Alþýðublaðið - 26.06.1987, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 26.06.1987, Qupperneq 4
R ÍIMBIIBIfBIP Föstudagur 26. júní1987 250 DOLLARA SEKT FYRIR EINN REYK! Andreykinganámskeið I New York. Hræðslubandalag hinna dyggðugu. New York á góðri leið með að verða reyklaus Dr. C. Everett Koop gegnir starfi sem hvergi í heiminum á sinn líka. Hann er skurðlæknir af æðstu gráðu, nokkurs konar yfirlæknir bandarísku þjóðarinnar. Sem slík- ur hefur hann glæsilegan einkennis- búning, nokkur heiðursmerki og titilinn „Surgeon General“ sem er einn af heiðurstitlum hersins og loks svarinn óvin, sem hann berst gegn, reykingarnar. Árum saman hefur hann háð grimmilega baráttu gegn tóbakinu og öllum áhangendum þess. í heil- síðuauglýsingum og með þrumandi ræðum eggjar hann þá sem ekki reykja til andspyrnu gegn ósóman- um. Næstum daglega kemur hann fram á sjónvarpsskerminum og kynnir lokatakmark baráttunnar: „Árið 2000 skal ekki verða einn ein- asti reykingamaður í Bandaríkjun- um.“ Nú hefur Koop unnið mikinn áfangasigur. New York er fallin. Frá 7. maí sl. hafa nikótín-andspyrnu- menn ráðið þar lögum og lofum. Þar hafa reykingar verið bannað- ar innan dyra í öllum opinberum byggingum. Reykingamenn hafa verið hraktir út úr járnbrautar- stöðvum, flugstöðvarbyggingum, mörkuðum, sportmiðstöðvum og leigubílum. Stærri veitingahúsin hafa komið upp sérstökum reyk- svæðum og fokið er í síðasta skjól reykingamannsins, það að laumast á klósettið til að reykja. Nú er að- eins hægt að iðka ósiðinn á börum, á hótelherbergjum, í tóbaksbúðum — og heima hjá sér auðvitað og í lokuðum samkvæmum þeirra sem enn reykja. Háar sektir Fjöldinn allur af siðferðisvörð- um í þágu hins opinbera eiga að sjá um að reglurnar séu haldnar. Refs- ingar fyrir ólöglegar reykingar eru töluvert harðar — 1000 dollarar fyrir þann sem líður reykingar á sínu umráðasvæði og 250 dollarar fyrir óbótamanninn sjálfan. Reyk- bannið í New York er mesti sigur bindindismanna síðan á bannárun- um og reglurnar einhverjar þær áhrifamestu sem um getur í þá veru að breyta lífsvenjum fólks, eins og blaðið „Time“ orðar það. í 40 fylkjum Bandaríkjanna eru reykingar bannaðar í opinberum byggingum og í um 800 borgum hefur verið komið á sams konar reykbanni og í New York — með því fororði vitaskuld að reykingabann- ið bitni fyrst og fremst á fyrirtækj- unum, en ekki peningabuddunni. Þannig fór í Beverley Hills, þar sem kvikmyndastjörnur og kvik- myndaframleiðendur eru fjöl- mennir. Eftir að reykingabanni hafði verið komið á í vetur, skv. til- skipun, datt aðsókn að veitingahús- um niður í 65%. Bannið var þá af- numið í veitingasölum hótelanna á þeim forsendum að: „Franskir og ítalskir kvikmyndajöfrar geti ekki rætt viðskipti án þess að hafa sígar- ettu i munninum.