Alþýðublaðið - 17.07.1987, Blaðsíða 2
2
MDUBLMB
Simi: 681866
Útaefandi: Blað hf.
Ritstjóri:-; Ingólfur Margeirsson
Ritstjórnarfuíltrúi: Jón Daníelsson
Blaðamenn: Orn Bjarnason, Asa Björnsdóttiiog
Kristján borvaldsson
Framkvæmdastjóri: Valdimar Jóhannesson
Skrifstofa: Halldóra Jónsdóttir og Eva Guðmundsdóttir
Setning og umbrot: Filmur og prent Ármúla 38
Prentun: Blaðaprent hf., Síðumúla 12
Áskriftarsíminn er 681866
Mesta peningarán
íslandssögunnar
Ef núverandi ríkisstjórn tekst að hrinda í framkvæmd
fyrirætlunum sínum um uppstokkun og breytingar á
grútmorknu skattakerfi, verður það eitt stærsta um-
bótamál hennar og eitt mesta hagsmunamál allra al-
mennra launþega I landinu.
Mesta peningarán íslandssögunnar eru undanskot
fráskatti hina sfðari áratugi. Þetta kom m.a. fram í áliti
nefndar, sem fyrirforgöngu Alþýðuflokksins, kannaði
skil á söluskatti. Hún komst að því, að miiljörðum
króna var skotið undan skattskilum ár hvert. Þá er
Ijóst, að fjölmennar stéttir hafa aðstöðu til að
skammta sér laun og skatta að vild.
Þessi undanskot jafngilda tekjurýrnun hjá ríkissjóði,
sem verður að afla þessara tekna eftir öðrum ieiðum,
og þá liggur venjulega beinast við, að fara djúpt í vasa
launamannsins. En ríkissjóður hefur einnig tapað
verulegum tekjum vegna margvíslegra undanþága frá
greiðslu söluskatts og tolla. Fjármálaráðherrar hafa
veitt slíkar undanþágur út og suður eftir geðþótta-
ákvörðunum. Þannig hefur rikissjóður einnig orðið af
verulegum tekjum.
Jón Baldvin Hannibalsson, fjármálaráðherra, hefur
lýst ástandinu i þessum málum sem myrkum frum-
skógi, sem þurfi að höggva. Hann er staðráðinn í því,
að náfram þeim viljasinum, að allarsöluskattsundan-
þágur verði aflagðar. Takist að koma á samræmdum
söluskatti á allar vörur og þjónustu, eru verulegar lik-
ur á því að unnt reynist að lækka söluskattsprósent-
una, eða aðra skatta, er hvíla þungt á launafólki. Einn-
ig væri unnt að bæta kjörin i gegnum almannatrygg-
ingakerfið.
Um þessar mundir hefur rikisstjórnin ekki í höndum
þau tæki og tól, sem nauðsynleg eru til að uppræta
skattsvikin. Til þess þarf að gera grundvallarbreyting-
ar á skattakerfinu, einfalda það og gera það virkara.
Skilvirkt skattakerfi getur orðið ein mesta kjarabót
launafólks í landinu. En nauðsynlegarbreytingarfara
vart að skila árangri fyrr en um mitt þetta kjörtímabil.
Helstu þættir í nýju skattakerfi verða þessir:
1. Staðgreiðsla beinna skatta einstaklinga kemur til
framkvæmda um næstu áramót.
2. Tekjuskattsálagning atvinnurekstrarverðurendur-
skoðuð og einfölduð og að því stefnt að ný skipan
taki gildi á árinu 1988.
3. Launaskattur og tryggingagjöld atvinnurekenda
vegna launþega verða einfölduð og samræmd og
leggist sem jafnast á allar atvinnugreinar.
4. Athuguð verður skattlagning fjármagns- og eigna-
tekna.
5. Tekin verður upp ný, samræmd og einfölduð gjald-
skrá aðflutnings og vörugjalda, sem gæti komið til
framkvæmda á árinu 1988.
6. Virðisaukaskattur, eða nýtt og endurbætt sölu-
skattskerfi, verði komið í varanlegt horf 1989.
7. Stefnt veröur að þvi að skattbyrði einstaklinga af
tekjuskatti lækki i áföngum, samhliða endurskoð-
un annarra tekjustofna rikisins.
8. Lög um happdrætti, getraunir og ráðstöfun tekna
af þeim verði endurskoðuð.
9. Einn þáttur i heildarendurskoðun skattkerfisins
verður breyting á tekjustofnum sveitarfélaga.
Takist ríkisstjórninni að hrinda í framkvæmd veru-
legum hluta þessara fyrirhuguöu breytinga, myndi
það eitt réttlæta lífdaga hennar.
Sveinn Runólfsson, landgræðslustjóri ríkisins:
„Alvarlegasta umhverfis-
vandamálið í dag“
Talað um landgræðslusvæði og áætlanir — himneska rigningu
— barattuna við eyðingaröflin — sandfokssvæði og
sáningu — skógarhögg og sauðfé
og þátt almennings og landgræðslupokann.
