Alþýðublaðið - 17.07.1987, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 17.07.1987, Blaðsíða 3
Föstudagur 17. júlí 1987 3 4 Globus styrkir MS-samtökin Árni Gestsson afhendir f.h. stjórnar Globus John Benedikz ávlsun að upp- hæð krónur 250.000.- 25. júní s.l., I tilefni af 40 áraafmæliGlobus. Gjöfin var gefin I minningu MargrétarGestsdóttur. John Benedikz tók við gjöfinni fyr- ir hönd MS samtakanna. Þessir bátar eru á leið til Færeyja, þar sem þeir munu ferðast milli hafnaá næstunni. I bátunum hefur verið komið upp Islenskri vörusýningu. Þaðerútflutningsráð Islands sem hyggst kynna Færeyingum Islenskarútflutningsvör- ur með pessum nýstárlega hætti. A-mynd: Róbert. Hérálandi hafaverið gefin út37 fyr- irtækjanúmer vegna strikamerk- inga. kerfinu á við merkingar á vörum, sem framleiddar eru og verslað er með á íslandi, en nefndin fól síðan Rekstrartæknideild Iðntæknistofn- unar daglegan rekstur númera- banka, eftirlit og kynningarstarf. Að EAN nefndinni á íslandi standa Félag ísl. iðnrekenda, Kaupmanna- samtökin, Félag ísl. stórkaup- manna, Samband ísl. samvinnufé- laga og Verslunarráð íslands. Fram til þessa hefur íslenska EAN nefnd- ín gefið út 37 fyrirtækjanúmer og fyrirspurnir um þjónustu á þessu sviði hjá Iðntæknistofnun hafa aukist verulega. Upphaflegi tilgangurinn með strikamerkingunni var að búa til óbrigðult kerfi til að fylgjast með birgðum í nýlenduvöruverslunum. Þróunin hefur orðið sú, að almennt er viðurkennt á viðskipta- og iðnað- arsviðinu að EAN (og samsvarandi bandaríska kerfið, UPC) sé eina merkingakerfið, sem hægt sé að nota almennt og alþjóðlega til merkingar á vörum á framleiðslu- og dreifingarstigi. Þetta staðlaða númera- og merkjakerfi hefur því breiðst um allan heim í verslun og iðnaði og strikin á umbúðunum eru orðin hluti daglegs lífs almennings í mörgum löndum. Nánari upplýsingar um EAN merk- ingakerfið, stöðu mála hér á landi og þjónustu Iðntœknistofnunar á þessu sviði má fá hjá Karli Friðrikssyni, Rekstrartæknideild ITÍ eða Vilborgu Harðardóttur útgáfu- og kynningarstj. í síma 68— 7000. Nonni og Manni KVIKMYNDATÖKUR á sjón- varpskvikmynd, sem byggð er á sögunum um Nonna, eftir hinn ást- sæla rithöfund Jón Sveinsson, eru að hefjast. Myndin verður unnin í samvinnu fyrirtækja og aðila víðs vegar að úr Evrópu. Að myndinni standa norska fyrirtækið Film- effekt a/s í samvinnu við þýska fyr- irtækið Taurus Film og breska fyr- irtækið Arena Films. Islenska sjón- varpið er ennfremur aðili að mynd- gerðinni og verður sett íslenskt tal inn á eintakið, sem sýnt verður hér- lendis. Leikstjóri myndarinnar, sem verður í sex þáttum, er Ágúst Guð- mundsson. Nonni og Manni verða leiknir af ís- lenskum drengjum. Garðar Thor Cortes leikur Nonna og Einar Örn Einarsson Manna. Nokkrir fleiri Ieikarar verða íslenskir, en þar utan koma þeir frá Noregi, Englandi, Spáni og Frakklandi. Útiatriði að sumri í myndinni verða tekin upp við Breiðafjörðinn á næstu vikum. Hefur hluta af Flat- ey á Breiðafirði m. a. verið breytt í Akureyrarbæ á síðustu öld, — um það bil á árinu 1860, — á æskuár- um Nonna. Myndin verður enn- fremur tekin upp á stöðum allt í kringum Breiðafjörð. Á meðan á upptökum stendur verður aðalað- setur kvikmyndafólksins og vinnu- aðstaða hér um borð í norska skip- inu m/s ORION, sem komið er sér- staklega til landsins í þessum til- gangi. Reiknað er með, að sjónvarps- kvikmyndin NONNl verði frum- sýnd um jólin 1988 og þá jafnvel víða um heim, enda myndin unnin í anda evrópskrar samvinnu. Nýstárleg vöru- kynning í Færeyjum Siglt milli 15 bæja með fljótandi sýningu á íslenskum vörum fyrir sjávarútveginn Hópur fulltrúa frá íslenskum framleiðslufyrirtækjum og Út- flutningsráði íslands hefur lagt upp í allnýstárlega kynningarferð til Færeyja. Tilgangur ferðarinnar er að kynna frændum okkar Færey- ingum, íslenskar vörur fyrir sjávar- útveg og fiskvinnslu. Farið verður til Færeyja á tveimur 8 metra löng- um trefjaplastbátum af gerðinni Sómi 800, siglt á milli bæja og boð- ið upp á fljótandi vörukynningu á staðnum. Fimm íslensk fyrirtæki taka þátt í ferðinni sem farin er að frumkvæði Útflutningsráðs ís- lands. Kynningin hefst formlega í Vest- manna þann 20. júlí n.k. og síðasti