“ Koop og félagar unnu umtals- verðan sigur í byrjun ársins, þegar tókbaksbanni var komið á í öllu skrifstofuhúsnæði á vegum hins opinbera, 6800 stöðum samtals. Síðan hefur verið þröng á þingi á af- mörkuðum reykingasvæðum, sem oft eru harla óvistleg. í dómsmála- ráðuneytinu t.d., verða reykinga- menn að flýja inn í framköllunar- herbergi til að reykja og í Pentagon eru reykingar aðeins leyfðar á fáum afmörkuðum snyrtiherbergjum, þaðan sem reykbólstrarnir stíga upp eins og frá brennandi húsi. Krossferðin fór virkilega að bera árangur árið 1986, þegar Koops hafði birt skýrslu sína um skaðsemi óbeinna reykinga. í rannsókninni var komist að þeirri niðurstöðu að óbeinar reykingar valdi sjúkdóm- um, s.s. krabbameini hjá þeim sem ekki reykja. Hershöfðinginn varð þó að viðurkenna að sannanirnar fyrir þessu væru ekki óyggjandi. Félagslegt vandamál Síðan hefur verið litið á reykinga- fólk í Bandaríkjunum sem félags- legt vandamálafólk, sem færir með- bræðrum sínum sjúkdóma og jafn- vel dauða. Ein af þeim rannsóknum sem Koop vitnar til — og aðrir sér- fræðingar efast um — sýnir að á ári hverju deyi milli 500 og 5000 reyk- lausir Bandaríkjamenn af lungna- krabba vegna óbeinna reykinga. „Það er tímabært að snúast til varnar“, segir Koop við bandamenn sína og andstæðingarnir eiga raun- verulega sífellt meira í vök að verj- ast. Margir íbúðareigendur leggja blátt bann við reykingum í sínum húsum. Á götunni eru þeir sem reykja litnir illu auga og þeir sem staðnir eru að reykingum á bann- svæðum geta átt von á að sígarettan sé rifin út úr þeim. í Los Angeles var reykingamaður stunginn á hol fyrir það eitt að kveikja sér í sígar- ettu. Það gagnar ekkert þótt umburð- arlyndir einstaklingar hvetji til hóg- værðar, eins og rithöfundurinn William Buckley gerði í grein í International Herald Tribune. „Hafið samúð með þeim reykinga- sjúku“. Annar rithöfundur, Gay Talese lýsir tóbaksþrælunum sem nýrri tegund „niggara“. Taugasér- fræðingurinn og prófessorinn Friedrich Hacker lýsir andreyk- ingaæðinu sem nú hefur gripið um sig sem „hræðslubandalagi hinna dyggðugu”. Þar sem reykingafólk í Banda- ríkjunum er nú nánast orðið eins og hermenn á jarðsprengjusvæði, þá fjölgar þeim nú óðfluga sem segja skilið við sígarettuna. I New York er biðröð alls staðar þar sem haldin eru námskeið til að venja fólk af reykingum. „Ég er orðinn dauðhræddur“, segir Richard Voss forstjóri og stór- reykingamaður, sem telur sig nauð- beygðan til að hætta að reykja. „Bráðlega verður ekki eftir einn einasti staður í allri New York, þar sem hægt er að reykja í friði“, segir hann. MANNFJOLDASPRENGING I AFRIKU Ibúar jarðarinnar verða bráðlega fimm milljarðar. Níu af hverjum tíu börnum fœðast í þriðja heim- inum og fólksfjölgun- in í Afríku er meiri en nokkurs staðar annars sta'ðar. Eftir fáeinar vikur verður mann- fjöldi í heiminum kominn i áður óþekkta stærð og hefur þá náð fimm milljarða markinu. Mann- fjöldasjóður Sameinuðu þjóðanna, UNFPA, hefur valið 11. júlí sem „fimm milljarða-daginn“, sem verður notaður til hvers kyns upp- lýsingastarfsemi um allan heim. „Hækkandi meðalaldur og minni ungbarnadauði hefur verið áfangi sem hægt var að gleðjast yf- ir, en sá vegvísir bendir ekki endi- lega í áttina að Paradís", segir í ár- legri skýrslu UNFPA. Níu af hverjum tíu börnum fæð- ast nú í þriðja heiminum og „Af- ríka vex með slíkum ógnarhraða að hvergi eru dæmi um annað eins í öðrum heimshlutum", segir þar ennfremur. Mannfjöldasérfræðingar hjá Sameinuðu þjóðunum áætla að fimm milljarðasti íbúinn fæðist um miðjan júlí. Það var komið fram á 19. öld í sögu mannkynsins þegar jarðarbúar urðu einn milljarður, einni öld síðar voru þeir orðnir tveir og tæplega hálfri öld síðar voru þeir