Alþýðublaðið - 08.08.1987, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 08.08.1987, Blaðsíða 2
2 MMBUBLMB Sími: 681866 Útgefandi: Blaó hf. Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson. Ritstjórnarfulltrúi: Jón Daníelsson. Blaðamenn: Ása Björnsdóttir, Elínborg Kristln Kristjánsdóttir Kristján Þorvaldsson og Orn Bjarnason. Framkvæmdastjóri: Valdimar Jóhannesson. Skrifstofa: Halldóra Jónsdóttir, Eva Guðmundsdóttir og Þórdís Þórisdóttir. Auglýsingar: Guðlaugur Tryggvi Karlsson og Ólöf Heiður Þorsteinsdóttir Setning og umbrot: Filmur og prent, Ármúla 38. Prentun: Blaðaprent hf., Síðumúla 12. Áskriftarsíminn er 681866. Vítahringur skammsýninnar Ummæli Guðmundar J. Guðmundssonar, formanns Verkamannasambandsins, í Alþýðublaðinu sl. mið- vikudag, þess efnis að barnaþrældómur ríkti í frysti- húsunum, hafavakið miklaathygli. Guðmundur sagði meðal annars við Alþýðublaðið, að vinnuálagið í fisk- vinnslunni væri langt umfram velsæmismörk og í mörgum tilfellum væri um hreinan barnaþrældóm að ræða, þarsem börn og skólakrakkar vinna frá klukkan fjögur eða sex á morgnana og fram á kvöld. í frétta- tíma Ríkissjónvarpsins endurtók Guðmundur J. Guð- mundsson þessi ummæli sín og áréttaði að blessuð börnin ynnu vel og stæðu að mestu leyti undir fisk- vinnslunni í frystihúsunum að sumarlagi. Barnaþrældómurinn í frystihúsunum endurspeglar stóran þjóðarvanda. Fólksflóttinn af landsbyggðinni er að verða ískyggilegur. Atvinnurekendur hafa þegar brugðist við þessum vanda með hugmyndum um að bætaaðstæðurstarfsfólks; meðal annars með því að fjármagna að hluta byggingu leiguíbúða eða þátttöku í kaupleiguíbúðum. Þannig hafa atvinnurekendur á ísafirði tekið undir hugmyndir Jóhönnu Sigurðardótt- ur félagsmálaráðherra um byggingu kaupleiguíbúða og sl. fimmtudag birtist itarlegt viðtal við Aðalstein Jónsson, útgerðarmann og framkvæmdastjóra á Eskifirði, þarsem hann telurkaupleiguformið albestu lausn á húsnæðisvanda starfsfólksins og einu færu leiðina til að stöðva þá fólksflutninga sem eiga sér stað frá landsbyggðinni og hafa um árabil valdið mikl- um erfiðleikum í útgerð og fiskvinnslu. Viðbrögð vinnuveitenda við kaupleiguforminu eru ánægjuleg, en vissulega verður meira að koma til, ef kaupleigu- íbúðir eiga að rísa á landsbyggðinni; rikið og lífeyris- sjóðirnir þurfa einnig að leggja sitt af mörkum. Vandi fiskvinnslunnarerekki allurupp talinn. Vegna manneklu er unnið í mun ódýrari pakkningar en ella og dregur það úr söluverðmæti fiskafurðanna svo milljörðum skiptir. í samtali við Alþýðublaðið segir formaður Verkamannasambandsins: „Ég tel að um helmingur frystihúsanna vinni í 15—25% ódýrari pakkningar en hægt væri að selja.“ Guðmundur J. Guðmundsson er með öðrum orðum að segja okkur þábitru staðreynd aðvegnaslæmraraðstöðu og lágra launaverkafólks í frystihúsum, flytji þrautþjálfað fisk- vinnslufólk suður til Reykjavíkur í leit að annarri vinnu en frystihús landsbyggðarinnar eru mönnuð óvönu fólki og skólakrökkum. Þetta kallar á slæma fram- leiðslugetu sem gerir frystihúsunum ekki kleift að selja fiskinn í söluvænlegum pakkningum sem þýðir mun lakari sölu á heimsmarkaði. Þannig fara milljarð- ar til spillis í vítahring skammsýninnar. Byggðar- stefna er mál sem allir stjórnmálaflokkarnir voru