Alþýðublaðið - 14.08.1987, Blaðsíða 4
MMBUBLMÐ
Föstudagur 14. ágúst 1987
Mapuche-indjánarnir er eini ættbálkur indjána S-Amerlku sem gafst aldrei upp gegn ofrlki evrópskra aðkomu
manna. Þeir eru stoltir af menningu sinni og það meö réttu. Nú berjast þeir gegn ógnarstjórn Pinochets.
Sameign
Stjórn Pinochets hefur ekki gert
neitt til að breyta ímynd mapuche-
indjánanna eða færa hana til betri
vegar. Þvert á móti hefur ógnar-
stjórn einræðisherrans gert tilraun-
ir til að mylja grunninn undan
þjóðareinkennum indjánastofnsins
meðal annars með því að reka þá úr
heimahéruðum sínum.
Grundvöllur menningar
mapuche-indjánanna hvílir á þeirri
hugsun að jörð þeirra sé sameigin-
leg eign. Þjóðfélag þeirra er mynd-
að af mörgum fjölskyldum sem
vinna saman á öllum sviðum.
Stjórnarsamþykkt frá árinu 1979
kippti tilverugrunni indjánanna
undan þeim á einni nóttu. Þá var
indjánunum gert skylt að skipta
sameign sinni í minni búsetusvæði.
Engu að síður tókst indjánunum að
koma í veg fyrir framkvæmd lag-
anna með því að sýna fádæma sam-
stöðu. Mapuche-indjánarnir hafa
nú stofnað sérstök samtök, AD-
MAPU, sem hefur aðalbækistöðv-
ar í bænum Temuco. Aðaltilgangur
samtakanna er að berjast með öll-
um tiltækum ráðum gegn fram-
.kvæmd laganna.
Maria Lucy Traipe, formaður
samtakanna, lýsir afleiðingunum af
uppskiptingu landsvæðisins á eftir-
farandi hátt: „í fyrsta lagi er farið
að berjast um uppskeru hvers svæð-
is. Bróður er stillt upp gegn bróður
og yfirleitt er það sá kænni sem
sigrar og hlýtur betri lóð. Uppskipt-
ingin hefur rústað menningu okkar
og gert það að verkum að öll sam-
staða hefur verið rofin í menningar-
heild okkar. Það er farið að reisa
girðingar og hnindranir á milli fjöl-
skyldna og einstaklinga. Frá 1979
hefur 70% mapuche-indjána verið
aðskilinn á þennan hátt. Og oft eru
aðkomumenn látnir fá lóðar- og
búseturéttinn ef indjánarnir standa
saman og neita að láta skipta sér
uppí' „Sjálfseignarkerfið“ gerir
það kleift (og reyndar nauðsynlegt)
að jarðir séu leigðar út. Það gerir
aftur að verkum að jarðir eru seldar
á nauðungaruppboðum og jarðar-
leigjendum kastað af jörðinni ef
þeir borga ekki skilvíslega og það
gerist ósjaldan meðal hinna fátæku
bænda.
Uppreisn
Að undanförnu hefur mátt
merkja meiri uppreisn og harðari
mótstöðu meðal mapuche-indján-
anna gegn ríkjandi kerfi. Fyrr í
sumar tók hópur sameignabænda
sig saman og mótmælti harðlega
uppskiptingu landsvæðis með þeim
afleiðingum að miklar óeirðir hlut-
ust af og varð að kveða her og lög-
reglu á vettvang sem beitti táragas-
sprengjum á indjánaana.
Mapuche-indjánarnir eru með-
limir í þeim þjóðarsamtökum sem
krefst lýðræðis í Chile. Á 7. ráð-
stefnu AD-MAPU í Temuco í apríl
s.l. undirstrikuðu indjánarnir sam-
stöðu með öllum þeim hópum
landsins sem berjast gegn Pinochet.
Indjánabálkurinn studdi einnig
mótmælendaverkfallið mikla í júlí-
byrjun. Á undanförnum vikum
hafa mapuche-indjánarnir gert
fjölda tilrauna til að „endur-
heimta" jarðir sínar eins og þeir
kalla það. Þá hafa indjánarnir lagt
eignarhald á önnur jarðsvæði sem
mapuche-indjánarnir segja að sé
þeirra sögulega eign. En hér sem
annars staðar hafa þeir verið
flæmdir á brott með lögreglu- og
hervaldi.
En mapuche-indjánarnir hafa
einnig barist gegn kúguninni. Þeir
hafa ráðist á fangelsi og hleypt kyn-
bræðrum sínum út. Einu sinni greip
lögreglan í taumana en voru barðir
og leiknir illa af indjánunum. Það
er ekki einsdæmi að hinir kúguðu,
andspyrnuhópar og einstaklingar
snúi vörn í sókn og beiti líkamlegu
valdi gegn her og lögreglu. En það
gerist samt ekki oft. Hins vegar eru
slík átök dæmigerð fyrir það sem
andstaðan kallar „alls konar bar-
áttu fyrir lýðræði“ og það sem her-
stjórn Pinochet kallar „hryðju-
verk“
rm
Samkomulag stórveldanna um afvopnun langdrægra
eldflauga hefur kallað á mikið pappirsflóð frá embætt-
ismönnum og sérfræðingum þar sem úir og grúir af
skilyrðum og varnöglum.
(Teikning Det Fri Aktuelt)
Chile:
ÆTTBÁLKUR
GEGN
PINOCHET
Mapuche-indjánarnir neita að hlýða stjórn-
arsamþykkt um að láta skipta upp sameig-
inlegum lendum sínum í minni sjálfseign-
arskika. Og Pinochet á í vandræðum meö
að brjóta þá á bak aftur.
I suðurhluta Chile býr meirihluli
frumbyggja landsins. Þar býr ætt-
flokkur indjána sem ber nafnið
mapuche og telur um 400 þúsund
manns. Mapuche-indíánar hafa
alltaf berist gegn ofríki hvíta
mannsins og hin sögulega hcfð kyn-
þáttarins er þekkt um alla S-Amer-
íku sem ættbálkurinn sem aldrei
gafst upp fyrir kúgun Spánverj-
anna. I dag hafa þessar hefðir vakn-
að til lífs á nýjan leik í virkri and-
sp.vrnu þjóðflokksins gegn harð-
stjórn einvaldsins Pinochet.
Mapuche þýðir maður af jörðu.
Jörðin er grundvöllur alls Iífs og
menningar mapuche-ættbálksins.
En þjóðflokkurinn hefur verið
hrakinn frá upprunalegum lendum
sínum og verður nú að skrimta á
ófrjósamri jörð. Ættflokkurinn lif-
ir í ægilegri fátækt. Vannæring
barnanna er mikil, læknisaðstoð er
varla að fá, vegirnir á svæði indj-
ánabálksins eru slæmir. Indjánarn-
ir hljóta ekki kennslu á móðurmáli
sínu, mapundgo, og þeir verða fyrir
stöðugum kynþáttaofsóknum. Það
er litið á þá sem letidýr, þjófa
o.s.frv. Samkvæmt hugmyndafræði
stjórnvalda eru mapuche-indján-
arnir annars flokks fólk.
En mapúche-indjánarnir er eini
ættflokkur indjána í heimsálfu
S-Ameríku sem aldrei var brotinn á
bak aftur af hvíta manninum. Þeir
mættu árásum Spánverjanna á 16.
öld með aðdáunarverðri hörku og
herkænsku. Hins vegar er þeim
ekki lýst á þann veg í sögubókum
hvíta mannsins, heldur þvert á móti
lýst sem hálfgerðum afætum í þjóð-
félagi hvítra.