Tíminn - 20.08.1967, Blaðsíða 5

Tíminn - 20.08.1967, Blaðsíða 5
5 SUNNUDAGUR 20. ágást 1967. TfMINN Sjötíu og fimm ára í dag: Jón Ágúst Eiríksson fyrrv. skipstjóri Súgandafírði Þöð ar talað um hraðann á vorum dögum, öllu’ fleygir fram, sem fcaUað er. Breytingar og bylt- ingar enu svo örar, að á morgun stendur ekki steinn ytfir steini, þar sem ívera fcynslóðarinnar er í dag. Þriðja kynslóð 20. ald- arinnar, sem nú er vaxin úr grasi, sd, sem á að bera uppi heill og 'framtíð þessa lands fram yfir aldamótin 2000, sér aldamótin síð ustu í mikilli fjarlægð. Þó er það svo, að enn eru á ferli og í fullu fjöri, fjölmargir, sem hafa lifað og munað hinar geysilegu' ibreytingar í þj óðlffinu frá því tfyrir aldamótin 1900 og til þessa dags. Það er tyllidagur eins þessara manna í dag, Jóns Ág. Eiríksson- ar, fyrnverandi skipstjóra í Súg- andafirði, en hann er nú sjötíu og fimm ára. Jón hefur verið bundinn sjón- om, svo að segja allt sitt líf, og mætti. því við þetta tækifæri minn ast þeirra breytinga, sem orðið hafa á hans sviðum og hann hef- ur meira eða minna tekið þátt i. Á barnsárum hans er róið á tiskimiðin eftir björginni. Þá eru mffli 3 og 4 þásund áraskip í landim.’ og sótt á grunnmið yfir- leitt. En „sá grái var utar“ og þQskipin eru keypt til landsins. Þau sigla á hin yztu mið og verða fengsæl. En um það bil, sem Jón Eiríksson er að byrja sjómennsku sína, og ræðst ný- fermdur drengux á stótu frá ísa- firði þá er verið að setja fyrsta mótorinn í róðraskip á íslandi, og það gerizt á ísafirði. Á næstu árum koma botnvörpungar og á árati.’gunum milli 1910—1920 verður algför breyting á fisk- veiðiflota iandsmanna: áraskip- in hverfa úr sögunni og þiiskip- in týna tölunni, svo að heita má að veiðar landsmanna séu ein- göngu stundaðar í botnvörpung- uifi og mótorskipum. Svo sem minnst var á, byrjaði Jón sjómennsku skömmu eftir ferminguna. Því næst hóf hann róðra á mótorbátum frá Súganda- firði, fyrst sem háseti, en hóf ungur formennsku. Var hann í fyrstiu á 6—8 tonna bátum, en réðist síðan í það að kaupa stærri skip og var síðan skip.stjórnar- maður ,í nokkra áratugi. Hann var mikill sjósóknari og ágætur afla- maður. Þótti gott með honum að vera. Var hann því nœr hólfa öld á sjónum þar til hann varð fyrir áfalli og heilsa hans bilaði fyrir nokkrum árum. Jón Agúst er fæddur að Stað, Súgandafirði 20. ágúst 1892, en þar bjuggu þá foreldtrar hans Guðfinna Danielsdóttir. og Eirík- ux Egi'lsson skipstjóri. Hann er tyíkvæntur. Fyrri kona hans var Ólafía Hallbjar<l ardóttir, en hún lézt eftir fárra daga samibúð iþeirra. Síðari kona hans er Þuríð ur Kristjánsdóttir, aif kunnum vestfirzkum ættum. Voru' foreldr- ar hennar Anna Guðmundsdóttir og Kristján Bjarni Guðmundsson er lengst a.f áttu heima á Flat- eyri. Þuríður er mikilhæf kona og ágætlega gefin. Hefur hjóna- band þeirra verið hið farsæiasta. Eiga þau þrjú börn: Edda, gdft Ástvaldi Stefánssyni málara- meistara í Reykjavik, Ólafía fóstra í Reykjavík, og Eiríkur, sem er skipstjóralærður og hefur verið stýrimaður og skipstjóri á togurum ' og vélskipum, kvæntur R.uth Sigurbjömsdóttur. Þessi göfugu hjón eru bæði runnin úr vestfirzkum jarðvegi, af góðum og traustum stofnum. Jón Eiríksson hefur ekkd látið mikið á sér bera út fyrir sitt svið á vettvangi starfsins, en hann hefur í hvívetna verið tiraustur maður, hygginn og til- löguigóður, og aldrei níðst á því, sem honum hefur verið til trúað. Sá, sem þetta ritar, var háseti undir stjórn Jóns, hér fyrr á ár- um. Með honum var gott að vera á sjónum. Það gat hvarflað að deigum háseta, að stundum væri nóg siglt. Og minnist ég þess eitt sinn, er við vorum