Alþýðublaðið - 14.08.1987, Blaðsíða 3
Föstudagur 14. ágúst 1987
3
Kiwanishreyfingin:
Gefur 6.5 millj. kr.
til unglingageðdeildar
Umdæmisstjóri Kiwanis-hreyf-
ingarinnaf á Islandi Arnór Páisson
ásamt formanni K-dags nefndar
Þorsteini Sigurðssyni og gjaldkera
Daníel Arasyni hefur afhent Ríkis-
spítölunum formlegt uppgjör vegna
gjafar sinnar til þess að koma ungl-
ingageðdeild á fót. Gjafaféð nam
samtals 6.539.894,24 krónum. Meg-
inuppistaða gjafafjárins safnaðist
með sölu Lykilsins á K-daginn, sem
var 18. október s.l. Þann dag seldu
Kiwanis-menn og fjölskyldur þeirra
Lykilinn enn einu sinni undir kjör-
orðinu „Gleymum ekki geð-
sjúkum“ og höfðu áður ákveðið að
allt söfnunarfé skyldi renna til
unglingageðdeildar. Það drýgði
mjög gjafaféð að hægt var að
greiða efni og vinnu við innrétting-
ar og breytingar og húsgögn út í
hönd og fá þannig staðgreiðsluaf-
slátt, sem skv. uppgjörinu nam
tæpum 360.000 krónum.
Vegna framlags Kiwanismanna
tókst að Ijúka þeim hluta unglinga-
geðdeildarinnar sem þegar hefur
verið tekinn í notkun nokkru fyrr
en áætlað hafði verið. Stofnun
unglingageðdeildarinnar mætir
brýnni þörf unglinga til greiningar
og meðferðar á geðkvillum hvers
konar, þar með talin misnotkun
áfengis og annarra vímuefna. Mikl-
ar væntingar eru bundnar við ungl-
ingageðdeildina um að þar megi
greina og lækna ýmsa geðkvilla
áður en í svo mikið óefni er komið
að ekki ráðist við neitt.
Stuðningur Kiwnis-
hreyfingarinnar við
endurhæfingu geðsjúkra
Kiwanis-hreyfingin hélt sinn
fyrsta K-dag 1974 og safnaði þá fé
til að koma á fót þjálfunarvinnu-
stað fyrir geðsjúka sem væru í end-
urhæfingu. Fyrir það fé sem þá
safnaðist var Bergiðjan sett á stofn
og hefur verið rekin síðan til mikils
gagns fyrir marga sjúklinga sem þar
hafa hlotið þjálfun til starfa.
Síðar voru K-dagarnir notaðir
oftar en einu sinni til þess að afla
fjár til að koma á fót endurhæfing-
arstöð Geðverndarfélags íslands að
Álfalandi 15 hér í Reykjavík. Sú
starfsemi hefur einnig gengið mjög
vel og stuðlað að endurhæfingu
margra sjúklinga, ekki síst þeirra
sem búið hafa utan Reykjavíkur og
hafa þurft að vera í heimilisendur-
hæfingu eftir að sjúkrahúsmeðferð
lauk.
K-dagurinn fyrir alla
landsmenn
Kiwanis-hreyfingin hefur lagt
áherslu á að söfnunarfé það, sem
fengist hefur með sölu Lykilsins,
nýttist fyrir alla landsmenn. Þess
vegna hefur söfnunarfénu verið
beint til þjálfunarvinnustaðar, end-
urhæfingarhúsnæðis og nú síðast
til unglingageðdeildar, en öll er
þessi starfsemi ætluð fólki hvaðan-
æva af landinu.
Stuðningur við önnur
heilbrigðismðál
Þó stærstu átök Kiwanis-hreyf-
ingarinnar hafi verið í þágu geð-
sjúkra hefur Kiwanis-hreyfingin
einnig stutt vel við ýmsar aðrar
framkvæmdir heilbrigðismála. Þar
er siðast að minnast eldvarnakerfis
sem sett var upp á Kópavogshæli
fyrir söfnunarfé Kiwanismanna.
Auk þess hafa einstakir Kiwanis-
klúbbar safnað fé og gefið til
ýmissa tækjakaupa, bæði við
Landspítalann og aðra spítala.
Stunðingur Kiwanis-klúbbanna
og annarra þjónustuklúbba við
heilbrigðismál er mjög mikilvægur
og hefur oft orðið til að ýta úr vör
ýmsum framkvæmdum sem annars
hefðu kannski dregist úr hömlu.
Munar þar um hvort tveggja kynn-
inguna sem klúbbarnir hafa uppi í
sambandi við málefnin og safnanir
sem þeir standa fyrir.
