Alþýðublaðið - 06.08.1987, Blaðsíða 4
ilMÐUBUfilÐ
Á myndinni sjást hvít-
klæddir Fahd konungur
Saudi Arabiu og Qaboos
súltan i Oman.
RAN
HORMUZ-STRÆDET
Sovésk-bandaríska kapphlaupiö á Persaflóa er erfiður biti
aö kyngja fyrir Arabalöndin umhverfis f lóann. Arabar kref j-
ast þess ad kjörorö þeirra „engin erlend íhlutun" sé virt.
Stríðiö milli íran og írak, sem
staöiö hefur í sjö ár og ekki sér enn
fyrir endann á, hefur haft margvís-
lega erfiöleika í fiir með sér fyrir hin
Arabaríkin við Persaflóa, þótt þau
hafi ekki tekiö beina afstöðu varð-
andi hernaöarátök landanna
tveggja. En hagsmunum þeirra er
ógnað og því neyðast þau gegn vilja
sinum til þess að samþykkja íhlutun
stórveldanna, Sovétríkjanna og
Bandaríkjanna og þiggja frá þeim
aðstoð, þótt sú skoðun sé ríkjandi
að vera þeirra á Persaflóa kyndi ein-
ungis undir ófriöarcldinum sem
énn logar glatt.
Hættuástandið sem skapast hef-
ur á Persaflóa, hefur leitt til kapp-
hlaups milli stórveldanna ennþá
einu sinni, kapphlaups um itök og
áhrif í Arabalöndunum umhverfis,
sem hefur orðið meira áberandi
með hverjum deginum sem líður og
iýsir sér í miklum flotaæfingum þar
sem herstyrk hvors um sig er hamp-
að stórum.
Bandaríska stjórnin hefur lofað
að vernda þau skip sem sigla undir
bandarískum fána og vill að a.m.k.
11 skip frá Kuwait séu skráð í
Bandaríkjunum. Þá hafa þeir boð-
ist til aukinnar hernaðarsamvinnu
við Arabalöndin umhverfis Persa-
flóa á þeim forsendum að nálægð
Sovétmanna á þessum slóðum sé
óæskileg, bæði fyrir þá sjálfa og
Arabaríkin.
Sovétmenn bjóðast að sínu leyti
einnig til þess að vernda skip sem
sigla undir sovéskum fána. Þeir
hafa leigt þrjú tankskip til Kuwait
og ætla að leggja til herskip sem
ábyrgjast öryggi þeirra á hinni
hættulegu siglingaleið. Þeir segja
að jafnvægi á Persaflóa sé nauðsyn-
legt fyrir þeirra eigin öryggi.
Erfiður biti að kyngja
En kapphlaup stórveldanna um
völd og áhrif á Persaflóa er erfiður
biti að kyngja fyrir löndin umhverf-
is. Leiðtogar landanna krefjast þess
einum rómi að kjörorðið „engin er-
lend íhlutun" sé virt.
Dagblaðið Al-Anba, sem er gefið
út í Abu Ahabi, gerði nýlega ræki-
lega úttekt á þessum málum og
spurði ýmissa spurninga sem leið-
togar Arabaríkjanna spyrja sig
sjálfa og hver annan án þess að fá
svar: Hvar sjást þess merki að stór-
veldin vilji stuðla að friðsamlegri
Iausn írans-íraks deilunnar? Hvers
vegna halda stórveldin áfram að
selja ýmist öðrum hvorum eða báð-
um stríðsaðiljum upplýsingar sem
stuðla að því að magna ófriðinn?
Hvar sést friðarvilji Sovétmanna í
verki? Svörin við þessum spurning-
um láta á sér standa, en í staðinn fá
íbúar Arabalandanna að sjá íburð-
armiklar flotasýningar sem virðast
vera gagnkvæm ögrun og hafa ekki
annan sýnilegan tilgang.