sýningardagur í Færeyjum er 25. júlí. Alls verður komið við í 15 fær- eyskum bæjum og væntanlegum kaupendum boðið að koma og skoða varninginn sem settur verður upp um borð í bátunum. Þeir staðir sem höfð verður viðkoma á eru: Vestmanna, Fuglafjörður, Hvanna- sund, Klaksvík, Strendur, Runavík, Nólsoy, Vágur, Tvöroyri, Hvalba, Sandur, Skopun, Sörvágur, Mið- vágur og Þórshöfn. í þessum bæj- um búa um 70°7o af íbúum Færeyja. Til að tryggja öryggi í siglingu á umrædda staði, var haft samráð við lóðsinn Eyvind Rein, en hann hefur mikla reynslu af ferðum um eyjarn- ar. Þá verður staðkunnugur maður ráðinn til að fylgja hópnum á ferða- laginu. Eins og áður er nefnt taka fimm íslensk fyrirtæki þátt í þessu fljót- andi ferðalagi og vörukynningu. Þau eru: Bátasmiðja Guðmundar sem framleiðir Sóma-bátana, hrað- skreiða fiskibáta sem verið hafa mjög vinsælir hér á landi og náðu um 42*% markaðshlutdeild á síð- asta ári, DNG á Akureyri mun sýna tölvustýrðar handfæravindur sem gert hafa mikla lukku, NORM-EX í Hafnarfirði kynnir plastker í allar stærðir fiskiskipa, Sjóvélar sem framleiða línuspil og fleira og ís- eind h.f. sem framleiðir olíueyðslu- mæla og annars konar rafeinda- mælitæki. Að auki verða kynntar vörur frá ýmsum fleiri íslenskum framleiðendum. Sem fyrr segir er það Útflutn- ingsráð íslands sem haft hefur frumkvæði að þessari nýstárlegu kynningarferð og er vonast til að þessi nýbreytni verði til að vekja enn meiri áhuga en ella hjá Færey- ingum. Fararstjóri í Færeyjaferð- inni er Jens Ingólfsson, svæðis- stjóri Norðvestursvæðis og mark- aðsstjóri tæknivara hjá Útflutn- ingsráði íslands. Berðu ekki við tímaleysi í umferðinni. Það ert ýtc sem situr undir stýri. IUMFERÐAR 'RÁÐ Vaxandi notkun strikamerkja Iðntæknistofnun sér um daglegan rekstur núm- erabanka auk eftirlits og kynningarstarfa Yfir 75 þúsund fyrirtæki í 35 löndum allra fimm heimsálfanna nota nú EAN-strikamerki til að fylgjast með birgðum, flýta dreif- ingu og fá nákvæmari upplýsingar jum hreyfingu varanna. Tíu ár eru síðan kerfið var tekið upp til að auðvelda viðskipti og iðnað um víða veröld og var þeirra tímamóta minnst á aðalfundi alþjóðasamtak- anna International Article Numbering Association EAN í Amsterdam í síðasta mánuði. Iðn- tæknistofnun íslands veitir sér- staka þjónustu á þessu sviði hér á landi. íslendingar gerðust aðilar að EAN kerfinu í byrjun ársins 1985. Stofnuð var „EAN-nefndin á fs- landi“ til að meta, kynna og koma Samræmíng leitar að legháls- og brjóstakrabbameini — Eitt af síðustu embættisverkum Ragnhildar Helgadótt- ur var að undirrita samning við Krabbameinsfélagið þess efnis. heilsugæslulækna og aðra sérfræð- inga þegar það á við. Reiknað er með því að fram- kvæmdar verði allt að 25 þúsund leghálskrabbameinsskoðanir ár- lega eða allt að 100 þúsund skoðan- ir á samningstímanum og allt að 15 þúsund brjóstkrabbameinsskoðan- ir árlega eða allt að 60 þúsund á samningstímanum. Gangi þetta eft- ir eru góðar horfur á að dragi megi stórlega úr þessum sjúkdómum og fækka dauðsföllum af þeirra hálfu. Gert er ráð fyrir því að þátttak- endur greiði fyrir krabbameins- skoðunina sama gjald og fyrir sér- fræðiaðstoð samkvæmt reglum al- mannatrygginga en þó aldrei nema eitt gjald. Kostnaður ríkissjóðs af leitarstarfinu er áætlaður um 45 millj. kr. árlega. Árangur leitar- starfsins skal metinn árlega og oftar óski ráðuneytið sérstaklega eftir þvi. Eitt af síðustu embættisverkum Ragnhildar Helgadóttur sem heil- brigðis- og tryggingamálaráðherra var að undirrita samning við Krabbamcinsfélag íslands um skipulega legháls- og brjósta- krabbameinsleit. Markmiðið er að draga úr þcssum sjúkdómum og fækka dauðsföllum af þeirra völd- um í samræmi við ályktun Alþingis og tilmæli Alþjóðaheilbrigðis- stofnunarinnar frá 1985. Samningurinn, sem byggður er á 19. gr. laga nr. 59/1983, um heil- brigðisþjónustu, gerir ráð fyrir því að á næstu fjórum árum frá og með næsta ári annist Krabbameinsfélag íslands samræmingu leitar að leg- háls- og brjóstkrabbameini og allra framkvæmdaþátta hennar og beri ábyrgð á þessum þáttum. Leitar- starf skal framkvæmt í samráði við héraðslækna og í samvinnu við

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.