Tíminn - 17.08.1967, Blaðsíða 9

Tíminn - 17.08.1967, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 17. ágúst 1967 9 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN FramKvæmdastjóri: Kristján Benediktsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson fáb). Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og indriði G Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar Tómas Karlsson Aug- (ýsingastjóri: Steingrímur Gíslason Ritstj.skrifstofur i Eddu- húsinu. simar 18300—18305 Skrifstofur Bankastraeti 7 Af- grejðslusími 12323 Auglýsingasimi 19523 Aðrar skrifstofur, sími 18300 Askriftargjald kr 105.00 á mán tnnanlands — í lausasölu kr. 7.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h. t Kröfur iðnrekenda Alltaf berast fregnir af iðnfynrtækjum, sem eru ýmist að draga saman seglin eða hætta rekstri sínum að mestu eða öllu. Hér verður vissulega ekki kennt um lækkandi verði á síldarafurðum eða minni veiði en áður. Þessi öfugþróun var hafin alllöngu áður en síldarverðið fór að falla og rekur að óllu leyti rætur til rangrar stjórnarstefnu, sem fylgt hafa verðbólga og óbærileg láns fjárhöft. í tilefni af þessu er rétt að rifja enn upp tillögur, sem voru fluttar á þingi íslenzkra iðnrekenda á síðast- liðnu vori af einum þekktasta og reyndasta iðnrekenda landsins. Fyrri tillagan var borin fram 1 tilefni af því, að rætt var um tillögur ríkisstjórnarinnar um sérstaka aðstoð við veiðarfæraiðnaðinn. Sú tillaga hljóðaði á þessa leið: „Þing iðnrekenda lýsir yfir og telur, að islenzkur veiðarfæraiðnaður eigi að njóta sama réttar og annar íslenzkur iðnaður varðandi lánamál og önnur kjör". Með tillögu þessari var síður en svo verið að mót- mæla aðstoðinni við veiðafæraiðnaðinn Það var aðeins borin fram krafa um að annar íslenzkur iðhaður, sem yfirleitt er eins ástatt um og veiðarfæraiðnaðinn, fengi að sitja við sama borð, hvað snertir lánakjör, verðuppbæt- ur og aðra fyrirgreiðslu. Það var í samræmi við þetta sjónarmið sem Fram- sóknarmenn báru fram á Alþingi tillögu sína um verð- tryggingarsjóð iðnaðarins, sem ekki aðeins veitti veiðar- færaiðnaðinum réttmætar uppbætur, heldur öllum ís- lenzkum iðnaði, sem iíkt væri ástatt um. r Hin tillagan, sem hinn þekkti og reyndi iðnaðar- frömuður flutti, hljóðaði á þessa leið: „Þing iðnrekenda <ýsir velþóknun sinni á, að formaður Félags íslenzkra iðnrekenda hafi verið kjör inn, og hann tekið við stöðu í stjórn álverksmiðj- unnar, í því trausti, að honum takist að ná sömu kjörum handa íslenzkum iðnaði og hinn erlendi iðn- aður, sem hann er fulltrúi fyrir, hefur hlotið". Hinn erlendi aðili, sem nér ræðir um, taldi útilokað að hefja atvinnurekstur á íslandi við þau skilyrði, sem íslenzkir iðnrekendur verða að búa við. Hann krafðist ekki aðeins margfalt lægra orkuverðs, heldur stórfelldra fríðinda í skatta- og tollamálum. j Það er því eðlileg afstaða að ísienzkir iðnrekendur krefjist þess að búa við sambærilega rekstraraðstöðu og umræddur erlendur aðili. Báðum framangreindum tillögum var vísað til stjórn- ar Félags íslenzkra iðnrekenda til fyrirgreiðslu. Ólíklegt er annað en að hún geri sitt ítrasta til að fylgja þeim fram. Sildarverðið í nýútkomnu hefti Frjálsrar v'erzlunar eru birt línurit, sem sýna útflutningsverfr á síldarafurðum á árunum 1962—67. Samkvæmt þeim er útflutningsverð á síldar- mjöli nú svipað og á árinu 1962, en útflutningsverð á síldarlýsinu er nú talsvert hærra en þá. Fall síldarverðs- ins undanfarna mánuði, hefði þvi ekki þurft að verða mikið áfall, ef ekki nefði magnast gífurleg verðbólga hér innanlands á þessu