Alþýðublaðið - 19.09.1987, Blaðsíða 2
2
Laugardagur 19. september 1987
MÞYBUMMÐ
Sími:
Útgefandi:
Ritstjóri:
Ritstjórnarfulltrúi:
Blaðamenn:
Framkvæmdastjóri:
Skrifstofa:
Auglýsingar:
Setning og umbrot:
Prentun:
681866
Blað hf.
Ingólfur Margeirsson.
Jón Daníelsson.
Ingibjörg Árnadóttir
Kristján Þorvaldsson og Örn Bjarnason.
Valdimar Jóhannesson.
Halldóra Jónsdóttir, Eva Guðmundsdóttir og
Þórdís Þórisdóttir.
Guðlaugur Tryggvi Karlsson
og Ólöf Heiður Þorsteinsdóttir
Filmur og prent, Ármúla 38.
Blaðaprent hf., Síðumúla 12.
Áskriftarsíminn er 681866.
Skotið yfir markið
Það var hárrétt ákvörðun hjá stéttarfélögunum innan
ASÍ að hafna tillögum vinnuveitenda um nýjan kjara-
samning, sem byggðist á því einu að svipta launþega
réttmætum verðlagsbótum 1. október.
Ekki verðuralveg séð hvað vakti fyrir forystu VSÍ með
þeirri tillögusmið, sem þeir sýndu ASÍ á fundi s.l. mið-
vikudag. Öllum er ijóst, að Alþýðusambandið gat
aldrei gengið að kröfum um að fella niður verðbóta-
hækkanir að mestu hjá þorra launþega innan sam-
bandsins. Það var í raun ósvífni að bera slíkt á borð —
ekki síst sem tillögurnar gengu þvert á gerðan kjara-
samning.
Til hvers sömdu ASÍ og VSÍ um rauð strik og verð-
bótahækkanir skv. ákveðnum reglum með oddaat-
kvæði, ef ekki var ætlunin að fara eftir þeim, þegar á
reyndi? Eru þeir með tillögum sínum á miðvikudag að
geraþví skóna, að þeirhafi samið herfilegaaf sér í síð-
ustu samningum? Eða eru þeir að búa sér til stöðu,
þar sem koma á skömminni yfir á launþegahreyfing-
una, ef djöfladans verðbólgunnar fer af stað á nýjan
leik með tilheyrandi kjararýrnun?
Engum dylst, að átök þau sem fram fara í fjölmiðlum
milli Alþýðusambandsins og vinnuveitenda skipta
verulegamáli. Ekki leikurvafi á, að mikil umskipti hafa
orðið á kjörum ASÍ-fólks á þessu ári og því síðasta.
Launþegahreyfingin hefur unnið upp kjaraskerðing-
una frá 1983, sem lagði fjárhag heimilanna í rúst á
nokkrum mánuðum. Þó ýmislegt megi finna að síð-
ustu samningum, þá er Ijóst, að þeir hafa fært laun-
þegum innan ASÍ meiri kaupmáttaraukningu, en
dæmi eru um á lýðveldistímanum.
I illaga Vinnuveitenda um kjaraskerðingu er í raun
ótrúlega óskammfeilin tilraun til að draga úr sóknar-
mætti verkalýðshreyfingarinnar. Við búum um þessar
mundir við mikið góðæri. Því mótmælir enginn. Verð
er hátt á erlendum mörkuðum. Næg atvinna er í land-
inu og vinnuveitendur togast á um vinnuaflið með
kjarabótum til sinnaeigin starfsmanna. Það eiga bara
ekki allir að njóta arðsins af góðærinu. Einungis þeir
sem vinnuveitendur sjálfir telja verðuga launaskriðs-
ins eiga að fá af kökunni. Hinum á að skammta úr
hnefa.
tinaábyrgaafstaðaverkalýðshreyfingarinnar í þess-
um átökum er að heimta að staðið verði við gerða
samningaog verðbætur greiddar eftir umsömdu kerfi
upp í topp. Þær prósentur sem nú á að greiða 1. októ-
ber eru launþegar búnir að bera þungann af í sumar.
