Alþýðublaðið - 22.05.1987, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 22.05.1987, Blaðsíða 2
MMÐUMMÐ Simi: 681866 Útgefandi: Blað hf. Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Blaöamenn: Orn Bjarnason, Ása Björnsdóttir, Kristján Þorvaldsson og Jón Daníelsson Framkvæmdastjóri: Valdimar Jóhannesson Skrifstofa: Halldóra Jónsdóttir og Eva Guðmundsdóttir Setning og umbrot: Filmur og prent Ármúla 38 Prentun: Blaðaprent hf., Síðumúla 12 Áskriftarsíminn er 681866 Verðlagshömlur að nýju? Verðlagsstofnunm hefur birt niðurstöður könnunar á verðlagi og verðmyndun hér á landi og í nágranna- löndunum. Könnunin náði yfir um 80 tegundir af raf- magnstækjum, Ijósmyndavörum, hljóm- og mynd- snældum og vetrarhjólbörðum. Innkaupsverð reynd- ist í nær öllum tilvikum hærra til íslands en Noregs í samanburði á verði og verðmyndun á vörutegundum í verslunum í Reykjavík og Bergen. Álagningin hér- lendis á þeim vörum sem könnunin náði til hefur að jafnaði hækkað til muna frá þvi ákvæði um hámarks- álagningu voru felld úr gildi fyrir um þaðbil tveimur árum. Verðlagsstofnun telur að skýring verðmunarins felist einkum í því, að auk hærra innkaupaverðs er hærri álagning í krónutölu og mun hærri opinber gjöld á vöruverð. Þá bendir Verðlagsstofnun á, að um- boðslaun sem innflytjendur taka erlendis frá skýri að hluta til þann mun sem er á innkaupaverði auk þess sem (slenskirinnflytjendurgeri ekki eins góð innkaup og þeir norsku. Þessu hefur Árni Reynisson, fram- kvæmdastjóri Félags íslenskra stórkaupmanna mót- mælt, og segir að innflytjendur á umræddum vörum taki ekki umboðslaun erlendis. Georg Ólafsson verð- lagsstjóri hefur sagt að niðurstöður könnunarinnar verði kynntar einstökum innflytjendum og þannig reynt að hjálpa þeim að ná betri kaupum. Einnig yrði haldið áfram að veita aðhald meðal annars með svip- uðum könnunum. A síðasta ári birti Verölagsstofnun samanburð á verði nokkurra tegunda af mat- og hreinlætisvörum í Reykjavík og Galsgow þar sem fram kom að verð var almennt mun hærra í Reykjavík. í því sambandi birti Alþýðublaðið frétt í júlimánuði 1986, þess efnis að islenskir innflytjendur tækju enn umboðslaun er- lendis. í fréttaumfjölluninni sagði eftirfarandi: „Um- boðslaunakerfið sem svo er kallað, byggist fyrst og fremst á því að afsláttur af uppgefnu verði sem inn- flytjendur fengju erlendis, hvort sem var vegna magn- innkaupa eða af öðrum ástæðum, var nýttur með þeim hætti að hann var greiddur út erlendis og kom því ekki fram í innflutningsverðinu. Þessu til viðbótar er svo kunnugt um dæmi þess að islenskir innflytj- endur stofnuðu sérstök pappírsfyrirtæki erlendis til að nota sem milliliði i viðskiptum og hækka þannig innflutningsverð frekar. Allt er þetta gert til að ná hærri álagningu í krónutölu hér heima.“ í sömu frétt hafði Alþýðublaðið einnig samband við Eggert Krist- jánsson hjá Daníei Ólafssyni & Co og hann spurður hvort það tíðkaðist að íslenskir innflytjendur tækju enn umboðslaun erlendis og sagði hann að sér væri kunnugt um að svo væri. Eggert taldi líklegustu skýr- inguna á því að þetta kerfi væri enn við lýði vera þá, að „menn væru ekki trúaðir á það þegar álagning var gefin frjáls að það ástand yrði til frambúðar." Það er fyllsta ástæða til þess að ætla að orð Eggerts standi enn þanndag idag. Þessartværsamanburðarkannan- ir Verðlagskannanir Verðlagsstofnunar sýna, að neyt- endur hérlendis þurfa að greiða mun hærra verð fyrir sömu vöru en neytendurerlendis. Stór hluti skýringar- innar liggur hjá innflytjendum. Taki stórkaupmenn og heildsalar sig ekki á og leiðrétti þá þætti sem Verð- lagsstofnun hefur bent á, er hætt við að yfirvöld neyð- ist til að beina spjótum sinum að samtryggingarkerfi gróssera með þvi að taka upp gamla hámarksálagn- ingarkerfið — jafn meingallað og það var — með endurvakningu á verðlagshömlum og lögbundinni álagningu. Föstudagur 22. mai 1987 Jón Daníelsson skrifar Hátt innkaupsverð til íslands: 1) Minni magnafsláttur 2) Umboðslaun erlendis 3) Heimska Setjið kross þar sem við á Eiginlega er hægt að hugsa sér þrjár skýringar á þeim mikla mun sem reyndist á innkaupsverði til ís- lands og Noregs, í könnun Verð- lagsstofnunar sem birt var í fyrra- dag. 1) Norskir innflytjendur kaupa í stærri skömmtum og fá þvi hagstæðari kjör. 2) íslenskir inn- flytjendur leggja á vöruna erlendis áður en þeir selja sjálfum sér hana til innflutnings, ná þannig hærri gróða og fela hluta hagnaðarins á erlendum bankareikningum. 