Tíminn - 20.08.1967, Blaðsíða 9

Tíminn - 20.08.1967, Blaðsíða 9
SUNNUDAGUR 20. ágúst 1961. Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og IndriBi G Þorsteinsson Fulltrúl ritstjórnar: Tómas Karlsson Aug- lýsingastjóri: Steingrimur Gfslason Ritstj.skrifstofur I Eddu- búsinu, simar 18300—18305 Skrifstofur: Bankastræti 7 Af- greiðslusimi 12323 Auglýsingasími ’ 19523 Aðrar skrifstofur, sími 18300 Askriftargjald kr 105.00 á mán iifnanlands — t lausasölu kr. 7.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h. f. Verkalýðssamtökin og Straumsvíkurdeilan Miðstjórn Alþýðusambands Islands hefur samþykkt einróma ályktun um Straumsvíkurdeiluna, þar sem skorað er á sambandsfélögin að veita Hlíf allan þann stuðning, sem þau mega. Ályktun miðstjórnar Alþýðu- sambandsins er á þessa leið: „Alþýðusamband íslands lýsir yfir fyllsta stuðningi sínum við Verkamannafélagið Hlíf í Hafnarfirði í deilu þeirri, sem félagið á nú í við fyrirtækið Hochtief-Vél- tækni. Hlíf hefur áður gert sammng við Strabag-Hochtief vegna jarðvinnslu í Straumsvík, og er krafa félagsins nú, að ákvæði þess samnings verði nú einnig viðurkennd af Hochtief-Véltækni. Engar viðbótarkröfur eru gerðar. Alþýðusambandið telur óhugsandi að gerður verði samningur um lakari verkamannakjör við hafnarvinnuna, en þegar hefur verið gerður um jarðvinnsluna, og sé þvi engin önnur lausn hugsanleg á deilu þessari en að viður- kenning fáist á fyrri samningi. Er því heitið á öll sambandsfélög að veita Hlíf allan nauðsynlegan stuðning í deiii , þessari, þar til samningar hafa tekizt“. Ön þau verkalýðsfélög, sem þetta mál hefur eitthvað náO til, hafa veitt Hlíf eindreginn stuðning. Seinast hefur Sjómannafélag Reykjavíkur veitt slíka aðstoð. Eins og ályktun Alþýðusambandsins ber með sér, stendur verkalýðshreyfingin einhuga með Hlíf. Sá 'stuðn- ingur nær þó miklu lengra. Svo að segja öll þjóðin gerir sér Ijóst, hvað hér er í húfi. Þvi aðeins muni takast góð sambúð við þá erlendu aðiia, sem eru að setjast að í Straumsvík, að þeir læri að virða samninga við verka- lýðssamtökin og réttmætt vald þeirra. Þess vegna má þessi deila ekki leysast öðruvísi en með fullum sigri Hlífar. Sjónvarp varnarliðsins Það er nú ákveðið, að frá og með 1. september verður sjónvarpsstöð varnarliðsins takmörkuð við Keflavíkur- flugvöll og næsta nágrenni, eins og ætlað var í upphafi. Stjórn varnarliðsins ætlaði að gera þetta strax á síðastl. hausti, en frestaði þá aðgerðum vegna þeirra tilmæla utanríkisráðherra, að þær yrðu látnar bíða þangað til íslenzka sjónvarpið tæki að fullu til starfa. Ráðherrann hefur nú tilkynnt varnarliðinu, að íslenzka sjónvarpið teljist að fullu tekið til starfa frá og með 1. sept. næstk. Eftir 1. sept. verður það þvi íslendingar einir, sem reka sjónvarp til almenningsnota í landinu. Annað er ekki samboðið sjálfstæðri þjóð. Þess vegiía er ástæða til að fagna því, að þetta mál kemst aftur í sitt upphaflega horf. f þessu sambandi er rétt að minnast á hlut varnar- hðsins. Sennilega hafa forráðamenn þess álitið á vissum tíma, að því yrði það ávinningur að láta sjónvarp sitt ná til almennings. Eftir