Alþýðublaðið - 16.05.1987, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 16.05.1987, Blaðsíða 2
MPYDUBLMB _____ ^—^^-pj^^™-—- _ ^^gj^ Laugardagur 16. mal 1987 Simi Útgetandi Ritstjóri: Blaðamenn: Framkvæmdastjóri: Skrifstofa: Setning og umbrot: Prentun: 681866 Blaö hf. Ingólfur Margeirsson Orn Bjamason, Ása Björnsdóttir, Kristján Þorvaldsson og Jón Daníelsson Valdimar Jóhannesson Halldóra Jónsdóttir og Eva Guðmundsdóttir Filmur og prent Ármúla 38 Blaðaprent hf., Síöumúla 12 Áskriftarsíminn er 681866 Skriðan er farin af stað Alþýðublaðið greindi frá því á forsíðu í gær, að framfærsluvísitalan er þegar komin upp fyrir það sem forystumenn ASÍ og VSÍ gerðu ráð fyrir að hún yrði komin upp í 1. september í haust þegar launaliðir verða endurmetnir með tilliti til verð- lagsþróunar. Samkvæmt upplýsingum Hagstof- unnar var framfærsluvísitala fyrstu vikuna í maí 195.6 stig en er nú, aðeins viku síðar komin upp fyrir 196.5 stig sem voru viðmiðunarmörkin fyrir 1. september. Þá skýrði Alþýðublaðið frá því að verðhækkanir í fyrradag megi samtals meta til 0.8% hækkunar á framfærsluvísitölu sem þýðir að vísitalan er komin yfir septembermörkin. Aðr- ar fyrirhugaðar hækkanir í sumar eins og t.d. af- notagjöld Ríkisútvarpsins munu hafa talsverð áhrif á framfærsluvísitöluna. Væntanlegar aðgerðir nýrrar ríkisstjórnar til að dragaúrfjárlagahallafráfarandi stjómarog halla á viðskiptum við útlönd munu einnig kynda undir verðbólgubálið. Til að mynda má nefna talsverða hækkun vaxta á spariskírteinum ríkissjóðs sem samhliða aukinni ásókn ríkisins í fjármagn á al- mennum lánamarkaði mun hafa bein áhrif á al- menna vexti, bæði í bönkum og á hinum svo- nefnda frjálsa peningamarkaði. Þessar vaxta- hækkanir munu að sjálfsögðu hafa mikil áhrif á líf launafólks og afkomu. Þær draga úr kaup- mætti almennings sem skuldar fé og þarf þaraf- leiðandi að greiða hærri vexti. Fjármagnskostn- aður fyrirtækja mun enn hækka og bætast við rekstrarkostnað þeirra og leiða óhjákvæmilega til hækkaðs verðs á framleiðslu eða þjónustu. Fylgi ekki beinar kröfur um launahækkanir ým- issa stéttafélaga í kjörfar hækkaðs vöruverðs og verðlags yfirleitt, má búast við óbeinum launa- hækkunum í formi launaskriðs sem einnig mun með óbeinum hætti fara út í verðlagið. En ekki síst hafa fregnir um aukna verðbólgu neikvæð áhrif á sálarlíf fólks. Fari verðbólgan verulegaupp, má búast við að þorri manna gefist upp á því að berjast við vandann í sameiningu og afgreiði verðbólgunasem eitt af náttúrufyrirbær- unum á íslandi. Beinar varnir almennings gegn verðbólgu eru vel kunnarog hætt er við að bak- tryggingartilraunir almennings hefjist samfara því sem skriðan öll fer af stað. Baktryggingarnar verða enn til að magna verðbólguna. Teiknin um vaxandi verðbólgu eru slæm tíðindi og færa okk- urenn heim sanninn um það, hve mikilvægt það er að samhent og ábyrg ríkisstjórn taki nú við völdum og takist á við vandann sem við blasir, bæði hinn hroðalega viðskilnað fráfarandi stjórnar sem að mestu var falinn í kosningabar- áttunni, og ný vandamál sem þegar eru oröin sýnileg. r „Atburöir á árinu 1920 lögðu grundvöllinn að llfsstarfi mlnu," segir afmælisbarnið. Einar Gerhardsen níræður Náttúrubarniö, verkalýösleiötoginn og landsfaöirinn sem á sér nú þá ósk heitasta