Alþýðublaðið - 19.09.1987, Blaðsíða 3
Laugardagur 19. september 1987
3
Samkomulag stjórnvalda og lífeyrissjóöanna:
VAXTAKJÖRIN
ENDURSKOÐUÐ
— Lánstími styttri en í fyrri samningum
í gær var undirrilað samkomulag
milli stjórnvalda og lífcyrissjóða-
sambandanna um kaup lífeyris-
sjóðanna á skuldabréfum Húsnæð-
isstofnunar ríkisins. Samningurinn
er í samræmi við lög frá 1984 um að
lífeyrissjóðirnir kaupi skuldabréf
af Húsnæðisstofnun fyrir 55% af
ráðstöfunarfé sínu. Samkomulagið
nær til kaupa á árunum 1988 til
1990 og er um að ræða hækkun
vaxta frá fyrri samningum, enn-
fremur er iánstími styttri og í sain-
komulaginu er ákvæði um endur-
skoðun á lánskjörum á samnings-
tímanum.
Húsnæðisstofnun býður lífeyris-
sjóðunum skuldabréf til kaups með
eftirfarandi kjörum:
Árið 1988 bera skuldabréf fasta
7% ársvexti umfram verðtryggingu,
til 15 ára með jöfnum árlegum af-
borgunum.
Árið 1989: I. Skuldabréf sem
bera fasta 6,5% ársvexti umfram
verðtryggingu til 15 ára, með jöfn-
um árlegum afborgunum. 2.
Skuldabréf er bera 6,9% ársvexti
umfram verðtryggingu, til 15 eða 20
ára með jöfnum árlegum afborgun-
um.
1 bréfunum eru ákvæði um heint-
ild aðila til að segja upp vaxtakjör-
um eftir 3 ár og síðan á þriggja ára
fresti eftir það.
Árið 1990: 1. Skuldabréf er bera
fasta 6,1% ársvexti umfram verð-
tryggingu til 15 ára með jöfnum ár-
legum afborgunum. 2. Skuldabréf
sem bera 6,5% ársvexti umfram
verðtryggingu. Lánstími 15 eða 20
ár með jöfnum árlegum afborgun-
um. I bréfinu er einnig ákvæði um
að hægt verði að segja samningum
upp eftir þrjú ár og síðan á þriggja
ára fresti eftir það.
Ennfremur er í samkontulaginu
gert ráð fyrir að vaxtakjör áranna
1989 og 1991 komi til endurskoðun-
ar i septembermánuði 1988 vegna
ársins 1989 og ári síðar vegna ársins
1990, að gefnum ákveðnum skilyrð-
um.
Á árinu 1988 er talið að 55% af
ráðstöfunarfé lífeyrissjóðanna
nemi um 6,1 milljarði króna. Á
þeim þrem árum sem samkomulag-
ið nær til má ætla að skuldabréfa-
kaup lífeyrissjóðanna hjá Húsnæð-
isstofnun nenti samtals allt að 20
milljörðum króna.
Samkomulagiö undirritað I gær.
Fulltrúar lífeyrissjóðanna:
Motmæla eigin undirskrift!
Blekið var ekki þornaó undir
samkomulagi ríkisins og lífeyris-
sjóðanna, þegar fulltrúar lífeyris-
sjóðanna, sendur frá sér mótmæla-
yfirlýsingu vegna þess ákvæðis í
samkoinulaginu að verðtrygging
bréfanna sé háð því aö þau verði
ekki framseld.
í yfirlýsingunni segir að þetta
ákvæði sé einsdæmi á íslenskum
lánamarkaði og frá þeim tíma þeg-
ar verðtrygging var almennt
óheimil. Þá segir ennfremur i yfir-
Iýsingu stjórnar Landssambands
lífeyrissjóða, að ákvæðið brjóti í
bága við ákvæði laga um Húsnæð-
isstofnun þar sem segir að lánskjör
af skuldabréfum skuli miðast við
þau kjör sem rikissjóður býður al-
mennt.