3) ís- lenskir innflytjendur eru upp til hópa vonlausir bissnessmenn og eru svo heimskir og illa að sér, að þeir láta erlenda kollega sína plata sig endalaust upp úr skónum. Vissulega er unnt að gera ráð fyr- ir að öll þessi þrjú atriði eigi hvert sinn þátt í því að skapa hátt vöru- verð á íslandi. Með útilokunarað- ferðinni, má þó tiltölulega einfald- lega reikna út að skýring nr. 2 eigi mest sök. Vissulega er Noregur stærri markaður en ísland og því er ekki unnt að útiloka með öllu þann möguleika að norskir innflytjendur nái að einhverju leyti hagstæðari kjörum en íslenskir starfsbræður þeirra. Afsláttur vegna magninn- kaupa norskra innflytjenda getur hins vegar ekki með nokkru móti numið svo háum upphæðum að þetta atriði útskýri nema lítið brot af mismuni á innkaupaverði til ís- Iands og Noregs. Við þetta bætist svo að þær vörur sem lentu í könnuninni eru tæpast allar keyptar inn í mun stærri- skömmtum til Noregs en íslands. Heildsalar í Noregi eru auðvitað misstórir, rétt eins og hér heima og trúlegt að sumir þeirra hafi einkum sölusambönd í Bergen, sem er álíka stór og Reykjavík. Þannig má auðveldlega útiloka skýringu þá sem hér að ofan er auð- kennd sem nr. 1. Þettaer þó sú skýr- ing sem íslenskir innflytjendur reyna að grípa til, þegar þeir þurfa að skýra verðmuninn fyrir almenn- ingi. Á næstu dögum megum við örugglega reikna með að heyra ein- hverja fulltrúa heildsala afsaka sig í fjölmiðlum með þessum hætti. Það má líka rifja það upp að þeg- ar svipuð könnun var framkvæmd fyrir átta árum, reyndist munur á innkaupsverði milla íslands og Norðurlandanna mjög áþekkur því sem nú reynist vera. Þá lýstu inn- flytjendur því sjálfir yfir að vegna hinna þröngu verðlagsákvæða sem þá giltu, neyddust þeir til að leggja á vöruna erlendis í formi umboðs- launa til sjálfra sín. Þetta tilgreindu innflytjendur sjálfir sem helstu skýringu á verðmuninum árið 1979. Gróflega reiknað virðist sem sagt ekkert hafa breyst í þessum efnum frá því að álagning var gefin frjáls, nema það eitt að vöruverð hefur hækkað mjög tilfinnanlega, vegna þess að álagning hefur hækkað. Umboðslaunin erlendis eru enn til staðar þrátt fyrir yfirlýsingar heild- salanna. í því sambandi má t.d. vitna til orða eins þeirra innflytj- enda sem lenti í Glasgow-könnun- inni í fyrra. Þessi innflytjandi við- urkenndi þá í viðtali við Alþýðu- blaðið að hann tæki enn umboðs- laun erlendis. Um þá skýringu sem auðkennd er hér að ofan sem númer þrju, er kannski best að hafa sem fæst orð. Þó má benda á að þar sem hugsan- legur magnafsláttur til Norð- manna, getur ekki með nokkru móti skýrt nema lítinn hluta þess mikla mismunar sem í mjög mörg- um tilvikum er staðreynd, neyðast menn annaðhvort til að viðurkenna umboðslaunaskýringuna, eða skýr- ingu númer þrjú. Um aðrar er ekki að ræða. Þegar um það var rætt á sínum tíma að gefa álagningu almennt frjálsa, virtist mikill hugur í mönn- um sem þessi viðskipti stunda. Af þeirra hálfu var talið óyggjandi að frjáls álagning myndi leiða til Iægra vöruverðs. Um það átti hin frjálsa samkeppni að sjá. Nú hefur þetta kerfi fengið að sýna kosti sína í nokkurn tíma en áhrifin reynast vera þveröfug við það sem spáð var. Það virðist í fljótu bragði erfitt að finna haldgóðar skýringar á þessu, en þó er augljóst að hin svo- kallaða frjálsa samkeppni virkar ekki. Miklu fremur virðist vera í gildi einhvers konar samtrygginga- kerfi sem kemur í veg fyrir að sam- keppnin fái að njóta sín. Neytendasamtökin, sem á sínum tíma tóku jákvæða afstöðu til þess að álagning yrði gefin frjáls, eru nú mjög tvístígandi í afstöðu sinni og telja jafnvel koma til greina að setja að nýju á stofn einhver verðlags- höft, í þeim tilvikum þar sem álagn- ingarbraskið er hvað óheyrilegast.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.