Alþýðublaðið - 19.09.1987, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 19.09.1987, Blaðsíða 5
Laugardagur 19. september 1987 5 „DEN FRUSNA LEOPARDEN" — ÞRÍR DAGAR í LÍFI TVEGGJA BRÆÐRA Lárus Ýmir Óskarsson, kvikmyndagerdarmadur og leikstjóri talar um fólk úr lægri stigum þjóöfélagsins — Fjármögnun kvikmyndar — Blandada gagnrýni og tilvonandi atvinnuleysi á íslandi. r r Lárus Ymir Oskars- r son er eini Islending- urinn sem á kvik- mynd á Kvikmynda- hátíð 1987, en fyrri kvikmynd hans Andra dansen fékk mjög góðar viðtökur og einróma lof gagn- rýnenda. Alþýðublað- ið rœddi við Lárus um þá mynd sem sýnd verður á Kvik- myndahátíð 1987. „Þessi kvikmynd sem sýnd verð- ur eftir mig á kvikmyndahátíðinni núna er reyndar ekki mín nýjasta mynd. Ég hef gert eina mynd eftir það fyrir sænska sjónvarpið sem heitir Auga hersins.“ — Um hvað fjallar þessi kvik- mynd þín á Kvikmyndahátíð 1987? Myndin sem sýnd verður nú á kvikmyndahátíð 1987 fjallar um tvo bræður og þrjá daga í lífi þeirra. Þessir dagar verða þeim bræðrum nokkuð örlagaríkir og þungir í skauti, en ég veit satt að segja ekki hvað rétt er að segja meira um sögu- þráð myndarinnar. Ég get þó sagt að ée er ekki með neinn sérstakan boðskap í myndinni, myndin er sem sagt ekki með eða á móti fóstureyð- ingunt eða þess háttar. Ætli megi þó ekki segja að myndin fjalli um fólk úr lægri stigum þjóðfélagsins og má þá ef til vill taka Ííkingu af því að ef þú býrð í ákveðnu umhverfi, þá má ansi mikið koma fyrir. Þú getur orðið pillusjúkiingur og alki og þú getur orðið sekur um fjárdrátt og allan fjandann og þér er alltaf bjargað út úr því. En myndin lýsir hins vegar sögu úr hinum endanum á þjóðfélaginu. Ef að hellist niður lítri af bensíni i einu umhverfi þá kemur einhver og þurrkar það upp eftir þig, en ef þú hellir benzíninu niður í einhverju öðru umhverfi þá kemur einhver og kveikir í því. Myndin gerist í umhverfi þar sem kveikt er í ef hellist niður. Og í myndinni eru það tiltölulega lítil- vægir hlutir sem hrinda af stað ör- lagaríkri atburðarrás, þ.e.a.s. það eru ekki svo örlagaríkir hlutir sem hafa gerst en þeir vinda duglega upp á sig, — í þessu umhverfi þarna hjá þessum bræðrum, sérstaklega með alvarlegar afleiðingar fyrir annan þeirra.“ — En nú er þetta dýrt fyrirtœki. Hvernig fjármagnaðir þú gerð þess- arar kvikmyndar? „Ég hafði nú reyndar ekkert með það að gera. Þetta handrit var til og ég var búinn að vinna mikið í því ásamt handritahöfundinum mín- um sem hefur skrifað það sem ég hef gert í Svíþjóð. Við leituðum síð- an eftir fjármögnun og fengum hana alveg eins og skot. Það voru fjögur fyrirtæki sem fjármögnuðu myndina, Svensk filmindustri, Vík- ing film, Sonnetta fyrirtækið sem jafnframt er hljómplötufyrirtæki og Sænska kvikmyndastofnunin lagði einnig fram fé til myndarinn- ar. Þannig að Svíar fjármögnuðu þessa mynd algerlega.“ — Og það er sem sagt búið að sýna myndina í Svíþjóð? „Já, hún var frumsýnd þar fyrir ári. Myndin fékk reyndar mjög blandaðar viðtökur. Hún fékk t.d. ekki eins einróma góðar viðtökur og sú mynd sem ég hafði gert áður og heitir Andra dansen. Bæði er það að þessi mynd er nokkuð þyngri í vöfum en Andra dansen og svo er það nú gjarna þannig að ef manni tekst mjög vel upp í fyrsta skipti, þá eru gerðar miklar kröfur í annað skiptið. Þannig að gagnrýni var mjög blönduð. Sumum fannst myndin alveg ómöguleg en öðrum fannst hún ágæt!“ — Veitti þessi mynd þér mikla reynslu? „Ég held að það hafi verið nauð- synlegt fyrir mig að fá að gera þessa mynd og í rauninni mikill lúxus og mér finnst margt mjög fallegt og gott í henni og er ánægður með margt, en á hinn bóginn eru í mynd- inni einnig hlutir sem ég þarf að endurskoða og athuga betur. En það er víst eins og þetta gengur yfir- leitt. “ — Og hvað hefurðu fyrir stafni í dag. Er ný mynd í uppsiglingu? „Ja, ég er að reyna að burðast við að flytja til íslands og er reyndar kominn með þak yfir höfuðið, en þeir virðast ekki vera neitt sérstak- lega spenntir fyrir því að nota mig í vinnu íslendingarnir, t.d. í leikhús- ununt. Þannig að nú sem stendur þá hef ég verið einskonar ráðgjafi hjá strákunum í Frostfilm í kvikmynd- inni þeirra, en því lýkur svo væntan- lega um næstu mánaðamót og þá er ég atvinnulaus. Myndin sem við er- um að vinna að hérna í Frostfilm heitir Foxtrott. Eftir þessa vinnu veit ég ekkert hvað tekur við, en ég er að reyna að athuga minn gang með þetta allt sarnan. Þegar ég kom hingað heim þá hafði ég hugsað mér að fara að vinna í leikhúsun- um, en þeir hafa svo mikið af góð- um leikstjórum hér í leikhúsunum að þeir hafa ekkert við svona gemsa frá útlöndum að gera. En í sambandi við myndina sem sýnd verður á hátíðinni þá má geta þess að aðalleikararnir tveir eru lík- lega nokkuð þekktir hjá íslending- um, hvor af sínum hópnum þó. Sá sem leikur yngri bróðurinn, er náungi sem er aðalsöngvarinn í hljómsveit sem heitir Imperiet, en sú hljómsveit hefur komið til ís- lands. Sú hljómsveit er sennilega þekktust í kringum ákveðinn hóp hér sem er í kringum Grammið t.d. Þessi náungi heitir Jóakim Toe- ström. En sá sem leikur eldri bróð- urinn er sá sami og lék Jean í sýn- ingu Ingmar Bergmans sem kom hér á listahátíð. Hann hefur einnig verið að leika Hamlet í uppsetningu Bergmans núna. Sá heitir Peter Stormare. Þannig að íslenskir leik- húsgestir sem sáu Fröken Júlíu munu kannast við hann þaðan. Og tónlistin í Hlébarðanum er eftir Leif Þórarinsson tónskáld."

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.