„Við erum núna í landgræðsluflugi
með landgræðsluflugvélinni Páli
Sveinssyni og erum að dreifa á tvö
svæði, en það verk er hluti af nýrri
landgræðsluáætlun sem samþykkt
var á síðasta Alþingi. Sú áætlun er
fyrir árin 1987 til 1991, en þar er í
aðalatriðum lögð aðaláhersla á átta
svæði og við erum að ljúka við tvö
þau siðustu fyrir þetta ár. Þessi
svæði tvö eru Haukadalsheiðin of-
an Biskupstungna og sandgræðslu-
svæði við Uxahryggjaleið."
— Hvernig er ástand landsins
núna?
„Það var orðið afskaplega þurrt,
en undanfarna daga hefur þetta
lagast mikið, því það er búið að
rigna á öllu Suður- og Suðvestur-
landi. Það var mikill léttir og gefur
gróðri tækifæri til þess að ná sér á
strik. En það var farið að rjúka úr
öllum sárum og einnig voru tjarnir
á heiðum orðnar þurrar og rauk
mikið úr moldarbotnunum.
Ástandið var því orðið slæmt.“
— Þróun gróðureyðingar á und-
anförnum árum?
„í góðu árunum þá höfum við
haft undan eyðingunni, en í köldu
árunum höldum við kannski að
eyðingaröflin hafi haft yfirhönd-
ina, t.d. árin 1979 til 1983, og í vor
og sumar hefur þetta verið mjög
slæmt ár fyrir alla sandjörð. Og það
gildir um allt land. í þessum góðu,
árum grær heilmikið land upp, sem
betur fer. Það er sennilega í Austur-
Skaftafellssýslu sem við sjáum hvað
mestu sandgræðsluna og árangur-
inn af henni.“
— Hvað með fjárframlög til
aukinna framkvæmda?
„Við teljum að til þess að geta
tekist virkilega á við þann vanda
sem við blasir núna um allt land, þá
þyrftum við fjórum sinnum meira
framkvæmdafé en við höfum í dag,
til þess að nýta þau tæki og mann-
afla sem við ráðum yfir og til þess
að geta sagt að við séum ótvírætt í
sókn.“
— Hvaða svæði þarf að leggja
áherslu á næst til uppgrœðslu?
„TVímælalaust sandfokssvæði í
Þingeyjarsýslunum báðum, sér-
staklega þó í suður Þingeyjarsýslu
og svo viljum við herða sóknina á
Suður- og Suðvesturlandi, sérstak-
lega á þeim svæðum sem erum þeg-
ar búnir að girða og friða. Það er
þannig í dag, að við náum ekki að
framkvæma sáningu í nema litlum
hluta af þeim svæðum sem búið er
að friða, og þessi svæði eru það illa
farin af gróðureyðingu, að bati og
sjálfgræðsla er óskaplega hæg og
það verður að koma til mikill stuðn-
ingur í formi áburðar og grasfræs. “
— Er gróðureyðingin eins mikil
og margir hafa haldið fram?
„Það eru nokkuð skiptar skoð-
anir um þetta. Ég vil t.d. ekki gera
eins mikið úr þessu og margir aðrir.
Þó er ljóst að eyðingaröflin eru
mörg samtvinnuð. Eins er víst að
eldgos og aðrar náttúruhamfarir
vega kannski þyngst á metunum.
Eldfjöll voru auðvitað virk fyrir
landnám, en samt var landið mun
meira gróið þá en nú er. Búsetan á
fyrstu öldunum, þar sem saman fór
skógarhögg og beiting sauðfjár,
hefur auðvitað átt sinn stóra þátt í
eyðingu á þeim tíma. Einnig það að
landið hefur ekki náð að gróa að
nýju á þessum svæðum, sem hafa
eyðst af völdum eldgosa vegna beit-
arinnar. Við viljum þó leggja
áherslu á að við ráðum ekkert við
eldgos og aðrar náttúruhamfarir,
en við eigum að vera menn til þess
að stjórna beitarálaginu. Það er
töluvert búið að gera á því sviði, og
það þarf eins og frekast er unnt að
sjá til þess, að sú fækkun sem fyrir-
huguð er á sauðfé verði sem mest á
þeim svæðum sem verst eru farin.“
— Hvað með þátt almennings?
„Við viljum auðvitað að almenn-
ingur geri sér ljósa grein fyrir því
hvað hér er um alvarlegt mál að
ræða. Þetta er alvarlegasta um-
hverfisvandamálið sem við er að
etja í dag. Það er meðal annars þess
vegna sem þessi herferð var farin
með landgræðslupokann, að gefa
fólki kost á að taka þátt í því að
græða upp landið og eins til þess að
kynna þetta vandamál fyrir yngri
kynslóðinni, vekja hana til vitund-
ar og viðhalda þeirri vitund. “