Alþýðublaðið - 08.08.1987, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 08.08.1987, Blaðsíða 16
16 Laugardagur 8. ágúst 1987 Bjarki Tryggvason, söngvari, bassaleikari, gítarleikari og listatrésmiöur aö auki: „Spurning um réttan tíma á réttum stað“ Talað um vafasöm bernskubrek — Pónikk — Radíó Luxemburg — Snillinginn Ingimar Akureyrar — metsölulagið Glókoll — Bítla- Eydal og hljómsveit hans og Sárþreytta árin athyglisverðu — Rafmagnsbassaleik athygli. Bjarki Tryggvason, tónlistarmaður: „Allt snýst um Reykjavík. Fáir taka eftir því sem menn eru að gera á landsbyggðinni. Að hluta til er þetta fjölmiðlum að kenna." Hver man ekki eft- ir Bjarka Tryggva- syni, drengnum með sérkennilegu röddina, sem söng lagið Gló- koll ásamt ótal fleiri gullfallegum dægur- lögum inn á hljóm- plötur? Bjarki er einnig mikill listatré- smiður, en það vita fœrri. Blaðamaður Alþýðublaðsins hitti Bjarka á förnum vegi og lagði fyrir hann nokkrar spurningar. — Su var tíðin að til var hljóm- sveit sem hét Pónikk og var frá Keflavík. En það var önnur hljóm- sveit með sama nafni til á Akureyri á árunum í kringum 1962 og 1963. Hverjir voru meðlimir þeirrar ' hljómsveitar? Bernskubrek „Þessi hljómsveit var nokkurs- konar bernskubrek nokkurra skólastráka, og meðlimir í þessari hljómsveit voru Jörundur Guð- mundsson, núverandi skemmti- kraftur, Garðar Karlsson, bróðir Birgis Karlssonar sem margir kann- ast við sem spilaði lengi á gítar hjá Magnúsi Ingimarssyni, Örn Bjarnason, núverandi blaðamaður og rithöfundur og svo ég. Og svo Kristján Gunnarsson, kenndur við Verslunina Eyjafjörð." —Og hvaða hljómsveitarstefna var þá aðallega í gangi? „A þessum árum voru menn að spila jöfnum höndum Shadows og Beatelslögin, þar sem hvor tveggja var í gangi, sungin tónlist frá Bítl- unum og svo leikin tónlist ættuð frá Skuggunum. Og einmitt á þessu tímabili þá er Pónikk hljómsveit sem er að fara úr gítarspilinu og yfir í sönginn jafnhliða gítarspilinu. Og þá varð á sú breyting t.d. að allir fóru að syngja, en það hafði ekki verið sungið áður. Hljómsveitir höfðu stundað hljóðfæraleik og haft svo einhvern ákveðinn söngv- ara eða söngkonu. Þessi hljómsveit var reyndar ekki lengi við lýði, menn voru ungir og á mikilli yfir- ferð eins og gengur með unga menn. En það var mjög gaman á meðan á þessu stóð og menn voru atkvæðamiklir og ætluðu sér stóra hluti, eins og gengur.“ — En var þetta ekki þín frum- raun í hljómsveitarbransanum, Bjarki? „Jú, en að vísu hafði ég verið í einhverjum skólahljómsveitum al- veg frá því ég var í barnaskóla, því maður byrjaði snemma að hafa áhuga á tónlist og ég fór mjög snemma að trúa því að ég gæti gert eitthvað á þessu sviði. Og mér hefur ekki tekist að losna við þá grillu síð- an! En það má eiginlega segja að þegar maður var að komast á gelgjuskeiðið, þá hafi byrjað fyrsta alvöru tilraunin með þessa mússík mína.“ Bítlaárin — Og þarna eru Bítlarnir að byrja og the Rolling Stones og fleiri? „Já já og um þetta leyti kynntist ég konunni minni svo að það var heilmikið að gerast hjá mér, bæði í persónulegu lífi og eins í tónlistinni. Um þetta leyti kemur fram alveg ný músíkstefna sem allir voru knúnir til þess að fara inn á, sem var raunar ekki erfitt vegna þess að hún var frjálsiegri en áður hafði tíðkast og ég held að öllum hafi farið að líða betur, bæðihljómsveitarmeðlimum og svo fólkinu sem var að skemmta sér, því þarna fara t.d. allir að syngja eins og áður sagði.“ Nœmur á tónlist — Nú síðan þróast þetta upp í það að þú verður okkar aðalsöngv- ari auk þess að vera sólóisti á gítar- inn? „Já, þetta þróaðist nú þannig, en það var ekki þar með sagt að þið hinir hafið verið nokkuð síðri. En kannski var áhuginn mestur hjá mér. Ég satt að segja sá mjög fátt annað á þessum árum. Mér var líka sagt af ágætum mönnum, að ég hafi verið mjög næmur á tónlist og það setti auðvitað í mig vissan kjark.