Alþýðublaðið - 19.09.1987, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 19.09.1987, Blaðsíða 4
4 Laugardagur 19. september 1987 !*1 REYKJKSJIKURBORG III w Acuuan, Sfötúm ' W Þroskaþjálfa eöa annaö uppeldislega menntaö starfsfólk óskast til stuðnings börnum meö sér- þarfir á leikskóladeild í Fálkaborg. Upplýsingar gefa forstöðumenn og Málfríður Lor- ange sálfræðingur á skrifstofu Dagvistar barna sími 27277. Sjávarútvegsráðherra Danmerkur í heimsókn Hinn 19. september er sjávarút- vegsráðherra Danmerkur, Lars P. Gammelgaard, væntanlegur í opin- bera heimsókn hingað til lands í boði Halldórs Asgrímssonar, sjáv- arútvegsráðherra. Lars P. Gammel- gaard er sjávarútvegsráðherra í rík- isstjórn Poul Schlúter. Hann er fæddur 9. febrúar 1945 í Árósum. Hann er cand.scient.pol. og var að- Philips f rystikisturnar og frystiskáparnir eru þekkt h endingu og oryggi. Hljoðla með öflugar f rystipressur slitsterktyfirborð á loki og 315UIBA !íA5 LÍTRA 165LÍTRA 4ra stjörnu frysBgæöi. Stort hrað- stihólt. Hitastilling með orkuspa di stillingu. Hraðfrystíhnappun Srt ,m MÁL: 60 x 86,5 X 64,í> 9A5 LÍTRA A50 LÍTRA 330 UTRA 4ra stiömu frvstigæði. Stórt hraðfrystmou 2 geymslukörfur - Hitastilling með o W sttílingu. Hraðfrystihnappur. Rennur hjo MÁL: 134,5 x 88,5 x 64,5 cm. VERÐ EBU WÐWBVIÐSTAÐGREjÐSUJ Heimiiistæki HAFHARSTRÆT. 3 - KR.NGLUNNI - S*TÚN. f/cde/uutt júnkt við Randers Statsskole frá ár- inu 1973 og var kjörinn þingmaður 1979 og varð sjávarútvegsráðherra í ríkisstjórn Poul Schlúter 1986. Hann hefur gegnt mörgum trún- aðarstörfum fyrir danska íhalds- flokkinn, þ.á m. sat hann í bæjar- stjórn i Árósum árin 1970-1979. Einnig hefur hann tekið mikinn þátt í norrænu samstarfi og er nú samstarfsráðherra i ráðherranefnd Norðurlandaráðs. 1 för með ráð- herranum verða Jesper Kaae, að- stoðarmaður ráðherra og Henrik Kröll, skrifstofustjóri í danska sjáv- arútvegsráðuneytinu. Sjávarútvegsráðherrarnir múnu ræða ýmis mál er varða sjávarútveg beggja landanna. Gestirnir munu verða viðstaddir setningu sjávarút- vegssýningarinnar hinn 19. sept- ember þ.m. Þá munu gestirnir skoða fyrirtæki á sviði fiskvinnslu í Höfn í Hornafirði og Vestmanna- eyjum. Heimsókninni lýkur sunnudag- inn 20. þ.m. Heimsókn framkvæmda- stjóra OECD til íslands Framkvæmdastjóri Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD)í París, Jean-Claude Paye, dvelst á íslandi dagana 22.—23. september n.k. sem gestur ríkis- stjórnarinnar. Meðan á dvölinni stendur mun hann m.a. ræða við Jón Sigurðsson, viðskiptaráðherra, sem fer með málefni OECD hér á landi, en einnig aðra ráðamenn. ísland hefur verið aðili að OECD frá því að stofnunin tók til starfa ár- ið 1961. Tók stofnunin við af Efna- hagssamvinnustofnun Evrópu (OEEC) sem ísland hafði átt aðild að frá upphafi, 1948. Starf íslands á vettvangi OECD er m.a. fólgið í þátttöku í árlegum ráðherrafund- um stofnunarinnar en þar hefur á síðustu árum einkum verið lögð áhersla á það af hálfu íslands að aðildarríki stofnunarinnar dragi úr viðskiptahömlum, svo og útflutn- ingsstyrkjum og öðrum stuðningi aðildarríkjanna við atvinnuvegi sem dragi úr eðlilegri samkeppni í alþjóðaviðskiptum og jafngildi í raun verndarstefnu. Milliríkjavið- skipti með fisk og fiskafurðir eru hér mikilvægt dæmi. Af íslands hálfu eru reglulega sóttir ýmsir fundir, t.d. fundir efnahagsmála- nefndarinnar um ástand og horfur í efnahagsmálum heimsins og ein- stakra landa, fundir fiskimála- nefndar, vísinda- og tækninefndar, vátrygginganefndar, menntamála- nefndar, skólarannsóknanefndar og vegarannsóknanefndar. Við undirbúning ársskýrslu OECD um íslensk efnahagsmál nýtur stofnunin aðstoðar Þjóð- hagsstofnunar. Viðskiptaráðuneyt- ið dreifir þeirri skýrslu og marg- háttuðum öðrum gögnum frá stofnuninni, t.d. skýrslum um fisk- veiðar í aðildarríkjum hennar ár- lega og einstökum ritum, svo sem riti um vandamál í viðskiptum um sjávarafurðir og riti um kosti og galla verndarstefnu. Af ritum, sem snerta tengsl íslands við OECD sér- staklega, má auk ofangreindrar skýrslu um efnahagsmál íslands nefna skýrslu OECD um íslenska menntastefnu á árinu 1986 sem vakti mikla athygli. Áður hafa m.a. komið út skýrslur stofnunarinnar um vísindi og landbúnað á íslandi. Aðild íslands að OECD er afar mikilvæg til þess að tryggja íslend- ingum innsýn í það sem efst er á baugi í efnahagsmálum og ýmsum öðrum mikilvægum þjóðmálum í þeim ríkjum sem þeir eiga mest samskipti við og bera sig helst sam- an við.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.