að það kom í ljós, að slíkt vakti mikla mótspyrnu, breytti það þessari ákvörðun, og ákvað sjálft takmörkunina samkv. bréfi yfirmanns þess til utan- ríkisráðherra 5. sept. i fyrra. Með því sýndu stjórnendur þess góðan skilning á islenzkum sjónarmiðum — skilning, sem vert er að viðurkenna, og sem mun hjálpa til að bæta sambúð íslands og Bandaríkjanna TÍMINN JAMES RESTON: Castro hefur tekizt aögera þjóðfélagsbyltingu á Kúbu En hatrið í garð Bandaríkjanna torveldar mjög starf hans- FIDEL CASTRO TVEiNNT vekur einkum at hy.gli gestsins, sem til Kúpu kemur og dvelur þar skamma hríð. Hið fyrra er, að enginn efi leikur á, að Fidel Castro hafi auðnazt að framkvæma byltingu. Hið síðara er, að sú sannfæring virðist hafa gagn- tekið hann, að Bandarikja- menn ætli að gera innrás á eyna. Raul, bróðir Fidel Castros, sagði opinberlega fyrir fáum dögum, að byltingin á Kúpu héldi áfram, þó að Fidel yrði ráðinn af dögum. Þetta er sennilega satt, Castro hefir eklki aðeins breytt efnahagslifi og stjórnmálum eyjarinnar á þeim átta árum, sem hann hef- ir setið að völdum, heidur hef- ir hann einnig breytt fjöl- skyMulifinu. CASTRO hefir til dæmis gjörbreytt aðstöðu konunnar á Kiúpu. Fyrir Byltinguna ráktu hinar spönsku venjur og sam- kívæmt þeim bar konunni að halda sig heima við. Til þess var ætlast, að hún væri hlýðin og auðsveip í því er varðaði allt utan heimilis. Nú tekur ríkið börn kvenna . á barna- heimili fimmtán daga gömul og konurnar eru látnar hverfa til atvinnu sinnar á ný. Af þessu leiðir, að konan kemur heim á kvöldin með sínar hugmyndir um umheiminn, en oft kenrur hún ekki heim á tilsettum tima og stundum kemur hún alls ekki heim. B-reytingin frá gamla kerf in-u yfir í það nýja, hefir kom- ið h?/; niður á fjölskyld-ulíf inu. Vinnuaflið hefir að vísu aukizt, en hjónaskilnuðum hef ir einnig fjölgað stórlega. Karl mönnum, sem vanir voru að gegna hlutverki einræðisherra innan fjölskyldunnar, geðjast illa að þessu. En sennilega g-æti bandaríski herinn ekki ein-u sinni knúið kúlbönsku konumar til að takas-t sitt fyrra hlutskipti á hendur á ný Æ9KAN hefiir einni-g orðið fyrir b)->. ngunni. Hún er síð- asta törrettindastéttin á Kúpu Castro læt-ur hina öldnu, ó- ánægðu karlmenn yfirgefa eyna, — og um 50 þúsund fara árlega — en legg-ur höf-uðá- herzlu á menntun og inn prent-un æskunnar. Til dæmis eru þúsundir barna og ung linga : heimavist fjarri heim ilum sínum í barna- og ung ling-askólum 11 mán-uði ársins og njóta þar umsjónar og al hliða leiðsagnar ríkisins. Þanni-g hefir allt hið dag- iega líf á Kúpu gjörbreyzt, einkum þó i bor-gunum, en þar búa 57% þjóða-rinnar. Eng inn efi leikui á, að hins gamla kerfis gætir að mun meira í þorpunum, en hva-ð sem ofan á kann að verða í stjórnmál- um að lokum, þá fell-ur bor-g- arlífið a Kúpu sennilega aldr-ei á ný i þann farveg, sem því var eiginlegur fyrir byltinguna CASTRO hefir sýnilega orð- ið minna ágengt við að vinna bug á andúð Kúbumanna á viðvarandi ertfiðisvinnu. Hann kvartaði unda-n þessu í Santi- ago de Cuiba fyrir skömmu. Enn er alvarlegur skortur á sementi og húsnæði, einkum í sveitunum, þrátt