Alþýðublaðið - 20.08.1987, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 20. ágúst 1987
3
•• - . '
Mál og menning
opnar í Síðumúla
Unnið er nú af fullum krafti í
húsi Máls og menningar í Síðumúla
7-9, en þar á að opna nýja ritfanga-
og bókaverslun þann 28. ágúst n.k.
Nýju versluninni sem er 700 m2 að
stærð, verður skipt í deildir, þar
verða tækniteiknideild, skrifstofu-
og húsgagnadeild, tímarita- og
gjafavörudeild og barnahorn verð-
ur á staðnum. Sú nýjung verður tek-
Líkt og undanfarin ár gekkst
Fuglaverndarfélagið í samvinnu við
Náttúrufræðistofnun íslands fyrir
Sala á
nýjum
spari-
skírteinum
ríkissjóðs
hafin
Þann 17. ágúst hófst sala í nýjum
spariskírteinum rikissjóðs. Eru
þetta þrír nýir flokkar spari-
skírteina og þeir fyrstu sem gefnir
eru út eftir vaxtahækkun.
Hin nýju spariskírteini bera vexti
á bilinu 7,2% til 8,5% umfram
verðtryggingu, eftir lengd lánstíma.
Um er að ræða annars vegar svo-
nefnd söfnunarskírteini til 2 og 4
ára og hins vegar hefðbundin spari-
skírteini með 6 ára binditíma.
Útgáfa nýrra spariskírteina er í
samræmi við þá stefnu ríkisstjórn-
arinnar að auka sparnað innan-
Iands og draga úr erlendum lántök-
um.
Sölustaðir spariskírteina ríkis-
sjóðs eru hjá löggiltum verðbréfa-
sölum, svo sem bönkum, sparisjóð-
um og pósthúsum um land allt.
in upp, að opnað verður kl. 08.00
virka daga.
Erla Hallgrímsdóttir, verslunar-
stjóri Máls og menningar í Síðu-
múla, sagði að einnig yrði boðið
upp á sérstakar gjafabækur, t.d. ef
starfsfólk vildi taka sig saman á
vinnustöðum um slíka gjöf, og
sæju þau þá um að skreyta og senda
gjöfina. „í barnahorninu verðum
athugun á fjölda arna og varpár-
angri þeirra.
I sumar fundust 36 pör á landinu
og er það nokkrum pörum færra en
undanfarin tvö ár. Eitt par virðist
alveg horfið og á nokkrum stöðum
vantar annan fuglinn. Talið er að 33
þessara para hafi orpið eða gert til-
raun til varps. Hjá 17 þeirra mis-
fórst varpið, en 16 pör komu upp
samtals 21 unga, sem er þokkalegur
árangur miðað við undanfarin ár.
Varpárangur arna við norðanverð-
an Breiðafjörð var með besta móti.
Eru það ánægjuleg tíðindi og von-
andi verður framhald þar á. Eins og
undanfarin ár er varpárangur áber-
andi bestur við sunnanverðan
Breiðafjörð.
Enn er langt í land að ernir hafi
náð fyrri útbreiðslu. Nú verpa þeir
eingöngu á Vesturlandi og á Vest-
fjörðum. Langflest pörin eru við
Breiðafjörð (23), sex eru í Isafjarð-
arsýslum og sjö pör við Faxaflóa.
Er þess vonandi ekki langt að bíða
að ernir taki að verpa utan þessara
hefðbundnu arnarsvæða, en á und-
anförnum árum hafa þeir sést í
auknum mæli utan varpsvæðanna.
Samstarf við bændur á arnar-
svæðum hefur gengið vel og ekki
hafa borist neinar kvartanir vegna
tjóns af völdum arna. Vonast
Fuglaverndarfélagið eftir áfram-
haldandi góðri samvinnu.
í sumar tók félagið þátt í um-
fangsmikilli könnun á fjölda og út-
breiðslu þórshana hér á landi.
Könnunin var gerð að undirlagi fé-
lagsins og Náttúrufræðistofnunar
og var framkvæmd af Náttúru-
fræðistofnun og áhugamönnum.
Alls fundust um 45 pör dreifð um
allt land, yfirleitt aðeins örfá pör á
hverjum stað. Það er því full ástæða
til að vera uggandi um framtíð
þórshanans hér á landi. í framhaldi
af athuguninni í sumar verður reynt
að komast að til hvaða ráðstafana
hægt sé að grípa til að trvggja fram-
tíð þessar.ar tegundar á Islandi.
við með íslenskar bækur, spil og
ýmislegt fleira fyrir börnin“, sagði
Erla.
Á afmælisdegi Reykjavíkurborg-
ar, sl.. mánudag, tók Erla Hall-
grimsdóttir verslunarstjóri á móti
viðurkenningarskjali frá Reykja-
víkurborg, sem veitt er fyrir útlit og
hönnun hússins í Síðumúla. Fór
athöfnin fram í Höfða.
Varðandi húsið sagði Erla að all-
ar innréttingar og annað væru ís-
lensk hönnun og væri það mjög sér-
stakt. Arkitektarnir Guðni Pálsson
og Dagný Helgadóttir eiga heiður-
inn af hönnuninni.
