Alþýðublaðið - 06.08.1987, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 06.08.1987, Blaðsíða 1
aó stofna veröi byggingarfélög um kaupleiguibúðirnar m.a. með þátt- töku atvinnurekenda. Sjálfur segist hann reiðubúinn að taka þátt í slíku. HP-mynd „KAUPLEIGAN ÞAO ALBESTA“ — segir Aðalsteinn Jónsson, Alli ríki, á Eskifirði, en hann telur að bygging kaup- leiguíbúða sé eina færa leiðin til að stöðva þá fólksflutninga sem eiga sér stað frá landsbyggðinni og hafa um árabil valdið miklum erfiðleikum í útgerð og fiskvinnslu. „Ég tel kaupleiguformið það al- besta. Það þarf að fara í þetta af myndarskap því þetta er sennilega eini möguleikinn og sá einfaldasti,“ sagði Aðalsteinn Jónsson, Alli ríki, á Eskifirðí í samtali við Alþýðu- blaðið, en hann telur að bygging kaupleiguíbúða sé eina færa leiðin til að stöðva þá fólksflutninga sem nú eiga sér stað á landsbyggðinni og hafa um árabil valdið miklum erfið- leikum í fiskvinnslu og útgerð. Víða um land vantar fólk til starfa, vinnuálagið er mikið og svo virðist sem ungu fólki á landsbyggðinni hrjósi hugur við að fjárfesta í hús- næði á stöðunum og leiti suður. í Alþýðublaðinu í gær er haft eft- ir Guðmundi J. Guðmundssyni for- manni Verkamannasambandsins að ástandið sé orðið mjög slæmt vegna manneklunnar, ekki bara vegna vinnuálagsins, heldur einnig vegna þess að víða er unnið í mun ódýrari pakkningar en ella þyrfti, ef' nægt vinnuafl væri á stöðunum. Líkt og Aðalsteinn telur Guðmund- ur að husnæðismálin séu aðalorsök þessarar þróunar og brýnt sé að gera þegar átak í þeim málum. Aðalsteinn segir að stofna verði byggingarfélög á stöðunum meðal annars með þátttöku atvinnurek- enda og segist hann sjálfur vera reiðubúinn að taka þátt í slíku. „Það þarf ekkert annað en fara af stað. Þegar búið er að fram- kvæma hlutina þá efast ég ekki um að allir vildu hafa gert það,“ sagði Aðalsteinn. Sem fyrr segir telur hann kaupleiguformið það hentug- asta í myndinni. „Víða erlendis er þetta vinsælt form og ég sé ekki ástæðu til annars en það væri það hér líka. Það þarf hins vegar að að- laga þetta íslenskum aðstæðum, þannig að menn hafi frjálsar hend- ur við að koma sér út úr slikurn íbúðum og selja. Það má ekki binda hendur nranna gersamlega. Frelsið er fyrir öllu.“ Ekki vildi Aðalsteinn alhæfa fyr- ir hönd annarra í greininni, hvort þeir væru tilbúnir að leggja fé í byggingar kaupleiguíbúða. „En ég skil ekki annað en aðilar i sjávarút- vegi sjái sér beinlínis hag í því að hrinda þessu í framkvæmd," sagði Aðalsteinn Jónsson, Alli riki. „Skattakerfið ekki lagfært með einu pennastriki“ — segir fjármálaráðherra m. a. við gagnrýni þeirri sem fram hefur komið á skattastefnu ríkisstjórnarinnar, m. a. frá Verzlunarráði. „Skattakerfið sem við búum við er meingallað, en það er jafnframt staðreynd að það verður ekki lag- fært með einu pennastriki þetta tekur sinn tíma“, sagði Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráðherra á blaðamannafundi í gær þegar hann svaraði m.a. gagnrýni sem fram hef- ur komið á skattastefnu ríkisstjórn- arinnar, m.a. frá Verslunarráði sem telur að skattahækkanir stjórnar- innar gangi þvert á yfirlýsta stefnu hennar um hlutleysi skatta og ein- földun skattkerfisins. Jón sagði að auðvitað hefði verið best að stíga skrefið til fulls og af- nema allar undanþágur í söluskatt- skerfinu. Hann sagði hins vegar að það hefði ekki verið hægt af ýmsum ástæðum m.a. með hliðsjón af skammtímaáhrifum á verðlag og þar af leiðandi áhrifum á rauðu strikin. Skatthækkanirnar undan- farið, sérstaklega matarskatturinn hefur sætt mikilli gagnrýni. Jón ítrekaði á blaðamannafundinum að sú álagning væri aðeins fyrsti liður í áætlun ríkisstjórnarinnar sem miðar að því að fækka undanþág- um, breikka skattstofninn og lækka prósentustigið. Aðspurður um spár Verzlunarráðs um gengissig eftir áramót, sagði Jón einfaldlega að ein af þeim for- sendum sem ríkisstjórnin gengi út frá væri að gengið héldist stöðugt. „Stjórnmálamenn eru hins vegar ekki einráðir og það getur verið ómögulegt að spá fyrir um ytri að- stæður, viðskiptakjör gætu versnað og svo er ómögulegt að sjá fyrir um aflabrögð."

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.