Alþýðublaðið - 14.08.1987, Blaðsíða 1
s\ í > 3 J
m m #%
Föstudagur 14. ágúst 1987 1919 153. tbl. 68. árg.
Þenslan í efnahagslífinu:
„Stíga þarf hastarlega á bremsurnar“
— segir fjármálaráðherra. „Koma þarf í veg fyrir bruðl, óráðsíu og
vafasama áhættu, — og það þýðir ekkert að kinoka sér við það.“
— Vinna við fjárlagagerðina er komin vel á veg, en þó tveimur til
þremur vikum á eftir því sem vera ætti, vegna dráttar á stjórnar-
mynduninni í sumar.
„Það er engum blöðum um það
að fletta að það er mikil verðbólgu-
undiralda í íslensku efnahagslífi,
gífurleg þensla. Þetta kemur mörg-
um á óvart miðað við þá mynd sem
dregin var upp af ástandi efnahags-
mála fyrir kosningar, þar sem því
var haldið fram að stefnt væri að
eins stafs verðbólgutölu og tekist
hefði að ná stöðugleika og festu
sem aldrei fyrr,“ sagði Jón Baldvin
Hannibalsson, fjármálaráðherra í
samtali við Alþýðublaðið. Komið
hefur fram í Alþýðublaðinu að aðil-
ar vinnumarkaðarins hafi miklar
áhyggjur af þenslunni í efnahagslíf-
inu og líti mjög til aðgerða stjórn-
valda og fjárlagagerðarinnar nú
þegar viðræður vegna kjarasamn-
inga eru að hefjast. Að mati fjá-
málaráðherra er sannarlega ástæða
til að stíga hastarlega á bremsurnar
og draga úr ríkisútgjöldum á næst-
unni.
„Ef menn eru að tala um að nota
rikisbúskapinn og fjárlögin sem
hagstjórnartæki í þessu þenslu-
ástandi sem nú er ríkjandi, þá verða
allir þeir sem að þessari ríkisstjórn
standa að stíga hastarlega á brems-
urnar. Það verður gjörsamlega að
stokka upp spilin í ríkisrekstrinum
og skilgreina hlutverk ríkisins upp á
nýtt, eins og við sögðum reyndar
fyrir ,Jtosningar. Það verður að
ákveða hvaða verkefnum ríkið eigi
með eðlilegum hætti að sinna og
koma í veg fyrir bruðl, óráðsíu og
vafasama áhættu, — og það þýðir
ekkert að kinnoka sér við það.“
Jón Baldvin sagði að óhjá-
kvæmilega kallaði staðan bæði á
umfangsmiklar aðgerðir hvað varð-
ar niðurskurð útgjalda svo og
tekjuöflun til þess að koma í veg
fyrir að ríkissjóður fjármagnaði sín
útgjöld með lánum eins og gert hef-
ur verið, hvort sem eru innlend eða
erlend lán.“ Vegna þess að sú sam-
keppni á lánamarkaðnum sprengir
upp vexti og það er að lokum eng-
um 1 hag, öðrum en þeim tiltölulega
fámenna hópi fjármagnseigenda,
stofnana og sjóða, sem mala gull í
skjóli ofurhárra raunvaxta á verð-
bréfamarkaði," sagði fjármálaráð-
að rétta hailabúskap ríkisins við á
næstu þremur árum. Þær aðgerðir
verða ekki eingöngu bundnar tekju-
öflunarhliðinni heldur verða út-
gjöld einnig skorin niður. Við gerð
næstu fjárlaga ntá þegar sjá fyrstu
skrefin í átt til sparnaðar hjá ríkinu.
Samkvæmt málefnasamningi er
m.a. stefnt að því að afnema laga-
ákvæði um lögbundin framlög, og
færa með lögum stofnanir sem fyrst
og fremst þjónusta atvinnuvegina
og fyrirtæki til atvinnuveganna
sjálfra og gera þá ábyrga fyrir
rekstri þeirra. Atvinnurekendur
verða þá að gera upp við sig hvað
þeir vilja borga fyrir þessa þjón-
ustu, fremur en að skattgreiðendur
borgi óbeint. Eins á að auka sér-
tekjur stofnana sem sinna rann-
sóknum og eftirliti. Stefnt er að því
að stíga fyrstu skrefin í þá átt að
gera verkskiptingu ríkis og sveitar-
féiaga skýrari svo dæmi séu nefnd.
„Það er stefnumarkandi atriði að
herra.
Samkvæmt málefnasamningi
ríkisstjórnarinnar er stefnt að því
sporna gegn sjálfvirkni ríkisút-
gjaldanna,“ sagði fjármálaráð-
herra.
Vinna við fjárlagagerðina er
komin vel á veg en engu að síður
tveimur til þremur vikurn á eftir því
sem vera ætti, vegna þess að stjórn-
armyndun dróst á langinn. í gangi
er samfelld vinnuáætlun sem hófst
seinnihluta júlímánaðar og stendur
til loka september. Auk þess hefur
ríkisstjórnin sett upp samstarfs-
nefnd þriggja ráðherra til að undir-
búa stefnumarkandi ákvarðanir um
gerð fjárlaganna. Auk Jóns
Baldvins eru í nefndinni þeir
Friðrik Sophusson og Halldór Ás-
grímsson. Ráðuneytin hafa ekki öll
skilað sínum fjárlagatillögum enn,
en þær tillögur sem þegar liggja fyr-
ir eru í vinnslu hjá fjárlaga- og hag-
sýslustofnun. Á næstunni byrja síð-
an fundir fjármálaráðherra með
fagráðherrum um fjárlagatillögur
hvers fyrir sig. í því starfi taka jafn-
framt þátt forsvarsmenn flokkanna
í fjárveitinganefnd.