“ — Og síðan ferð þú að starfa með hljómsveitinni Póló hjá Pálma Stefánssyni? „Já, vel á minnst. Ef ísland væri stærra land sem byði upp á meiri ferðalög t.d. þar sem hægt væri að kynna lögin víðar upp á sviði, þá væri örugglega tekið meira mark á því efni og þeim hljómsveitum sem koma utan af landi. Sannleikurinn er sá að það eru margar mjög fram- bærilegar hljómsveitir sem eru starfandi út á landi, en þær fá bara ekki að njóta sín nema þá kannski einstaka hljómsveit og eru Skrið- jöklar þar gott dæmi sem undan- tekning. Því allt snýst um Reykja- vík. Og það er í rauninni sama hvaða listastefna það er; tónlist, myndlist og hvað sem er. Það sem menn eru að gera út á landsbyggð- inni, eftir því taka mjög fáir og þarna eiga fjölmiðlar ef til vill vissa sök. En hitt er svo annað mál að á þessu eru vissar skýringar. Hér á suðvesturhorninu býr um helming- ur landsmanna og það er svo sem ekkert skrýtið að allt snúist meira eða minna um þann landshluta. í því eru hins vegar fólgnar vissar hættur sem ég held nú að menn séu loksins að koma auga á. Það er t.d. engin smáræðis verðmætasköpun sem fer fram utan Reykjavíkur.“ Vandi dreifbýlisins „Það gefur til dæmis auga leið að hljómplata sem er gefin út á höfuð- borgarsvæðinu, hlýtur að seljast að öllum jafnaði í mörgum sinnum stærri upplagi en hljómplata sem gefin er út t.d. á Egilsstöðum. Ein- faldlega vegna þess að aðdáenda- hópurinn er svo margfalt stærri í Reykjavík. Þar að auki eru í Reykjavík miklu fleiri útvarps- stöðvar sem auglýsa þessar plötur daginn út og inn með viðtölum við hljómsveitirnar og allt hvað eina. Það er bara gömul staðreynd að þú verður að stíla þína vöru inn á það svæði þar sem markaðurinn er mestur fyrir hana. Á höfuðborgar- svæðinu eru líka langbestu upp- tökustúdíóin o.s.frv. Og það er ekk- ert vafamál að bara þessi púnktur setur dreifbýlismennina á dálítið lægra plan.“ — Mér fannst líka slundum að það heyrðist í fjölmiðlum miklu lakari músík sem hafði það eitt sér til ágœtis að koma frá Reykjavík. Getur þú verið sammála mér um þetta? Tónlist að nafni samkrull „Jú, ég get verið sammála þessu að vissu marki. En við komum fram árið 1965 með eitthvað sem kalla mætti dreifbýlismúsík, svona sam- blandi af K.K. sextett og einhverju allt öðru sem var auðvitað tómt samkrull, en að einu leyti fersku þó. Og það var vegna þess að fyrir norðan höfðum við aðgang að Radíó Luxemburg, sem heyrðist mjög vel t.d. á Akureyri nánast allt skammdegið. Þannig að plötur sem voru gefnar út í Englandi, þær voru kynntar deginum áður þar. Og þar fékk ég mjög mikinn efnivið í þá músík sem ég var að vinna að á þessum árum. Og fyrir bragðið þá tókst mér að næla mér í svona visst forskot. Og kannski var ég sá eini sem hafði sinni á því að notfæra mér þetta forskot, ég bara veit það ekki. Alla vega þá fékk ég einhverja góða tilfinningu fyrir þessu.“ Ingimar Eydal — Eftir ævintýrið með Pálma Stefáns og Póló, þá gengur þú til liðs við Hljómsveit Ingimars Eydal. Var það ekki mikil uppUfun? „Jú geysileg. Og mér finnst ein- hvern veginn að þá hafi ég fyrst fengið að njóta hæfileika minna og fá tækifæri til þess að komast virki- lega að því, hvers ég var megnugur í tónlistarmálum. bæði var að ég fékk hjá hljómsveit Ingimars gífur- lega aðstoð og kennslu og þarna reyndi fyrst á það fyrir alvöru, hvort ég hafði eitthvert talent eða ekki, — bæði sem söngvari og eins sem gítarleikari. En þó gerðist það nú þar að ég fer að færa mig yfir í bassaleikinn, þótt ég væri stundum að grípa í gítarinn. En í dag lít ég fyrst og fremst á mig sem bassaleik- ara fyrir utan sönginn. En það er ekkert vafamál að á þessum árum þá mótaðist ég sem músiskant." Póló og Bjarki — En svo kemur þessi plata með Póló sem verður svona vinsœl. Var það ekki talsverð upplifun fyrir þig að vera þar með allt í einu orðinn fullgildur og virtur I faginu? „Sú plata kemur reyndar fyrr, eða 1965. Jú jú, þessi plata var mik- ið leikin í útvarpi og í óskalagaþátt- um og er í rauninni bara ein af mín- um mörgu gullplötum, en það var bara ekki til siðs að heiðra menn með gullplötum í þá daga, og