tímabiii og hún stóraukið flestan reksturskostnað. TÍMINN ERLENT YFIRLIT „Þetta land er of til þess aö vera látið afskiptalaust Meginástæða hins stjórnmálalega öngþveitis í Kongó. AÐAL skýringu á því ófremd- arástandi, sem hefur ríkt og ríkir í Kongó, er vafalítið að finna í þeim ummælum, sem eru höfð eftir evrópskum fjár- málamanni, að Kongó væri of ríkt til þess að vera látið afskiptalaust. Síðan Kongó varð sjálfstætt fyrir nokkrum árum, hafa erlendir auðhringar keppst um að faalda þar eða ná þar fótfestu. Kongó býr yfir margvíslegum náttúruauð- æfum, þótt námurnar í Kat- angahéraðinu séu þekktastar. Þá eru þar meiri og betri mögú leikar til stórfelldra vatnsorku- virkjanna en í nokkru landi öðru. Vafalítið er Kongó frá náttúrunnar faendi ríkasta land ið í Afríku. Tshombe , er sá leiðtogi Kongómanna, er opinskáast hef ur gengið erlendu fjármála- valdi á hönd. í þágu þess reyndi hann að stofna sérstakt ríkí í Katanga, en það mis- tókst fyrir atbeina S. þ. Síðan þær drógu sig í hlé hafa Bandaríkin mjög aukið aðstoð sína við Kongóstjórn og ráðið miklu um gerðir hennar. Það var með fullu samþykki þeirra að Mobuto gerðist einræðis- herra fyrir nokkrum misserum. Miöbuto hefur orðið miklu áþægari evrópskum auðhring- um en þeir gerðu sér vonir um cg þjóðnýtt eignir sumra beirra, t. d. helzta belgíska hringsins. Belgíumenn hafa því verið óánægðir yfir stuðningi Bandaríkjanna við Mobuto og ásakað Bandaríkjastjórn um, að hún væri að ýta evrópskum fyrirtækjum úr vegi til þess að ryðja amerískum hringum braut í Kongó. Enn hefur þó ekki borið mikið á amerískum fyrirtækjum i Kongó. STJÓRN Mofaútos hefur und- anfarið glímt við mikla erfið- leika. Hún neyddist til að fella gengið fyrir tveimur mánuðum og hefur dýrtíð mjög aukist síðan. Mobuto hefur gert sér þæi vonir, að það yrði mikil auglýsing fyrir hann, etf þjóð- Sleppur Tshombe einu sinni enn? nöfðingjafundur Afríkuríkja yrði haldinn í Kinshasa (áður Leopoldville), og hafði hann fengið því ágengt, að slíkur fundur kæmi þar saman 4. sept. næstkomandi. Margir þjóðhöfð ingjanna neituðu hins vegar að koma til Kinshasa meðan Mobúto hefði hvíta málaliða i þjónustu sinni. Mobúto undir bjó því að losa sig við þá. Þeir akváðu því, í samráði við Tsfaombe, að verða fyrri til [Jppreisn þeirra hófst nokkru fyrr en ráðgert hafð verið, vegna þess, að Tsfaombe var stolið og hann fluttur til Alsír Til þess að reyna að flýta fyrir náðun Tshombes, ef hann yrði fluttur til Kongó, hertóku hvít liðarnir Kisangani (áður Stan- leyvillej. Mobúto fékk þá lán- aðar bandarískar flugvélar og t'luttu þær herlið til Kisang- ani, sem tókst að hrekja hvít- áðana í burtu. Álitið var fyrst a eftir, að bvítliðar myndu ekki láta meira til sín taka, en fyrir nokkrum dögum her- tóku þeir Bukavu, sem er höfuð borg fylkis í Kongó. Belgíu- maðurinn Jean Schramme stjórnaði töku borgarinnar. Hann og fylgismenn hans hafa í hótunum um að stefna liði smu til Katangafylkis og her- caka það með aðstoð hvítliða, sem bíða etfir fyrirmælum í portúgölsku nýlendunni Ang- ola. Mobúto hefur beðið Banda ríkin að lána sér aftur flutn- ing’aflugvélar til liðsflutninga, en fengið neitun. Horfur eru því mjög tvísýnar í Kongó, en voldug framandi öfl stefna ber sýnilega ,að því aS^ steypa Mo- buto og telja það auðveldara en ella vegna þess, að stjórn hans býr við vaxandi erfiðleika og ovinsældir. MEÐAN þessu fer fram í Kongó, dregur Boumidienne, einræðisherra i Alsír, að fram selja Tsfaombe. Upphaflega Framhald á bls 12 Kongómenn, sem hvítllðar hafa handtekið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.