaður mikill og vandvirkur. Hlonum er mjög sýnt um allt er lítirr að byggingum og hfbýlaprýði. enda er hann hagur vel. Mun lengi búa að handtökum hans við byggingar á Hrygg og viðar því að margir hafa notið hjálpar hans á því sviöi. Hefur hann jafnan reynst ráðhollur um slík málefni og hvorki sparað1 hug eða hendur mönnum til hjálpar þegar öl hans hefur verið leitað um aðstoð. Félagshyggjumaður er Gísli og starfaði allmikið um skeið f ungmennafélagi sveitar sinnar. Hann er samvinnumaður og er óhvikull í stuðningi við þau mál- efni er hann telur til heilla horfa. Með þessum fáu línum vil ég óska hinum góða dreng os ásæta vini mínum allra hei-lla á fimmtugs afmælinu og þakka honum liðna daga. Ágúst Þorvaldsson. Frá árinu 1918 hetfur það verið venja, að gera sér dagamun 1. desember ár hvert, og siðan Ríkisútvarpið tók til starfa, hefur það útvarpað frá þeim hátíðahöld um i Reykjavík út á landshyggð- ina. Þetta til'hald hefur oftast verið með líku sniði: Ræða um miðdegisleytið, en síðan í kvöld- dagskrá frá „fullveldis“-tfagnaði stúdenta. * Það er vel til fundið, að taka fram í tilefni af hverju er verið að gleðjast, svo enginn þurfi að vera ! vafa um það. Þessar „fullveldis“-ræður eru oftast i líkum anda — þ.e. hlý- lega minnzt Jóns Sigurðssonar, og jafnvel fleiri ágætra manna, sem flestir eru gengnir, en börðust þjóðhollri baráttu fyrir sjálfstæði okkar, — sem lauk með því að heimta þetta dýrmæta fjöregg og fá okkur það í hendur. Að kvöldinu er svo skálað ótæpt fyrii þessum sigri — eins og skrifað stendur: „Et nú og drekk, sála mín, og ver glöð“ — og síðan sungnir hástötfum stúdentasöngv- ar, — nær undantekningarlaust útlendir. Það skal sízt lastað, að þakka þeim sem heimtu fjöreggið okkur til handa -- en í eldri tíð var því trúað, að ekki væri minni vandi að gætu fengins fjár, en að afla, og mœttu ræðumenn okkar gjarn- an minnast þess, að flestum verð- mætum er auðvelt að tapa úr hönd um sér, ef gálauslega er með þau íarið — en slíkt sjónarmið virðist ræðumönnum oftast sjást yfir. Ræðurnar eru o-ftast sléttar á- ferðar, meinlausar og gagnslitlar — en líklega nauðsynlegar til þess að menn freistist ekki til að halda að gleðskapurinn á eftir sé aðeins til þess að gleyma ekki alveg blessuðum Bakkusi kóngi. Ég sagði meinlausar, en verið getur það o-fmælt, þvi það hlýtur að rýra mjög traust alþýðunnar á forustu sinni, þegar þeir sem hún hugði málsmetandi menn — og þykjast áreiðanlega vera það, standa á viðhafnarstað á hátíðlegri stundu með orðagjálfur eitt til vegsemdar fullveldi okkar, en látast ekki sjá' alvarlegar hættur sem ógna því bæði innan frá og utan, — eins og þeir ætli að kveða niður með glasaglaumi hverja slíka grunsemd. Balthazar konung ur sat líka dýrðlega veizlu með höfðingjum sínum, þar til Persar tóku hús á þeim, og glaumurinn fékk skjótan enda. En þessi ræðuhöld eru, því mið- ur, í töluverðu samræmi við það, þegar menn í æðstu stöðum kepp- acst við að telja okkur trú um bað, að þjóðernistilfinning okkar og þjóðleg menning séu svo traust og ódrepandi að alves gildi einu hvernig með sé farið, — enda hafi þær aldrei staðið traustari fótum en nú! Og þó sjá sömu menn okkur ekki annað vænlegra en að fá að hengja prammann okk ar aftan í línuskip eða bryndreka einhvers stórveídis. En væri þá ekki miklu fullkomnara,, að fá hann heldur tekinn um borð, og náðugra að skála þar fyrir full- | veldinu, en í kjölfarinu rétt við ’ skrúfuna?!! Þó er bæði ljúft og skylt að minnast þess, að ein ræða hefur þó verið haldin á fullveldisdegi, sem kvað mjög við annan tón — jþ.e. ræða Sigurðar Líndal, hæsta- ! réttarritara; væru margir af ráða ! mönnum okkar honum sammála, jvaári bjartara framundan hjá okk jur, en nú er. Finnst t.d. engum neitt atihuga- vert við það, þegar verið er hátið lega að skruma af fullveldi okk- ar, að kyrja nær eingöngu útlenda söngva? Ekkj er þó svo að skilja að þeir sænskn séu ekki snntrir — en verið hefði sú tíð að íslenzk skald hefðu verið fær urn að koma .