fyrir au-kn- ingu vinnuaflsins vegna til- komu kvennanna og ýmis kon ar aðstoðar erlendis frá. Hitt e<r þó enn f-urðulegra, að verulegur skorbur er á á- vöxtum og grœnmeti í ár, þrátt fyrir kostnaðarsamar til- raunir til að auka afrakstur ræktarlands með því að d-reifa áburði úr lágtfleygum flugvél- um. Þarna er að nokkru um að kenna langvarandi þurrkum og eins illa völdum tíma til áburðardreifingarinnar. í ár þurfti eitt sinn að kveðja 75 þúsund manns f-rá Havana til startfa við að útrýma illgresi, en það virtist hafa not.ið á- burðargjafarinnar betur en grænmetið. En þrátt fyri-r allt eru fram tíðarhorfur efnahagslífsins góð ar. Greinilega verður töluvert ágengt í grumdvallaruppbygg- ing-u framleiðisluaukningar- innar, Dæði í iðnaði og land búnaði. rafmagnsf-ramleiðsla, og sementsframleiðsla eykst og nautpeningi fjölgar. Þetta hlýt-ur á sínum tíma að breyta efnahagslitfi Kúbu, alveg eins og Castro hefur þeg-ar tekizt að breyta fjölskylduiífinu. í AUGUM gestsins virðist einna hryggilegast, að utan- ríkisstefna'' Kúbumanna vi-rð- ist farin að hamla gegn já kvæðum árangri byltingar- innar. Castro virðist haga sér eins og land hans eigi þegar í styrjöld við Bandaríkin. Fyr- ir skemmstL talaði hann um að hafa hálfa milljón manna undir vopnum, en íbúar eyj- arinnar eru ekki nema hálf átt unda milljón og brýn þörí er á a-ukn-u vinnuafli við fram leiðsluna. Ríflegur skerfur af fjár- magninu rennur til viðhalds heraflanum og eflingar varn anna gegn þeirri innrás Banda ríkjamanna, sem Cast-ro virð ist eindregið gera ráð fyrir. Ha-nn lætur sér ekki nægja að segja, að Bandaríkjamenn séu með útþensluæði og stað- ráðnir í að ná marki sínu hvar vetna með ti'lstyrk- heraflans. Hann breyti-r einnig samkvæmt þeirri kenningu, og það er miklu k-ostnaðarsamara en orðiræðurnair. Orðbragð Castro er ákaflega áreitið. Hann hefur kveðið svo fast að orði um nauðs-yn á auknum skærLihernaði í Mið- og Suður-Ameríku, ið Rússar, sem láta hon-um í té me-ginhlutann af hinni erlendu aðstoð, hafa sýnilega gefi-ð hon um til kynna. að hann skuli ekki reikna með stuðningi þeirra, etf hann lendi i styrj- öld við Bandaríkin. Castro hef ur jafnvel látið leiðast út í þ-á skyssu, að draga sig í dilk með Stok-ely Carmiéhael og telja negraoeirðirnar í Banda ríkjunum sér viðkomandi, til tjóns fyrir Kúhu og banda ríska negira, sem eiga í nægi- legum erfi'ðleikum þó að þeim sé ekki íþyngt með stuðningi kommúnista. CASTRÓ virðist ekiki einung is fara villur vegarins um al- menningsálitið í Bandaríkj unum, heldur virðist hann einnig kiominn út af i spori þeirra Moskvumanna. Nýlega talaði hann annars vegar um þörfina á framleiðsluaukningu og hins vegar um að heyja skæruhernað gegn Bandaríkj unun) til hinzta manns. í þessu felst hryggileg mótsögn Auðséð er, að Castro þarfnast tíma, friðar og vinna afls til þess að fullgera ýmsar undirstöðuframkvæmdir, sem hann er byrjaður á. En hann boðar stríð bæði heima og er- lendis og eyðii til undirbún- ings bess þeirri orku sem brýn þörtf er á að verja til fram- kvæmda byltingaráformun- um.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.