Vandinn varð til þá. Hann er ekki að verða til núna,
þegar kaupið á að greiðast. Vinnuveitendum hefur
orðið á í messunni. Hafi þeir ætlað að vinna tíma í
áróðursstríðinu, þáersátími þegartapaður. Hafi þeir
ætlað að eiga frumkvæði að nýjum samningum, þá er
það tímaskekkja. Engarforsendureru fyrir ASÍ að taka
upp viðræður um nýjan kjarasamning, meðan viðræð-
ur eru í gangi við hluta aðildarfélaga um fastlauna-
samninga og heildarkjarasamningur við ASÍ félaga er
enn í gildi.
Tilboð vinnuveitenda var því tilgangslaust. Þar var
skotið langt yfir markið.
ÖNNUR SJÓNARMIÐ
Nú er það komið á hreint að
Reykvíkingar fá að versla f'ram til
kl. 10 á kvöldin og þurfa ekki að
fara suður í Hafnarfjörð eða upp í
Mosfellskaupstað til að komast í
kaupstað, ef mjólkin er allt i einu
búin úr kæliskápnum um kvöld-
matarleytið.
Hin virðulega borgarstjórn hefur
gefið borgarbúum leyfi til að
höndla sér nauðsynjavörur fram
eftir kvöldinu. Hitt er svo allt ann-
að mál, hvort þeir ágætu kaupmenn
sem sjá okkur fyrir þessum sömu
nauðsynjum, nenna að vinna svo
lengi fram eftir. Ef ályktanir um
það má draga af ummælum kaup-
manna, virðast þeir margir aðhyll-
ast þá skoðun að Reykvíkingar geti
hér eftir sem hingað til, dragnast í
búðina fyrir kl. sex og keypt mjók-
ina sína á kristilegum tíma. Þannig
ætla Hagkaupsmenn ekki að lengja
verslunartímann til að byrja með.
Það virðist sem sé einkenna
skoðanir kaupmanna á þessu máli
að þeir hyggjast ekki hafa opið
lengur en venjulega, nema einhverj-
ir aðrir taki upp á því. Kannski end-
ar þetta með því að það verði ein-
hverskonar þegjandi samkomulag
hjá kaupmönnum að humma Borg-
arstjórnarfundinn í fyrrakvöld
fram af sér og vona að hann gleym-
ist sem fyrst.
Annars var víst talsverður hiti í
mönnum (af báðum kynjum) á
Borgarstjórnarfundinum. Skoðan-
ir voru bæði afar margar og afar
skiptar. Samkvæmt fræðilegum at-
hugunum, mun hafa verið unnt að
hafa alls þrjár skoðanir á málinu:
1) Frjálshyggjuskoðunin, sem
felst í því að allt eigi að vera frjálst,
frjálst hyggjuvit (frjálshyggjuvit)
kaupmanna eigi að ráða því hversu
lengi og hvenær verslanir séu opnar.
Samkvæmt þessari skoðun væri t.d.
ekkert athugavert við það að hafa
verslanir opnar frá kl. 9 á kvöldin til
6 á morgnana, ef einhverjum dytti
það i hug.
2) Miðjumoðsskoðunin, sem
gengur út á það að „hafa heldur
það sem miðjara reynist". Skoðanir
af þessu tagi aðhyllast yfirleitt ýms-
ir sáttfúsir menn, sem nenna ekki
að rífast mikið. Aðferðin til að
finna út í hverju miðjumoðsskoð-
Magnús. Einn eftir í Sjálfstæðis-
flokknum?
Davlö. Oröinn sáttfús miöjumoös-
maöur?
Össur. Frjálshyggjumaður I verslun-
armálum?
unin sé nákvæmlega fólgin er sára-
einföld. Þú tekur þær tvær tillögur
sem ganga lengst í hvora átt, Ieggur
þær saman og deilir með tveimur.
Þegar þessu er lokið veistu ná-
kvæmlega hvaða skoðun þú átt að
hafa og hún hefur yfirleitt þann
stóra kost að verða oftast ofan á,
þannig að þú getur undantekning-
arlítið titlað þig sigurvegara í hverj-
um leik, ef þú gerir þér að reglu að
hafa þessa skoðun.
