Alþýðublaðið - 14.08.1987, Blaðsíða 2
2
Föstudagur 14. ágúst1987
JimUBIMÐ
Sími: 681866
Útgefandi: Blað hf.
Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson.
Ritstjórnarfulltrúi: Jón Daníelsson.
Blaöamenn: Ása Björnsdóttir, Elínborg Kristin Kristjánsdóttir
Kristján Þorvaldsson og Orn Bjarnason.
Framkvæmdastjóri: Valdimar Jóhannesson.
Skrifstofa: Halldóra Jónsdóttir, Eva Guómundsdóttir og
Þórdís Þórisdóttir.
Auglýsingar: Guðlaugur Tryggvi Karlsson
og Ólöf Heiður Þorsteinsdóttir
Setning og umbrot: Filmur og prent, Ármúla 38.
Prentun: Blaðaprent hf., Síðumúla 12.
Áskriftarsíminn er 681866.
Frá Hagkaupum til Kringlunnar
Stærsta verslunarmiöstöð íslands, Kringlan, opnaöi
meö viöhöfn í gær. Byggingin er um 28 þúsund fer-
metrar að flatarmáli og um 150 þúsund rúmmetrar að
stærð. Með opnun Kringlunnar eykst verslunarrými á
höfuðborgarsvæðinu um 9%. í Kringlunni verða 76
verslanir, veitinga- og þjónustuaðilar. Starfsmanna-
fjöldi Kringlunnar er um um 400 manns. Bílastæðin
um 1400. Með Kringlunni hefur ísland fleytt sér inn í
verslunarmenningu stórborga heimsins; skapað
verslunarhverfi sem er í senn fjölbreytt og alþjóðlegt.
Það var Pálmi Jónsson, forstjóri og brautryíjandi Hag-
kaups, sem klippti á borðann í gær, er Kringlan var
opnuð. Það var ekki aðeins viðeigandi heldur einnig
táknræn athöfn. Pálmi í Hagkaup, eins og hann er kall-
aður á alþýðumáli, er arkitektinn á bak við Kringluna
og á bak við nýja verslunarhætti á íslandi.
Pálmi í Hagkaup gjörbreytti verslun á íslandi, ekki
aðeins meðsöluaðferðum, heldureinnig með lækkun
á vöruverði. Hann gerði það með því að opna bragga
og hálfgerða skúra og selja vöruna beint upp úr
pappakössunum. Með því að kaupa sjálfur inn frá út-
löndum ogsniðgangamilliliði, með því að forðast yfir-
byggingu og verslunarskrum, tókst Pálma í Hagkaup
að bjóðaviðskiptavinum ódýraen góðavöru. En Pálmi
í Hagkaup gerði meira en að bjóða ódýra vöru. Hann
gjörbreytti afstöðu almennings til verslunar og til
vöruverðsog hafði þarafleiðandi geysileg áhrif áaörar
verslanirog samkeppni I verslun I landi. Jón Sigurðs-
son viðskiptaráðherra, sagði í ræðu sinni við opnun
Kringlunnar í gær, að Pálmi í Hagkaup hefði í reynd
gert Verðlagseftirlitið óþarft. Það er mikill sannleikur
fólginn I þeim orðum. Vilmundur heitinn Gylfason
sagði oftaren einu sinni að Pálmi í Hagkaup hefði gert
ASÍ óþarft. Eflaust er einnig einhver sannleikur fólg-
inn í þeim orðum. Það er hins vegar staðreynd að
Pálmi í Hagkauþ tók að sér það hlutverk sem sam-
vinnuhreyfingunni var ætlað; hann kom góðum en
ódýrum vörum til almennings um land allt. KRON
bauð ekki Reykvíkingum ódýrustu og hentugustu vör-
una, Pálmi í Hagkaup gerði þaö hins vegar. Þess
vegna náði Pálmi í Hagkaup þeirri fótfestu sem versl-
unarkeðja samvinnuhreyfingarinnar í Skandinavíu
hefur náð viða á Norðurlöndum. Hagkaup hafa einnig
valdið miklum og örum framförum í verslun þar sem
þeir hafa reist verslanir sínar. Samkpppnin hefur gert
það að verkum að aðrar verslanir hafa lækkað verð sitt
og boðið betri þjónustu. Eitt nærtækasta dæmió er
þegar Hagkaup opnaði stórmarkað á Akureyri. Aðeins
ári síðar hafði KEA byggt stórmarkað, stóraukið vöru-
úrval, bætt þjónustu sína og lækkað vöruverðið til að
mæta samkeppninni. Þannig á samkeppni að vera;
hún á að lokum að skila betri og ódýrari vöru til
neytandans.
En núerudagarbraggannaog pappakassannaliðnir.
Nú hefur Hagkaup reist Kringluna, makalausasta
verslunarmannvirki íslands. Við Hagkaupi hefurtekið
kynslóð númer tvö. Sú gagnrýni hefur heyrst, og eink-
um frá samkeppnisaðilum Kringlunnar, að hið nýja
verslunarhúsnæði sé flottræfilsháttur sem eigi eftir
að skila sér í hærra vöruverði. Vonandi er sú gagnrýni
óréttmæt. Og vonandi tekst nýrri kynslóð Hagkaups-
manna að viðhalda hinni gömlu hugsjón Pálma í Hag-
kaup: Að bjóða ódýrari og betri vörur en allir sam-
keppnisaðilarnir, og leiða enn þá staðreynd í Ijós, að
góður einkarekstur og hagur almennings geti farið
saman. Alþýðublaðið óskar eigendum og verslunar-
aðilum Kringunnar til hamingju með bygginguna og
óskar þeim og viðskiptavinum þeirra velfarnaðar í
framtlöinni.