Bjarni Guðmundsson ráðinn
aðstoðarmaður landbúnaðarráðherra
Landbúnaðarráðherra, Jón
Helgason, hefur ráðið Bjarna Guð-
mundsson, sem verið hefur aðstoð-
armaður hans sl. 4 ár, áfram til að
sinna því starfi. Bjarni er ráðinn í
starfið að 2/3 hlutum en auk þess
mun hann taka að sér kennslu við
búvísindadeild Bændaskólans á
Hvanneyri, þar sem hann starfaði
áður en hann réðist í landbúnaðar-
ráðuneytið.
Bjarni er doktor í landbúnaðar-
fræðum frá norska landbúnaðar-
háskólanum.
Þá hefur landbúnaðarráðherra
ráðið Níels Árna Lund, ritstjóra
Tímans, til starfa á vegum landbún-
aðarráðuneytisins, tii næstu ára-
móta. Starf hans mun m.a. felast í
kynningu á málefnum landbúnað-
arráðuneytisins en auk þess mun
hann verða landbúnaðarráðherra
til aðstoðar í ýmsum sérverkefrium.
Níels hefur þennan tíma fengið
Dagvistun barna í Reykjavík:
Námskeið fyrir fóstrur og
aðra uppeldismenntaða
Dagvist barna í Reykjavík mun
dagana 17. og 18. ágúst standa fyrir
kynningarnámskeiði fyrir fóstrur
og annað uppeldismenntað fóik
sem hefur verið fjarverandi dagvist-
aruppcldi forskólabarna um lengri
eða skemmri tíma, en hefur hug á
að hefja starf að nýju.
Námskeið þetta er fyrst og fremst
hugsað sem kynning á hinni fjöl-
Tilkynning til
söluskattsgreiðenda
Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á því, að
gjalddagi söluskatts fyrir júlímánuð er 15. ágúst.
Ber þá að skila skattinum til innheimtumanna
ríkissjóðs ásamt söluskattsskýrslu f þríriti.
Fjármálaráðuneytið
breyttu starfsemi Dagvista barna í
Reykjavik, auk þess sem kynntar
verða nýjungar í dagvistaruppeldi á
íslandi sl. 5—10 ár.
Námskeiðsstjórar eru umsjónar-
fóstrurnar Fanný Jónsdóttir og
Arna Jónsdóttir sem jafnframt
veita allar nánari upplýsingar og
annast innritun þátttakenda í síma
27277.
leyfi frá ritstjórastarli við Tímann,
en því starfi hefur hann gegnt sl. 2
ár.
Landbúnaðarráðuneytið,
13. ágúst 1987.
Frjálst framtak
kaupir Gestgjafann
FF gefur nú
út 18 tímarit
Samkomulag hefur verið gert
milli Frjáls framtaks hf. annars veg-
ar og Elinar Káradóttur og Hilmars
B. Jónssonar matreiðslumeistara
hins vegar um kaup Frjáls framtaks
á tímaritinu Gestgjafanum.
Þau Elín og Hilmar hófu útgáfu
blaðsins árið 1981 og hefur það síð-
an verið í hópi útbreiddustu tíma-
rita landsins. Þau hafa tekið að sér
að ritstýra Gestgjafanum fyrst um
sinn eða þar til nýr ritstjóri hefur
verið ráðinn.
Gestgjafinn verður áfram með
svipuðu sniði og sömu útgáfutíðni
og áður, en hann hefur komið út
fjórum sinnum á ári.
Markmið Frjáls framtaks hf.
með kaupunum á Gestgjafanum er,
eins og með kaupum á öðrum tíma-
ritum nýlega, að auka hagkvæmni í
rekstri fyrirtækisins og gera það
þannig betur í stakk búið til að
keppa við erlend tímarit.
Frjálst framtak hf. gefur nú út 18
tímarit, auk handbókarinnar
íslensk fyrirtæki og annarrar bóka-
útgáfu.
Drögum vel úr ferð
við blindhæðir og brýr.
„Minningarsjóður Bergþóru
Magnúsdóttur og Jakobs Júlíusar
Bjarnasonar, bakarameistara"
— Til minningarsjóðsins renna allar
skuldlausar eignir hjónanna, sem reyndust
við skipti dánarbús þeirra vera 17.250.000.-
Nú nýlega var gengið endanlega
frá stofnun minningarsjóðs um
hjónin Bergþóru Magnúsdóttur og
Jakob Július Bjarnason, bakara-
meistara. í fréttatilkynningu frá
landlæknisembættinu segir:
„Með erfðaskrá dags. 13. febrúar
1978, ákváðu hjónin, sem voru
barnlaus að stofnaður skyldi minn-
ingarsjóður um þau að þeim báð-
um látnum. Minningarsjóðurinn
skyldi bera nafnið: „Minningar-
sjóður Bergþóru Magnúsdóttur og
Jakobs Júlíusar Bjarnasonar, bak-
arameistara".