3) íhaldsskoðunin. Þetta er afar
gömul og rótgróin skoðanategund
sem verður að teljast afar virðuleg.
Hún felst eins og nafnið bendir til,
einkum í því að ekki megi breyta
neinu. „Heimurinn versnandi fer“
er orðatiltæki sem mörgum fylgj-
endum þessarar skoðunar liggur
létt á tungu.
Að sjálfsögðu varð miðjumoðs-
skoðunin ofan á rétt eins og venju-
lega. Það er athyglisvert að skoða
útkomuna í ljósi hinnar einföldu
reikniformúlu sem getið er um hér
að framan. Nú mega verslanir vera
opnar frá sjö á morgnana til klukk-
an 10 á kvöldin alla daga nema
sunnudaga. Samtals eru þetta 90
klst á viku, sem er reyndar rétt rúm-
lega helmingurinn af vikunni. Þeg-
ar tekið hefur verið til þess að sam-
kvæmt íhaldsskoðuninni hefðu
verslanir eftir sem áður átt að verá
opnar nokkra klukkutíma i viku
hverri, kemur í Ijós að reiknifor-
múlan stenst nokkuð nákvæmlega.
Borgarfulltrúar Reykjavíkur
skiptu þessum þremur skoðunum
samviskusamlega á milli sín á fund-
inum í fyrrakvöld. Reyndar ekki
eftir flokkslínum eins og venjulega,
heldur virðist mega skipta borgar-
fulltrúunum I flokka upp á nýtt,
eftir þennan fund.
Það kemur sjálfsagt mörgum
borgarbúa á óvart að Davíð borgar-
stjóri skuli hafa reynst vera miðju-
moðsmaður í eðli sínu, en þannig er
það nú samt. Það var hann sjálfur
sem var helsti forsvarsmaður
miðjumoðsskoðunarinnar og bar
fram þá tillögu sem síðar hlaut sam-
þykki.
Enn athyglisverðar er þó að
Sigurjón. Skipar hann sér áfram I
miðjumoðsflokk Davíös?
skoða þá pólitísku breidd sem nú er
að finna í röðum Alþýðubandalags-
ins. Össur Skarphéðinsson aðhyllt-
ist frjálshyggjusjónarmiðið á fund-
inum og stóð manna fastast við hlið
Árna Sigfússonar, sem veitti frjáls-
hyggjuskoðunarmönnum forystu.
Sigurjón Pétursson skipaði sér í
hóp miðjumoðsmanna ásamt
Davíð, en Guðrún Ágústsdóttir tók
að þessu sinni íhaldsafstöðuna
ásamt borgarfulltrúa Kvennalistans
og Magnúsi L. Sveinssyni, sem að
þessu sinni var einn flokksbræðra
sinna um að hafa hina hefðbundnu
sjálfstæðisskoðun, þegar að at-
kvæðagreiðslunni kom.
Nú er sem sagt bara eftir að vita
hvernig kaupmenn í Reykjavík
skiptast í skoðanahópa. Vonandi
eru þeir ekki allir íhaldsmenn.
ST. JÓSEFSSPÍTALI
Landakoti
Hjúkrunarfræöingar
sjúkraliöar
Lyflækningadeildir
Lausar eru fáeinar stööur hjúkrunarfræöinga á
lyflækningadeildum l-A og ll-A.
Einnig 3 stöður sjúkraliða.
Um litlar einingar er að ræöa, þar sem ríkjandi er
góöur starfsandi.
— Aðlögunarprógram.
Gjörgæsla
Á gjörgæslu eru lausar stööur hjúkrunarfræö-
inga. Góöur aðlögunartími er gefinn öllu nýju
starfsfólki.
Upplýsingar veittar á skrifstofu hjúkrunarstjórnar
í síma 19600/220.
Reykjavik 18.09.1987.
ffl REYKJMJÍKURBORG 111
MP Aacuan, Sfádívi MT
Staða bókavarðar við Borgarbókasafn Reykjavík-
ur er laus til umsóknar.
Umsóknarfrestur er til 25. september. Upplýsing-
ar eru gefnar á skrifstofu Borgarbókasafns í síma
27155.
Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds
Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð á
eyðublöðum sem þar fást.