„Milljón ár síðan svipuð staða kom upp í sólkerfinu," segir Garðar Garðarson framkvæmdastjóri.
Allsérstakt mót á Snæfellsnesi,
dagana 15.—17. ágúst:
55 milljónir manna
sameinast í hugleiðslu
Rætt við Garðar Garðarsson, framkvæmdastjóra Þrídrangs
Snæfellsás '87, nefnist mót sem
huldiA veróur á Arnarstapa á Snæ-
fellsnesi, dagana 15.—17. ágúst.
Þar veröa kynntar fornar og nýjar
leiðir til könnunar veruleikans og
aukinnar lifsfyllingar, segir í kynn-
ingarbæklingi frá Þrídrangi, sem
stendur fyrir mótinu hérlendis.
Ráðgcrt er, að um 55 milljónir
manns taki þátt í sameiginlegri hug-
leiðslu víðsvegar um jörðina.
Alþýðublaðið hafði samband við
Garðar Garðarsson, framkvæmd-
arstjóra Þrídrangs og mótsins, og
aílaði nánari upplýsinga.
„Þetta er í fyrsta sinn, sem svona
mót er haldið á íslandi. Erlendis
hefur það verið haldið í mörg ár,
bæði í Bandaríkjunum og Bretlandi
og í Bretlandi gengur það undir
heitinu „Mind body spirit festival. “
„Mjög mikið er að gerast nú, og
bendir allt til þess, að spádómurinn
sem kominn er frá Mayaindíánum
Suður-Ameríku, rætist nú um helg-
ina.
Hverjir standa að mótinu hér-
lendis?
„Þrídrangur stendur fyrir því, en
einnig höfum við fengið mjög mik-
inn stuðning, bæði frá félögum og
einstaklingum."
Hvaða samtök verða þarna?
„Það verða um 50 aðilar; þar af 5
erlendis frá, og einnig verða þarna
erlendir gestir með ýmsar kynning-
ar. Pýramídinn er byggður upp eftir
ákveðnum stærðfræðilögmálum,
sem gera það að verkum, að hann
dregur til sín orku, sem verður til
þess að matur geymist vel, sár gróa
fyrr, rakvélarblöð skerpast og það
næst dýpri og betri hugleiðsla inni í
honunt. M.a. hefur einn erlendur
tannlæknir, þakið loft stofu sinnar
með litlum pýramídum, sem að
hans sögn gera það að verkum, að
sár gróa fyrr, einnig er minni sárs-
auki og það þarf síður deyfingu."
„Mótið er byggt upp á fyrirlestr-
um og ýmsu öðru og um 30 aðferðir
verða kynntar. Hægt verður að fara
í tjöld og láta spá fyrir sig í alls kon-
ar spil, þarna verða rúnir, rithand-
argreining og hlutskyggni, svo eitt-
hvað sé nefnt.“
Talað hefur verið um, að 16. og
17. ágúst séu á einhvern hátt sér-
stakir dagar í sólkerfinu. Hvað seg-
ir þú um það?
„Já, þetta er mjög sérstök staða
og milljónir ára eru síðan að svipuð
staða kom upp í sólkerfinu. Nú er
Vatnsberaöldin að hefjast og talið
er, að hún hafi miklar breytingar í
för með sér.“
Nú hefur mikið verið rætt og rit-
að um áhrifamátt pýramídans, þar
á meðal lækningamátt, getur þú
sagt mér nánar frá því? Verður
pýramídi á mótinu?
„Já, hann mun snúa í há-norður
til að orkan náist og verður hann 81
m2 að stærð. Friðarhugleiðslan
verður haldin inni í pýramídanum
og mótssvæðið er skipulagt eftir
sama lögmáli og hann, til að það
dragi að sér sömu orku.“
Garðar sagði, að þeir yrðu í beinu
sambandi við útvarpsstöð í Banda-
ríkjunum, jafnframt yrði ríkissjón-
varpið á staðnum og jafnvel Stöð 2
einnig.
Hann sagði að áhugi fjölmiðla
væri mikill fyrir þessu móti og því
sem væri að eiga sér stað og hlut-
verk Þrídrangs væri að koma þessu
á framfæri við fólk. í bæklingi Þrí-
drangs segir m.a.: Tilgangur móts-
ins er að gefa áhugafólki um mann-
rækt tækifæri til að hittast og miðla
af reynslu sinni.
Hjá Stjörnuspekimiðstöðinni
fengust þær upplýsingar, að plánet-
urnar í þessari kraftmiklu stöðu
dagana 16. og 17. ágúst væru: Sól-
in, Merkúr, Venus og Mars, með
samstöðu í Ljóni.
Rútuferðir á mótið verða frá
Ferðabæ á Steindórsplaninu í
Reykjavík. Lagt verður af stað það-
an kl. 19.00 á föstudagskvöldið.
Ferðir frá mótinu verða kl. 19.00 á
mánudagskvöldið. Fargjaldið fram
og til baka kostar 1.250 kr.
Fólk er hvatt til að skrá sig inn í
Ferðabæ sem fyrst vegna mikillar
~ aðsóknar og er síminn þar 623020.