Alþýðublaðið - 06.08.1987, Blaðsíða 2
2
Fimmtudagur 6. ágúst 1987
MÐIIMBIÐ
Sími:
Útgefandi:
Ritstjóri:
Ritstjórnarf ulltrúi:
Blaðamenn:
Framkvæmdastjóri:
Skrifstofa:
Setning og umbrot:
Prentun:
681866
Blað hf.
Ingólfur Margeirsson.
Jón Daníelsson.
Ása Björnsdóttir, Elínborg Kristín Kristjánsdóttir
Kristján Þorvaldsson og Orn Bjarnason.
Valdimar Jóhannesson.
Halldóra Jónsdóttir, Eva Guðmundsdóttir og
Þórdís Þórisdóttir.
Filmur og prent, Ármúla 38.
Blaðaprent hf., Síðumúla 12.
Áskriftarsíminn er 681866.
Verðbólgan og Verzlunarráð
Verzlunarráö íslands hefur sent frá sér álit á stefnu-
yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. í áliti Verzlunarráös
kemur meðal annars fram aö líklega verði veröbólgan
á bilinu 20—30% næstu misseri og jafnvel meiri ef
aðstæöur versna. Þá bendir Verzlunarráð á það, að
vænta megi gengissigs eftir næstu áramót. Svart-
sýnisdómur Verzlunarráðs er enn ítarlegri: Bent er á,
að varla sé grundvöllur fyrir sameiginlegu átaki
stjórnarinnar og aðila vinnumarkaðarins til að ná nið-
ur verðbólgu enda náist tæpast þjóðarsátt um skatta-
hækkanir. „Þvert á móti,“ segir í áliti Verzlunarráðs,"
bendir flest til þess að skattahækkanir stjórnarinnar
verði hvati að auknu víxlgengi kauplags og verðlags."
Verzlunarráð íslands boðar átakatíma í þjóðfélag-
inu. Þessi boðskapur er grundvallaður á þeirri spá að
uppgangurverði að líkindum ekki jafn mikill og á síð-
ustu þrem árum en miklar væntingar almennings um
betri kjör. „Takist ríkisstjórninni að stjórna landinu
með þeim hætti að jafnvægi náist í ríkisbúskapnum,
verðbólgan lækki og erlend skuldasöfnun stöðvist,
nærhún meiri árangri en bjartsýnustu spádómargeta
mælt fyrir um,“ segir í áliti ráðsins Verzlunarráðs.
Ennfremurer ítrekað í álitsgerðinni að fyrstu aðgerðir
ríkisstjórnarinnar sem aðallega felast í skattahækk-
unum séu að heildarumfangi til fyrsta skrefið á mark-
aðri braut. En einstakar skattahækkanir geri flestar
ríkisstjórninni erfiðara fyrir með að ná markmiðum
sinum og ganga þvert á meginstefnu hennar um hlut-
leysi skattaog einföldun skattkerfisins. ÞátelurVersl-
unarráð að ríkisstjórninni muni ekki takast að standa
við áform sín um hlutfallslega óbreytt ríkisumsvif
nema að fram fari gagngerð uppstokkun á útgjöldum
ríkisins til landbúnaðarmála, húsnæðismála,
menntamála, heilbrigðismála, almannatrygginga og
vaxtagreiðslna af lánum ríkissjóðs. „Ríkisstjórninni
mun ekki takast aö standa við áform sín um hlutfalls-
lega óbreytt ríkisumsvif nema að fram fari gagngerð
uppstokkun á útgjöldum ríkisins til ofangreindra
málaflokka," segir í álitsgerð Verzlunarráðs.
Pótt líta beri á álitsgerð Verzlunarráðs sem plagg frá
ákveðnum þrýstihópi þjóðfélagsins og margar full-
yrðingarþess hæpnar, berþóaðtakaundirþáskoðun
að hættumerkin eru mörg. Hins vegar ber einnig að
hafa í hugaað núverandi ríkisstjórn tók við miklum og
duldum halla sem kallaði á róttækar fyrstu aðgerðir
ef snúa átti dæminu viö. Verðbólguspár fóru hækk-
andi eftir áramót þegar hulinn hallarekstur ríkissjóðs
fór smám saman aó koma í Ijós. En okkur ber aó líta
víðar í baráttunni viö veröbólguna. Flest nágrannaríki
okkar og vestræn ríki almennt eiga í miklu stríöi viö
hækkandi vöruverð og óvissa raunvexti. í nýjastatölu-
blaði hins virtatímarits, The Economist, erfjallaö sér-
lega um endurkomu verðbólgunnar í hinn vestræna
heim. í leiðara blaösins er bent á ört hækkandi vöru-
verö í Bandaríkjunum og Evrópu, hækkandi olíuverö
og vaxandi þörf fyrir erlendri lántöku fjölmargra ríkja.