I nýju versluninni er ætlunin að
selja til fyrirtækja, stofnana og ein-
staklinga og verður opið þar frá kl.
8.00-18.00 virka daga, til kl. 19.00 á
föstudögum, en eftir er að ákveða
laugardagsopnun.
„Opiö hús“
í Norræna húsinu:
Sýndur
færeyskur
dans
Fimmtudaginn 20. ágúst kl.
20.30 verður færeyskur dans á dag-
skrá í Opnu húsi í Norræna húsinu,
en það er breyting frá áður auglýstri
dagskrá.
Félagar í þjóðdansafélagi á Fær-
eyjum ætla að sýna færeyskan dans
og syngja kvæði í hefðbundnum
færeyskum stíl. Flokkurinn kemur
hingað frá Færeyjum og ætlar að
dveljast á íslandi næstu viku og
sýna færeyskan dans.
Hér gefst ágætt tækifæri að
kynnast þessari þjóðlegu hefð Fær-
eyinga og ættu menn ekki að missa
af þessari þjóðdansasýningu ná-
granna okkar.
Aðgangur er ókeypis og allir eru
velkomnir.
Að venju býður kaffistofan upp á
Ijúffengar veitingar og bókasafn
hússins er opið til kl. 22.
rMiöum^
hraða
ávallt við
aðstæður
k | A
mab.. u
UUMFEROAR
RÁÐ
36 arnarpör á landinu
Fundust í athugun Fuglaverndunar-
félags íslands
FJÖLBRAUTASKÓUNH
BREIOHOUI
Frá Fjölbrautaskólanum
í Breiðholti
Stundakennara f efnafræði og íslensku vantar við
Fjölbrautaskólann í Breiðholti.
Upplýsingar á skrifstofu skólans í síma 75600.
Skólameistari.
Kópavogskaupsstaður
— Deiliskipulag
Auglýst er deiliskipulag í suðurhlíð Digraness f
samræmi við grein 4.4 [ skipulagsreglugerð frá 1.
ágúst 1985.
Teikningar ásamt greinaskil, skilmálum og leið-
söguteikningum fyrirreit merktan C liggjaframmi
átæknideild Kópavogs Fannborg 2,3. hæð fráog
með 20. ágúst til 20. september 1987.
Athugasemdir ef einhverjar eru skulu vera skiif-
legar og berast bæjarverkfræðingi fyrir 20.
september n.k.
Bæjarverkfræðingur.
Aðalskipulag
Reykjavíkur 1984-2004
Skipulagssýning Borgarskipulags í Bygginga-
þjónustunni að Hallveigarstíg, 1 framlengist til 9.
september.
Sýningin er opin alla virka daga frá kl. 10.00 til
18.00. Á þriðjudögum milli kl. 16.00 og 18.00 verð-
ur starfsfólk Borgarskipulags á staðnum og svar-
ar fyrirspurnum um sýninguna. Einnig eru veittar
upplýsingar um aðalskipulagið á Borgarskipulagi
Reykjavíkur, Borgartúni 3 (3ju hæð), frá kl. 9.00 til
16.00 virka daga.
Miðvikudaginn 2. september kl. 20.00 verður al-
mennur borgarafundur í Byggingarþjónustunni,
þar sem starfsmenn Borgarskipulags og borgar-
verkfræðings kynnaaðalskipulagið og svarafyrir-
spurnum.
Athugasemdum eða ábendingum skal skila skrif-
lega til Borgarskipulags eigi síðar en kl. 16.00, 23.
september n.k.
Þeir sem ekki gera athugasemdir við aðalskipu-
lagið innan tilskilins frests, teljast samþykkir til-
lögunni.
Reykjavík, 20. ágúst 1987.
Borgarskipulag Reykjavíkur.
Lögtaksúrskurður
Að beiðni Gjaldheimtunnar í Mosfellsbæ mega
fara fram lögtök fyrir eftirtöldum álögðum gjöld-
um:
Tekjuskatti, eignaskatti, lífeyristryggingagjöld-
um atvinnurekenda, slysatryggingagj. atvinnu-
rekenda, kirkjugarðsgjöldum, vinnueftirlitsgjöld-
um, sóknargjöldum, sjúkratryggingagjöldum,
gjöldum í framkvæmdasjóð aldraðra, útsvörum,
aðstöðugjöldum, atvinnuleysistryggingagjöld-
um, iðnlánasjóðsgjöldum, iðnaðarmálagjöldum,
sérstökum skatti á skrifstofu- og verslunarhús-
næði, slysatryggingagjöldum vegna heimilis og
eignaskattsauka. Einnig fyrir hverskonar gjald-
hækkunum og skattsektum til ríkis- og eða sveit-
arsjóðs Mosfellsbæjar, auk dráttarvaxta og
kostnaðar.
Lögtök þessi mega fara f ram á kostnað gjaldenda
en á ábyrgð Gjaldheimtunnar I Mosfellsbæ að
liðnum átta dögum frá birtingu þessa lögtaksúr-
skurðar.
Hafnarfirði 18. ágúst 1987
Bæjarfógetinn í Mosfellsbæ.