Til minningarsjóðsins skyldu
renna allar skuldlausar eignir þeirra
hjónanna, sem reyndust við skipti
dánarbús þeirra vera um kr.
17.250.000.
Tilgangur minningarsjóðsins er
skv. skipulagsskránni:
1. Að styrkja kaup á tækjum til
sjúkrahúsa og sambærilegra
líknarstofnana til lækninga og
rannsókna á vísindalegum
grundvelli.
2. Að veita efnilegum vísinda-
mönnum í læknisfræði eða sér-
greinum, sem læknisfræði
varða, styrk til framhaldsnáms
eða sjálfstæðra vísindaiðkana.
Rannsóknir á krabbameinssjúk-
dómum sitja að jafnaði fyrir
styrkveitingum.
Stofnfé sjóðsins má ekki skerða.
Styrkir úr sjóðnum skulu auglýstir
til umsóknar.
Stjórn minningarsjóðsins skal
skipuð 3 mönnum, landlækni, for-
seta læknadeildar Háskóla íslands
og forstjóra Tryggingastofnunar ri
kisins. Stjórn minningarsjóðsins
skipa því í dag: Ólafur Ólafsson
landlæknir, Ásmundur Brekkan
forseti læknadeildar Háskóla ís-
lands, Eggert G. Þorsteinsson for-
stjóri Tryggingastofnunar ríkisins.
Bergþóra Magnúsdóttir var fædd'
15. mars 1902. Hún andaðist þann
14. september 1983. Jakob Júlíus
Bjarnason var fæddur 14. júlí 1900.
Hann andaðist 28. september 1985.
Þau hjónin áttu heima að Ásvalla-
götu 11 í Reykjavík í rúmlega 50 ár.
Þau gerðu miklar kröfur til sjálfra
sín um dugnað og heiðarleika í
smáu og stóru. Þau vildu, að aðrir
væru búnir sömu eiginleikum.
Jakob Júlíus Bjarnason átti erf-
iða æsku vegna fátæktar og heilsu-
leysis. Honum tókst samt að læra
bakaraiðn hjá góðunr, en ströngum
meistara, sem ekki aðeins leið-
beindi honum í iðngreininni, heldur
líka hvernig góður og heiðarlegur
þegn á að iifa lífi sínu. Þetta mat
Jakob og fór eftir því. Síðar stund-
aði Jakob framhaldsnám erlendis í
iðngrein sinni. Jakob var höfð-
ingjadjarfur og var málkunnugur
mörgum þekktustu mönnum þjóð-
arinnar á fullorðinsárum sínum.
Hann ræddi við þá um hin margvís-
legustu málefni, sem hann hafði
áhuga á og hafði gagn af því. Hann
sóttist eftir að lesa góðar og fróð-
legar bækur. “
Sjúkraþjálfara og iöjuþjálfa vantar við
sérdeildir Hlíðaskóla.
Upplýsingar gefur skólastjóri í síma
25080 eöa 656280.
Heilsugæslustöð á Þórshöfn
Heildartilboð óskast í innanhússfrágang á heilsu-
gæslustöð á Þórshöfn.
Innifalið í verkinu ert.d. múrhúðun, pípulagnir, raf-
lagnir, dúkalögn, málun, innréttingasmíði.
Verkinu skal að fullu lokið 1. ágúst 1988.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borg-
artúni 7, Reykjavík gegn 10.000,- kr. skilatrygg-
ingu.
Tilboð verða opnuð á sama stað briðjudaginn 1.
sept. 1987 kl. 11:30.
INNKAUPASTOFNUN RIKISINS
Borgartuní 7, simi 25844
Tilkynning til
launaskattsgreiðenda
Athygli launaskattsgreiðenda skal vakin á því að
eindagi launaskatts fyrir mánuðina maí og júní er
17. ágúst n.k. Sé launaskattur greiddur eftir ein-
daga skal greiða dráttarvexti til viðbótar því sem
vangreitt er, talið frú og með gjalddaga.
Launaskatt ber launagreiðanda að greiða til inn-
heimtumanns ríkissjóðs, í Reykjavík tollstjóra, og
afhenda um leið launaskattsskýrslu I þríriti.
Fjármálaráðuneytið