Alþýðublaðið - 14.05.1987, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 14. maí 1987
3
Einar Gerhardsen níræöur:
„A mér
Einar Gerhardsen, fyrrum for-
sætisráðherra Noregs í 17 ár og leið-
togi norska Verkamannaflokksins i
20 ár, varð 90 ára s.l. sunnudag.
Hann hætti afskiptum af stjórn-
málum 1965.
Aðspurður hvers hann óskaði sér
á afmælisdaginn, svaraði Einar
Gerhardsen: „Ég er ekki vanur að
koma með óskir á afmælisdegi
mínum. í ár get ég hins vegar hugs-
að mér að gera undantekningu þar
á. Ég á mér þá einu ósk, að Michail
Gorbasjov og Ronald Reagan geti
hafið viðræður í trúnaði og sýnt
vilja sinn til að stuðla að varanleg-
um friði í heiminum.“
Mikið var um dýrðir á afmælis-
degi Gerhardsen, sem almennt er
álitinn landsfaðir Norðmanna og
tvímælalaust einn merkasti stjórn-
eina ósk“
málamaður Norðmanna á þessari
öld og einn af stjórnmálaskörung-
um Norðurlanda.
í tilefni afmælis Einar Gerhard-
sen sendi Jón Baldvin Hannibals-
son eftirfarandi skeyti til afmælis-
barnsins:’
„Einar Gerhardsen.
í tilefni af 90 ára afmæli þínu,
sendi ég þér, norskum jafnaðar-
mönnum og norsku þjóðinni allri,
heilla- og hamingjuóskir fyrir hönd
okkar íslenskra jafnaðarmanna.
það leikur Ijós um nafn þitt í sög-
unni. Þín verður ætíð minnst sem
eins hinna stóru jafnaðarmanna-
leiðtoga okkar samtíðar.
Vinarkveðjur,
Jón Baldvin Hannibalsson,
formaður Alþýðuflokksins.”
Auglýsing
um aðalskoðun bifreiða, bifhjóla og
léttra bifhjóla í Seltjarnarneskaupstaðog
Kjósar-, Kjalarnes- og Mosfellshreppum
1987.
Skoðun fer fram sem hér segin
Kjósar-, Kjalarnes- og Mosfellshreppar:
Mánudagur 18. maí
Þriðjudagur 19. maí
Miðvikudagur 20. maí
Skoðun fer fram við Hlégarð í Mosfellshreppi.
Seltjarnarnes:
Mánudagur 25. maí
Þriðjudagur 26. maí
Miðvikudagur 27. mai’
Skoðun fer fram við félagsheimilið á Seltjarnar-
nesi.
Skoðað verður frá kl. 8.00—12.00 og 13.00—16.00,
alla framantalda daga á báðum skoðunarstöðun-
um.
Festivagnar, tengivagnar og farþegabyrgi skulu
fylgja bifreiðum til skoðunar. við skoðun skulu
ökumenn leggja fram fullgild ökuskírteini. Sýna
ber skilríki fyrir því að bifreiðagjöld séu greidd, að
vátrygging fyrir hverja bifreiö sé I gildi og að bif-
reiðin hafi verið Ijósastillt eftir 1. ágúst s.l. Athygli
skal vakin á því að skráningarnúmer skulu vera
læsileg.
Vanræki einhver aö koma ökutæki sínu til skoð-
unar á auglýstum tíma, verður hann látinn sæta
sektum samkvæmt umferðarlögum og ökutækið
tekið úr umferð hvar sem til þess næst.
Þetta tilkynnist öllum þeim, sem hlut eiga að
máli.
Bæjarfógetinn á Seltjarnarnesi,
Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu.
12. maí 1987
Einar Ingimundarson
Sinfóníarv.
írskur
píanó-
leikari
Fimmtándu áskriftartónleikar
Sinfóníuhijómsveitar íslands á
þessu starfsári verða haldnir í Há-
skólabíói á fimmtudagskvöld, 14.
maí. Þar kemur fram þekktur írsk-
ur píanóleikari, Barry Douglas, en
hann mun á næstunni leika með
mörgum af fremstu hljómsveitum
heimsins. Stjórnandi að þessu sinni
verður Arthur Weisberg, sem hefur
staðið þó nokkrum sinnum á
stjórnandapallinum hér á landi upp
á síðkastið.
Á efnisskránni er Píanókonsert
nr. 3 í C-dúr, op. 26 eftir Sergei Pro-
kofiev, sem Barry Douglas leikur.
Þessi píanókonsert var saminn árið
1921 og hefur orðið hvað vinsælast-
ur af jreim fimm píanókonsertum
sem Prokofiev samdi. Á tónleikun-
um verða að auki flutt verkin
„Rússneskir páskar", hátíðafor-
leikur eftir N. Rimski-Korsakov og
Sinfónía nr. 5 eftir Carl Nielsen.
Einleikarinn, Barry Douglas, -
fæddist árið 1960 í Belfast á Irlandi,
þar sem hann hóf á unga aldri
píanónám. Síðar stundaði hann
nám hjá John Barstow í Teh Royal
College of Music í Lundúnum og
einnig var hann um tíma undir
handleiðslu Mariu Curcio. Barry
Douglas hlaut fyrstu verðlaun í
Tsjaíkofskí-keppninni í Moskvu á
s.l. sumri. Eru tónleikarnir með
Sinfóníuhljómsveit íslands hinir
fyrstu, sem hann er ráðinn til að
leika á, eftir þann sigur, en í kjölfar-
ið mun svo fylgja tónleikahald með
mörgum fremstu hljómsveitum
heims.