-.amar, sönghæfum kvæðum, sem hvorki hefði þurft að skammast sín fyrir þennan dag eða aðra — meira að segja áður en nokkur fékk skáldalaun. Nú ver ríkið tölu verðri upphæð árlega til skálda- launa — og Ríkisútvarpið auk þess fé til eins konar lárviðar-verð- launa handa afburða skáldum, svo varla verður öðru trúað, en að skáld séu þo til. En — hvað vant- ar þá? Vonandi er það ekki þjóð- erniskenna eða metnaður og virð- ing fyrir móðurmáli sínu, hjá hin um verðlaunuðu og viðurkenndu skáldum. Þegar menntamenn fóru að bjnd ast hér samtökum, var ekki svo Framhaid a oií, Á VÍÐAVANGI Efling iðnaðarins Mbl. vék nýlega að því í skrifum sínum um gjaldeyris- varasjóðinn, að Helgi Bergs hafi lagt til á síðastl. vetri, að nokkrum hluta hans yrði var ið til að efla atvinnuvcgina, einkum iðnaðinn. Þykir rétt í tilefni af þessu að rifja upp grein, sem Helgi Bergs skrif aði um þessi mál í Tímanum 24. janúar síðastl. f grein þess ari rakti Helgi fyrst nauðsyn þess að auka framleiðni og af köst iðnaðarins, en þessu verk- efni hefði ekkl verlð nægilega sinnt undanfarín ár vegna 'tfímunnar við vcrðbólguna, eins og hefði komið fram í skýrsiu Efnahagsstofnunarinn- ar til Hagrá^s á síðastl. sumri. Síðan sagði Helgi: ,,Ljóst er að til ráðstafana af þessu tagi, sem að haldi mættu koma, þarf mikið fé til þess að afla bætts vélakosts og auka tæknibúnað og sjálf virkni. Af þeim ástæðum höf- um við Framsóknarmenn á Al- þingi þrívegis á undanförnum árum lagt fram frumvörp um nýja tegund af útlánastarfsemi, sem við höfum nefnt fram- Ieiðniián. Ekki hafa þessi frum vörp okkar fcn"ið undirtektir hjá meirihlutanum og því helzt borið við að aukin útlán, eink- um til kaupa erlendis frá, mundu rýra gjaldeyriseign þjóð arinnar." 1? Tvær leiðir í framhaldi af þessu sagði Hclgi: ,,Nú er hins vegar komið í Ijós að gjaldeyriseignin getur rýrnað án þess. Á nýliðnu ári nam hallinn á vöruskiptunum við útlönd á annað þúsund milljónum króna, sem ekki verður nema að nokkru leyti unnið upp af duldum greiðsl um og lántökum. Efnahagsstofn unin áætlar að hallinn verði ekki minni á nýbyrjuðu ári. Gjaldeyrisei"nin er því óðum að rýrna og endist ekki lengi með þessu háttalagi. Leiðir til að breyta því eru tvenns kon- ar. Annars vegar að efla fram leiðni og afköst innlendra framleiðslugreina og auka þann ig gjaldeyrisöflunina og minnka innflutningsþörfina og hins ve"ar að takmarka inn- flutnlng mcð öðruni opinber- um ráðstöfunum. Varla munu áliöld um það að fyrri leiðin sé gæfulegri, en sitthvað bend ir til að ríkisstjórnin ætli að fara þá síðari. A. m. k.’er það staðreynd, að þegar hún ioks tekur sig til að hjálpa inn- lendri framleiðslugrein, sem á í miklum erfiðleikum, veiðar- færaiðuaðinum, þá eru úrræðju innflutningshöft. Innflutt veið arfæri gerð háð leyfisveiting- um.“ „Áður en gjaldeyris- eignin rvrnar meira" I.oks sa"ði Helgi: „Óðaverðbólgan og aðgerða- leysi ríkisvaldsins að því er iýtur að eflingu innlendra framleiðlslugreina, hafa nú skapað þeim svo stórfeild vandamá! að ekki verður hjá því komizt að taka málefni þeirra til róttækari meðferðar. Einn veieamesti liður í því er að ráðctsf** miVl” lánsfé tii aukinnar framleiðni, bætts R’'-amha!ci » hls 1 fr

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.