Arabar áhyggjufullir
Ráðamenn í Kuwait hafa áhyggj-
ur af þeirri þróun sem hefur átt sér
stað. Þeir hafa barist hart fyrir
sjálfstæði sinu og þykir það neyðar-
úrræði að sigla skipum sínum undir
erlendum merkjum. Þeir segjast
hafa varað við því árum saman að
styrjöldin hlyti að leiða til þess fyrr
eða síðar að stórveldin sæju sér leik
á borði og hæfu afskipti af Araba-
löndunum í skjóli hins ótrygga
ástands. Með því að leita ásjár hjá
erlendu ríki, hafa þeir á vissan hátt
beðið ósigur í sjálfstæðisbaráttunni
og það sama gildir um önnur
Arabalönd, sem hafa átt þá ósk
heitasta að vera lausir við afskipti
stórveldanna og ráðstafa málum
sínum sjálfir.
Akvörðun Kuwait-manna hefur
þó ekki skapað misklíð milli þeirra
og annarra Arabaríkja. Hin Araba-
ríkin skilja og viðurkenna þörf
Kuwait fyrir skipavernd og sjálf
geta þau ekki látið hana í té. Stór-
veldin eru þau einu sem það geta
eins og málum er háttað.
Nálægð þeirra hefur hins vegar
skapað ennþá meiri hættu en áður.
Árás íraka á bandariska skipið
„Stark“ er hrópandi dæmi um mis-
tök sem geta átt sér stað og hleypt
öllu í bál og brand þar sem ástandið
er svo eldfimt að ekkert má út af
bera. Samningur Bandaríkja-
manna við Kuwait hefur síður en
svo dregið úr hættunni.
Brautin rudd
fyrir Sovétmenn
Þá hefur hin langdregna styrjöld
írana og íraka einnig gefið Sovét-
mönnum langþráð tækifæri til að
skipta sér af málurn Arabaríkj-
anna. Þeir hafa heitið Kuwait her-
skipavernd til að tryggja öruggar
siglingar og varautanríkisráðherr-
ann, Vladimir Petrovsky, lagði í
framhaldi af því nýlega land undir
fót og.ferðaðist vítt og breitt um
Arabalöndin til viðræðna við hátt-
setta embættismenn. Leynilegar
viðræður, en fjölluðu um væntan-
legar friðarumleitanir við íran að
sögn. Þar með hafa Sovétmenn
einnig gert sitt til að ná áhrifum og
bandalagi við Arabaríkin, sem gæti
skapað þeim oddaaðstöðu og for-
skot á við Bandaríkjamenn.
Hið nýja hlutverk Sovétmanna
sem verndari laga og réttar á Persa-
flóa hefur Iiðkað fyrir annars konar
samskiptum. Talið er að Saudi
Arabía muni innan skamms taka
upp stjórnmálasamband við Sovét-
ríkin.
Skjótt skipast veður
Fram að þessu hafa ráðamenn i
löndunum við Persaflóa vísað allri
erlendri íhlutun á bug, hvað þá er-
lendum herjum á þessu svæði. En
þróunin upp á síðkastið hefur sann-
að það ennþá einu sinni hve skjótt
skipast veður í lofti í pólitík og
hernaði. Haft er eftir embættis-
manni frá Oman: „Við eigum enga
eilífðarfjendur. Ekki heidur neina
eilífðarvini, aðeins eilífðarhags-
muni.“
Það eru aðeins örfá ár síðan
Persaflóasambandið — samband
ríkja sem liggja að Persaflóa — gaf
út þá yfirlýsingu að löndin hefðu
nægan styrk til að tryggja öruggar
siglingar um flóann og öðrum herj-
um yrði ekki hleypt þar að. Nú hef-
ur Kuwait tekið sig út úr hópnum,
með þegjandi samþykki hinna ríkj-
anna og er í raun fyrsta merki um
nýja stefnu Araba gagnvart um-
heiminum, sem hefur það að leiðar-
ljósi að laga sig eftir aðstæðum.