Hljómsveitarstjórinn Arthur
Weisberg er bandarískur, fæddur í
New York árið 1931. Hann lærði
fyrst á píanó og fiðlu, en sneri sér
síðan að námi í fagottleik og lauk
burtfararprófi frá Juillard-skólan-
um í New York á það hljóðfæri. Um
tíma var hann fagottleikari í hljóm-
sveitum í Houston, Baltimore og
Cleveland, en sneri síðan aftur til
Jillard og nam hljómsveitarstjórn
hjá Jean Morel. Síðan hefur Weis-
berg stjórnað ýmsum hljómsveit-
um, bæði vestan hafs og austan, og
hljóðritað yfir 30 hljómplötur.
Bæjarstjórn Ólafsvíkur:
Skora á samgönguráðherra
og ríkisstjórn að lagfæra
vegi á Fróðárheiði
Alþýðublaðinu hefur borist eftir-
farandi yfirlýsing frá bæjarstjórn
Ólafsvíkurkaupstaðar:
„Bæjarstjórn Ólafsvíkur lýsir yf-
ir miklum áhyggjum með ástand
vega á leiðinni um Fróðárheiði til
Reykjavíkur. Vegir á þessari leið,
eru nú stórskemmdir vegna of mik-
ils öxulþunga og sívaxandi fisk-
flutninga frá höfnum á utanverðu
Snæfellsnesi.
Bæjarstjórn vill benda á að Fróð-
árheiði tengir saman heilsugæslu-
svæði Olafsvíkurlæknishéraðs.
Með sama ástandi vega á þessu
svæði er stórhætta á byggðaröskun
á utanverðu Snæfellsnesi.
Bæjarstjórn Ólafsvíkur skorar
á samgönguráðherra og ríkisstjórn
íslands að útvega nægjanlegt fjár-
magn svo lagfæring o uppbygging
þjóðvegarins um Fróðárheiði geti
hafist nú þegar og eðlilegt vegasam-
band komist á, á milli byggða á ut-
anverðu Snæfellsnesi og til Reykja-
víkur.
B jarstjórn Ólafsvíkur“
Yfirlýsing þessi var send sam-
gönguráðherra ásamt ríkisstjórn
Islands og þingmönnum Vestur-
lands.
Laus staða
Við verkfræðideild Háskóla íslands er laus til
umsóknar dósentstaða (vélaverkfræði. Fyrirhug-
að er að rannsóknir og aðalgreinar verði á sviði
vélhluta- og burðarþolsfræði með áherslu á sjálf-
virkni og tölvuvædda hönnun.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um visinda-
störf umsækjenda, ritsmíðar og rannsóknir, svo
og námsferil og störf skulu sendar menntamála-
ráðuenytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík,
fyrir 10. júni n.k.
Menntamálaráðuneytið.
7. mai 1987
ST. JÖSEFSSPÍTALt
Landakpti
Sumarafleysingar
Starfsfólk vantartil sumarafleysinga við ræsting-
ar á skurðstofugangi. Umsækjandi þyrfti að vera
18 ára og eldri. Upplýsingar gefur ræstingarstjóri
í síma 19600-259 alla virka daga frá kl. 10—12.
Reykjavík 12.05 1987.
Frá Menntamálaráðuneytinu
í lögum nr. 48/1986 um lögverndun á starfsheiti og
starfsréttindum grunnskólakennara, framhalds-
skólakennara og skólastjóra er grein til bráða-
birgða sem hljóðar svo:
„Þeir, sem fyrir gildistöku þessara laga hafa
starfað sem settir kennarar sex ár eða iengur
en fullnægja ekki skilyrðum laganna tii starfs-
heitis og starfsréttinda, skulu eiga kost á því
að Ijúkanámi ávegum Kennaraháskólaíslands
eða Háskóla íslands til að öðlast slik réttindi.
Um tilhögun námsins skal setja ákvæði í reglu-
gerð.
Heimiit er að ráða eða setja þá, sem slíka
starfsreynslu hafa að baki, í kennslustarf til
eins árs í senn en þó ekki til lengri tíma en fjög-
urra skólaára samtals frá gildistöku laga þess-
ara.
Þrátt fyrir ákvæði 7. gr. má setja eða ráða sem
framhaldsskólakennara þann sem hefur verið
settur í sama starf í fjögur ár eða lengur og hef-
ur lokið fullgildum prófum i kennslugrein þótt
ekki hafi hann réttindi smkvæmt lögum þess-
um. Þessi undanþága gildir næstu fjögur ár
eftir gildistöku lagannaentil lokastarfsævinn-
ar ef um er að ræða kennara sem náð hefur 55
ára aldri við gildistöku laganna."
Nám, byggt á þessu lagaákvæði, mun fara fram
við Kennaraháskóla íslands og Háskóla íslands
eftir því sem við á. Vegna skipulagningar þessa
náms er nauðsynlegt að fá vitneskju um hverjir
hafaáhugaáað stundaslíkt nám og hvaðamennt-
un þeir hafa. Námið verður skipulagt að mestu
sem sumarnám, heimanám og námskeið á skóla-
tímaþannig að unnt verði að stundaþað samhliða
kennslu.
Þeir sem hafa hug á að stunda nám samkvæmt
framansögöu eru beðnir um að snúa sér til
Menntamálaráðuneytisins, framhaldsskóladeild-
ar, fyrir 25. maí n.k.
Menntamálaráðuneytið
Kvenfélag Alþýöu-
flokksins í Hafnarfirði
Aöalfundur verður haldinn i Alþýðuhúsinu við Strand-
götu, fimmtudaginn 14. mal n.k. kl. 20.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2 Gesturfundarins verður Jón Baldvin Hannibalsson
formaður Alþýðuflokksins og ræðir úrslit kosning-
anna.
3. Kaffiveitingar.
Félagskonur eru hvattar til að mæta vel og stundvis-
lega.
Stjórnin.