úti af Hornströndum, og ekki var leng- ur fiskifært, að við sigldum á Mími gamla í hvítu sædrifi og sauð hrönnin á bæði borð. En hver skyldi hafa orð á þvi eða hrópa æðruorð, þar sem Jón Eiríksson hélt um stýristaumana, — enda renndi hann sdðar ör- uggur inn á Bornavík. Það hef- ur alltaf mátt treysta Jóni Ei- rfkssyni. G.M.M. I HLJÓMLEIKASAL ! GÓÐIR GESTIR Árið 1930 var mikið um að vera á íslandi Alþingishátiö- in var í undirlbúningi og í sambandi við hana vöknuðu mörg vandamál sem leysa þurfti. Að finna þann mann er stjórnað gæti tónlist, var alls ekki vandalaust. Ungur austurríkism aður Dr. Franz Mixa tók þá að sér þessa for usta og 'gerði það með þeirri viljafestu ' og ósérhlífni sem áitti eftir að koma í góðar þarfir er hann réðst sem kenn ari að hinum nýstofnaða 'Tón- listarskóla, — Dr. Mixa var góður og strangur kennari en jafnframt frábœr uppalandi í tónlist á mjög breiðum grund- velli. Það var því mjög ánœgju- legt að heyra þau hjónin Her thu Töpper og Dr. Franz" Mixa flytja úrval þeirra ljóða, sem honum var svo umhugað um að yrðu nemendum hans nán- ir kunningjar. Hertha Töpper er svo þekkt söngkona að ó- þarfi er að kynna hana ljóða- vinum. Hin þykka mezzo-sop ranrödd hennar á sér djúp- stæða töfra, sem sameina sann an skilning. á efni ljóðs og af- burða smekk í túlfcun. — Tján ing söngkonunnar á efni „Frau enliebe und leben (Schu- mann) var ógleymanleg, og í lokaerindinu „Nun hast ‘du mir“, leiddi söngkonan hlust- anda á vit þeirra töfra, sem einungis stærstu listakonum er fært. — Ljóð Hugo Wolf áttu sína töfra í túllkun hennar, en þó var eins og Brahms væri söngkonunni • sérlega nákom- inn, enda túlkun hennar í „Wie Mólödien Zieth" inoi- leg svo að af bar. Undirleikur Dr. Mixa á þessu ljóðakvöldi sýndi hin föstu persMiulegu tök hans á hljóðfærinu. Leið- sögn hans var hins dygga fylgdarmanns, sem á efni ljóðs og tóna þess að raunveru'leg- um sálufélaga. Söngur og. samleikur þeirra hjóna Herthu. Töpper og Dr. Fr. Mixa var sannur og fág- aður og slík síðsumarkvöld- stund uppbyggileg og vel þeg- in. — Tónlistarfélagið hefir cxft fengið orð í eyra fyrir efnisskrár, en þegar vel er gjört skal ekki kyrr.t liggja. Sú efnisskrá er þessum tón- leibum fylgdi og Björn Franz son hafði með höndum haft þýðingu á var til ánægju og skilningsauka. Sem ein úr hópi nenenda Dr. Mixa þakka ég þeim hjón- um ógleymanlegan ljóðaflutn- ing á ágústkveldi og býð þau velkomin til íslands. Unnur Amórsdóttir. ÞÁTTUR KIRKJUNNAR Elli-vikan sÞetta er í fljótu bragði furðu leg fyrirsögn. Er nú ellin orð- in aðeins ein vika? Nei, það er annað, sem átt er við. Hlvernig er hægt að taka eina viku sérstaklega t-d. í safnaðanstarfi til að hugsa um gamla fólkið, gleðfja það eða aðsitoða á einihvern hátt. Auðvitað hefur flest eða allt öreytzt til batnaðar hina síðari áratugi. Óteljandi eru þau vandamál, sem eru úr sögunni vegna hinna félagslegu um- bóta, trygginga, ellilauna og styriktar.fjár, sem n-ú er út- hliutað til flestra „sem ekki megna sjálfum sér í sinni neyð að bjarga“. EUilheimilin taka við flest- um, en þó ekkj öllum, fyrr eða sáðar, sem vantar frænd- styrk eða aðstæður til hjálpar, eftdr að örmegni og úrræða- leysi þrengja að. En þótt elliheimilin hýsi marga, þá fjölgar gömlu fólki með hverju ári í hlutffalli við bið yngra, því að nú ná miklu' fleiri en áður hóum aldni. Og svo er önnur þróun þessara miála og hún býsna góð, sem stefnir að því að sem faestir fari á elliheimili, heldur sé öldruðu fóliki gert mögulegt að vera sem allra lengst á eigin heimdlum og á eigin vegum. Þannig líður þvá bezt. Þann ig er það frjálsast og ánægðast og þannig notast