í framhaldi af þessu kveðst
stjórn Landssambandsins ekki
treysta sér til að ntæla nteð því við
stjórnir lifeyrissjóðanna að þær
semji um lánveitingar fyrir árið
1990, þar sem ekkert í lögum eða
reglugerðum geri ráð fyrir því að
samið verði til lengri tíma en
tveggja ára. í samkomulaginu sem
undirritað var í gær, er hins vegar
gert ráð fyrir því.
Stjórn Landssambands lífeyris-
sjóða áskilur sér einnig allan rétt til
að segja samkomulaginu upp verði
veigantiklar breytingar gerðar á lög-
um eða reglugerðum um Húsnæð-
isstofnun.
Breyttar reglur um opnunartíma verslana:
Ekki búist við miklum breytingum
Kaupmenn sem Alþýðublaöið
talaði við í gær virtust þokkalega
sáttir við þá breytingu sem gerð hef-
ur veriö á leyfilegum opnunartíma
verslana í höfuðborginni. Á fundi
sinum á fimmtudagskvöld sam-
þykkti borgarstjórn með 12 at-
kvæðuin gegn 3 að l'rá og með 1.
nóvember verði verslunum heimilt
að hafa opið frá klukkan 7 til 22
alla daga ncma sunnudag. Ekki er
búist við því aö rýmkun leyfilcgs
opnunartíma breyti miklu fyrst um
sinn og aöeins verði um lengri opn-
unartíma að ræða á laugardögum.
Jón Ásbergsson forstjóri Hag-
kaup sagði í samtali við blaðið að
þetta væri spor í rétt átt. „Við hefð-
um talið eðlilegast að borgarstjórn
væri ekki að skammta opnunar-
tíma búðanna yfirleitt, en við telj-
urn þetta spor í rétta átt og munum
nýta okkur þetta eftir því sem heil-
brigð skynsemi leyfir.“ Jón sagðist
ekki eiga von á því að opnunartím-
inn lengdist á virkum dögum en trú-
lega yrði lengur opið á laugardög-
um. Fram til þessa hefur Hagkaup
haft opið til klukkan fjögur á laug-
ardögum. Jón sagðist ekki eiga von
á þvi að annað gildi um verslunina
í Kringlunni.
Jónas Gunnarsson, kaupmaður í
Kjötborg Ásvallagötu og stjórnar-
maður í K-samtökunum, sagði að
þessi breyting á opnunartímanum
hefði verið óhjákvæmileg vegna
rýmri opnunartíma verslana í ná-
grannasveitarfélögum. „Ég er hins
vegar ekkert yfir mig hrifinn af
lengingu opnunartíma og á heldur
ekki von á því að það verði almennt
Samkomulag náðist um
fjárlagafrumvarpið
Þveröfugt við fréttaflutning um
að allt væri í hershöndum og óleys-
anlegum rembihnút í ríkisstjórn-
Leiðrétting
í frétt i Alþýðublaðinu í gær, um
herferð gegn skattsvikum, misritað-
ist texti þar sem fjallað var um
starfshópa i fjármálaráðuneytinu
sem vinna að tillögum um endur-
skoðun á tekjuöflunarkerfi ríkis-
sjóðs:
Vinnuhóparnir í fjármálaráðu-
neytinu hafa hver sín skattsvið,
söluskatt og virðisaukaskatt, skatt-
lagningu fyrirtækja og skattlagn-
ingu fjármagns- og eignartekna.