aö einlægar friðarviöræöur takist milli austurs og vesturs. „Ég er ekki vanur að óska mér á afmælisdaginn. í ár gæti ég þó hugsað mér að gera undantekn- ingu. Óskin er sú að Mikhail Gorbatsjov og Ronald Reagan geti brátt hafið alvarlegar viðræður í fiillum (rúnaði og með samkomu- lagsvilja i friðarátt." Þetta segir Einar Gerhardsen, fyrrum forsæt- isráðherra Noregs og formaður norska verkamannaflokksins í 20 ár, í viðtali við „Arbeiderbladet". Gerhardsen varð 90 ára þann 10 maí s.l. Eftir rúma þrjá mánuði er ann- að stórafmæli. Flokkurinn hans, sem er aðeins 10 árum eldri en hann sjálfur, verður 100 ára síðari hluta sumars. Það er orðin föst venja að heiðra Gerhardsen í hvert skipti sem hann bætir nýjum tug ára við ævi sína, með samkomuhaldi, ræðum og skemmtun sem verkalýðssamtökin sjá um, en sjálfur segist Gerhardsen muna best eftir 60 ára afmælisdeg- inum þó að þá hafi ekki verið jafn mikið tilstand eins og suma aðra af- mælisdaga. Máðir steinar „Daginn fyrir afmælisdaginn fór ég upp í fjallakofa í Bærum. Snemma næsta morgun setti ég á mig bakpokann, gekk ég yfir að Austurvatni og fylgdi einum af götuslóðunum sem ég gerþekki frá því i bernsku lengra inn í landið. Það er afskaplega gaman að fara í gönguferð um gamalkunnar slóðir. Það einkennilega er að maður þekkir aftur klappirnar og rótar- hnyðjurnar í brekkunum eftir margra ára fjarveru. Mér fannst þetta fjarskalega skemmtileg morg- unstund. Kvöldinu eyddi ég svo með mínum nánustu", segir Gerhardsen. „Eftir því sem árin færast yfir breyta svo afmælisdagarnir um svip. Það þarf víst varla að taka það fram", bætir hann við. Treystir á Gro Einar Gerhardsen hefur alltaf verið mikið náttúrubarn. Hann kynntist skóginum strax sem barn og undi sér þar vel við leiki. Þegar hann eltist var það hans yndi að ganga á fjöll. Fjallakofinn í Bærum hefur verið hans helsta athvarf til hvíldar frá pólitísku argaþrasi og raunar ekki síður hin síðari ár, síð- an hann hætti störfum. „Ekkert er jafn mikils virði fyrir fólk sem gegnir ábyrgðarmiklu starfi eins og að geta verið tíma og tíma úti í náttúrunni. Ekkert getur nokkru sinni komið í staðinn fyrir hreint vatn, tært loft og fagurt um- hverfi. Ef það er tekið frá mannin- um, þá fylgir nokkuð af hugarró hans með", segir Gerhardsen. En hann óttast ekki svo mjög að komandi kynslóðir verði rændar þessum verðmætum. „Ég treysti því að Gro fái stuðn- ing í því mikilvæga starfi að hindra það að megnunin verði alls ráð- andi", segir hann. Landsfaðir í augum flestra Norðmanna er orðið landsfaðir samtvinnað við nafn Gerhardsen. Síðari stjórn- málaleiðtogum hefur reynst það erfitt að vera sífellt bornir saman við hann. Og hvað er það sem veld- ur því að Gerhardsen tókst það sem engum öðrum hefur tekist, að halda nánu sambandi við fólkið í landinu og tala mál þess, en vera á sama tíma fremsti leiðtogi lands- ins? Sjálfur vísar hann þessari spurn- ingu á bug. En er hins vegar vel meðvitaður um það hvers vegna hann varð sá sem hann er. „Ég óx upp með verkalýðshreyf- ingunni og óx inn í hana þumlung fyrir þumlung. Fyrst gegnum upp- eldi mitt sem barn i verkamanna- fjölskyldu, síðar í tengslum við starfið hjá vegagerðinni og störf sem ég gegndi i þágu verkalýðsfé- lagsins og síðar flokksins. Þetta kom smátt og smátt og