sammála um fyrir síðustu alþingiskosningar. Við höf- um ekki efni á einhverjum hringlandahætti i kjörum landsbyggðarfólks sem stendur undir stórum hluta þjóðarteknanna. Flóttinn úr frystihúsum landsins er alvarlegt mál sem skiptir þjóðarbúið miklu, ekki að- eins efnahagslega heldur einnig menningarlega. Það er löngu kominn timi til að vinnuveitendur og ríkis- valdið taki höndum saman að leysa vandamál þau sem mannekla fiskvinnslunnar hefur skapað, m.a. barnaþrældóm og minnkandi þjóðartekjur. Fyrsta skrefið í rétta átt er bygging kaupleiguíbúða. Um það virðast vinnuveitendur og verkafólk sammála. Hér á jörðu sem á himnum? Okkur er sagt að svokölluðum sértrúarsöfnuðum fari fjölgandi hér á landi. Með því er átt við þá kristnu söfnuði sem starfa utan þjóðkirkjunnar, þó ekki kaþólsku kirkjuna, af undarlegum söguleg- um ástæðum. Sjónvarpið sagði okkur frá þessu um Ieið og það sýndi brezka heirn- ildamynd um uppgang bókstafstrú- ar i Bandaríkjunum. Þar í landi hafa frjálslyndir menn nokkrar áhyggjur af uppreisn bókstafstrú- arinnar. Hún á rætur að rekja til 5. og 6. áratugarins, þegar stór hluti bandarísku þjóðarinnar komst úr örbrigð í áinir á skömmum tíma og tók með sér bókstafstrúna eða öfgatrúna, sem alltaf hefur þrifist vel meðal fátækra og örvæntingar- fullra. Nú er sagt að þeir séu að taka vöidin þar. Og þeir eru komnir hingað. Er ástæða fyrir okkur að örvænta? Svindlið Mörgum hættir til að bregðast harkalega við þessari trúarhreyf- ingu, enda hefur ýmislegt skraut- legt tengzt henni í gegnum árin. Ný- ir söfnuðir velta gífurlegu fjármun- um og hafa því stundum orðið gróðavegur óprúttinna glæpa- manna. Okkur nægir að líta á ævintýrið um draumabæinn Heritage U.S.A. og fjárglæfrana í kring um Bakker- hjónin nú nýlega. Við brosum að illa dulinni hræsninni og barnalegu sakleysinu. Við reiðumst því að síð- ustu aurarnir eru sviknir út úr gömlum konum og notaðir í loft- kældan kofa fyrir hund prédikar- ans. Við undrumst hversu einfeldn- ingslegur áróður hrífur á milljónir sjónvarpsáhorfenda. Niðurstaðan verður sú að þarna séu á ferð svindlarar og falsspá- menn sem notfæra sér trúgirni og guðsótta fólks. í mörgum tilfellum er sú niðurstaða rétt. Trúin En bíðum nú við. Við skulum gæta að því að dæma ekki trúna vegna einhvers sem óheiðarlegir sjónvarpsprédikarar gera. Það kemur í raun trúnni sem slíkri ekk- ert við. Einnig er rétt að muna að ekkert af þessu væri mögulegt ef ekki væru til milljónir fólks sem er reiðubúið að fórna tíma sínum og fjármunum fyrir ákveðna trú. Trúna á Guð og Biblíuna og allt sem þetta stendur fyrir. Við getum svo sem haft ýmsar skoðanir á þessari trú, samt sem áður. Mér finnst hún t.d. of klisjukennd til að vera „trú- verðug“. Setningar sem heyrast sí og æ hjá ólíku fólki, t.d. „að öðlast líf með Jesú“ eða „hleypa Guði inn í líf mitt“, benda að mínu mati frekar til sefjunar en sjálfstæðrar hugsun- ar. Hvað sem því líður, þá telur fjöldi fólks sig hafa þörf fyrir þessa trú. Það megum við ekki vanmeta eða vanvirða. Þjóðfélagsaðstæður eru slíkar, bæði hér og í Bandaríkj- unum, að fólk sækir í trúna hugg- un, von og hjálp. Það lifir í ótta; ótta við ofbeldi og mannvonzku, jafnvel ótta við fjölskyldu sína og nágranna. Það finnur líka til van- máttar síns í