kraftar þess sem lengst til starfs bæði fyrir það sjiálft og þess nánustu. En starfsgleðin er ein helzta ham- ingja aldraðs fólks. Á elli- heimilum eru oft erfiðar að- stæður til að nýta vinnukraft vistfólks, þótt einihver sé. Og íðjulausum verður tíminn bæðd langur og leiður. En eitt getur hið opinbera aldrei veitt, hvorki með styrkj um eða á hælum. Og þetta eina felst í orðinu: Persónul. umönn un. Og það væri satt að segja raunalegt, ef sá skilningur yrði almennur, að ekkert sé né þurffi fyrir það fólk að gjöra, sem hefur nægilegt styrktarfé sér til framdréttar. Ekkert fjiármagn, ekkert ópersónulegt framlag sótt á skrifstofur hinna ýmsu trygg- ingastofnana getur komið sem upipbót fyrir persónulega um önnun. Hún verkar allt öðru- vísi, vfcrmir. gleður. Og með þetta í huga, kom fram hugmyndin um elli-vik- una. Og víða erlendis t-d. i Danmör.ku er sú hugmynd komin ■ framkvæmd fyrir mörgum áratugum, og aldrei látið ái' falla úr svo að ekkert sé gert fyrir þá öldruðu og einstæðu þessa viku, sem þeim er helguð í safnaðarstarfinu Það eru fyrst og fremsí heimsóknir. Alltaf er eitthvað af öldruðu fólki, sem annaö hvort á engin börn eða börn in koma sjaldan í heimsókn til af einhverjum ástæðum Þetta fólk gleðst innilega aí stuttum hlýlegum heimsókn- Það má færa því smágjafir, blóm, kökur eða eitthvað, sem því kemur vel af fatnaði. En það er líka hægt að koma allslaus, skrafa eða lesa stund- arkorn. Húshjálp eða hreingcrning getur oft komið sér vel, eða þá að mála stofuna, eldhúsið eða gluggana, gera við það, sem aflaga hefur farið eða koma biluðum hlutum í við- gerð. Vinua í garðinum er pá einnig mikilverð t.d. fyrir öldr uð hjón, sem hafa verið lasin um tíma og því orðið sein fyrir með garðinn sinn. Það var kannski einmitt þetta, sem vaktd fyrir þeim, sem fyrstir áttu hugmyndina um EUi-vik- una í Danmörku, og þess vegna var hún, valin og er enn fyrista vikan í júnímánuði. Stutt bílfcrð um borgina eða nágrennið eða kannski í heim sókn til kunningja og vina. Kaíffihlé á leiðinni einhvers á vel völdum stað „gj'örir þá mikla lukku“ jafnveí þótt ekki sé um veizlu að ræða. Lengri hópferðir koma að sjólfsögðu einnig til greina. En þær eru annars heilt fyrir- taeki, sem þurfa alveg sérstak- an undirbúning og skipulag, þótt sjálfsagt sé að minna á þær hér sem einn þátt þess, sem gera mætti að meginþætti ellivikurfn-ar. Það mætti einnig taka fram að ferðir fyrir eldra fólk mega ekki vera langar né á vond- um vegum. Bezt er að fara vel undirbúnar hálfsdagsferðir Heildagsferðir má því aðeins fara, að stanzað sé á leiðinm og hvílzt við heppilegar að stœður yfir matarborði eða kaffilbolia. Hvíldar- eða hressingarviku fyrir aldraða má einnig nefna hér, þar sem fenginn er sév stakur dvalarstaður í fögru og friðsælu umhverfi til ánægju og hressingar fyrir eldra fólk S'érstaklega konur. Fólkið, sem tekur þátt i þess háttar dvöl verður þó helzt að vera sœmilega heilsugott og sjálfbjarga, annars er því hætt við að þola ekki breytingu frá daglegum háttum og fer þá verr en skyldi. Ellivikan, hvað svo sem gert er, þarf að vera vel undirbú- in fyrirfram. Sérhver verður að fá það verkefni, sem bezt hæfir aðstæðum og hæfileikum.' Og einnig er nauðsynlegt að athuga vel. hverjum beri 'helzt að veita hjálp eða aðstoð og hvað sé heppilcgast að gera fyrir hvern einstakling. ‘. Það er þvi þörf á góðu. og samtaka fólki til starfa og skipulagningar og velja heppilegan árstíma. Safnaðarheimilið á hverjum stað eða við hverja kirkju er sjálfsögð miðstöð til að veita upplýsingar og alla fyrir- greiðslu. Árelíus Níelsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.