orðnir þrír. Mannfjöldavandamál í skýrslunni er lögð áhersla á aukin vandamál samfara hinni öru fólksfjölgun. Bent er á samband fólksfjölgunar og umhverfiseyðing- ar og t.d. staðhæft að meira en helmingur af timburframleiðslu heimsins fari í eldsneyti, sem veldur því að skógar heimsins eyðast óð- fluga. I skýrslunni segir að það sé fyrir- sjáanlegt hver áhrif þróun fólks- fjölgunar í heiminum hefur. Ann- ars vegar er óheft fólksfjölgun sem getur ekki leitt til annars en neyðar- ástands; hins vegar er hægt að velja leið þar sem gætt er samræmis milli manns og náttúru og komandi kyn- slóðir njóta góðs af. Tíu milljarðar árið 2087 Á hverjum degi fjölgar íbúum jarðarinnar um 220.000. Á einu ári eru það 80 milljónir — eða sem svarar til íbúafjölda Etíópíu, Tanzaníu og Kenya samanlagt. Ef mannfjöldi eykst með sama hraða hér eftir sem hingað til, þá mun sex milljarða markinu verða náð í upphafi ársins 2000, sjö mill- jarða markinu þegar árið 2010 og átta milljarða markinu árið 2022. Það er ekki fyrr en árið 2087, þegar íbúar jarðar verða orðnir 10 mill- jarðar, að búist er við að jafnvægi hafi náðst. „Eftirlit með mannfjölda er þýð- ingarmesti þátturinn í allri áætl- anagerð og öll þróun ræðst af því hve ört fólkinu fjölgar“, sagði dr. Sadik, nýkjörinn framkvæmda- stjóri UNFPÁ á blaðamannafundi í Kaupmannahöfn nýlega. „Það er skilningur á því sem við óskum að komist til sem flestraf Hún sagði að barn nr. fimm mil- jarðar muni að öllum líkindum fæðast í þróunarlandi þar sem mannfjölgun er ör, sem aftur þýðir að lífslíkur þess eru langtum minni en þar sem mannfjöldaaukning er hægari. Skýrsla UNFPA gerir ítarlega grein fyrir sambandinu milli mann- fjöldaþróunar og efnahagsþróunar viðkomandi lands og skýrt með samanburði milli Brasilíu og Jap- ans, sem höfðu árið 1960 um það bil sömu tekjur á hvern íbúa. Hagvöxt- ur hefur verið mjög svipaður í þess- um tveimur löndum, en í dag er þjóðarframleiðsla á hvern ein- stakling í Japan meira en sjö sinn- um hærri en í Brasilíu. Alþjóðleg viðurkenning á sam- bandi mannfjöldaþróunar og ým- issa efnahagslegra vandamála hef- ur látið á sér standa. í kringum 1960 var eftirlit með mannfjölda nánast tabú hjá Sameinuðu þjóðunum, að sögn dr. Sadik. En nú hafa UNFPA og fleiri stofnanir í tvo áratugi unn- ið að því að kortleggja þróun fólks- fjölgunar í þriðja heiminum og gert fjölskylduáætlanir á þeim grund- velli. UNFPA hefur 150 milljónir doll- ara til ráðstöfunar árlega, sem eru frjáls framlög frá 94 löndum, Þessi upphæð væri mun hærri, ef Banda- ríkin greiddu sinn skerf. En fyrir tveimur árum varð andstaða gegn fóstureyðingum í þriðja heims löndum til þess að Bandaríkir. drógu aðstoð sína til baka. Önnur lönd hafa hins vegar aukið framlag sitt, Japan til dæmis, sem hefur gert stofnuninni kleift að halda starfinu áfram. Dr. Nafis Sadik var útnefnd sem framkvæmdastjóri UNFPA fyrir rúmum mánuði og tók við starfinu af Rafael M. Salas, sem lét það verða sitt fyrsta verk að ganga frá ársskýrslu UNFPA fyrir árið 1987. Dr. Sadik er pakistönsk kona, læknir að mennt og hefur unnið hjá UNFPA síðan 1971. Fólksfjölgunin ( Afrlku er’svo mikil um þessar mundir að hvergi eru dæmi um annað eins.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.