Þessir hópar hafa fengið verklýs-
ingu og að sögn Jóns Baldvins er
þegar hafinn undirbúningur laga-
breytinga á þessum sviðum.
inni, þá gekk greiðlega á fundi rik-
isstjórnarinnar í gærmorgun að ná
samkomulagi um að loka fjárlög-
um. „Grundvallarforsendan var sú,
að menn halda sig fast við sett efna-
hagsleg markmið með fjárlögum,
að koma lialla ríkissjóðs niður fyrir
mörkin 0,5% af landsframlciðslu,
sem þýðir um 1200 milljónir," sagði
Jón Baldvin Hannibalsson, fjár-
málaráðherra í samtali við Alþýðu-
blaðið í gær eftir fundinn í rikis-
stjórninni.
Að sögn fjármálaráðhera var
dæmið Ieyst með því að ráðast á
vandann, bæði frá hlið gjalda og
tekna. Samkomulag var um að fara
i enn frekari útgjaldalækkun, á
verksviði allra ráðuneyta. „Það má
því heita, að allir hafi borið eitthvað
skarðari hlut frá borði,“ sagði Jón
Baldvin. í annan stað var náð sam-
komulagi um tekjuöflunaráform til
þess að brúa bilið.
Á ríkisstjórnarfundi í dag verður
síðan fjallað um lánsfjáráætlun og
er stefnt að því að ljúka umfjöllun
um helgina. Fjármálaráðherra
sagði að drög að lánsfjárlögum
yrðu lögð fyrir ríkisstjórnina í dag
og sagðist hann reikna fastlega með
því að þau yrðu afgreidd.
„Með því að ná þessu markmiði
um að lækka hallann á ríkissjóði,
þá þýðir það auðvitað um leið
minni lánsfjáráætlun en ella væri.
Þegar menn nú meta hvernig láns-
fjáráætlun hefur staðið á yfirstand-
andi ári, þá standa menn og frammi
fyrir þeim staðreyndunr að inn-
streymi erlends fjármagns hefur
farið 4000 milljónir fram yfir áætl-
un. Það undirstrikar hvílik nauðsyn
það er að minnka fjárlagahallann
og endurskoða stjórntæki sem
hægt er að beita á lánsfjármark-
aðnum,“ sagði Jón Baldvin Hanni-
balsson fjármálaráðherra.
þrátt fyrir hein1ildina.“ Jónas sagði lengri tíma litið leiddi lenging opn-
ennfremur að búast mætti við að til unartíma til hækkaðs vöruverðs.
Sjávarútvegssýningin I Laugardalshöll í Reykjavík opnar I dag. Sýningin er
afar rúmfrek og til aö rúma hana alla þurfti að reisa tvö stæröar tjöld hjá
höllinni.
Ferskfiskur:
Verðsveiflur á
Þýskalandsmarkaði
Miklar verðsveiflur voru á fisk-
mörkuöum i Þýskalandi í vikunni
og virðist markaðurinn ekki enn
hafa tekið við sér eftir það hrun sem
átti sér stað eftir að þýska sjónvarp-
ið sýndi þátt um orma í danskri síld.
Skafti SK fékk gott verð á þriðju-
dag þegar seld voru 100 tonn fyrir
62,70 meðalverð, en verðið fór síð-
an aftur niður á fimmtudag og var
á bilinu 40-50 krónur. Uppistaðan í
afla Skafta var karfi.
Samkvæmt upplýsingum frá LÍÚ
jókst framboðið seinnipart vikunn-
ar og virðist markaðurinn enn ekki
tilbúinn til að taka við auknu
magni.
Verð á Bretlandsmarkaði var hins
vegar gott í vikunni og var meðal-
verð á gámafiskinum 82,63 krónur
kílóið. Seld voru 401 tonn úr gám-
um. Fjögur fiskiskip seldu á Bret-
landsmarkaði og fengu þrjú þeirra
gott verð, en það fjórða var með lé-
legan afla og uppskar eftir því.
Hæsta verð fékk Garðey, 75,32 kr.
meðalverð. Aflinn var blandaður,
mest þroskur og ýsa. Garðey var
með 36 tonn af þorski og var meðal-
verðið á 82,63 krónur kílóið.