Island erekki undanskilió í þessari þróun. Ríkisstjórn-
inni er mikill vandi á höndum. Hún þarf að bæta fjár-
þörf ríkissjóðs án þess aö kynda undir einstökum
þáttum sem leiða til verðbólgubáls. Þess vegna verð-
ur ríkisstjórnin að marka heildarstefnu sem tekur
skynsamlega á vandanum. Ríkisstjórnin þarf að búa
svo um hnútana, að hagvöxtur verði tryggður í land-
inu. Það hefur hún þegar gert að hluta með stefnuyfir-
lýsingu um áframhaldandi frjálsræðisþróun og hlut-
fallslega óbreytt ríkisumsvif. En vert er að því að
hyggja að ríkisstjórnin og landsmenn allir eiga af-
komu og hagvöxt kominn undiróvissum þáttum, svo
sem árferði ogTiskgengd. Þeim mun meir ríður á að
ríkisstjórnin fjötri sem fyrst ógnvaldinn mikla, verð-
bólguna.
„Þessar niðurstöður eru væntanlega gleöiefni fyrir þorra skattgreiðenda, en að sama skapi áhyggjuefni fyrir fjár-
málaráðherra," sagði Jón Baldvin m. a. þegar hann kynnti helstu breytingarálagningaropinberra gjaldafrásiðasta
ári.
300 milljón kr.
viðbótarmínus
í heild gæti innheimta á beinum sköttum einstaklinga og félaga
orðið 300 milljónum kr. minni en áætlun fjárlaga gerði ráð fyrir.
Innheiinta á beinum sköttum ein-
staklinga og félaga til ríkisins í ár
gæti orðið 300 inilljónum krónum
minni en fyrri áætlun gefur til
kynna. Þetta kom m.a. fram á
blaðamannafundi sem Jón Baldvin
Hannibalsson fjármálaráðherra
hélt í gær þar sem kynntar voru
helstu breytingar álagningar opin-
berra gjalda frá síðasta ári. Þessum
„nýja“ halla á ríkissjóði verður
ekki unnt að mæta með sérstökum
tekjuöflunarleiðum á þessu ári þar
sem svo er langt um liðið á fjárlaga-
árið. Jón Baldvin sagði að á fjárlög-
um næsta árs yrði að sjálfsögðu
tekið mið af þessu jafnbliða öðrum
þáttum ríkissjóðshallans. Sem
kunnugt er varð innheimta á síðasta
ári um 600 milljónum iimfram það
sem áætlað var. „Þessar niðurstöð-
ur eru væntanlega gleðiefni fyrir
þorra skattgreiðenda, en að sama
skapi áhyggjuefni fyrir fjármála-
ráðherra," sagði Jón Baldvin.
Beinir skattar til ríkisins hafa
hækkað frá fyrra ári um 14%, og
nema heildarálögur 9,5 milljörðum
króna.
Skatttekjur einstaklinga milli ár-
anna 1985 og 1986 hækkuðu um
33% og er það tæpum 10% meiri
hækkun en hækkun framfærslu-
vísitölu á sama tímabili. Áætluð
skattbyrði einstaklinga af heildar-
tekjum lækkar hins vegar, nemur
3,9% en 4,7% í fyrra. Lækkunin frá
því í fyrra er um 0,8%. Álagður
tekjuskattur á árinu 1987 er því
6.564 milljónir króna og hækkar
um 637 milljónir frá síðasta ári. Um
9% gjaldenda falla með hlut tekna
sinna í hæsta skattþrep og nenrur
þeirra tekjuskattur um 56,6% af
heildartekjuskatti einstaklinga á ár-
inu. Gjaldendur í lægsta skattþrepi
bera 2,1% af tekjuskatti ársins, þó
eru 62,5% gjaldenda í því skatt-
þrepi.
Við afgreiðslu fjárlaga var skatt-
byrði einstaklinga áætluð 4,5% af
heildartekjum þeirra á þessu ári.
Skattbyrðin er því mun minni en
áætlað var, eða 3,9% og var sem áð-
ur sagði 4,7% í fyrra. Helstu ástæð-
ur minni skattbyrði eru að launa-
hækkanir hafa verið mun meiri en
gert var ráð fyrir í ársbyrjun. Skatt-
byrðin nú er sú sama og á árinu
1985 og eru þessi ár með lægstu
skattbyrði á sex ára tímabili.
Álagður tekjuskattur félaga á ár-
inu nam 1.600 milljónum króna
sem er 328 milljóna króna hærri
fjárhæð en ’86, eða 26% hækkun.
Alagður tekjuskattur félaga var
ívið lægri en áætlað var í fjárlög-
um, en er þó meiri en nemur hækk-
un verðlags milli ára. Önnur álögð
gjöld félaga nema 2.353 milljónum
króna á árinu sem er 33% hærri
fjárhæð en í fyrra. Eignaskatts-
álagning var nokkuð hærri en gert
var ráð fyrir í fjárlögum.
Heildarálögur til sveitarfélaga
nema 9,5 milljörðum króna og hafa
hækkað 33% frá síðasta ári. Skatt-
byrði til sveitarfélaga er í ár talin
nema 6,6% af heildartekjum og
lækkar frá fyrra ári um 0,6%, en þá
nam skattbyrðin 7,2%.
Álagning beinna skatta einstakl-
inga og félaga er því heldur lægri en
gert var ráð fyrir í áætlun fjárlaga
1987. Álagðir skattar á félög aftur á
móti svipaðir og gert var ráð fyrir í
fjárlögum. Heildaráhrifin á af-
komu ríkissjóðs eru þó sem áður
segir mínus 300 milljónir.