Fjármögnun húsnæðislánanna:
Samningar dragast enn á langinn
Enn þurfa væntanlegir íbúóa-
kaupendur að bíða eftir að Hús-
næðisstofnun ríkisins geti hafið út-
gáfu lánsloforða að nýju, vegna
þess að ósamið er við lífeyrissjóð-
ina um kjör á skuldabréfum. Á
fundi fulltrúa ríkisins með fulltrú-
um lífeyrissjóðanna s.l. miðviku-
dag kom fram tilboð frá Pétri Blön-
dal, fyrir hönd Landssambands líf-
eyrissjóða, um 7,5% vexti á skulda-
bréfunum og telja fulltrúar ríkisins
það óviðunandi og munu því vænt-
anlega leggja fram móttilboð á
næsta fundi sem boðaður hefur
verið á mánudag. Sigurður E. Guð-
mundsson forstjóri Húsnæðis-
stofnunar segir ekkert að vanbún-
aði að semja þegar í dag um kjör á
skuldabréfunum sem leiði ekki til
hækkunar útlánsvaxta stofnunar-
innar.
Pétur Blöndal hefur sagt að í lög-
unum sé kveðið á um að vextir á
skuldabréfunum eigi að vera þeir
sömu og ríkissjóður býður almennt
á markaðnum. Að hans mati liggur
því nú fyrir að semja um milliveg
þeirra vaxta sem í boði eru á spari-
skírteinum ríkissjóðs, en þeir eru í
dag 7,2—8,5%, tilboð Péturs er
uppá 7,5%. Sigurður E. Guð-
mundsson er hins vegar aðspurður
ekki sammála þessu mati Péturs á
lögunum.
„Það segir hvergi í húsnæðislög-
gjöfinni að Húsnæðisstofnun skuli
selja lífeyrissjóðunum skuldabréf á
sömu kjörum og eru á spari-
skírteinum ríkissjóðs. Það segir
hins vegar að kjörin á þessum bréf-
um skuli miðast við þau kjör sem
ríkissjóður býður almennt á fjár-
Pétur Blöndal, fyrir hönd Landssambands lífeyrissjóða, lagði
fram tilboð sem mundi fela í sér stórfellda hækkun vaxta á*
húsnæðislánum. — Forstjóri Húsnæðisstofnunar segist reiðu-
búinn að semja strax um kjör á skuldabréfunum sem leiði ekki
til hækkunar útlánsvaxtanna.
Það var tómlegt um að litast I Húsnæðisstofnun rlkisins i gærmorgun og hefur svo verið síðan I vor er stofnunin
þurfti að hætta útgáfu lánsloforöa vegna þess aö ósamið hefur verið við lífeyrissjóöina um kaup á skuldabréfum.
A-mynd/Róbert.
magnsmarkaði. Ég vil því nteina að
hafa skuli hliðsjón, eða taka mið af
þessum kjörunt, en ekki að kjörin
eigi skilyrðislaust að vera þau sömu
eins og Pétur heldur fram,“ sagði
Sigurður í samtali við Alþýðubiað-
ið í gær.
Pétur hefur og bent á að sjóðirnir
þurfi háa vexti á skuldabréfum
vegna þess að þeir beri ábyrgð á
þokkalegum lífeyri til handa eldri
félögum. „Ef kröfur lífeyrissjóð-
anna verða til þess að vextir hús-
næðislána hækka frá því sem nú er,
þá er það alvarlegt mál fyrir tugþús-
undir félagsmanna í lífeyrissjóðum
í landinu sem eru nteð verðtryggð
lán hjá Húsnæðisstofnun. Það má
ekki undir neinum kringumstæð-
um gleymast. Því tel ég það hags-
munum þeirra fyrir bestu að vextir
hækki ekki eða sem allra minnst,"
sagði Sigurður E. Guðmundsson.
Auk landssambands lífeyrissjóða
er samið við Samband almennra líf-
eyrissjóða um kaupin á skuldabréf-
unum. Lítið hefur komið fram um
afstöðu þeirra í þeim viðræðum
sem nú eiga sér stað. Eingöngu hef-
ur verið fjallað um sjónarmið
Landssambandsins og stafar það
eflaust af því að framkvæmdastjóri
SAL, Hrafn Magnússon hefur verið
erlendis. Þegar ríkið átti síðast í
samningum við lífeyrissjóðina í
október, lét þáverandi fjármálaráð-
herra, Þorsteinn Pálsson, hafa eftir
sér að mönnum þætti sem störf Pét-
urs Blöndals á þessum vettvangi
rugluðust saman við hans einka-
hagsmuni í Kaupþingi h.f. þar sem
Pétur situr við stjórnvölinn auk
þess að vera eigandi.