það hentaði mér vel", segir hann. „Ég hef verið að hugleiða þetta undanfarið", segir hann „og ég held að árið 1920 hafi verið afar þýðing- armikið ár í mínu lífi. Það sem gerðist á því ári réði miklu um að ég lagði út í stjórnmálabaráttu síðar. Árið sem réði úrslitum Það var árið 1920 sem Einar, 23 ára vegavinnumaður var valinn til formanns i sínu stéttarfélagi, Félagi vegagerðarmanna. Sama ár var hann valinn til formanns í Verka- mannasambandi Óslóarborgar og þetta ár var hann einn þeirra sem settist á skólabekk, í þrjá mánuði, til að nema sósíölsk fræði í fyrsta skóla þeirrar tegundar í Noregi. „Það hefur mikil áhrif á svo ung- an mann að vera kosinn til for- manns í verkalýðsfélagi. Það veitti mér nægilegt sjálfstraust til að gera alvöru úr því að helga mig stjórn- málunum. Á námskeiðinu var ég einn af fimmtán sem voru valdir af öllu landinu til að nema fræðin og leiða baráttuna. Þetta ár fékk ég einnig að vera með í hópferð verkamanna, sem fóru um Vads0, Murmansk og Petrograd til alþjóðlegrar ráðstefnu sem haldin var í Moskvu. Það tengdi mig verkalýðshreyfingunni enn sterkari böndum", bætir hann við. Langafi Árið 1965 dró Gerhardsen sig í hlé frá stjórnmálum. Hann hafði þá setið sem forsætisráðherra í 17 ár og sem flokksformaður í 20 ár. Frá þeim tíma hefur hann þó verið virk- ur á ýmsan máta, m.a. ferðast um og haldið fyrirlestra. Síðustu árin hefur hann dregið allmikið úr störfum. Heilsan og orkan er ekki söm og fyrrum. Nú dvelur hann mest með fjölskyldu sinni, þremur börnum og fjölskyld- um þeirra, átta barnabörnum og þremur langafabörnum. Hann seg- ist hafa mikla ánægju af börnun- um. Einar, eitt langafabarnið, er á sama báti og hann sjálfur eins og er. Hann er ekki farinn að ganga, en er búinn að uppgötva að stafir eru ágætt hjálpartæki. Einar Gerhardsen fylgist vel með stjórnmálunum, þótt níræður sé. Og hann hefur getað fylgst með þróuninni, sem m.a. felur í sér persónusviðsetningu stjórnmála- mannanna. „Tímarnir breytast og við verðum að sætta okkur við að hlutirnir ganga öðruvísi fyrir sig en fyrir þrjátíu árum. Mér finnst Gro leysa hlutverkið vel af hendi, því hún Iæt- ur það skiljast að það eru margir sem vinna verkin, að rikisstjórn er félag margra einstaklinga", segir hann. Blaðamenn hafa verið tíðir gestir heima hjá Gerhardsen á þessu vori. Hver væri líka betur til þess fallinn að rifja upp 100 ára sögu Verka- mannaflokksins en einmitt hann? „Ég er vanur að leggja áherslu á að saga flokksins er arfur og fjár- sjóður sem við þurfum að varð- veita. En ekki má heldur gleyma að það hefur verið erfiður og þyrnum stráður vegur að ganga. Þá á ég sér- staklega við heimsstyrjöldina fyrri, rússnesku byltinguna og þau vandamál sem risu vegna norska verkamannasambandsins í al- þjóðasamtökum kommúnista. Sennilega er það tímabilið sem gagnrýnendur vilja helst draga fram. En það má ekki gleymast að á þeim tíma voru flestir hlynntir þátttöku, bæði í flokknum og verkalýðshreyfingunni" " En Gerhardsen er ekki fastur í fortíðinni. „Fortíðin þarf að vera með sem akkerisfesta", segir hann „en það er mjög þýðingarmikið að flokkurinn endurnýi sig og aðlagist breyttum tímum." (Viðtalið er tekið af Ninu Owing, blaðamanni við Arbeiderbladet í Osló)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.