Alþýðublaðið - 08.08.1987, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 08.08.1987, Blaðsíða 5
Laugardagur 8. ágúst 1987 aði. Kúnninn á þannig auðvelt með að ganga á milli búða og gera verð- samanburð. “ Jón er minntur á ummæli versl- unarmannsins í Karnabæ um yfir- gang Hagkaupsmanna. „Þegar upp er staðið munum við í Hagkaup eiga rúmlega þriðjung húsnæðis- ins,“ segir Jón. „Aður áttum við um 40%. Þann 13. ágúst — daginn sem við opnum — tekur húsfélag við rekstri Kringlunnar. í stjórninni munu sitja tveir menn frá Hagkaup en þrír frá öðrum búðareigendum. Þar höfum við ekki meirihluta. Það hafa hins vegar gilt ákveðnar reglur um verslanir hér í Kringlunni sem ekki er hægt að breyta nema með samþykki húsfélagsins. Reglur þessar eru settar til að auka breidd og fjölbreytileik vöruvalsins og er enginn yfirgangur. Hér í Kringlunni eru 63 verslanir og fimm þjónustu- aðilar. Ég verð að játa að ég skil ekki alveg orð Gulla í Karnabæ." Að kenna skrælingjum rokk Við göngum nú út úr verslunum Hagkaups og höldum eftir yfir- byggðri verslunargötunni. Alls staðar liggja leiðslur og kaplar yfir plastdúknum og vírar hanga niður úr loftinu. En gatan er að fá á sig notalegan svip, þótt framhliðar verslananna séu enn margar ómál- aðar og með límborða yfir rúðun- um. Hönnun götunnar sem liggur í vinkil er falleg og áferðarmjúk og teiknuð af Hrafnkatli Thorlascius arkitekt, en breskir ráðgjafaaðilar hafa verið með í ráðum varðandi útlit og staðsetningu verslana. Iðn- aðarmenn liggja og sitja í götunni, aðrir eru að ræsa rúllutröppurnar tvær sem tengja göturnar saman. Kringlan með öllum innréttingum er metin á tvo og hálfan milljarð. Ekki dónaleg fjárfesting það. Fyrir enda götunnar stendur Tommi í Tommaborgurum fyrir ut- an Hard Rock Café sitt sem reyndar hefur opnað án nokkurrar auglýs- ingar. „Ég ætla ekkert að auglýsa fyrst um sinn,“ segir Tommi og býður okkur að ganga inn. Inni er dúndrandi rokktónlist og innrétt- ingarnar í eins konar samblöndu af breskum pöbb og hamborgarastað. Athygli vekur barborðið sem er risastór gítar og stór stytta af Leifi Eiríkssyni sem stendur í horni með rafmagnsgítar reiddan um öxl. „Þetta er Leifur Eiríksson á leið til Vínlands til að kenna skrælingjum rokk,“ segir Jón Ásbergsson fag- legur á svip. Annars eru flestöll slagorð veggjanna á ensku og engu líkara að maður sé staddur í útlönd- um þarna inni. Við göngum aftur út og höldum eftir götunni sem tekur á sig heil- legri mynd með hverri klukkustund sem líður. Enda veitir ekki af því ekki eru margir dagar í opnun. Jón ræður í spurnarsvip undirritaðs og þrífur múrskeið, veifar henni og segir hressilega: „Við verðum til- búnir í tíma. Engin hætta á öðru. Við verðum tilbúnir. “ Jón Ásbergsson, forstjóri Hag- kaups: „Hér ríkir enginn flottræf- ilsháttur þótt vel sé lagt í. Og vöru- veröið verður ekki hærra, heldur þvert á móti lægra.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.