sann- leikurinn er sá að ég á enga einustu. Hefði þetta hins vegar verið tíðkað þá, þá ætti ég heilan stafla af þessu. Og þetta lag sem náði svona geysi- legum vinsældum, Glókollur (Sofðu nú sonur minn kær), hef ég reyndar unnið tvisvar. Bæði 1965 og svo aftur 1979 í breyttri útsetn- ingu og fór þá ofan í þetta aftur með Björgvin Gíslason í farar- broddi sem gítarleikara og Magnús Kjartansson sem hljómsveitar- stjóra í stúdíói og nánast allt lands- liðið í músík var mér þarna til að- stoðar. En ég held ég geri þetta ekki aftur. Þetta er bara búið mál og lið- in tíð. En þetta er mjög gott lag. Einn af þessum sveitasöngvum sem að koma bara með einhverjum eðli- legum náttúrlegum hætti, afslapp- að og fallega. Og er svo lokkandi einhvern veginn að enginn kemst hjá að raula fyrir munni sér. Þetta er grípandi lag sem gefur af sér mjög fallega tilfinningu.“ Ómetanlegur skóli — En þegar þú ferð yfir til Ingi- mars Eydal, sem er mjög einstakur maður. Hvað fannst þér þú læra mest af Ingimar? „Það sem ég lærði af þeim manni er ómetanlegt. Hann er alltaf að vinna og alltaf að vinna mjög vel. Og að fá að læra af þessum manni er gersamlega ómetanlegt fyrir tón- listarmann. Því er ekki hægt að lýsa með’ orðum. Hann vill öllum hjálpa, alla aðstoða og það eru ekki fáir sem eiga honum mikið að þakka og ég veit ekki hvað þessi maður er búinn að gera marga að góðum tónlistarmönnum, en þeir eru margir svo mikið er víst. Og aldrei tekin króna fyrir alla' þá Texti og myndir: Örn Bjarnason miklu vinnu sem hann hefur lagt í að hjálpa öllum þessum mönnum. Og af Ingimar lærði ég t.d. það að gera til mín kröfur og gera aldrei nema vel.“ — Nú ert þú upphaflega gítar- leikari og söngvari, en síðan ferð þú að færa þig meira yfir í rafmagns- bassann. Hvað varð til þess? „Sko ég hafði sungið i dálítið mörg ár og allt í einu fór ég að finna það svona ósjálfrátt með sjálfum mér, að rafmagnsbassinn harmon- eraði miklu betur við mína rödd. Og þar sem ég hef mest gert af því að túlka aðra listamenn og mér fannst ég eiga betur með að finna mig í þessum listamönnum með bassanum heldur en með gítarnum. Þetta fannst mér svo mikils virði.“ — Og hvenœr gerist þetta á þín- um ferli? „Það mun hafa verið um 1970, en þá er ég kominn til Ingimars Eydal. Ég byrjaði þar, ef ég man rétt, 1. janúar 1970.“ — Nú hefur ekki borið mikið á þér sem listamanni undanfarin ár. Og ég hef grun um að margir sakni þess. Getur þú sagt mér hvernig stendur á þessu? Að taka hlutina alvarlega „Ég verð nú að játa að ég sakna þessa líka. En í rauninni gerðist ekki neitt. Á þessum árum þá var ég að syngja tónlist sem var vinsæl, en ekki endilega að sama skapi eitt- hvað sem ég var sjálfur ánægður með, þótt ég hefði gert það af fullri alvöru enda hefði ég aldrei tekið annað í mál en að gera það öðru- vísi. En ég hef bara eitt líf og músík- hlutinn af mér er bara kapituli út af fyrir sig. Og ég vil ekki gera hluti nema að mig langi virkilega til þess. En ég var orðinn svo þreyttur á allri athyglinni sem ég fékk að ég var far- inn að fá mjög slæma tilfinningu fyrir henni.“ — En nú er erfitt fyrir listamann að liggja lengi niðri, ef svo má segja, og koma ekkifram opinber- lega lengi. Finnst þér þetta vera að koma aftur, þessi þörf fyrir að standa uppi á sviði og tjá þig? „Jú jú, þetta er alveg rétt og ég held ég megi segja að það fari að koma verk frá mér. Ég er að vinna að plötu núna og ég á mikið af efni sjálfur, en ég er bara þannig að ég geri svo miklar gæðakröfur til mín að mér finnst allt sem ég geri sjálf- ur, geti ég gert betur. Þess vegna hefur mér fallið það betur að fá bara hrátt efni annars staðar frá, sem enginn annar hefur snert á og reyna að búa til eitthvað úr því, — eitthvað sem allir geta haft gaman af.“ — Megum við eiga von á ein- hverju frumsömdu bráðlega frá Bjarka Tryggvasyni? „Já, þú mátt eiga von á því og meira að segja treysta því. Það er aðeins spurning um tíma. Ekkert annað. “

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.