fjöldasamfélaginu. Marx gamli kallaði þetta firringu, þótt í öðru samhengi væri. Þetta eru staðreyndir sem við okkur blasa. Þær hafa óhjákvæmi- lega áhrif á samfélagið allt, hvað við gerum sem þjóðfélag og hvernig við leysum vandamál saman. Stjórnmálin Og þá komum við að pólitíkinni. Er ástæða til að óttast eða amast við virkri þátttöku trúarhreyfinga í stjórnmálum? Er eitthvað svipað að gerast hér á landi og hefur gerzt í Bandaríkjunum? Sumir segja að trú og stjórnmál eigi ekki samleið. Þetta er rangt að því leyti að trú eða trúleysi hafa, eðli málsins samkvæmt, mikil áhrif á skoðanir okkar og þetta tvennt verður líklega aldrei aðskilið, þótt vissulega líti fæst okkar á Biblíuna eða önnur trúarrit sem pólitískar handbækur. Hitt er aftur mikilvægt að gera greinarmun á trú og skoðún. í trú felst vissa um sannleiksgildi ákveð- inna setninga, t.d. „Guð er til“ eða „Guð skapaði heiminn". Skoðun er hins vegar, eða ætti að vera, ályktun dregin að staðreyndum eða sterk- ustu líkum. Til að draga rétta álykt- un þarf skynsemi, en til að trúa þarf einungis að vilja. Lýðræðið byggist á þeirri hugsun m.a. að það sé samfélaginu fyrir beztu að þegnarnir rökræði málefni þjóðfélagsins sín á milli og komist að sameiginlegri niðurstöðu, dragi saman ályktun. Þetta er gert í trausti þess að fólk sé nógu skyn- samt til að draga ályktanir af þeim upplýsingum sem það hefur. Með rökræðum, deilum og skoðana- skiptum fæst niðurstaða. Trúin hafnar hins vegar þessari aðferð. Samkvæmt trúnni er aðeins til einn sannleikur, óháður mannin- um, óumbreytanlegur og eilífur. Þennan sannleik hefur Guð boðað og hann stendur óhaggaður og óhagganlegur. Það þjónar engum tilgangi að rökræða eða skiptast á skoðunum — það er tímasóun, því sannleikurinn stendur skrifaður eins og Guð hefur kennt hann. Þess vegna er óhjákvæmileg mót- sögn á milli bókstafstrúar og lýð- ræðis. Umburðariyndið, sem ætti að vera einkunnarorð hvers lýðræð- issamfélags, nær ekki til hinna óumburðarlyndu. Ekki má misnota lýðræðið til þess að eyðileggja það. í þessu felst hættan á uppreisn bókstafstrúarinnar í stjórnmálum. Hún er ekki yfirvofandi hér á landi, en hennar verður greinilega vart í Bandaríkjunum. Þar eru þeir of áberandi sem höndlað hal'a hinn eina rétta sannleika og hafa tekið að sér að framfylgja honum og þröngva upp á aðra. Hamingjan forði okkur frá þeim ósköpum. Búvörusýningin 1987 Búvörusýningin BÚ ’87 verð- ur opnuð föstudaginn 14. ágúst. Margt forvitnilegt verður að finna á sýningunni, m.a. sögu- sýningu, kynningu á nýgreinum í landbúnaði, landgræðslu, skógrækt og jarðrækt. Á sýn- ingunni verður einnig til sýnis kjötvinnsla; flokkun og vinnslurás. Þá eru allar tegundir búfjár á útisvæði, mjaltir, hest- ar og hestamennska sýnd, mat- arkynningar, skemmtiatriði og óvenjuleg. atriði eins og fjár- hundar sem smala fé og af- burðanautin Stakkur og Spori frá Hvanneyri skreppa í bæinn. Á myndinni sjást nokkrir að- standendur sýningarinnar BÚ ’87 kynna sýninguna fyrir fréttamönnum. Frá vinstri: Gunnar Bjarnason sem hannaði sýninguna, Magnús Sigsteins- son, framkvæmdastjóri sýning- arinnar, Hákon Sigurgrímsson, framkvæmdastjóri Stéttarfé- lags bænda og Jónas Jónsson, búnaðarmálastjóri.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.