Tíminn - 20.08.1967, Blaðsíða 16

Tíminn - 20.08.1967, Blaðsíða 16
.;.v.y.v.*.y.v.\v. .í..y mm 187. tbl. — Sunnudagur 20. ágúst 1967. — 51. árg. BYGGÐ ÞÉTTÍST Á SPRENGISA NDI Brúin vígð 2. sept. ES-Riey k j avík, 1 aiuga rda g. Smíði brúarinnar á Jökulsá á Breiðamerkursandi er lapgt kom ið. Verður brúin vígð og form lega opnuð til umferðar af sam göngumálaráðiherra laugardag- inn 2. sept. n.k. Fimm einbýlishús hafa risið á örfáum dögum f Breiðholtshverfi. Húsin eru verksmiðjubyggð í Danmörku og sett saman hér. Tekur 15 vinnudaga að reisa hvert hús, en þau verða alls 23. (Tímamyndir:-GE) KJ-Reykjavík, laugardag. Segja má, að byggð sé nú farin að þéttast á Sprengisands- leið með tilkomu sæluhúsa, sem reist hafa verið þar, og verið er að reisa. Eru nú á leiðinni frá Haldi og norður í Bárðardal a.m.k. fimm húsa þar sem hægt er að leita skjóls, og ekki van þörf á þar, sem umferð um þenn an lengsta fjallveg á íslandi eykst stöðugt. Séu þessi hús talin upp í réttri röð að sunnan er fyrst að nefna gangnamannakofa Holtamanna, við Tungná við ferjustað-inn Hald. Þá er annar gangna mannakofi í Hvanngili við Þjórsá norðan við Búðarháls. Er kofi þessi nokkuð frá braut- inni. Næst ber að nefna kofa Orkumálastjórnarinnar í krikan um þar sem Svartá rennur í Þjórsá en í þessum kofa halda mælinga menn stofnunarinnar til á ferð- um s-ínum vdð ath-uganir á Þjórsá. Við Hreysiskvísl k;om Slysa- varnafélagið upp björgunarskýli, í fyrrahaust. og er þar neyðar talstöð auk annars útbúnaðar, sem venjulega er i björgunar skýlum félagsins. Stendur skýli þetta sunnan við kvíslina, en norðan við hana er stór og mikill flugvöllur á melöldum. Þá er það fimmta og síðasta afdrepið á þessum lengsta fjall- vegi landsins. Er það sæluhús sem Ferð->Ió(3g fsiands og Vegamála skr; # !an reisa 1 sameiningu við Nýjadal undir Tungnafells OO-Reykjavík, laugardag. Nýtt íbúðahverfi er að rísa í Brejffholtshverfi og eru nú húsin að rísa úr jörðu, og nú síffustu dagana hafa veriff reist nokkur cinbýlishús á undra- skömmum tíma. Eru þaff inn- flutt hús framleidd í Danmörku. Vinna tólf danskir smiffir aff því að setja húsin saman. Hús þessi eru reist á vegum Framkvæmda nefndar byggingaáætlunar. Mínnisvarði afhjúpaður í Sauðaneskirkjugarði KJReykjavík, laugardag. í dag verður afhjúpað minnis merki í kirkjugarðinum að Sauðanesi á Langanesi til minn ingar um 17 norska sjómenn sem fórust með selfangaranurn Friðþjófi, fimmta október 1907. Aðeins einn af áhöfninni komst aif og til byggða, en selfangar inn fórst undan Langanesi. Atta Norðmenn eru komnir hingað til lands til að vera við athöfnina. en nánar verður skýrt frá henni hér í blaðinu eftir helg ina. Norðmaöur ráðinn for- stjóri Norræna hússins EDAkureyri, laugardag. Stjórn Norræna hússins boff affi fréttamenn hér á Akureyri á sinn fund í morgun til aff skýra frá ráffningu forstjóra hússins. Var Norffmaffurinn Ivar Eske- land cand. philos. ráffinn i starf iff til næstu fjögurra ára. Hér fer á eftir fréttatilkynn ing frá stjóm Norræna hússins í Reykjavík: Stjórn Norræna hússins hefur haldið fundi 18. og 19. ágúst í Menntaskólanum á Akureyri, og fjallað þar m.a. um ráðningu forstjóra hússins. Svo sem fyrr hefur verið skýrt frá eru um sækjendur 22, fimm frá Danmörku einn frá Finnlandi, fjórir frá ís- landi, sjö frá Noregi, og fimm frá Svíþjóð. Stjórnin hefur ákveð ið að ráða cand, pihilos. Ivar Eske- land, ráðunaut við bókaforlagið Tiden í Osló, forstjóra stofnunar- innar frá 5. janúar 1968 að telja, og er ráðningartíminn fjögur ár, samkvæmt samþykktum stofnun arinnar. Ivar Eskeland er 39 ára cand. philos. frá háskólan- um i Osló 195'5. Ilann hefur verið leiklistarráðunautur við norska leikhúsið í Osló sáðan 1957, og er bókmenntaráðunautur hjá forlag inu Tiden í Osló. Hann hefur Framihald á 15. síðu. jökli. Verður það stærsta og mesta húsið á þessari leið. Rétt er í þessu sarmbandi að geta um sæluihús Ferðafélags Ak ureyrar, sem er norðaustan Hiofs jökuls á leiðinni, þegar farið er af Sprengisandi og niður í Eyja fjörð. Stórir kranar og tengimót eru notuð vlS byggingu fyrstu íbúðablokkarinnar sem rís á vegum Framkvæmda nefndar byggingaáaetlunar. Verða 260 ibúSir í átta blokkum titbúnar 1. maí n.k. Einbýlishúsin í Breið- holti reist á 15 dögum Dönsku' smiðirnir hafa pegar reist fimm timbunhús af þeim 23, sem byggja á. Eru þau nokk- uð misjafnlega á veg komin, en byrjað er á að setja upp skilrúm og innrétta nokkur þeirra. Áætla danskir að það taki þá 15 vinnu daga að ganga frá hverju húsi að fullu og samkvæmt áætturi eiga öll einibýlishúsin að vera fullgerð og tilbúin til afhend- ingar kaupendum fyrir næstu ára mót. Einbýlisihúsin eru smíðuð úr timbri og sýnast einföld og láblaus að allri gerð. í Breiðholt inu verða reist tilbúin einbýlis hús a.f tveim mismunandi stærð um. Við byggingu sambýlishus- anna eru notuð stórvirk og fljót vi.rk vinnutæki. Við síeypu- vinnuna eru notuð st'álmói, þannig, að ekki þarf að eyða miklum tíma í að slá þeim upp. Umhverfis blokkina sem byr i að er á, eru sterklegir og öfl- ugir teinar og ganga á þeim tveir gríðairmiklir kranar, sem notað ir eru til tilfærslu mótanna og til að koma blautsteypunni á sinn stað. Áœtlað er, að fyrsba ítoúðar Danskir smiðir vinna að samsetn- irigu tilbúnu einbýlishúsanna. Á myndinni eru nokkrir þerrra að vinna við að setja uPP skilrúm í einu húsanna, en fimm. hafa þeg ar risið af grunni. Þar skammt frá er einnig hafin smíði á íbúðablokkum, sem einn- ig eru byggðar á vegum bygg ingaáæltunarinnar, sem alls mun láta smíða þarna 282 ítoúðir. Þar aif verða 23 einbýlishús, hinar íbúðirnar verða í þriggja hæða samtoýlisblokkuim. blokkin verði tilbúin til afhend ingar fyrir áramótin en hinar Framihald á 15. síðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.